Morgunblaðið - 01.03.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 39
ÚTSÖLULOK
Allt að 70% afsláttur
Allra síðustu dagar
föstudag-sunnudags
KRINGLUNNI - 533 1730
NÝLEGA tók grein-
arhöfundur til starfa
sem iðjuþjálfi hjá Geð-
hjálp.
Iðjuþjálfar eru sér-
hæfðir í að vinna með
skjólstæðingum sínum
á heildrænan hátt og í
þeirra umhverfi. Þegar
um geðsjúkdóma er að
ræða getur verið um
vandamál að ræða eins
og skerta starfshæfni,
samneyti við aðra get-
ur orðið erfitt, fram-
taksleysi, einangrun og
hlutverkamissir. Dag-
leg iðja, eins og það að
halda heimili, stunda
vinnu/skóla, fara á mannamót, getur
orðið hindrun. Það getur verið um
tímabundna röskun að ræða en einn-
ig getur verið um að ræða varanlegt
tap á færni. Iðjuþjálfar meta og
þjálfa skerta færni til daglegrar iðju
og vinna í samvinnu við einstakling-
inn markmiðum sem viðkomandi set-
ur sér. Iðjuþjálfi leggur áherslu á að
sett séu raunhæf markmið sem eru í
stöðugri endurskoðun. Leitast er við
að draga fram styrkleika einstak-
lingsins, efla sjálfsbjargargetu og
auka lífsfyllingu.
Í Geðhjálp er rekin félagsmiðstöð
þar sem er opið mötuneyti alla daga,
ákveðin virkni fer fram
og unnið er að því að
efla félagsleg tengsl
gesta. Undirrituð hefur
verið fengin til að end-
urskipuleggja og efla
starfsemina. Ég hef
lagt áherslu á að efla
hópastarf sem mun
nýtast breiðari hópi
eins og segir að ofan.
Þannig er meiningin að
geta komið til móts við
mismunandi þarfir
gesta út frá hæfni og
vilja, fjölga þeim hlut-
verkum innan hússins
sem hægt verður að
sinna og efla þátttöku
hópsins í að móta þjónustuna.
Haldnir eru nú vikulegir húsfundir,
morgunhópur er að myndast þar
sem lögð er áhersla á neytendaáhrif
hvers konar, tölvuver er verið að
opna þessa dagana sem án efa kemur
til með að nýtast gestum til marg-
víslegra hluta, m.a. fræðslu, náms og
afþreyingar. Sjálfshjálparhópar hafa
lengi verið starfandi í húsinu og nú
hefur bæst við aðstandendahópur.
Aðstandendastarf er mjög mikil-
vægt hjá félagi eins og Geðhjálp. Því
miður vill sá hópur gleymast þegar
um geðsjúka er að ræða en þó svo
mikilvægur þegar unnið er að bætt-
um aðstæðum einstaklings og bata.
Aðrir hópar eru fælni- og kvíðahóp-
ur, eineltishópur og geðhvarfahópur.
Eins og áður segir vinnur iðju-
þjálfi með skjólstæðingum á heild-
rænan hátt, þar sem leitast er við að
efla sjálfstæði og bætt lífsgæði.
Þannig er vel við hæfi að iðjuþjálfi
vinni hjá félagi eins Geðhjálp sem
sinnir hagsmunabaráttu geðsjúkra
og vinnur að því að bæta aðstöðu
þessa hóps sem og að auka mögu-
leika til meðferðar og starfa.
Iðjuþjálfi í
Geðhjálp
Auður
Axelsdóttir
Geðhjálp
Iðjuþjálfi vinnur með
skjólstæðingum á heild-
rænan hátt, segir Auður
Axelsdóttir. Leitast er
við að efla sjálfstæði og
auka lífsgæði.
Höfundur er iðjuþjálfi hjá Geðhjálp.
er þar vel sagt. En ekki duga orð-
in ein og að sumu leyti er umfjöll-
unin líka of þröng. Byggðamál
snúast nefnilega ekki bara um
landsbyggðina heldur um það
hvernig við viljum byggja Ísland. Í
þeim anda þarf að vinna ef við vilj-
um ná árangri í því að viðhalda
fjölbreytileik byggðar og menning-
ar á Íslandi.
