Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 9

Morgunblaðið - 03.03.2002, Síða 9
skranmarkaðir, fjölbreyttir mat- sölustaðir, blómasalar, syngjandi Hare Kristhna hópur, gamlar konur með tágakörfur, karlar að prútta um gamalt dót, að ógleymdum rón- um og útigangsliði sem mikið er af. Borgin er þannig að auðveldlega er hægt að láta sig hverfa í fjöldann enda hefur það verið til stórfelldra vandræða fyrir borgaryfirvöld að unglingar sem strjúka að heiman koma þangað og taka ekki í mál að fara heim. Árum saman hefur verið óleyst vandamál hversu margir eru heimilislausir. Í dag er í gangi stór- átak stjórnvalda í skynsamlegum úrlausnum og er ein þeirra að kaupa yfirgefin hús í borginni til að gefa þessum einstaklingum tæki- færi að hefja nýtt líf. Það virðist í fljótu bragði vera mikið félagslegt frelsi í Brighton og enginn kippir sér upp við óvenjulegt útlit fólks, kynhneigð, skoðanir eða lífsstíl. Samkynhneigðir setja sinn sterka brag á borgina enda hvergi í Eng- landi fleiri krár og næturklúbbar þeim tengdir með djörfum uppá- komum og lifandi tónlist. Stórt fuglasafn Sjávardýrasafnið við ströndina Marine Parade, rétt hjá Palace Pier var opnað fyrir meira en 100 árum. Þar má sjá í stórum laugum höfr- unga, sæljón, seli, skjaldbökur, há- karla, sæhesta og hitabeltisfiska sem lengi er hægt að skoða og ekki verra að það er krá á staðnum fyrir þyrsta ferðalanga. Þarna er hægt að eyða öllum deginum, því auðvelt er að koma og fara vegna þess að maður fær stimpil á handarbakið við innganginn sem gildir fyrir dag- inn. Strandlífið er ekki starfrækt á veturna þannig að þar voru bara nokkur börn að leik og mávar í æt- isleit. Ein af athyglisverðum stöðum til að skoða fyrir utan höllina ægi- fögru er þó Náttúrugripasafnið, Booth Museum of Natural History. Þar er stærsta safn fugla hér í Suð- austur- Englandi. Flestir fuglar eru frá því á árunum 1865–90. Þar má finna þúsundir sjaldgæfra tegunda uppstoppaðra fugla og af þeim eru mörg hundruð fuglar sem fundust hér í Englandi. Þegar gengið er um fjölbreyttar göturnar ber mikið á litlum listagalleríum, söfnum og gömlum kirkjum. Það má skoða skemmtilega Dolls in Wonderland safnið á King’s Road eða safnið sem barnabarn Madame Tussaud hefur sett upp en það er lítið safn vax- mynda sem jafnast á við safnið í London að gæðum þótt smærra sé í sniðum. Fyrir börnin eru margir leikvell- ir, sundlaugar, leiktækjasalir, tívolí að ógleymdri ströndinni með öllu sem henni fylgir en þar er að sumri til hægt að stunda siglingar og sól- böð svo fátt eitt sé nefnt.Villt dýra- líf er fjölbreytt og fyrir þá sem elska að fara í skógargöngu er upp- lagt að fara í Moulescoombe Wild Park eða í Stanmer Park sem báðir eru við Lewes hraðbrautina. Þar eru göngustígar og grænar lautir og hægt að rekast á íkorna og krák- ur sem eru í stórum hópum um allt enda félagslyndir fuglar. Um kvöldið röltum við um göt- urnar og skoðuðum hvernig mann- lífið breyttist frá því um daginn. Fólk tekur kvöldið snemma enda loka allar krár í Englandi klukkan ellefu. Við fórum inn á nokkrar krár til að hvíla lúna fætur og njóta þess að vera til. Það eru yfir 400 veit- ingastaðir í Brighton og næturlífið er þvílíkt að það jafnast á við hvaða stórborg sem er. Höllin Royal Pavillion í Brighton er ægifögur.  Fyrir þá sem ekki treysta sér til að aka í Englandi er auðvelt að taka lest frá London til Brig- hton. Lestin er tekin á Waterloo stöðinni og má athuga lest- arferðir á slóðunum www.railt- rack.co.uk og www.pti.org.uk Frá Brighton er lítið mál að ferðast með rútum eða stræt- isvögnum í allar áttir meðfram ströndinni. Með Coastliner 700 er hægt að fara meðfram ströndinni til Hove, Worthing, koma við í Arundel kastalanum og alla leið til Portsmouth ef fólk vill. Höfundur er búsettur í Bretlandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 B 9 ferðalög  Gistimöguleikar Fyrir þá sem vilja vera nálægt ströndinni eru mörg hótel og smáhýsi sem bjóða gistingu á vægu verði. Þessar litlu hót- elíbúðir (Cottages) eru aðeins í 3 mín göngufæri frá að- alströndinni. Af mörgu er að taka en þó má þar helst nefna hótelið Coastal & Country Holidays. Til að bóka herbergi er hægt að hafa samband við www.s-h-systems.co.uk/ hotels/brightma Þeir eru með hágæða leiguíbúðir í boði með sjónvarpi, eldavél, þvottavél, hárþurrkara, síma, hægt að grilla úti og það sem mörgum finnst fáheyrt nú til dags að reykingafólk er velkomið þótt bannað sé að hafa með sér gæludýr. Það er einnig mjög þægilegt að gista á heimilum eða Bed & Breakfast. Heimilislegt, hlýtt og persónulegt viðmót. Hægt að gista eina nótt eða margar, allt eftir þörfum hvers og eins. Auðveldlega er hægt að fá gist- ingu fyrir tvo fyrir 30–50 pund enda er verð á B&B lágt miðað við gæðin. Á öllum heimilunum er framreiddur heitur morg- unverður að enskum sið. Þeir sem vilja vita meira um Brig- hton geta farið á netslóðirnar www.visitbrighton.com og www.brighton.co.uk eða skoð- að heilmynd af ströndinni á http://www.debbieand- stephen.com/panoramas/ brighton/brightonpan.html . Beint leiguflug til STAVANGER 12.-18. júní Ferðaskrifstofan ÍT ferðir býður ódýra ferð í leiguflugi til STAVANGER í Noregi sumarið 2002. Flogið verður með Flugleiðum til Stavanger, út að kvöldi miðv.dags 12. júní og heim aðfaranótt þriðjudags 18. júní. Fargjald: Aðeins kr. 27.500 Ekki innifalið: Flugv.skattar kr. 4.000 Afsláttur fyrir hópa! Bókanir og nánari upplýsingar: ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900, fax 588 9901, netfang: itferdir@itferdir.is Reykjavík frá kr. 3.700,- á dag Alicante frá kr. 2.214,- á dag Mallorca frá kr. 2.214,- á dag Madrid frá kr. 2.214,- á dag Barcelona frá kr. 2.214,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Gildir til 31/03/02 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 PALLALYFTUR TI LB O Ð S VE R Ð M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.