Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 20

Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Sími 575 8500 • Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 Veffang: www.fasteignamidlun.is Netfang: brynjar@fasteignamidlun.is VANTAR ALLAR TEGUNDIR HÚSNÆÐIS Á SÖLUSKRÁ - SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali ENGIHJALLI - KÓP. 4ra herb. 98 fm íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er m.a. Stofa, borðstofa, þrjú svefnherb., rúmgott eldhús, nýlegt flísalagt baðherb. o.fl. Parket og flísar á gólfum. Þvottaherb. á 8. hæð. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Áhv. 4,9 m. húsbréf og byggsj. Verð 11,8 m. EYJABAKKI Góð 95 fm íbúða á fyrstu hæð í vel útlýtandi fjölbýli. Þrjú svefnherb., rúmgóð stofa með suður svölum út af, þvottaherbergi og búr í íbúð. Búið að klæða húsið að mestu leiti að utan og verður því verki lok- ið sumar 2002. Áhv. 6,0 m. V. 11,3 m. FÍFUSEL 103 fm 4ra herb.íbúð á tveimur hæðum. Húsið er klætt að utan, sameign er nýlega tekin í gegn. Íbúðin er m.a. stofa, 3 rúmgóð svefnherb., eldhús, flísalagt baðherb. o.fl. Áhv. 5,0 m. húsbréf og byggsj. Verð 11,3 m. LAUTASMÁRI - SÉRGARÐUR Glæsilega innrétt- uð 4ra herb. íbúð, 118,3 fm² á 1. hæð með sérgarði og stórum sólpall. Á 1. hæð er stórt flísalagt eldhús með fallegri innréttingu, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturta, sér flísalagt þvottahús, 2 rúmgóð parketlögð svefnherbergi og stór parket- lögð stofa. Á neðri hæð er stórt herbergi með loft- glugga. Gengið er út á stóran sólpall frá stofu. stutt á alla þjónustu. Sjáið nánar 25 myndir á vefn- um. HRAUNBÆR - HÁTT BRUNABÓTAMAT Góð 3ja herb. 90 fm íbúð á annari hæð. Tvö rúmgóð svefnherb., flísalagt baðherb., eldhús með snyrti- legri innréttingu og góðum tækjum og rúmgóð stofa með suður-svölum út af. Áhv. 4,2 m. V. 10,8 m. ATH-HÁTT BRUNABÓTAMAT ! BREIÐAVÍK Stórglæsileg og óvenju vönduð 3ja herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli. Íbúðin er m.a. stofa með rúmgóðum suðursv. (svalir 16.2 fm²) tvö rúmgóð svefnherb. glæsilegt eldhús með sérsmíðaðri kirsuberjainnr., afar vandað flí- salagt bað í hólf og gólf. Flísalagt þvottaherb. í íbúð. Parket (hlynur) og flísar á gólfum. Áhv. 8,3 m. húsbréf. Verð 13,6 m. Vönduð íbúð fyrir róm- antíska fagurkera sem þið megið ekki missa af. Myndir á netinu. BERGÞÓRUGATA 3ja herb. 71 fm íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað í gamla bænum. Íbúðin er stofa, tvö svefnherb., eldhús og endur- nýjað baðherb. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 3,0 m. Verð 8,7 m.   KAMBASEL - BÍLSKÚR Góð 93 fm 3-4ra herb. íbúð ásamt 26 fm bílskúr. Þrjú svefnherb., rúm- gott eldhús, parketlögð stofa með suð/vestur- svölum út af, nýlega endurnýjað baðherb. og þvottaherb. í íbúð. Bílskúr með geymslulofti. Áhv. 5,8 m. V. 13,4 m. HRÍSMÓAR - LYFTUHÚS Mjög góð 92 fm íbúð á fimmtu hæð. Íbúðin er öll lögð fallegum flísum, tvö rúmgóð svefnherb., tvennar svalir með frábæru út- sýni, björt stofa, rúmgott sjónvarpshol og þvotta- herbergi í íbúð. V. 12,9 m. MARÍUBAKKI Góð 3ja herb.78,1 fm íbúð á þriðju hæð. Tvö rúm- góð svefnherb, eldhús með góðu borðplássi, stofa með vestur-svölum út af og þvottaherb. í íbúð. Hús og sameign í góðu ástandi. Afhending í júní 2002. V. 9,7 m. GLÓSALIR 7 Í KÓPAVOGI Til sölu vandaðar og rúmgóðar 2ja, 3ja og 4ra her- bergja íbúðir með sérþvottherbergi, í 8 hæða ál- klæddu 29 íbúða fjölbýlishúsi ásamt stæði í bíl- geymsluhúsi. Í húsinu verða tvær lyftur. Stórar suð- ur- og vestursvalir. Glæsilegt útsýni. Góð staðsetn- ing og stutt í alla þjónustu. Verð á 2ja herb. frá kr. 9,9 m. á 3ja herb. frá kr. 12,6 m. og 4ra herb. frá kr. 14,5 m. Verð á stæði í bílgeymsluhúsi er kr. 1,4 m. Innangengt er úr bílgeymsluhúsi. Afhending í maí 2002. Byggingaraðili er Bygging ehf.  