Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 64
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Hver er
höfundurinn?
SKÚLI Helgason hafði
samband við Velvakanda
og er hann að leita eftir
upplýsingum um hver sé
höfundur eftirfarandi ljóðs.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Sá sem getur gefið Skúla
einhverjar upplýsingar vin-
samlega hringi í síma
551 5746.
Orðsending til Hafliða
HINN 1. jan. 01 sóttir þú til
okkar þrjár filmur úr fram-
köllun. Í einu umslaginu
eru myndir af fólki og
myndir úr Þórsmörk sem
því miður voru rangt af-
greiddar. Hjá okkur eru
þínar myndir, meðal ann-
ars af miklum snjó við hús
með jólaljósum, jöklum,
fossum í Borgarfirði, kúm,
kálfum, öndum og kanín-
um. Hún Kristbjörg á
myndirnar sem þú ert með
og þeirra er sárt saknað.
Vinsamlega hafðu sam-
band við Myndval í Mjódd,
sími 557 4070.
Tapað/fundið
Skinnhúfa týndist
BRÚN dömuskinnhúfa
týndist í sl. viku. Finnandi
hringi í síma 565 7666.
Nokia-farsími týndist
NOKIA 450 farsími týndist
7. nóv. sl. Finnandi hafi
samband í síma 587-4414.
GSM-sími týndist
DÖKKBLÁR Siemens
GSM-sími týndist laugar-
daginn 10. nóv. sl. Síminn
glataðist annaðhvort í leið 5
hjá SVR síðdegis, eða í
grennd við Langholtsveg.
Strætisvagnaskýli við Suð-
urlandsbraut kemur einnig
til greina. Ríflegum fundar-
launum heitið. Sími:
699 2047.
Sjóngleraugu
týndust
LÍTIL kvengleraugu, sem
skipta lit eftir birtu, týnd-
ust í síðustu viku. Þeir sem
gætu gefið uppl. hafi sam-
band í síma 587 5016.
Hjól í óskilum
GULT Mongoose-hjól er í
óskilum. Uppl. í síma 567-
6333 eftir kl. 18.
GSM-sími í óskilum
GSM-sími er í óskilum hjá
miðaafgreiðslu á Hlemmi.
Dýrahald
Kettlingur
fannst í Vaðnesi
HVÍTUR og svartur kettl-
ingur, mjög ungur, fannst
við félagsbústað í Vaðnesi.
Eigandi hafi samband í
síma 555 4003 eða 698 1452.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI gat með engu mótifengið af sér að horfa á afhend-
ingu Eddu-verðlaunanna á sunnu-
dagskvöld. Honum finnst þessi til-
raun til að búa til glamúr og flottheit
í kringum þessa keppni heldur
kjánaleg. Víkverji reyndi að horfa,
en fór eitthvað svo hjá sér yfir inni-
haldsleysinu og vandræðaganginum
að hann gat ekki setið kyrr. Kannski
er þetta fullharður dómur yfir sjón-
varpsþætti sem Víkverji sá ekki
nema að mjög litlu leyti. Reyndar
kom fram í sjónvarpinu að fáir sjón-
varpsþættir hefðu fengið eins mikið
áhorf á síðasta ári og afhending
Eddu-verðlaunanna. Það er því
greinilegt að margir hafa allt annað
mat á þessu sjónvarpsefni en Vík-
verji.
x x x
Á SAMA tíma og sjónvarpið sýndiafhendingu Eddu-verð-
launanna sýndi Stöð tvö spurninga-
þáttinn „Viltu vinna milljón?“ sem
Þorsteinn J. stjórnar. Þetta er um
margt ágætt sjónvarpsefni eins og
spurningaþættir eru oft. Því fylgir
spenna að sjá hvort þátttakendur ná
að svara rétt og eins geta áhorfendur
að nokkru leyti tekið þátt í leiknum
með því að spreyta sig á spurning-
unum.
Þessar vikurnar er hægt að fylgj-
ast með ágætum spurningaþáttum á
sjónvarpsstöðinni BBC Prime, en
þeir nefnast „Veikasti hlekkurinn“.
