Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 1. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar bíla, fellihýsi, tjaldvagna og vélsleða á skrá. Polaris xc 700, árg. ´98, ek. 2 þ. km, 10“ fjöðrun, neglt belti. V erð 600.000. Fleiri sleðar á staðnum og á skrá. Grand Cherokee Laredo, ´96, ek. 90 þ. km, svartur, s+v-dekk, ssk., cd., álf., fjarstart., dráttarkrókur. Verð 1.590.000, áhv. 1.000.000. Engin skipti. Daihatsu Terios, árg. 1998, silfurgrár, ek. 62 þ. km, s+v-dekk, álfelgur, aukafelgur, cd., grind framan, skíðabogar o.fl., 5 dyra, 5 gíra, smurbók. Einn eigandi. Verð 940.000, áhv. 370.000. Skipti ath. VW Golf Comfortline, 10.08. 2000, ek. 13 þ. km, blár, 3 dyra, álf., cd., 5 gíra. Verð 1.270.000. Nissan Almera 1800 Luxury, 04.07. 2000, ek. 17 þ. km, 5 dyra, ssk., s+v-dekk, álf., cd., spoiler. Verð 1.590.000. Eigum einnig til beinsk. Almeru 1,5, ‘01. Verð 1.490.000. Isuzu Trooper TDI, 27.03. 2001, grænsans., ssk., 33“ breyting, s+v-dekk á álfelgum, ek. 10 þ. km. Verð 4.290.000, áhv. 2.750.000. Skipti ath. Chevrolet Tahoe lt, árg. ´99, ek. 62 þ. km, v-rauður, ljóst leður, 33“ dekk, með öllu, gullfallegur bíll. Verð 4.390.000, áhv. 1.600.000. Skipti ath. Toyota Rav 4, 01.02. 2001, ssk., 5 dyra, hvítur/grár, ek. 21 þ. km, álf., cd., o.fl. Verð 2.430.000, áhv 1.300.000. Engin skipti. Nissan Patrol Elegance, 15.08. 2001, blár/grár, ssk., ek. 10 þ. km. Verð 4.800.000. Skipti ath. STEFNT er að því að ljúka við lagningu útivistarstígs umhverfis Vífilsstaðavatn næsta sumar, en þegar er búið að leggja hluta stígs- ins. Þá verður ýmislegt annað gert umhverfis vatnið til að auðvelda að- gengi að því svo og auka við útivist- armöguleika á svæðinu. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vikunni til- lögur garðyrkjustjóra um fram- kvæmdir við frágang á opnum svæðum árið 2002 og eru tillögur að framkvæmdum við Vífils- staðavatn þeirra á meðal. Nú þegar er upplýsingaskilti á bílastæði við Elliðavatnsveg vestan við vatnið þar sem meðal annars er að finna kort af útivistarsvæðum ofan byggðar í Garðabæ. Þá er göngubrú yfir stíflu á af- falli vatnsins í byggingu og mun hún nýtast til stangveiði og vera hluti af hringleið umhverfis vatnið. Skýli var reist við vatnið síðast- liðið haust og fyrirhugað er á þessu ári að koma upp fræðsluskiltum um fugla við skýlið og um lífríki vatns- ins við vatnið, samkvæmt upplýs- ingum garðyrkjustjórar Garða- bæjar, Erlu Bil Bjarnardóttur. Hún segir að einnig sé fyrirhuguð end- urgerð bryggju til almennrar úti- vistar og umhverfisfræðslu. „Ekki er fyrirhugað að leyfa vélbátaumferð á vatninu,“ segir Erla. „Svæðið ætti að verða að- gengilegt fyrir alla, til dæmis hjóla- stóla, eftir þessar framkvæmdir.“ Vífilsstaðavatn er á vatnsvernd- arsvæði og því verður að sögn Erlu að fara sérstaklega varlega í allar framkvæmdir og hefur heilbrigð- isfulltrúi gefið leyfi fyrir því. Óvenju hreint og ómengað vatn Rannsóknir á lífríki Vífilsstaða- vatns sem Bjarni Jónsson vistfræð- ingur hefur unnið fyrir umhverf- isnefnd Garðabæjar, sýna að sögn Erlu að Vífilsstaðavatn er með líf- ríkustu vötnum landsins og óvenju hreint og ómengað, þótt byggð sé svo nærri. „Fyrir utan þá þýðingu sem um- hverfi vatnsins hefur sem útivist- arsvæði hefur það verið nýtt í um- hverfisfræðslu í Flata- og Hofsstaðaskóla,“ segir Erla. Á síðasta ári gaf umhverfisnefnd Garðabæjar út námsefni undir heit- inu Vífilsstaðavatn, gersemi Garða- bæjar. Kennslubókin er skrifuð fyr- ir 11–12 ára nemendur og er lögð áhersla á að námið fari að hluta til fram á vettvangi. Námsefnið sem Sólrún Harðardóttir er höfundur að, var áður kennt í tilraunaskyni í tvo vetur og hafa kennarar lýst ánægju með útikennsluna við Vífils- staðavatn þar sem Bjarni Jónsson fræðir nemendur um það helsta sem viðkemur lífríki vatnsins. Börnin fá m.a. að veiða í net og að veiða ála í gildrur. Að veiði lokinni er farið með aflann heim í skóla- stofu og krufin þar. Þegar vatnið er hins vegar ísilagt eins og þessa dagana er ekki úr vegi að draga fram skautana