Sóknarfæri í
breytingunum
Sóknarfærin eru víða. Þekking-
ariðnaður, þar sem vinnan felst í
hugmyndasköpun, þekkingaröflun
og dreifingu þekkingar tekur við
af framleiðslusamfélaginu. Þar eru
sóknarfæri. Æ fleiri vilja njóta,
ekki bara ósnortinnar náttúru,
kyrrðar og fámennis, heldur einnig
ómengaðrar fæðu. Aukinn frítími
fólks leiðir til meiri ferðalaga.
Ferðaþjónustan er vaxandi at-
vinnugrein. Þar eru sóknarfæri.
Fjölbreytileiki menningar og
mannlífs verður mikilvægari í hinu
einsleita auglýsinga- og neyslu-
samfélagi. Þar eru sóknarfæri. Allt
á þetta bæði við um Ísland allt og
landsbyggðina sérstaklega.
Markmið þeirra byggðaáætlana
sem hingað til hafa verið sam-
þykktar hafa ekki náðst nema að
hluta. Aðgerðir stjórnvalda hafa
verið fálmkenndar þar sem hvorki
er við skilgreiningar á viðfangsefn-
inu að styðjast né heldur skipulögð
vinnubrögð eða þekktar reglur.
Viðunandi árangur mun ekki nást
fyrr en því er breytt. Styrkur
þessarar áætlunar felst í því að þó
ýmislegt sé óljóst orðað er
ákveðnum aðilum ætluð ábyrgð á
tilteknum verkefnum. Lærdómur
hefur í því efni verið dreginn af
niðurstöðum hinna fyrri. Það gefur
von um einhvern árangur.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingar.
ÉG HEYRÐI eftir
lækni einum um daginn
að geðheilsa þjóðarinn-
ar væri slæm, og ekki
bara geðheilsa þessar-
ar þjóðar heldur mann-
kynsins yfirleitt. Lík-
amleg heilsa er
kannski betri enda
mikil áhersla lögð á
hreyfingu, íþróttir og
svo framvegis. En hvað
þarf til, til að geðheils-
an sé í lagi? Í stuttu
máli sagt þarf kannski
manneskjan að geta
verið manneskja til
þess að það gerist.
Þess vegna þurfum við
að gæta þess að í þjóðfélagsgerð
okkar sé pláss fyrir manneskjuna.
Gegnum aldirnar höfum við alltaf
verið að búa okkur til kerfi, kerfi
þjóðfélagsins, og innan þess kerfis
eru önnur kerfi: trúarbrögð, stjórn-
mál, fjölskyldugerðin, og þessi kerfi
hafa oft gengið nærri okkur sem
manneskjum. Það er ekki alltaf pláss
fyrir manneskjuna, einsog nýliðin
dæmi sanna þarsem maður gengur
út með 40 milljónir í vasanum, á
meðan ung einstæð þriggja barna
móðir missir íbúðina sína og lendir á
götuna útaf 400 þúsund krónum.
Þetta kerfi er ekki vinveitt mann-
eskjum. Í tilviki einstæðu móðurinn-
ar lendir hún í því að búa við þreng-
ingar, þrengingar af hálfu
þjóðfélagskerfisins, og það eru þess-
ar þrengingar sem brjóta niður geð-
heilsuna og bjóða heim hættunni á
geðsjúkdómum. Einsog ég sé fyrir
mér að þrengingar fyrri alda hafi
smámsaman búið í haginn fyrir geð-
sjúkdóma og þeir orðið arfgengir. Í
sumum tilvikum er auðvitað um rak-
inn líkamlegan þátt að
ræða. Þrengingar geta
auðvitað brotið niður
líkamlega heilsu, en
það eru þá þrengingar
af öðrum toga. En það
má segja að hvað varð-
ar geðsjúkdóm þá upp-
lifi manneskjan þreng-
ingar, svo miklar að
hún neyðist til að flýja
inní hausinn á sér, þar
sem allt lýtur hennar
lögmálum og heimur-
inn fyrir utan er hætt-
ur að skipta máli nema
á forsendum hennar.