HJALTABAKKI 2ja herb. íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla stað í Bökkunum. Íbúðin er stofa, rúmgott eldhús, svefnherb., baðherb. o.fl. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 7,9 m.   SÓLARSALIR 4 Í KÓP. 4ra til 5 herb. íbúðir í þessu glæsilega fimm íbúða húsi með tveimur inn- byggðum bílskúrum. Í húsinu er ein 4ra herb. 125,10 fm íbúð og fjórar 137,20 fm íbúðir með 4 svefnherbergjum. Verð á 4ra herb. íbúðinni er kr. 15,5 m., en verð á 5 herb. íbúðunum er frá kr. 16,6 m. Afhending í marz 2002. Teikn. og skilalýsing á skrifstofu. EINBÝLISHÚS - NORÐURLAND VESTRA Stórglæsilegt 156,6 fm, 8 herb. einbýli m/innbyggð- um bílskúr á fögrum stað í litlum byggðarkjarna mitt á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Húsið sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni býður upp á ýmsa möguleika. Áhv. 5,4 m. húsbréf. Verð 9.1 m. Nánari upplýsingar veittar í síma á skrifstofu okkar, sjá einnig myndir á vefsíðu okkar. MÚLAKOT - LUNDAREYKJARDAL Til sölu er jörðin Múlakot í Lundareykjardal. Jörðin er í um klukkustundar akstursleið frá Reykjavík. Landið er 330 hektarar og eru 43 hektarar af rækt- uðum túnum. Grímsá sker landið til suðurs (bakka- lengt 3 km.) og eru af henni góðar veiðitekjur. Íbúðarhús er byggt 1997 og er um 150 fm Útihús eru rúmlega 1.000 fm og eru þau almennt í góðu ástandi. Jörðinni fylgir 2,27% hlutur í jörðinni Gull- berastaðir. Þarna eru miklir möguleikar fyrir rétta aðila. Áhvílandi hagstæð lán. Allar nánari upplýs- ingar á skrifstofu     FOSVOGUR Mjög fallegt og vel viðhaldið 185 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr sem stendur neðst í Fossvogsdalnum. 3-4 svefn- herb., tvær stofur með arni, yfirbyggð sundlaug og fallegur garður. Toppeign á vinsælum stað. Nánari upplýsingar á skrifstofu. REYKJAVÍKURVEGUR Fallegt járnklætt steinhús 136 fm sem er kjallari, hæð og ris. Hús í góðu viðhaldi að innan sem utan, þrjú svefnherb., þrjár stofur, fallegt eldhús, flísalagt baðherb., sólpallur með yfirbyggðri grillaðstöðu og gróinn sér garður. V. 13,9 m. GILJALAND Mjög gott 210 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 26 fm bílskúr. Húsið er í góðu við- haldi bæði að innan og utan. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi og fallegu útsýni,suður-svalir, borðstofa, 6-7 svefnherb., tvö baðherb., gott eld- hús og fallegur suður-garður. Suður hlið húsins ásamt bílskúr tekin í geng og máluð í sumar. Toppeign á vinsælum stað. V.23,5 m RÉTTARHOLTSVEGUR Gott 130 fm raðhús á þremur hæðum. Á 1.h. er forstofa, eldhús og stofa. Á 2.h. eru þrjú parket- lögð herbergi og baðherb. og í kjallara er mjög stórt herbergi, rúmgott þvottaherb. og geymsla. Þak er nýlegt ásamt rafmagnstöflu og vatns og raf- magnsintak er nýtt. Áhv. 6,9 m. V. 12,9 m. LOGAFOLD 227 fm einbýlishús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr, ásamt ca 90 fm fok- heldu rými á jarðhæð. Íbúðin er m.a. stofa, sjón- varpsstofa, 4 svefnherb. mjög rúmgott nýlegt eld- hús, baðherbergi, þvottaherbergi o.fl. Mjög stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 23,5 m. ÁSBÚÐ GB - MEÐ AUKAÍBÚÐ 125 einbýli með 28 fm aukaíbúð ásamt 46 fm tvöföldum bíl- skúr eða samtals ca 199 fm Aðalíbúðin er rúm- góð stofa og borðstofa, rúmgott eldhús, 3 svefn- herb., vinnuherbergi, o.fl. Húsið stendur innst í botnlanga á 1.100 fm lóð við óbyggt svæði. Áhv. 8,3 m. húsbréf. Verð 24,9 m.  