Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 65 DAGBÓK Opið laugardag frá kl. 10 - 16 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14 LAGERÚTSALA Buxur, pils og peysur Mikil verðlækkun Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending Úlpur - heilsárskápur vattfóðraðar vínilkápur Opið laugardaga frá kl. 10-15 Útsölumarkaður á Langholtsvegi 130 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert djarfur og dugmikill og sinnir skyldum þínum eins og þér er frekast kostur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt til ágreinings komi um fjárhagsstöðu þína máttu ekki setja upp hundshaus heldur verður þú að setjast niður með viðkomandi og komast til botns í málunum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Mundu að töluð orð verða ekki aftur tekin. Sýndu því bæði þolinmæði og tillitssemi í sam- tölum við samstarfsmenn þína því þeir eiga ekkert nema gott skilið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er ekki eins og himinn og jörð sé að farast þótt þú kom- ist ekki að samkomulagi við vini þína. Þið eruð þá sammála um að vera ósammála. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sýndu börnum sérstaka aðgát því þau læra ekki aðeins af því sem þú segir heldur líka af því hvernig þú kemur fram við þau. Börnin eru framtíðin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu þér ekki bregða þótt gamall vinur verði þér til ein- hverra leiðinda. Taktu því bara eins og hverju öðru hundsbiti og láttu ekki slettast upp á vinskapinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu ekki lítilfjörlegar deilur reita þig til reiði því reiðin ger- ir bara illt verra. Haltu þig bara við jákvæða hugsun og þá fer allt vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu ekkert að óathuguðu máli því þótt mörg skemmti- leg tilboð séu í gangi er gagn- semi hlutanna oft lítil miðað við það verð sem upp er sett. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt aðrir taki tillögum þínum fálega skaltu ekki láta deigan síga heldur halda þeim ítrekað fram því tíminn vinnur með þér og þínum hugðarefnum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er ódrengilegt af þér að láta leiðindi yfir gömlum mis- tökum bitna á samstarfs- mönnum þínum. Vertu maður til þess að taka afleiðingum gjörða þinna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekkert er eins bráðdrepandi fyrir vináttuna og peningamál. Hugsaðu þig því vel um áður en þú deilir um þau við vin þinn og vertu viðbúinn að missa hann. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að læra að sitja á strák þínum og hætta að vera með stöðugan uppsteit gegn vinnufélögum. Það gerir þig bara óvinsælan og einmana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu öllum upplýsingum með fyrirvara og veltu málun- um fyrir þér áður en þú segir af eða á um afstöðu þína. Það er mikilvægt að móta afstöðu sína sjálfur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Með morgunkaffinu 40 ÁRA afmæli. Í gær,miðvikudaginn 14. nóvember, varð fertugur Hafþór Sveinjónsson, Brúnastöðum 25, Reykja- vík, markaðsfulltrúi á út- varpssviði Norðurljósa. Eiginkona hans er Elsa Jensdóttir. Hafþór heldur upp á afmæli sitt laugardag- inn 24. nóvember. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 15. nóvember, er sjötugur Arn- ar Sigurðsson frá Hellis- sandi, Háaleitisbraut 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Helena Guðmundsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau dvelja á Kanaríeyjum. FJÖGUR hjörtu unnin með yfirslag var algeng niðurstaða í eftirfarandi spili úr næstsíðustu um- ferð Íslandsmótsins í tví- menningi: Suður gefur; allir á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ G ♥ K4 ♦ D93 ♣ÁD98642 Vestur Austur ♠ D109832 ♠ K4 ♥ 86 ♥ G52 ♦ 742 ♦ ÁKG1085 ♣75 ♣K3 Suður ♠ Á765 ♥ ÁD10973 ♦ 6 ♣G10 Þetta var algeng sagn- röð: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 lauf 2 tíglar 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu Allir pass Á flestum borðum kom út tígull og austur spilaði tígli áfram í öðrum slag, sem suður trompaði. Þar með var létt verk fyrir sagnhafa að taka trompin og svína í laufinu. Austur fékk á laufkóng, en afgang- urinn kom í hlut sagnhafa. Spilið er um margt áhugavert, ekki síst frá sjónarhóli varnarinnar. Eftir tígultvistinn út (þriðja hæsta) ætti austur að sjá að suður á einn tígul og skipta yfir í spaðakóng. Sagnhafi getur enn fengið ellefu slagi með því að trompa spaða smátt í borði, taka trompin og svína svo í laufinu. Austur á ekki spaða til og þar með verður hægt að henda tveimur spöðum niður í lauf. Austur á annan kost á góðri vörn. Hann gæti dúkkað fyrsta laufslaginn! Hver veit nema sagnhafi svíni aftur og þá er blindur laglega ónýtur. Íslandsmeistararnir Hermann Lárusson og Er- lendur Jónsson voru í vörn gegn sex hjörtum! Slemm- an er ekki alvond og vinnst ef hjartagosinn kemur og laufkóngur liggur fyrir svíningu. Þrátt fyrir tígul- sögn Erlendar ákvað Her- mann að koma út með spaðatíu, sem sagnhafi drap og svínaði strax lauf- gosa. Erlendur svaraði því með laufi um hæl og klippti þar með á blindan í eitt skipti fyrir öll. Slemman fór þrjá niður og Hermann og Erlendur fengu hreinan topp fyrir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT SPRETTUR Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. Hannes Hafstein. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 O–O 8. Be2 c5 9. O–O b6 10. Bg5 Rd7 11. Dd2 f6 12. Bh4 Kh8 13. Had1 De8 14. Bb5 a6 15. Bc6 Ha7 16. Bg3 cxd4 17. cxd4 Bb7 18. Bxb7 Hxb7 19. Hc1 e5 20. dxe5 Rxe5 21. Rxe5 fxe5 22. Dd5 Hd7 23. Dc6 Hd2 24. Dxb6 Hxa2 25. Hfd1 Db5 26. Dc7 Ha4 27. Hd7 Bf6. Staðan kom upp í minningarmóti Jó- hanns Þóris Jónsson- ar. Lars Schandorff (2.551) hafði hvítt gegn Friðriki Ólafs- syni (2.460). Það er ekki oft sem Friðrik hefur telft Grunfelds- vörn en hún er í mun meiri tísku núorðið en þegar hann var að gera garðinn frægan. Andstæðingur hans er mikill sérfræðingur í byrjunum og hleypti hann Friðriki aldrei inn í skák- ina. 28. Bh4! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 28...Bxh4 29. Hxh7 + Kg8 30. Dg7#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst sl. í Strand- arkirkju af sr. Haraldi M. Kristjánssyni Sigrún Birna Þórarinsdóttir og Hreiðar Jónsson. Heimili þeirra er í Þóristúni 17, Selfossi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Bessastaðakirkju 21. janúar sl. af sr. Braga Friðrikssyni Diljá Sigur- sveinsdóttir og Kristinn Benedikt Valdimarsson. Heimili þeirra er á Birke- dammevej 21, 3.t.h., 2400 Kaupmannahöfn NV, Dan- mark. Auðvitað er ég viss um að við verðum fyrstir á toppinn. Af hverju spyrðu? Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Smælki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.