Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 76
VIÐRÆÐUR hafa að undanförnu farið fram á milli EFTA-ríkjanna og framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins um hugsanlega endurskoð- un samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði í tengslum við stækkun ESB. Fyrr á þessu ári fengu EFTA-ríkin þvert nei hjá framkvæmdastjórninni þegar leitað var eftir viðræðum um endurskoðun á ýmsum atriðum í EES-samningnum, sem EFTA-ríkin telja sér óhagstæð. Eftir að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók málið upp við Louis Michel, utanrík- isráðherra Belgíu og forseta ráð- herraráðs ESB, á fundi í ágúst komst hins vegar hreyfing á málið. ESB reiðubúið að skoða „tæknilega uppfærslu“ Framkvæmdastjórnin vill þó ekki koma langt til móts við kröfur EFTA- ríkjanna og útilokar t.d. að samið verði um aukin áhrif þeirra á ákvarð- anatöku um EES-reglur eða að tekin verði upp full fríverzlun með fisk. Hins vegar er framkvæmdastjórnin Viðræður fara fram við Evrópusambandið  Látið reyna á endurskoðun/38 reiðubúin að skoða einfalda og af- markaða „tæknilega uppfærslu“, sem miðast einkum að því að færa ýmis ákvæði EES til samræmis við breyt- ingar, sem orðið hafa á stofnsáttmála ESB eftir að samningurinn tók gildi. Málið hefur verið rætt á óformleg- um fundum í 5. undirnefnd sameig- inlegu EES-nefndarinnar, sem á að fjalla um laga- og stofnanamálefni samningsins. Formlegur fundur er fyrirhugaður. Hugmyndir um endurskoðun EES-samningsins MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að leggja fram lagafrumvarp um að felld verði niður gild- andi heimild til að henda skemmdum fiski í sjó- inn. Ástæða þess er sú að þessi heimild er talin draga mjög úr virkni eftirlits þar sem sönn- unarbyrðin um að fiskurinn sé nýtanlegur hvílir á eftirlitsaðila. Að mati sjávarútvegsráðuneyt- isins leiðir af þessu að sönnun á óleyfilegu brott- kasti verði vart við komið nema játning þess sem sakaður er um brottkast liggi fyrir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að verðlítill afli reiknist ekki til aflamarks enda verði hann einungis nýttur til bræðslu. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að þessi breyting væri fallin til að gera eftirlit með brottkasti markvissara. Þegar grunur kæmi upp um brottkast og því væri borið við að fisk- urinn hefði verið skemmdur þyrftu veiðieftirlits- menn að sanna að fiskurinn væri skemmdur sem að sjálfsögðu væri erfitt þegar búið væri að farga honum. Árni sagði að þetta væri hins vegar einungis ein að þeim aðgerðum sem unnið væri að í þeim tilgangi að draga úr brottkasti. Meginatriði væri að menn virtu lögin sem bönnuðu brottkast. Það þyrfti einnig að veita mönnum aðhald þannig að þeir áttuðu sig á að það borgaði sig að virða lög- in. Einnig þyrfti mönnum að vera ljóst að meint brot væru rannsökuð og ef sekt sannaðist þyrftu menn að sæta viðurlögum. Brottkast á afla var rætt á Alþingi utan dag- skrár í gær að ósk Jóhanns Ársælssonar, þing- manns Samfylkingarinnar. Jóhann lagði m.a. til að gerð yrði tveggja ára tilraun þar sem lögum yrði breytt á þann hátt að sjómenn gætu komið með allan afla að landi án þess að það hefði áhrif á veiðiheimildir þeirra. Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegs- nefndar, sagði að hægt væri að fara ýmsar leiðir til að draga úr brottkasti. Of lítið hefði t.d. verið gert í því að kanna áhrif valvirkni veiðarfæra. Setja þyrfti aukið fjármagn í að skoða þennan þátt. Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram frumvarp um brottkast Felld út heimild til að henda skemmdum fiski Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þingmenn fylgdust alvarlegir í bragði með umræðum utan dagskrár í gær um brottkast afla. Á myndinni eru Jóhann Ársælsson, Ísólfur Gylfi Pálma- son, Árni Ragnar Árnason, Einar K. Guðfinnsson, Soffía Gísladóttir, Gunnar Pálsson og Lúðvík Bergvinsson.  Ráðherra segir/12 DECODE genetics Inc., móður- félag Íslenskrar erfðagreiningar, var rekið með 8,9 milljóna dala tapi á þriðja ársfjórðungi, jafngildi um 955 milljóna íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra nam tap de- CODE 7,6 milljónum dala. Tap de- CODE fyrstu níu mánuði ársins nam 37,3 milljónum dala eða fjórum milljörðum íslenskra króna en var 2,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra, miðað við síðasta skráða gengi Bandaríkjadals og jókst tapið því um 48%. Tekjur deCODE fyrstu níu mán- uði ársins námu 21 milljón dala en voru 14 milljónir dala og hafa því aukist um nær 50%. Auknar tekjur af áfangagreiðslum Bókfærðar heildartekjur fjórð- ungsins námu 9,0 milljónum dala sem er 64% aukning frá þriðja fjórðungi í fyrra en þá námu bók- færðar heildartekjur 5,5 milljónum dala. Þessi aukning skýrist að mestu af auknum áfangagreiðslum og nýjum samstarfssamningum. Bókfærðar heildartekjur fyrstu níu mánuði ársins voru 30,4 milljónir Bandaríkjadala og jukust um 123% milli ára. Tekið skal fram að í sam- ræmi við reglur bandaríska verð- bréfaeftirlitsins var tekjufærslu stórs hluta þessara bókfærðu tekna frestað til seinni uppgjörstímabila, þ.e. bókfærðar tekjur. Í efnahags- reikningi deCODE 30. september voru 13,8 milljónir dala færðar sem frestaðar rannsóknatekjur. Rekstrargjöld deCODE jukust um 46% eða úr 43 milljónum dala fyrstu níu mánuðina í fyrra í 62,9 milljónir dala á sama tímabili í ár. Útgjöld til rannsókna- og þróunar- starfsemi fyrstu níu mánuði ársins jukust um 73%, úr 30,9 í 53,4 millj- ónir dala. Þessi hækkun á milli ára skýrist af aukinni starfsemi á flest- um rannsóknasviðum fyrirtækisins. Á fyrstu níu mánuðum ársins notaði fyrirtækið 12,2 milljónir dala af handbæru fé í almennan rekstur og 37,2 milljónir til kaupa á fast- eignum og tækjum. Í lok september hafði deCODE 143,8 milljónir dala til ráðstöfunar í handbæru fé, jafn- gildi hátt í 15,5 milljarða íslenskra króna. Níu mánaða uppgjör deCODE Tapið fjórir milljarðar króna Fiskeldi Eyjafjarðar MÁLAFERLI eru hafin í Noregi gegn Fiskeldi Eyjafjarðar vegna meints samningsrofs við norska fisk- eldisfyrirtækið Risørfisk. Fyrirtæk- ið krefst 144 milljóna króna í skaða- bætur. Fiskeldi Eyjafjarðar gerði sam- starfssamning við fyrirtækið Risør- fisk árið 1998 og keypti 34% eign- arhlut í Risørfisk en fyrirtækin störfuðu bæði á sviði lúðueldis. Samningur fyrirtækjanna mun með- al annars hafa falið í sér að Fiskeldi Eyjafjarðar ætti að sjá Risørfisk fyr- ir hrognum og fóðri en Fiskeldi Eyjafjarðar hætti því í fyrra. Risørfisk krefst nú skaðabóta enda hafi Fiskeldi Eyjafjarðar rofið samning fyrirtækjanna. Þá hefur Risørfisk staðið í vegi fyrir að Fisk- eldi Eyjafjarðar geti selt sinn hlut í fyrirtækinu. Björgólfur Jóhannsson, stjórnar- formaður Fiskeldis Eyjafjarðar, segir að samstarfssamningur fyrir- tækjanna hafi verið þess efnis að Norðmennirnir fengju hrogn ef Fiskeldi Eyjafjarðar hefði þau á lausu. Skaðabóta- mál höfðað í Noregi  Fiskeldi Eyjafjarðar/C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.