Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SKUGGALEGAR fréttir berast
undanfarna daga á öldum ljósvakans.
Spilling á spillingu ofan er að verða
daglegt brauð í okkar litla en að
mörgu góða samfélagi. Ýmsir ráða-
menn, bæði innan og utan ríkis-
stjórnarinnar, telja það vera í lagi að
auðga sjálfan sig á kostnað hins op-
inbera. Þvílík léttúð. Verða menn
kærulausari við að fá meiri völd? Út á
hvaða braut er siðferði þessara
manna komið?
Ég varð orðlaus að heyra allar
þessar fréttir og verð þó sjaldan
kjaftstopp. Spurning er hvort þetta
sé aðeins fyrirboði verri tíðinda
næstu missera. Manni dettur í hug,
að sérstakur áhugi vissra aðila fyrir
gríðarlegum virkjanaáformum á
Austurlandi sé tengdur persónuleg-
um hagsmunum. Hægt væri að láta
sér detta í hug mútugreiðslur, jafnvel
til vissra háttsettra embættismanna.
Víða í hinum spillta viðskiptaheimi
eru mútur taldar sjálfsagðar til að
liðka fyrir viðskiptum þar sem miklir
hagsmunir stórhuga athafnamanna
skipta máli. Í sumum löndum kemur
mönnum oft illa að þiggja ekki mút-
ur.
Mútur er sú tegund afbrota sem er
náskyld vændi. Verknaðarlýsingin er
nánast sú sama: Sá sem lætur fjár-
muni af hendi til að fá einhverja til-
tekna þjónustu er ekki að fremja
refsiverðan verknað í skilningi refsi-
laganna. Verknaðurinn er fólginn í að
kaupa ákveðna persónulega þjón-
ustu, hvort sem hún telst vera
heiðarleg eða tengd einhverri um-
deildri starfsemi. Það hljómar e.t.v.
ankannalega, en refsilög ganga út frá
því að sá sem tekur við þessum sömu
fjármunum geti bakað sér refsi-
ábyrgð! Dálítið einkennileg viðhorf
sem samræmast tæplega nútíman-
um.
Ýmsu má velta fyrir sér varðandi
virkjanamálið eystra. Fyrir nokkrum
árum var rafmagn selt á mjög góðum
kjörum til fyrirtækis sem endurreisti
gamalt álver uppi á Grundartanga.
Ráðherrann brá huliðshjálmi yfir
viðskiptin og kvað rafmagnsverðið
falla undir viðskiptaleynd! Hvers
vegna fá eigendur Landsvirkjunar
þ.e.a.s. íslenska þjóðin ekki ná-
kvæma vitneskju um það sem verið
er að selja á hverjum tíma? Þetta má
auðvitað reikna út eftirá.
Af hverju er hugur þeirra ráða-
manna sem vilja virkjun og álver svo
tengdur heimsins glaum að þeim er
gjörsamlega varnað þess að meta
fegurð náttúrunnar? Er sjálfsagt að
fórna, á stalli einhvers hugsanlegs
ávinnings, helgidómum íslenskrar
náttúru, að fossar, gljúfur, gróður og
dýralíf landsins sé álitið einskis virði
við hliðina á þessum fyrirhuguðu
tröllauknu framkvæmdum þvert á
vilja mikils hluta þjóðarinnar? Nú
nýverið var opnaður nýr þjóðgarður
vestur í fjallafylkinu Colorado í USA.
Rökstuðningur fyrir stofnun þessa
nýjasta þjóðgarðs er sá, að um mjög
sérstætt jarðfræðilegt fyrirbæri sé
að ræða, þar sem Gunnisonáin hefur
grafið hrikaleg gljúfur í jarðlögin.
Hljómar þetta ekki nokkuð kunnug-
lega eftir að við höfum séð Hafra-
hvammagljúfur? Góðar upplýsingar
um þjóðgarðinn nýja má lesa á
heimasíðu National Geographic
magazine, allri heimsbyggðinni til
upplýsingar og aðdáunar á tign og
dásemdum náttúrunnar. Að öllum
líkindum mun Landsvirkjun opna á
sinni heimasíðu annál eyðileggingar-
innar á náttúru Austurlands. Alþjóð-
leg náttúruverndarsamtök munu að
öllum líkindum lýsa þessar fram-
kvæmdir þarflausar, rétt eins og
þegar kommúnisminn eyðilagði um-
hverfi Aralvatnsins á sínum tíma.
Betur væri að öll þjóðin áttaði sig í
tíma á því hvaða glapræði er þarna á
ferðinni. Landsíminn tapaði hálfum
milljarði í fljótræðisbríaríi nokkurra
íslenskra athafnamanna sem við
verðum að súpa seyðið af. Þetta þyk-
ir okkur auðvitað mikið, fjárhæðin er
um 7.000 krónur á vísitölufjölskyld-
una. Fjárfestingaævintýrið eystra
verður okkur margfalt dýrara. Það
var verðlagt á um 300 milljarða fyrir
nokkrum misserum. Ætli megi ekki
hækka þá fjárhæð verulega þegar öll
kurl væntanlegs fjármálasukks
verða komin til grafar?
GUÐJÓN JENSSON,
bókasafnsfræðingur og
leiðsögumaður.
Eignavörslumenn
þjóðarinnar
Frá Guðjóni Jenssyni:
ÞAR sem ég er ekki búsett á landinu
var það ekki fyrr en í dag að mér
barst í hendur sérstakt auglýsinga-
blað sem dreift var með Morgun-
blaðinu þar sem finna mátti stutta
kynningu á þeim tónlistarmönnum
og verkum sem tilnefnd höfðu verið
til íslensku tónlistarverðlaunanna.
Þar las ég um verk mitt „Rauður
hringur“ fyrir kór, einsöngvara og
rafhljóð eftirfarandi klausu: „Rauð-
ur hringur vísar til tíðahringsins,
sem er vissulega rauður og undir-
staða mannlegs lífs.“
Ég hefði getað látið þessa ein-
kennilegu útleggingu vera, enda sér
hver sá sem var viðstaddur flutning
verksins að hún er úr lausu lofti grip-
in. Meinið er að hér er vitleysan ekki
bara í skilningi verksins heldur er
heiti verksins eyðilagt í klausu þar
sem lítið annað er sagt um það og lát-
ið líta svo út sem verkið fjalli um
tíðahringinn.
Ég get ekki hrósað ímyndun eða
smekk þess sem fann upp á þessu og
leyfi mér að ítreka það við þá sem
vita vilja að tíðahringur kvenna var
hvergi nærri hugsunum mínum þeg-
ar ég samdi verkið. Hefði svo verið
hefði ég áreiðanlega gefið verkinu
annað nafn þar sem mér hefði aldrei
dottið í hug að segja að tíðahring-
urinn væri rauður sem er bæði flat-
neskjulegt og heimskulegt.
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
tónskáld.
Hringavitleysa
Frá Þuríði Jónsdóttur: