Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lífið í landinu Fundaröð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Þingmenn og aðrir forsvarsmenn Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs heimsækja byggðir landsins, fara á vinnustaði og halda almenna stjórnmálafundi. Sérstök áhersla verður lögð á sveitarstjórnarmál, atvinnu-, um- hverfis- og velferðarmál og Ísland og Evrópusambandið. Í mars verða fundir á eftirtöldum stöðum: Fös. 1. mars Björgunarsveitarhúsið, Hólmavík, kl. 20.00. Lau. 2. mars Hótel Borg, Reykjavík, kl. 11.00. Fös. 8. mars Hótel Hérað (salur niðri), Egilsstöðum kl. 20.00. Lau. 9. mars Safnaðarheimilið, Neskaupstað, kl. 13.30. Sun. 10. mars Pakkhúsið, Höfn í Hornafirði, kl. 14.00. Fös. 15. mars Veitingahúsið Salka, Húsavík, kl. 20.30. Fös. 15. mars Hótel Ísafjörður (efsta hæð), kl. 20.00. Lau. 16. mars Hótel Norðurljós, Raufarhöfn, kl. 11.00 . Sun. 17.mars Félagsheimilið Mikligarður, Vopnafirði, kl. 13.00. Sun. 17. mars Rabbabar, Patreksfirði, kl. 13.00. Fim. 21. mars Deiglan, Akureyri, kl. 20.00. Lau. 23. mars Salur leikfélagsins, Suðurgötu 10, Siglufirði, kl. 11.00. Lau. 23. mars Félagsheimilið, Blönduósi, kl. 16.00. TEKNAR verða upp samningavið- ræður um kaup Reykjanesbæjar á eignarhlut Ungmennfélags Njarð- víkur og Kvenfélags Njarðvíkur á fé- lagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Félagsheimilið Stapi er í eigu Ungmennafélags Njarðvíkur, Kven- félags Njarðvíkur og Reykjanesbæj- ar, þar sem hver aðili á 33% og skáta sem eiga 1%. Húsið er rekið sjálf- stætt og reksturinn leigður út. Kvenfélagið og Ungmennafélagið hafa óskað eftir að selja sína hluti og tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingar- innar um að bærinn leysi eignina til sín var vísað til bæjarráðs á bæjar- stjórnarfundi á dögunum. Bæjarráð hefur nú ákveðið að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við félögin um málið. Viðræður um kaup bæjarins á Stapa Njarðvík MESSA eftir Mozart verður sungin í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun, laugardag, klukkan 17. Messan er liður í sameiginlegu starfi kóra og oranista innan Kjalarnesprófasts- dæmis. Fram koma kórar frá Kjalarnesi, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Álfta- nesi, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Verða þeir við æfingar í kirkjunni, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar við Þórustíg í Njarðvík og Njarðvíkur- skóla allan daginn. Hljómsveit skipuð fiðluleikurum, organistum og kontrabassaleikurum mun leika við messuna undir stjórn organista úr prófastsdæminu. Gunn- ar Kristjánsson prófastur mun pre- dika og þjóna til altaris ásamt sókn- arpresti. Messa eftir Mozart Njarðvík ♦ ♦ ♦ ÞÓTT Skipulagsstofnun hafi fallist á áform Vegagerðarinnar um að tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafn- arfirði til Njarðvíkur kemur fram í úrskurði hennar að hún telur ljóst að þriggja akreina vegur hefði minnst áhrif á umhverfið og að hann hefði ótvírætt jákvæð áhrif á um- ferðaröryggi og bætti samgöngur. Í skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar á 24 kílómetra kafla frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysu- strandarhrepps til Njarðvíkur og tilheyrandi fimm mislægum gatna- mótum er gerð grein fyrir nokkrum kostum. Sá kostur sem Vegagerðin áformar að framkvæma felur í sér að núverandi vegi verði fylgt að mestu í grunni og hæð nema hvað grunnbogi á nýrri akbraut yfir Af- stapahraun er stækkaður. Í öðrum kostum er valin önnur leið yfir Af- stapahraun, kostur tvö gerir ráð fyrir þeim möguleika að önnur ak- reinin yrði lögð á nýjum stað norðan núverandi Reykjanesbrautar og nú- verandi vegur yrði nýttur fyrir hina akreinina en kostur þrjú gerir ráð fyrir nýjum tveggja akbrauta vegi yfir Afstapahraun nokkuð sunnan núverandi vegar. Fjórði kosturinn er þriggja akreina vegur þar sem bætt yrði við núverandi veg þriðju akreininni þar sem miðakreinin yrði notuð til framúraksturs til skiptis. Í úrskurði sínum rekur Skipu- lagsstofnun kosti og galla kostanna fjögurra. Fram kemur að stofnunin telur ljóst að þriggja akreina vegur myndi hafa minnst áhrif á umhverf- ið þar sem umfang þeirrar fram- kvæmdar yrði minnst og að jákvæð áhrif lagningar slíks vegar yrðu ótvíræð með tilliti til umferðarör- yggis og bættra samgangna. Enn- fremur telur Skipulagsstofnun að tvöföldun brautarinnar samkvæmt kosti tvö sé ákjósanlegri en sá kost- ur sem Vegagerðin hefur valið og kostur þrjú þar sem hún þjóni meg- inmarkmiðum framkvæmdarinnar um bætt umferðaröryggi og sam- göngur á sambærilegan hátt en hefði mun minni sjónræn áhrif og áhrif á jarðmyndanir og tjarnir. Eigi að síður er það niðurstaða stofnunarinnar að fyrirhuguð breikkun Reykjanesbrautar sam- kvæmt kostunum fjórum muni ekki hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og draga megi úr eða fyrirbyggja áhrifin með mótvægis- aðgerðum. Fellst stofnunin því á framkvæmdina. Eins og áður hefur komið fram er kostnaður við tvöföldun Reykjanes- brautar áætlaður 3 til 3,5 milljarðar kr. og að framkvæmdir geti hafist á þessu ári. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 3. apríl næstkom- andi. Þriggja akreina vegur hefði minnst áhrif á umhverfi Þannig gæti tvöfölduð Reykjanesbraut litið út við Vogaafleggjarann, miðað við að þar yrðu byggð tígulvega- mót með göngum undir Reykjanesbrautina, séð úr lofti þar sem horft er til norðvesturs. Þessi tölvugerða mynd er birt í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en Skipulagsstofnun hefur nú fallist á framkvæmdina. Reykjanesbraut KJARTAN Már Kjartansson, bæj- arfulltrúi og starfsmanna- og gæðastjóri, skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykja- nesbæ við komandi bæjarstjórn- arkosningar og Þorsteinn Árna- son, varabæjarfulltrúi og fyrr- verandi skipstjóri, verður í öðru sæti. Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Reykjanesbæ samþykkti til- lögu uppstillingar- nefndar að fram- boðslista á fundi í fyrrakvöld. Efsti maður listans við síð- ustu kosningar, Skúli Þ. Skúlason, gaf ekki kost á sér til forystu áfram og skipar nú heiðurssætið. Kjartan var í öðru sæti síðast og Þorsteinn Árnason í því þriðja. Kjartan Már segir að markmið flokksins sé að halda tveimur mönnum og helst að bæta við þeim þriðja. Hann segir að verið sé að vinna málefna- vinnu og niðurstöður hennar verði birtar í kosningastefnuskrá. „Við höfum verið að vinna að mörgum málum hér, ekki síst við uppbygg- ingu í skólamálum. Við lítum svo á að því verki sé ekki lokið fyrr en búið verður að greiða skuldirnar sem safnast hafa vegna þess verks,“ segir Kjartan Már. Framsóknarmenn hafa verið í samstarfi við sjálfstæðismenn um stjórn bæjarmála. Fram kom á fundinum í fyrrakvöld að fram- sóknarmenn ganga óbundnir til næstu kosninga. Kjartan Már seg- ir að menn séu svolítið fastir í þeirri hugsun að núverandi meiri- hlutamynstur sé óbreytanlegt. Svo sé alls ekki og allir gangi óbundnir til kosninga eins og áður. Ungur maður í 5. sæti Kjartan segist ánægður með listann. Hann vekur sérstaka at- hygli á því að í fimmta sæti hans sé 25 ára gamall maður, Jón Mar- inó Sigurðsson, þar sem ekki séu líkur á að svo ungum manni verði treyst fyrir hlutverki jafnofarlega á lista annarra fram- boða í Reykjanesbæ. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður að í þriðja sætinu er Guðný Kristjánsdótt- ir, varabæjarfulltrúi og leiðbeinandi, 4. Ólöf K. Sveinsdóttir, húsmóðir, 5. Jón Mar- inó Sigurðsson, nemi, 6. Magnús Daðason, málarameistari, 7. El- ín Gunnarsdóttir, kennari, 8. Freyr Sverrisson, þjálfari, 9. Sonja Sigurjónsdóttir, leiðbeinandi, 10. Arn- grímur Guðmundsson, öryggisfulltrúi, 11. Birgir Már Bragason, iðnnemi, 12. Einar Helgi Aðalbjörnsson, lög- regluvarðstjóri, 13. Silja Dögg Gunnarsdóttir, blaðamaður, 14. Eysteinn Jónsson, rekstrarverk- fræðingur, 15. Guðbjörg Ingi- mundardóttir, kennari, 16. Bjarn- ey Rut Jensdóttir, tollvörður, 17. Guðrún Guðbjartsdóttir, ljósmóðir, 18. Bára Kolbrún Gylfadóttir, há- skólanemi, 19. Magnús Haralds- son, bankamaður, 20. Hilmar Pét- ursson, skrifstofumaður, 21. Drífa Sigfúsdóttir, háskólanemi, og í 22. sætinu er Skúli Þ. Skúlason, starfsmannastjóri og forseti bæj- arstjórnar. Kjartan Már og Þorsteinn efstir Reykjanesbær Kjartan Már Kjartansson UM 270 börn og unglingar taka þátt í Íslandsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina. Bad- mintondeild Keflavíkur og Badmintonsamband Íslands annast framkvæmd mótsins. Mótið hefst klukkan 16 í dag, föstudag, og lýkur með verð- launaafhendingu klukkan 16 á sunnudag. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setur mótið formlega klukkan 9 í fyrramálið. Keppt er í íþrótta- húsinu við Sunnubraut í Kefla- vík. Keppt er í fjórum aldurs- flokkum í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppendurnir eru á aldrinum 12 til 19 ára. Keppendurnir sem koma til Keflavíkur gista í Holtaskóla í Keflavík og þar verður kvöld- vaka á laugardagskvöldið. Mikill uppgangur hefur verið í badminton í Reykjanesbæ, að sögn Sesselju Birgisdóttur for- manns Bandmintondeildar Keflavíkur. Hún segir að iðk- endum hafi fjölgað úr 8 í 80 á tveimur til þremur árum og ár- angur hafi batnað eftir því. Nefnir hún að tveir úr deildinni séu komnir í unglingalandslið og nýlega hafi Keflavík orðið Íslandsmeistari B-deildar í liðakeppni Badmintonsam- bands Íslands. 270 ung- lingar á Íslands- móti Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.