Skoðið heimasíðu okkar www.fasteignamidlun.is Fjöldi eigna á skrá allar með ljósmyndum. TUNGUVEGUR Raðhús sem er kjallari og tvær hæðir. Íbúðin er m.a. stofa, eldhús, 3 svefnherb., baðherb. o.fl. Suðurgarður. Sólpallur. Verð 12,7 m. SAFAMÝRI 5 herb. 130 fm efri sérhæð í þríbýlishúsi ásamt 26 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í austurbænum. Íbúðin er stofa, 4 svefnherb., rúmgott nýlegt eld- hús, baðherb., o.fl. Parket. Suðursvalir. Hús nývið- gert að utan. Nýtt gler í gluggum. Nýjar skólplagnir o.fl. Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. 3,4 m. hús- bréf. Verð 19,1 m. ÁLFHEIMAR - FJÓRBÝLI Glæsileg 107,3 fm², 5 herb. efsta hæð í velbyggðu fjórbýli. Parketlagður gangur, rúmgóð teppalögð borðstofa með útgangi út á svalir, 2 parketlagðar stofur með útgangi út á 40 fm² vestur svalir, 2 góð herbergi annað með skápum,fallegt eldhús með góðri upprunalegri inn- réttingu og bað. Einnig er góð geymsla á hæðinni. Sameign í kjallara nýmáluð, húsið nýlega viðgert og málað . Hagstætt lán áhvílandi. Skoðið nánar myndir á vefsíðu okkar. VOGARNIR 5 HERB. SÉRGARÐUR Snotur 5 herb. íbúð skv. FM sögð vera 69,8fm² en er mun stærri þar sem risið að stærð ca 25 fm² að sögn eiganda er ekki inni í fermetratölu íbúðar. Á neðri hæð eru 2 parketlögð svefnherbergi annað með góðum fataskápum, rúmgóð björt stofa með parketi á gólfi og útgangi út á suðursvalir, eldhús með upprunalegri innréttingu, flísalagt baðher- bergi með tengi fyrir þvottavél og parketlögð for- stofa með fatahengi. Í risi eru 2 nýlega innréttuð unglingaherbergi, teppi á gólfum. Góðar geymsl- ur fylgja íbúðinni, stór sér garður í suður svo og bílastæði. Gæludýr hafa verið velkomin hér. Verð 11.9 m, áhv. ca 3,7 m. Skipti ódýrara. TÓMASARHAGI - BÍLSKÚR Falleg 118 fm sér- hæð ásamt 22,5 fm bílskúr í þríbýlishúsi. Íbúðin er á fyrstu hæð og er með sérinngang, fjögur svefnherb., tvær parketlagðar stofur sem eru við- arklæddar upp á miðja veggi, rúmgott eldhús, fallegt flísalagt baðherbergi og bílskúr með hurð- aoppnara. V. 18,8 m. LANGAMÝRI - GB. 4ra herb. 109 fm sérhæð ásamt 25 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í Garðabænum. Íbúðin er m.a. stofa, rúmgott sjón- varpshol, eldhús, baðherb. þrjú svefnherb. o.fl. Þvottaherb. í íbúð. Suðv.svalir. Verð 15,9 m. HRAUNTUNGA - AUKAÍBÚÐ Gott og mikið endurnýjað 214 fm raðhús á tveimur hæðum. Í húsinu eru tvær aukaíbúðir, ein tveggja herb. og ein studeoíbúð. Í aðalíbúð eru þrjú svefnherb. baððherb., nýtt eldhús með fallegri innréttingu og falleg og björt stofa með útgangi út á mjög stórar suður-svalir. Áhv. 10,3 m. V.22,5 m. ÞAÐ hefur verið áhyggjuefnimargra húseigenda á landihér að útveggir taka aðbila. Komið hefur í ljós, að hús hér á landi þurfa ekki að vera margra ára gömul þegar athugull eigandi kemur auga á galla er benda til sprungu eða raka á útvegg inn- anverðum. Um langt árabil hefur verið starf- andi merk stofnun á Keldnaholti sem nefnist Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins. Fyrir starf hennar hef- ur okkur hlotnast margskonar fróð- leikur um steinsteypuna, um efni sem notuð eru til steypugerðar hvað ber að varast við val efnis og hvernig megi fá steypuna betri og varanlegri. Þetta starf ber að þakka og margir meta það mikils. Einnig hefur náðst allgóður árang- ur hjá sumum fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í viðgerðum á útveggjum steyptra húsa. Það eru nokkur verk- takafyrirtæki er unnið hafa á þeim vettvangi. Sú þekking sem náðst hef- ur er góð og skapar möguleika á við- gerðum. Vikursteinn Aðrar efnistegundir hafa verið notaðar í útveggi húsa og þess vegna er rétt að leiða hugann að þeim efn- um líka. Um nokkuð langt árabil var vinsælt að nota vikursteypu til