Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar bíla, fellihýsi, tjaldvagna og vélsleða á skrá. Polaris xc 700, árg. ´98, ek. 2 þ. km, 10“ fjöðrun, neglt belti. V erð 600.000. Fleiri sleðar á staðnum og á skrá. Grand Cherokee Laredo, ´96, ek. 90 þ. km, svartur, s+v-dekk, ssk., cd., álf., fjarstart., dráttarkrókur. Verð 1.590.000, áhv. 1.000.000. Engin skipti. Daihatsu Terios, árg. 1998, silfurgrár, ek. 62 þ. km, s+v-dekk, álfelgur, aukafelgur, cd., grind framan, skíðabogar o.fl., 5 dyra, 5 gíra, smurbók. Einn eigandi. Verð 940.000, áhv. 370.000. Skipti ath. VW Golf Comfortline, 10.08. 2000, ek. 13 þ. km, blár, 3 dyra, álf., cd., 5 gíra. Verð 1.270.000. Nissan Almera 1800 Luxury, 04.07. 2000, ek. 17 þ. km, 5 dyra, ssk., s+v-dekk, álf., cd., spoiler. Verð 1.590.000. Eigum einnig til beinsk. Almeru 1,5, ‘01. Verð 1.490.000. Isuzu Trooper TDI, 27.03. 2001, grænsans., ssk., 33“ breyting, s+v-dekk á álfelgum, ek. 10 þ. km. Verð 4.290.000, áhv. 2.750.000. Skipti ath. Chevrolet Tahoe lt, árg. ´99, ek. 62 þ. km, v-rauður, ljóst leður, 33“ dekk, með öllu, gullfallegur bíll. Verð 4.390.000, áhv. 1.600.000. Skipti ath. Toyota Rav 4, 01.02. 2001, ssk., 5 dyra, hvítur/grár, ek. 21 þ. km, álf., cd., o.fl. Verð 2.430.000, áhv 1.300.000. Engin skipti. Nissan Patrol Elegance, 15.08. 2001, blár/grár, ssk., ek. 10 þ. km. Verð 4.800.000. Skipti ath. STEFNT er að því að ljúka við lagningu útivistarstígs umhverfis Vífilsstaðavatn næsta sumar, en þegar er búið að leggja hluta stígs- ins. Þá verður ýmislegt annað gert umhverfis vatnið til að auðvelda að- gengi að því svo og auka við útivist- armöguleika á svæðinu. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vikunni til- lögur garðyrkjustjóra um fram- kvæmdir við frágang á opnum svæðum árið 2002 og eru tillögur að framkvæmdum við Vífils- staðavatn þeirra á meðal. Nú þegar er upplýsingaskilti á bílastæði við Elliðavatnsveg vestan við vatnið þar sem meðal annars er að finna kort af útivistarsvæðum ofan byggðar í Garðabæ. Þá er göngubrú yfir stíflu á af- falli vatnsins í byggingu og mun hún nýtast til stangveiði og vera hluti af hringleið umhverfis vatnið. Skýli var reist við vatnið síðast- liðið haust og fyrirhugað er á þessu ári að koma upp fræðsluskiltum um fugla við skýlið og um lífríki vatns- ins við vatnið, samkvæmt upplýs- ingum garðyrkjustjórar Garða- bæjar, Erlu Bil Bjarnardóttur. Hún segir að einnig sé fyrirhuguð end- urgerð bryggju til almennrar úti- vistar og umhverfisfræðslu. „Ekki er fyrirhugað að leyfa vélbátaumferð á vatninu,“ segir Erla. „Svæðið ætti að verða að- gengilegt fyrir alla, til dæmis hjóla- stóla, eftir þessar framkvæmdir.“ Vífilsstaðavatn er á vatnsvernd- arsvæði og því verður að sögn Erlu að fara sérstaklega varlega í allar framkvæmdir og hefur heilbrigð- isfulltrúi gefið leyfi fyrir því. Óvenju hreint og ómengað vatn Rannsóknir á lífríki Vífilsstaða- vatns sem Bjarni Jónsson vistfræð- ingur hefur unnið fyrir umhverf- isnefnd Garðabæjar, sýna að sögn Erlu að Vífilsstaðavatn er með líf- ríkustu vötnum landsins og óvenju hreint og ómengað, þótt byggð sé svo nærri. „Fyrir utan þá þýðingu sem um- hverfi vatnsins hefur sem útivist- arsvæði hefur það verið nýtt í um- hverfisfræðslu í Flata- og Hofsstaðaskóla,“ segir Erla. Á síðasta ári gaf umhverfisnefnd Garðabæjar út námsefni undir heit- inu Vífilsstaðavatn, gersemi Garða- bæjar. Kennslubókin er skrifuð fyr- ir 11–12 ára nemendur og er lögð áhersla á að námið fari að hluta til fram á vettvangi. Námsefnið sem Sólrún Harðardóttir er höfundur að, var áður kennt í tilraunaskyni í tvo vetur og hafa kennarar lýst ánægju með útikennsluna við Vífils- staðavatn þar sem Bjarni Jónsson fræðir nemendur um það helsta sem viðkemur lífríki vatnsins. Börnin fá m.a. að veiða í net og að veiða ála í gildrur. Að veiði lokinni er farið með aflann heim í skóla- stofu og krufin þar. Þegar vatnið er hins vegar ísilagt eins og þessa dagana er ekki úr vegi að draga fram skautana og renna sér um ísinn