og renna sér um ísinn sem er renni- sléttur og ekki spillir vetrarsólin fyrir stemmningunni. Útivist við Vífils- staðavatn Morgunblaðið/Golli Göngubrú yfir stífluna við affall Vífilsstaðavatns. Garðabær SAMÞYKKT var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í vikunni að tillaga að nýju aðalskipulagi bæjarins fari í kynningu. Í aðalskipulaginu, sem gilda á fyrir tímabilið 2002-2024, er lögð áhersla á umhverfisvæna stefnu bæjarins með ýmsu móti, t.d. með sérstökum landbúnaðar- svæðum og skógræktarsvæðum. Þá hafabæjarmörkin færst með til- komu landaskiptasamnings bæjar- ins og Reykjavíkurborgar sem gerður var í fyrra. Við Hafravatn er stefnt að því að byggja upp fjöl- breytta útivistaraðstöðu. Í gatna- málum ber það hæst að í framtíð- inni er fyrirhugað að sett verði mislæg gatnamót á Vesturlands- veg á nokkrum stöðum en auk þess er gert ráð fyrir að sums staðar geti götur farið undir veg- inn mislægt án þess að tengjast honum. Hægt er að nálgast skipulags- uppdrætti og greinargerð um að- alskipulagstillöguna á heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is. Nýtt aðalskipulag í kynningu Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar harmar þau mistök sem átt hafa sér stað við lagningu reiðstígs á Blikastaðanesi og vill í því sam- bandi leggja áherslu á að með verk- lagi við framkvæmdir verði tryggt að slík óhöpp endurtaki sig ekki í framtíðinni. Svohljóðandi bókun var samþykkt á fundi bæjarstjórn- ar Mosfellsbæjar á miðvikudag, en um er að ræða reiðstíg sem Hesta- mannafélagið Hörður í Mosfellsbæ er framkvæmdaraðili að. Bæði Náttúruvernd og Fornleifa- vernd ríkisins hafa sent bæjarverk- fræðingi Mosfellsbæjar bréf um að mat stofnananna eftir vettvangs- könnun sé að óleyfilegt hafi verið að leggja stíginn á tilteknu svæði án umsagnar stofnananna með til- liti til þjóðminja- og náttúruvernd- arlaga. Tryggvi Jónsson, bæjar- verkfræðingur Mosfellsbæjar, segir að framkvæmdir hafi verið stöðv- aðar og óskað eftir viðræðum við Náttúruvernd og Fornleifavernd ríksins um framhaldið. Óleyfilegt að hylja fornleifar án umsagnar Í bréfi Fornleifaverndar ríksins segir að reiðstígurinn liggi m.a. yfir friðlýstar fornleifar. Hann liggi m.a. ofan á gömlum reiðstíg, gegn- um túngarð og yfir gamalt tún. Einnig liggi hann yfir grjótvegg við gerði og mannvirki sem þar er og yfir tóftarbrot við sjávarbakkann. Í bréfinu er vísað til þjóðminjalaga þar sem fram kemur að óleyfilegt er að hylja fornleifar nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Bendir stofnunin á að í kringum friðlýstar rústir sé tuttugu metra friðhelgt svæði. Jafnframt er bent á að allar búsetuminjar eldri en hundrað ára, þar með talin tún, garðar og reiðvegir, séu friðuð samkvæmt lögum. Fornleifavernd ríksins segist í bréfinu fallast á að hreinsað verði ofan af fornleifunum sem huldar hafa verið. Komi í ljós við hreins- unina að rústirnar hafi spillst við framkvæmdirnar við reiðveginn fer stofnunin fram á að þær verði rannsakaðar með fornleifaupp- greftri „svo unnt verði að bjarga því sem bjargað verður“, líkt og segir í bréfinu til bæjarverkfræð- ingsins. Náttúruvernd ríkisins bendir bæjaryfirvöldum á að Leiruvogur er á náttúruminjaskrá, en við vett- vangsskoðun stofnunarinnar kom í ljós að efni hafði verið tekið úr fjör- unni í umræddan reiðveg. Svæðið er á náttúruminjaskrá vegna fjöl- breytilegs strandgróðurs, lífríkra fjara og mikils fuglalífs, en leita þarf umsagnar stofnunarinnar um framkvæmdir þar sem hætta er á að spillt verði svæðum sem eru á náttúruminjaskrá. Efnistaka í Leiruvogi er því óheimil, segir í bréfi Náttúruverndarinnar. Tryggvi segir að ekki hafi verið leitað umsagnar hjá þessum stofn- unum áður en framkvæmdir hófust þar sem bæjaryfirvöld hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi fram- kvæmdanna. Talið hafði verið að um væri að ræða lagfæringu á gömlum reiðvegi en annað hafi komið á daginn. Reiðvegur lagður yfir forn- leifar á náttúruverndarsvæði Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.