Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRÍMSEY breiðir faðm sinn í vestur. Eyjan er að- eins 5,3 ferkílómetrar, breiðust í miðjunni en mjókkar mjög til beggja enda. Annan arminn, sem kallast reyndar Eyjarfótur, teygir hún til hafs, en hinn til lands. Sá heitir Flesjar. „Borið saman við ógnarvíðerni þessa hafs virð- ist svona klettótt landkríli naumast umfangsmeira en sandkornið á samkomuhúsgólfinu,“ svo notuð sé lýsing rithöfundarins Williams Heinesen á heimabyggð hans, Færeyjum (þýðing Þorgeirs Þorgeirsonar). Landkrílið veitir íbúum sínum skjól í hafinu, þótt lífsbaráttan þar hafi oft verið hörð. Eyjan liggur á heimskautsbaug og er að meðaltali kaldast þar í febrúar. Kuldinn felur í sér ýmsar ógn- ir, til dæmis hafa ísbirnir borist til Grímseyjar með hafís. Íbúunum er enn í fersku minni þegar ísbjörn gekk þar á land árið 1969. Sagan segir að lítill drengur hafi þá gengið fram á bangsa, en minnst orða föður síns um að láta eins og dauður væri ef hann lenti í slíku. Hann lagðist því niður og hreyfði sig ekki, þar til hann sá færi á að skríða varlega í burtu. Slík eru líklega gen eyjarskeggjans við heimskautsbaug. 20 mínútur eða fjórir tímar Í Grímsey hefur verið búið frá fornu fari, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvenær sú búseta hófst. Sögur herma að einhverju sinni hafi verið þar 50 býli, en aðrar heimildir segja það firru, en þar hafi lengst af verið búið á tólf bæjum. Núna er byggðin öll að sunnan- og vestanverðu á eyjunni og mest í kringum höfnina. Þangað siglir ferjan Sæfari þrisvar í viku frá Dalvík og flogið er frá Ak- ureyri tvisvar í viku, þegar veður leyfir. Það sem af er þessu ári hefur flugið oft fallið niður og þá verð- ur að treysta á ferjuna. Hún er þrjá og hálfan tíma á milli lands og eyjar, og fjóra tíma þegar slæmt er í sjó. Flugið tekur hins vegar aðeins um 20 mín- útur. Líkt og aðrir sem búið hafa við einangrun hafa Grímeyingar ávallt kunnað ráð við henni. Lífsbar- áttan var harðari hér áður fyrr og líklega lítill tími til að láta sér leiðast, en þegar frístund gafst sett- ust heimamenn gjarnan að tafli. Fór hróður þeirra svo víða að auðugur Bandaríkjamaður, Willard Fiske, gaf eyjarskeggjum allmörg manntöfl, bóka- safn um skák og sjóð til að halda bókasafninu við og auka það. Fiske kom aldrei sjálfur til eyjarinnar, en þegar hann lést árið 1904 kom í ljós að Gríms- eyingar voru í erfðaskrá auðkýfingsins. Hlutur þeirra var um 12 þúsund dollarar, sem er vel á þriðja tug milljóna íslenskra króna, framreiknað til núvirðis. Sá sjóður rann m.a. í byggingu skólahúss, sem nýtist einnig sem félagsheimili og bókasafn. Grímseyingar kunna honum miklar þakkir fyrir hlý- huginn og hafa haldið minningu hans á lofti með árlegri Fiske-hátíð, þar sem allir mæta sem vett- lingi geta valdið. Á Fiske-hátíð hafa að sjálfsögðu verið veitt verðlaun fyrir frammistöðu við skák- borðið. Það mun þó ofsagt, nú á tímum útvarps, sjónvarps og tölvu, að allir Grímseyingar leggi stund á skákina af miklum móð. Líf á landkríli Íbúar Grímseyjar eru rúmlega níutíu talsins. Byggðin er öll að sunnan- og vestanverðu á eyjunni og mest Tilþrifin við körfuna á skólalóðinni eru mikil. Hittni hefur ekkeÞorgerður Einarsdóttir í saltfiskvinnslunni. Lífið er mikið meira en saltfiskur í Grímsey, en hann skilar þó sínu í búið. Konný Ósk Bjarnadóttir er of ung til að starfa í fiskvinnslunni, en hún leit þar inn á öskudaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.