sem er renni- sléttur og ekki spillir vetrarsólin fyrir stemmningunni. Útivist við Vífils- staðavatn Morgunblaðið/Golli Göngubrú yfir stífluna við affall Vífilsstaðavatns. Garðabær SAMÞYKKT var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í vikunni að tillaga að nýju aðalskipulagi bæjarins fari í kynningu. Í aðalskipulaginu, sem gilda á fyrir tímabilið 2002-2024, er lögð áhersla á umhverfisvæna stefnu bæjarins með ýmsu móti, t.d. með sérstökum landbúnaðar- svæðum og skógræktarsvæðum. Þá hafabæjarmörkin færst með til- komu landaskiptasamnings bæjar- ins og Reykjavíkurborgar sem gerður var í fyrra. Við Hafravatn er stefnt að því að byggja upp fjöl- breytta útivistaraðstöðu. Í gatna- málum ber það hæst að í framtíð- inni er fyrirhugað að sett verði mislæg gatnamót á Vesturlands- veg á nokkrum stöðum en auk þess er gert ráð fyrir að sums staðar geti götur farið undir veg- inn mislægt án þess að tengjast honum. Hægt er að nálgast skipulags- uppdrætti og greinargerð um að- alskipulagstillöguna á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Nýtt aðalskipulag í kynningu Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar harmar þau mistök sem átt hafa sér stað við lagningu reiðstígs á Blikastaðanesi og vill í því sam- bandi leggja áherslu á að með verk- lagi við framkvæmdir verði tryggt að slík óhöpp endurtaki sig ekki í framtíðinni. Svohljóðandi bókun var samþykkt á fundi bæjarstjórn- ar Mosfellsbæjar á miðvikudag, en um er að ræða reiðstíg sem Hesta- mannafélagið Hörður í Mosfellsbæ er framkvæmdaraðili að. Bæði Náttúruvernd og Fornleifa- vernd ríkisins hafa sent bæjarverk- fræðingi Mosfellsbæjar bréf um að mat stofnananna eftir vettvangs- könnun sé að óleyfilegt hafi verið að leggja stíginn á tilteknu svæði án umsagnar stofnananna með til- liti til þjóðminja- og náttúruvernd- arlaga. Tryggvi Jónsson, bæjar- verkfræðingur Mosfellsbæjar, segir að framkvæmdir hafi verið stöðv- aðar og óskað eftir viðræðum við Náttúruvernd og Fornleifavernd ríksins um framhaldið. Óleyfilegt að hylja fornleifar án umsagnar Í bréfi Fornleifaverndar ríksins segir að reiðstígurinn liggi m.a. yfir friðlýstar fornleifar. Hann liggi m.a. ofan á gömlum reiðstíg, gegn- um túngarð og yfir gamalt tún. Einnig liggi hann yfir grjótvegg við gerði og mannvirki sem þar er og yfir tóftarbrot við sjávarbakkann. Í bréfinu er vísað til þjóðminjalaga þar sem fram kemur að óleyfilegt er að hylja fornleifar nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Bendir stofnunin á að í kringum friðlýstar rústir sé tuttugu metra friðhelgt svæði. Jafnframt er bent á að allar búsetuminjar eldri en hundrað ára, þar með talin tún, garðar og reiðvegir, séu friðuð samkvæmt lögum. Fornleifavernd ríksins segist í bréfinu fallast á að hreinsað verði ofan af fornleifunum sem huldar hafa verið. Komi í ljós við hreins- unina að rústirnar hafi spillst við framkvæmdirnar við reiðveginn fer stofnunin fram á að þær verði rannsakaðar með fornleifaupp- greftri „svo unnt verði að bjarga því sem bjargað verður“, líkt og segir í bréfinu til bæjarverkfræð- ingsins. Náttúruvernd ríkisins bendir bæjaryfirvöldum á að Leiruvogur er á náttúruminjaskrá, en við vett- vangsskoðun stofnunarinnar kom í ljós að efni hafði verið tekið úr fjör- unni í umræddan reiðveg. Svæðið er á náttúruminjaskrá vegna fjöl- breytilegs strandgróðurs, lífríkra fjara og mikils fuglalífs, en leita þarf umsagnar stofnunarinnar um framkvæmdir þar sem hætta er á að spillt verði svæðum sem eru á náttúruminjaskrá. Efnistaka í Leiruvogi er því óheimil, segir í bréfi Náttúruverndarinnar. Tryggvi segir að ekki hafi verið leitað umsagnar hjá þessum stofn- unum áður en framkvæmdir hófust þar sem bæjaryfirvöld hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fram- kvæmdanna. Talið hafði verið að um væri að ræða lagfæringu á gömlum reiðvegi en annað hafi komið á daginn. Reiðvegur lagður yfir forn- leifar á náttúruverndarsvæði Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.