Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Stærðir: 2-10
Litir:
Svartur,
grænn,
brúnn,
blár
Útsölustaðir:
NANOQ
ENGLABÖRNIN
BASIC
OZONE
BORGARSPORT
BLÓMSTURVELLIR
HEIMAHORNIÐ
SIGLÓSPORT
PARIÐ
SENTRUM
LÆKURINN
LÓNIÐ
PRÍL
K-SPORT
LEGGUR OG SKEL
RÓBERT BANGSI
FLOTT
JÓLAFÖT
Á STRÁKA
jakkaföt kr. 9.900
buxur kr. 4.900
skyrta kr. 2.900
bolur kr. 1.900
Afmælisveisla í Flash
20%afsláttur aföðrum vörum*
Laugavegi 54 - sími 552 5201
Viðskiptavinir geta tekið þátt í afmælis-
leik og unnið 15.000 króna úttekt.
Nýtt kortatímabil
*nema síðkjólum
Peysur áður 3.990
nú 1.990
Flíspeysur áður 4.990
nú 2.990
Flauelisjakkar áður 7.990
nú 4.490
Hnésíðar ullarkápur áður 12.990
nú 9.990
INTERCOIFFURE eru alþjóðleg
samtök hárgreiðslufólks sem stofnuð
voru árið 1925. Höfuðstöðvar sam-
takanna eru í tízkuborginni París en
útibú eru svo víðs vegar um heiminn.
Ísland hefur verið meðlimur síðan
1980 og gegnir Dúddi nú starfi for-
seta Íslandsdeildar samtakanna. Á
dögunum varð sá ánægjulegi við-
burður að Dúdda var veitt viður-
kenningin „Maður ársins“ og hlaut
fyrir vikið forláta styttu sem sést hér
á mynd á síðunni.
Pólarnir tveir og hárið
Dúddi tjáir mér að honum hafi
verið afhent styttan í september úti í
París. Fór athöfnin fram í Eiffel-
turninum og er þetta í fyrsta skipti
sem þessi viðurkenning er veitt.
„Það er nýlunda hjá Intercoiffure að
heiðra þá sem skara fram úr ein-
hvers staðar; sérstaklega þá í sínu
landi. Það urðu svo allir sammála um
að ég ætti að fá þetta. Ég hef núna
gegnt starfi forseta Íslandsdeildar-
innar og var varaforseti þar á undan
þannig að ég er búinn að vera lengi í
þessu. Þeir sögðu við mig er þeir af-
hentu mér þetta: „Maðurinn er bú-
inn að brosa í tuttugu ár.““
Dúddi segir að nú sé undirbúning-
ur fyrir Norðurlandaþing á fullu en
það verður haldið hérlendis á næsta
ári. Í alþjóðasamtökunum eru nú
fjörutíu lönd og sífellt er að bætast
við. Dúddi segir að t.d. hafi Kína og
Rússland verið að ganga til liðs við
samtökin og þá fjölgi fólki heldur
betur.
Í samtökunum eru valinkunnir
hárgreiðslumeistarar.
„Markmiðið er það að efla hár-
greiðsluiðnina. Það er
gert með alls konar uppá-
komum. Um daginn vor-
um við t.d. með sýningu
hér á landi þar sem við
vorum að sýna línur sem
við fórum með út til Par-
ísar fyrr í haust, þá í
tengslum við ársfund Int-
ercoiffure.“
Og línur eru lagðar, í
orðsins fyllstu merkingu.
„Það gerum við tvisvar
á ári. Tízkan hér er t.a.m. gerólík því
sem er að gerast í Ástralíu eða Ind-
landi. Það er svolítið merkilegt að
stutt hár er yfirleitt í norðurhluta
heimsins. Eftir því sem við færumst
svo nær miðbaug þá síkkar það og
svo styttist það aftur þegar nær
dregur suðurskauti! Það er eins og
þetta hafi eitthvað með pólana að
gera.“
Hálffeiminn
Tízkan gengur í hringi í hár-
greiðslufræðunum eins og öðru. Eða
hvað?
„Það sem er bæði þægilegt og
óþægilegt í dag er að það er allt í
tízku. Sumum finnst það rosalega
þægilegt, þeim sem eru klárir í að
finna út sinn eigin stíl. En þeir sem
eru ekki klárir í því, þeir eiga svolítið
erfitt. Þá vantar að láta leiða sig.“
Dúddi segir viðurkenninguna
vissulega vera hvetjandi.
„Mér fannst þetta voða gaman. Ég
hef svo sem ekki verið mikið að
flagga þessu … maður verður svona
hálf feiminn við þetta. En þetta er
auðvitað hvetjandi því nú veit fólk að
ef það stendur sig vel þá getur það
átt von á viðurkenningu.“
Hlutverk Norðurlandanna innan
Intercoiffure fer sífellt stækkandi að
mati Dúdda.
„Þegar við stöndum saman getum
við haft gífurleg áhrif í öllum ákvarð-
anatökum. Þegar við Íslendingarnir
komum inn í þetta fyrir tuttugu ár-
um vorum við stundum kölluð börnin
þar sem við vorum svo ung. En við
þóttum bera með okkur ferskan blæ,
þóttum óhrædd og féllum því fljót-
lega vel inn í hópinn. Það hefur því
verið mjög skemmtilegt fyrir okkar
deild hvað við höfum náð langt.“
Dúddi hefur nú verið starfandi
hárgreiðslumaður í um 33 ár og fagið
er hans líf og yndi.
„Það hefur verið mjög skemmti-
legt að starfa innan þessara samtaka
og þetta hefur sannarlega verið
tímafrekt. En það er mjög gaman að
hafa áhugamálið og vinnuna, allt í því
sama. Þetta hefur mikið að gera með
samskipti á milli þjóða, maður er að
senda og svara bréfum og slíkt. Og
síðan er auðvitað stöðug hugmynda-
vinna í gangi.“
Hárgreiðslumeistarinn Dúddi fær heiðursverðlaun
Búinn að brosa
í tuttugu ár
Morgunblaðið/Kristinn
Styttan góða sem Dúdda var afhent á dög-
unum úti í París. Í bakgrunni sinnir hár-
greiðslumeistarinn starfinu af alkunnri elju.
arnart@mbl.is
Á dögunum voru Guðbirni Sævari, eða
Dúdda, veitt heiðursverðlaun af alþjóða-
hárgreiðslusamtökunum Intercoiffure.
Arnar Eggert Thoroddsen settist
í stólinn hjá meistaranum, spjallaði við
hann og þáði góðgjörðir.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r