Þættirnir ganga út á að níu kepp-
endur skiptast á að svara spurning-
um undir tímapressu. Fyrir hvert
rétt svar geta þeir unnið sér inn pen-
ingaupphæð sem hækkar eftir því
sem fleiri rétt svör bætast við. Ef
keppandi svarar hins vegar rangt
tapast öll upphæðin. Keppendur
geta hins vegar tryggt sér upphæð-
ina með því að setja hana í banka áð-
ur en þeir svara, en það þýðir jafn-
framt að keppendur verða að byrja
að safna aftur frá núlli. Eftir hverja
lotu kjósa keppendur veikasta
hlekkinn, þ.e. þann sem hefur staðið
sig verst allra, og er honum vísað úr
keppninni. Að lokum er aðeins einn
keppandi eftir sem hirðir um leið all-
an bankann.
Þessir sjónvarpsþættir fengu mik-
ið áhorf á Bretlandseyjum þegar
þeir voru sýndir þar á síðasta ári. Á
skömmum tíma hafa þeir náð svo
miklum vinsældum á heimili Vík-
verja að allt annað verður að víkja
þegar þeir eru á dagskrá. Ástæðan
er sú að þættirnir eru spennandi og
vel gerðir. Stjórnandi þáttanna, Ann
Robinson, á líka stóran þátt í því
hvað þeir eru velheppnaðir, en hún á
það til að skamma keppendur ef þeir
standa sig illa. Hins vegar hefur Vík-
verji sjaldan heyrt hana hæla kepp-
endum fyrir góða frammistöðu þó að
oft hafi verið ástæða til að gera það.
x x x
Í NÝJU tölublaði Bændablaðsinser greint frá rannsókn dr. Gunn-
ars Guðmundssonar lungnasérfræð-
ings á heysótt eða heymæði. Áratug-
um saman máttu margir bændur
þola mikil óþægindi vegna þessa
sjúkdóms, en hann orsakast af hita-
kærum bakteríum sem vaxa í illa
þurrkuðu heyi. Þegar farið er að
gefa heyið þyrlast bakteríurnar upp
í loftið og fólk andaði þeim að sér
sem orsakaði bólgusvörun í lungum.
Í fréttinni í Bændablaðinu segir að
með tilkomu rúllutækninnar við hey-
skap hafi heymæði verið útrýmt því
að bakteríurnar myndast ekki í rúll-
unum. Þetta eru fróðlegar og gleði-
legar upplýsingar að mati Víkverja.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 gerðarlegt, 8 hörku-
frosts, 9 lágfótan, 10
hamingjusöm, 11
minnka, 13 korns, 15
mikið, 18 ólæti, 21 heið-
ur, 22 þræta, 23 hvikul-
leiki, 24 gegnblautur.
LÓÐRÉTT:
2 lýkur, 3 þagga niður í, 4
smáa, 5 látin af hendi, 6
guð, 7 vendir, 12 ferskur,
14 mánuður, 15 sæti, 16
hugaða, 17 knappan, 18
karldýr, 19 hvöss, 20
beint.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 freta, 4 bugar, 7 ræddi, 8 tusku, 9 nía, 11 iðna,
13 græt, 14 sekur, 15 verk, 17 ásar, 20 þró, 22 kápur, 23
merki, 24 renna, 25 rimma.
Lóðrétt: 2 ferli, 2 Eddan, 3 alin, 4 búta, 5 gæsir, 6 raust,
10 ískur, 12 ask, 13 grá, 15 vakur, 16 ræpan, 18 særum,
19 reika, 20 þróa, 21 ómur.
K r o s s g á t a
ÉG tek það fram að ég er
ekki starfsmaður Línu.-
Nets, ég á ekki hlut í fyr-
irtækinu. Mér blöskrar
fréttaflutningur Ríkissjón-
varpsins af fjárhagslegri
stöðu Línu.Nets. Það var
algjör óþarfi að taka þetta
mál, sem átti upphaf sitt á
Alþingi, því að það voru
mörg, mörg önnur mál á
dagskrá Alþingis sem
skipta þjóðina mun meira
máli heldur en þetta. Póli-
tískt er útvarpsráð á móti
Línu.Neti vegna þess að
ríkisvaldið sem eigandi
Landssímans eigi í sam-
keppni við Línu.Net.