Því að þrátt fyrir að
geðveikin virðist
stjórnlaus ólga þarsem allt getur
gerst er heimur hennar niðurnjörv-
aður í kerfi, svo rígneglt að þar ekki
pláss fyrir hversdagsleika af neinu
tagi. Þráhyggjan ein getur verið á
við rammgerðasta fangelsi. Nú sýna
dæmin það og sanna að konum er
hættara við þunglyndi en körlum og
manni dettur í hug að það eigi að ein-
hverjum hluta rætur að rekja til
þjóðfélagsstöðu þeirra, þær fá lægri
laun og á þær er ekki hlustað einsog
karlmenn. Þessi kerfi sem ég er að
tala um teygja sig inní einstak-
lingana sjálfa, það er ákveðið kerfi
sem fylgir því að vera karlmaður,
kona, og svo framvegis, rétt einsog
störf hafa líka ákveðin kerfi eða
ímynd, læknir á að vera svona,
stjórnmálamaður svona, og spegla
þar með þau kerfi sem þeir eru
fulltrúar fyrir eða táknmyndir. Í
þessum táknmyndum er svo oft ekki
pláss fyrir manneskjuna, bara tákn-
myndina. Manneskjan koðnar niður,
brotnar niður siðferðilega, tilfinn-
ingalega, andlega, undan táknmynd-
inni. Í stuttu máli sagt, hún hættir að
þekkja sjálfa sig. Hún verður fulltrúi
fyrir ákveðið kerfi, fulltrúi fyrir
ákveðna hugmyndafræði, og hug-
myndafræðin er ekki bara í stjórn-
málum og heimspeki, hún teygir sig
sem fyrr segir inní fjölskylduna.
Þegar reynt er endalaust að uppfylla
þarfir kerfisins eða lifa fyrir tákn-
myndina gleymist hið einstaklings-
bundna sem gerir manneskjuna að
manneskju. Hið einstaklingsbundna
er ekki hægt að fella í kerfi, í því býr
hið óvænta sem brýtur sér leið, eins-
og stráið sem vex uppúr malbikinu.
En hið einstaklingsbundna, þ.e. hið
manneskjulega, er viðkvæmt og það
þarf að hlú að því.
Sorg, þreyta, áhyggjur, kvíði,
sársauki, jafnvel gleði; hvar er pláss
fyrir þessar tilfinningar í þjóðfélags-
gerð okkar? Vegna þess að við-
kvæmnin er oft ekki viðurkennd
sækjum við styrk í táknmyndina og
manneskjan verður undir á bak við
þessa táknmynd, hún er komin í
fangelsi táknmyndarinnar og farin
að upplifa þrengingar, og ef hún
kemst ekki út úr því, þá fer hún inn í
hausinn á sér ef svo má að orði kom-
ast, og býr sér til pláss þar, pláss
geðveikinnar. Ég get nefnt dæmi frá
sjálfri mér þarsem ég fór í maníu í
staðinn fyrir að fara í ástarsorg. M.a.
af því að ég var föst í táknmyndinni
töffaranum, vera hörð af mér, sýna
ekki veikleika mína. Á þeim tíma var
stórbrengluð manían hættuminni en
eðlileg ástarsorg, táknmyndin geð-
sjúklingur hættuminni en mann-
eskja í sorg. Og allt þetta um að fást
við tilfinningar sínar í garð karl-
manns tengdist svo aftur föður mín-
um sem á sínum tíma var fastur í
táknmynd gáfumannsins og veikur
af alkóhólisma og ófær um að sýna
tilfinningar sínar í garð lítils barns.
En manneskjan er nefnilega glúr-
in, og málið er einfalt fyrir mann-
eskjunni: Ef hún fær að vera mann-
eskja hefur hún burði tilað halda
andlegri heilsu. Og allt snýst þetta
um að deila tilfinningum sínum með
öðrum. Manneskjan þarf stundum
bara eitt: Aðra manneskju.
Manneskja eða táknmynd
Elísabet K.
Jökulsdóttir
Geðhjálp
Þrengingar fyrri alda,
segir Elísabet K.
Jökulsdóttir, hafa
smámsaman búið í hag-
inn fyrir geðsjúkdóma
og þeir orðið arfgengir.
Höfundur er rithöfundur og
félagi í Geðhjálp.
w
w
w
.t
e
xt
il.
is