húsa- gerðar. Voru veggir oft steyptir úr þess konar efni en einnig var algengt að hlaða hús úr holsteinum sem gerð- ir voru til þessara nota. Þessi vikursteypa hafði góða kosti. Hún er létt í eðli sínu og hefur auk þess einangrunargildi. Við að nota vikurholsteina í útveggi töldu menn að spara mætti vinnu og kaup á ann- arri einangrun í útveggi. Þetta var rökrétt ályktun ef vik- ursteinninn blotnaði ekki og því þurfti að verja hann með góðri vatns- heldri kápu að utanverðu. Það reynd- ist því ekki nóg að húða vegginn að utanverðu með venjulegri múrhúð- un. Veðrátta veldur því að raki kemst í gegnum múrhúðunina og frost sprengir múrhúðunina af vikrinum. Allir skilja líka að rakanum fylgir einangrunarmissir. Hitinn leiðist út og kuldinn inn. Timburhús Um margra ára bil hefur fjölgað mikið íbúðarhúsum byggðum úr timbri. Þó nokkur fyrirtæki fram- leiddu þess konar einingahús sem voru eftirsótt um tíma og þóttu góð úrlausn í húsnæðisskorti í sjáv- arbyggðum þar sem vöntun var á íbúðarhúsnæði. Samfara þessari þróun í timb- urhúsagerð varð það algengast að klæða húsin að utanverðu með borð- um úr furu eða greni annaðhvort með standandi (lóðréttri) eða liggj- andi (láréttri) klæðningu. Báðar þessar aðferðir eru fallegar á að líta og fara vel í umhverfinu. Helsti galli þessarar klæðningar er sá að timbrið veðrast á einu til tveimur árum svo að æskilegt er að olíubera viðinn oft eða mála hann. Nú eru mis- munandi aðstæður hjá eig- endum slíkra húsa er lýsa sér á þann veg að því er ekki sinnt að bera á viðinn eða að mála hann og af þeim sökum er viðbúið að borðaklæðningin endist skemmri tíma en ætlað var í fyrstu. Mjög auðvelt er að skipta um fáein borð utan á húsi en ef mikill hluti utan- hússklæðningar fer að fúna þá eykst sá kostnaður að miklum mun. Val annars efnis Í Smiðjugrein sem ég ritaði fyrir viku nefndi ég svokallaðar steníplöt- ur til notkunar í kápu utan á húsi. Hægt er að velja á milli fleiri teg- unda efna í ystu kápu utan á hús. Eitt best þekkta efni hérlendis er þakjárn eða bárujárn. Það hefur reynst af- burðavel á landi okkar. Bárujárn er hægt að leika sér dálítið með þannig að til fegurðarauka verði. Við eigum kost á vel menntuðum mönnum í blikksmíði, mönnum sem geta leikið sér með efnið svo að árangur af smíði þeirra verði til mikillar húsprýði. Séu nútímatimburhús klædd að utanverðu með bárujárni getur til dæmis farið vel á því að undir glugg- um sé klætt með liggjandi bárum, á milli glugganna með lóðréttum bár- um og yfir gluggum með láréttum bárunum, eins og undir gluggunum. Þetta er lítið og einfalt dæmi um hvernig nota má bárujárn með til- breytingu og myndrænt. Á húsi sem þannig er klætt má einnig láta vatns- bretti úr blikki ná eftir allri húshlið- inni yfir láréttu bárujárnsplötunum. Spyrjið um fleiri gerðir efnis í ytri kápu, ef endurnýjunar er þörf eða ef nýtt er byggt. Hvernig sem úr þessu máli verður leyst þá verður hver og einn húseig- andi að gera við hús sitt eins og nauð- syn krefur og grannt verður að fylgj- ast með að láta ekki fúa í klæðningu ná að skemma útlit og gildi klæðn- ingarinnar. Það er vissulega leitt til þess að vita að tjóni mátti afstýra ef betur hefði verið hugsað um að olíubera húsið. Látið ekki líða nema þrjú til fjögur ár á milli þess að borið sé á viðinn. Falleg aðkoma Allir vilja hafa hús sitt fallegt og vel hirt þegar að því er komið, hvort heldur er heimafólk sem að húsinu gengur eða ef gest ber að garði, þá er sómi að góðri umhirðu. Þegar útveggir taka að bila Smiðjan eftir Bjarna Ólafsson, bjarnol@isl.is Timburhúsum hefur fjölgað, ekki hvað sízt í sjávarþorpum úti á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.