Fréttaflutningur Ríkissjón-
varpsins er stórlega ýktur
og látið að því liggja að fyr-
irtækið sé jafnvel að fara á
hausinn. Fyrirtækið hefur
þurft, eins og önnur stór-
fyrirtæki, að fara út í gríð-
arlegar fjárfestingar en er
hins vegar öllum á óvart að
rétta úr kútnum fjárhags-
lega nú þegar. Svona
fréttaflutningur er ekki til
neins annars fallinn en að
koma höggi á Línu.Net og
veikja þeirra samkeppn-
isaðstöðu. Ekki nóg með
það heldur erum við þjóð-
félagsþegnar skyldugir að
borga fyrir svona ósann-
indi sem nauðungaráskrif-
endur að Ríkissjónvarpinu.
Ég sem þjóðfélagsþegn og
viðskiptavinur Línu.Nets
krefst þess að fréttastofa
sjónvarps leiðrétti sinn
fréttaflutning af Línu.Neti
og útskýri fyrir áhorf-
endum að það kostar offjár
í fjárfestingum að koma
stórfyrirtækjum af stað. Ef
það verður ekki gert mun
ég sem viðskiptavinur og
njótandi góðrar þjónustu
Línu.Nets höfða mál gegn
fréttastofu Ríkissjónvarps-
ins.
Jón Guðmundsson,
kt: 050565-4329.
Fréttaflutningur RÚV af Línu.Neti
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss og Jo Elm
koma í dag. Goðafoss og
Arnarfell fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss fór í gær. China
Prospect kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl 9
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 13 vinnustofa, mynd-
mennt og bað.
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45-10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13-16.30 opin
smíðastofan, kl. 10-16
púttvöllur opinn. Allar
upplýsingar í s. 535-
2700. Harmónikkuball
verður 16. nóv. kl. 20.30.
félagar úr Félagi harm-
ónikku unnenda spila.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
16 hárgreiðsla, kl. 8.30-
14.30 böðun, kl. 9-9.45
leikfimi, kl. 9-12 mynd-
list, kl. 9-16 handavinna,
kl. 9-17 fótaaðgerð. Á
morgun, föstudag, fé-
lagsvist kl. 13.30.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13-16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 13.30. Kóræfing-
ar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17-19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13-16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8-16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9-12
aðstoð við böðun, kl. 9-
16.45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 9-13 handa-
vinnustofan opin, kl.
9.30 danskennsla, kl.
14.30 söngstund.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9 fótaaðgerð, kl.
10 hársnyrting, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Bingó kl. 15.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í
Holtsbúð 15. nóv. kl.
13.30, Leikhúsferð 15.
nóv. rúta frá Kirkjuhvoli
kl. 19.15. Danstími 16.
nóv kl. 19.15. Félagsvist
í Álftanesi 22. nóv kl.
19.30. Stundaskrá í
hópastarfi er auglýst á
töflu í kjallaranum í
Kirkjuhvoli og á
www.fag.is
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Pútt í Bæjarútgerðinni
kl. 10, glerskurður kl.
13. Á morgun er mynd-
list, brids og tréút-
skurður í Lækjarskóla.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Bingó verður
spilað í Gullsmára 13,
föstudaginn 16. nóv. kl.
14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10-13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi.
Fimmtudag brids kl.
13. Framsögn kl. 16.15.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum kl. 10-12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB.
kl. 10-16 s.588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9-16.30
glerskurður, kl. 9-13
hárgreiðsla, kl. 9-16
böðun, kl. 10 leikfimi,
kl. 15.15 dans. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14-16
blöðin og kaffi.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Kl. 9 aðstoð við
böðun, smíðar og út-
skurður, leirmunagerð
og glerskurð-
arnámskeið, kl. 9.45
verslunarferð í Aust-
urver, kl. 13.30 boccia.
Á morgun, föstudag,
verður messa kl. 14,
prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson, Furugerð-
iskórinn syngur undir
stjórn Ingunnar Guð-
mundsdóttur. Kaffiveit-
ingar eftir messu.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9.30, kl.10.30 helgi-
stund, frá hádegi spila-
salur og vinnustofur op-
in, á morgun kl. 16
opnun á myndlistarsýn-
ingu Bryndísar Björns-
dóttur, m. a.a syngur
Gerðubergskórinn und-
ir stjórn Kára Friðriks-
sonar, félagar úr Tón-
horninu leika létt lög,
allir velkomnir. Sunnu-
daginn 18. nóv. kl. 14.
syngur Gerðubergskór-
inn við guðsþjónustu í
Kópavogskirkju, m.a.
fjölbreytt söngdagskrá.
Veitingar í veitingabúð.
Upplýsingar um starfs-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um, kl. 9.30 klippimynd-
ir og taumálun, kl. 9, kl.
9.05 og 9.50 leikfimi, kl.
13 gler- og postulíns-
málun, kl. 16.20 og kl.
17.15 kínversk leikfimi.
Gullsmári, Gullsmára
13. Postulínsmálun kl.
9.15, jóga, kl. 9.05 brids,
kl. 13 handavinnn-
ustofan opin, leiðbein-
andi á staðnum, línu-
dans kl. 17.
Fjölskyldudagur verður
í Gullsmára laugardag-
inn 17. nóv. og hefst
með fjölbreyttri dag-
skrá kl. 14. Ágústa S.
Ágústsdóttir syngur
dægurlög, kór Hjalla-
skóla syngur vináttulög,
dansarar frá Dansskóla
Sigurðar Há-
konarsonar. Hláturinn
lengir lífið, samstarfs-
verkefni Smáraskóla og
Hana-nú. Í barnahorni
verða litir, leir o.fl.
Vöffluhlaðborð.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14 fé-
lagsvist. Hársnyrting og
fótsnyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9 tré-
skurður og opin vinnu-
stofa, kl. 10-11 ganga,
kl. 10-15 leirmun-
anámskeið.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15-12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15-15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13-14 leikfimi,
kl. 13-16 kóræfing, kl.
17-20 leirmótun. Í dag,
15. nóvember, verður
fyrirbænastund í um-
sjón séra Hjálmars
Jónssonar dóm-
kirkjuprests, allir vel-
komnir.
Föstudaginn 16. nóv.
dansað í kaffitímanum
við lagaval Halldóru,
gott með kaffinu, allir
velkomnir. Jólafagnaður
verður fimmtudaginn 6.
desember, jólahlaðborð,
söngur, hljóðfæraleikur,
danssýning og fleira,
nánar auglýst síðar.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt og frjálst
spil, kl. 14. leikfimi.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12,45. Spil hefst kl.
13.
Ga-fundir spilafíkla
mánudaga kl. 18.15 í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara) fimmtudaga
kl. 20.30 í fræðsludeild
SÁÁ, Síðumúla 3-5,
laugardaga í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg kl. 10.30.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105. Kl. 13-16
prjónað fyrir hjálp-
arþurfi erlendis. Efni á
staðnum. Allir velkomn-
ir.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðara, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Kívanísklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ. Fé-
lagsvist spiluð í kvöld kl.
20.30, stundvíslega, í
Kívanishúsinu Mos-
fellsbæ.
Kvenfélag Kópavogs.
Fundur í kvöld 15. nóv
kl. 20.30 í Hamraborg
10. Sýning á trévörum
frá Föndurhorni Evu.
Kristniboðsfélag
kvenna, Kristniboðs-
salnum, Háaleitisbraut
58-60. Fundur. Gestur
okkar er Kristín
Bjarnadóttir kristniboði.
Fundurinn hefst kl. 17
Í dag er fimmtudagur 15. nóvember
319. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Þegar sál mín örmagnaðist í mér, þá
minntist ég Drottins, og bæn mín
kom til þín, í þitt heilaga musteri.
(Jónas 2, 8.)