Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 22

Morgunblaðið - 03.03.2002, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó KALDHÆÐNUM er trúandi tilað líta svo á að það hafi marg-sýnt sig í henni Hollywood hversu farsælt skref það er og líklegt til árangurs að gera kvikmynd um einstakling, helst snilling, sem á við einhvern sjúkdóm að stríða, helst geðrænan. A Beautiful Mind segir sögu sem einungis var spursmál hvenær yrði gerð að dramatískri Hollywood- mynd. Hún fjallar um raunir stærð- fræðisnillingsins Johns Nash sem var ekki fyrr búinn að leggja fram byltingarkennda hagfræðikenningu, er líf hans fór í rúst sökum geðrænna vandamála. Hann greindist með geð- klofa og varð lengi vel óstarfshæfur en vegna baráttuvilja og dyggrar að- stoðar eiginkonu hans Aliciu Nash, tókst honum á endanum að ná tökum á lífi sínu og var sæmdur Nóbels- verðlaunum í hagfræði árið 1994. Engin ævisaga Það var kvikmyndaframleiðandinn Brian Grazer sem fékk hugmyndina að myndinni er hann las grein í tíma- ritinu Vanity Fair um Nash. Hann las í kjölfarið ævisögu Nash sem skrásett var af Sylviu Nasar, féll fyr- ir þessum merkismanni og tryggði sér réttinn til þess að nota ævisöguna til kvikmyndunar: „Það sem höfðaði sterkast til mín var ótrúleg sjálfs- bjargarviðleitni þessa ógæfusama snillings sem drifinn hafði verið áfram af óbilandi keppnisskapi og vilja til þess að skara framúr.“ Grazer réð Akiva Goldsman til þess að skrifa fyrir sig kvikmynda- handrit, síður en svo sökum fyrri af- reka hans á því sviði, heldur fyrst og fremst vegna þess að Goldsman stóð viðfangsefnið mjög nærri. Foreldrar hans eru kunnir sérfræðingar á sviði geðsjúkdóma og ráku eitt fyrsta meðferðarheimili í Bandaríkjunum fyrir börn með geðræn vandamál. Goldsman ólst þannig upp með börn- um sem glímdu við geðklofa, sam- bærilegan sjúkdómi Nash, og þekkir frá fyrstu hendi einkennin og hvern- ig þau lýsa sér – hvernig börnin bjuggu til, með ofskynjun, sinn eigin ímyndaða og afbakaða hugarheim. „Ég leit ekki á það sem mitt verk að segja nákvæma ævisögu Nash,“ seg- ir Goldsman. „Miklu fremur þjónar hún hlutverki beinagrindarinnar og baksviðs myndar sem kannaði hina dramatísku línu milli veruleika og sjálfsblekkingar. Myndar sem varp- ar skýrara ljósi á dularfullan, mis- skilinn og lítt þekktan sjúkdóm.“ Þótt margir leikstjórar hafi ásælst þetta fýsilega verkefni kom í raun aldrei annar til greina en nánasti samstarfsmaður Grazer, Ron How- ard, en saman eiga þeir Imagine Entertainment kvikmyndafyrirtæk- ið. Howard hafði lengi ætlað sér að gera mynd um geðklofa eða allt síðan hann kynntist Michael Lauden, ung- um lagaprófessor sem hafði góð tök á lífi sínu uns hann missti föður sinn. Hætti hann þá lyfjatökunni og myrti ári síðar vanfæra eiginkonu sína með köldu blóði og var vistaður á geð- sjúkrahúsi, 37 ára gamall. Howard sagðist í samtali við L.A. Times nýverið hafa lært mjög mikið af samtölum sínum við Lauden, hvernig hægt sé að halda sjúkdómn- um í skefjum með sjálfsaga og þjálf- un. Þegar hann hafi fengið handrit Goldsmans í hendur hafi hann séð margt sameiginlegt í fari Laudens og Nash. Hann segir það líka hafa runn- ið upp fyrir sér hversu miklu mik- ilvægara það væri að segja sögu manns sem unnið hefði bug á vanda sínum. Og um leið leggja sitt af mörkum til að reyna að breyta þeirri ímynd sem kvikmyndir hafa búið til af geðsjúklingum, sem morðóðum brjálæðingum. Crowe og Connelly Það er engum blöðum um það að fletta að Nash er hlutverk sem trú- lega flestar skærustu stjörnur í Fegurð hugans Um helgina hófust sýningar á A Beautiful Mind, mynd um erfiða baráttu nóbelsverðlauna- hafans Johns Nash við geðklofa. Skarphéðinn Guðmundsson skoðar baksvið myndarinnar sem tilnefnd hefur verið til átta Óskarsverðlauna, veltir fyrir sér sannleiksgildi hennar og tilgangi og rekur stuttlega lífshlaup fallega hugsandi manns. Reuters Þörf lýsing á erfiðum sjúkdómi eða alvarleg sögufölsun? – Russell Crowe í hlut- verki hins töluglögga Johns Nash. VIÐ erum stödd í miðju stríð-inu milli Bosníu og Serbíu.Félagar okkar eru bosníski hermaðurinn Ciki og sá serbneski Nino, sem eru orðnir innlyksa á einskismannslandi á víglínunni milli fylkinganna tveggja, ásamt föllnum samherja Cikis, sem tengdur er við sprengju og getur splundrast þá og þegar við minnstu hreyfingu. Þeir geta ekki flúið á braut, því þá verða þeir skotnir. Þannig eru þeir í fárán- legri en afdrifaríkri sjálfheldu. Hvort þeir eru andstæðingar eða samherjar í þessu stríði skiptir í raun ekki máli; þeir eru ósköp ein- faldlega fórnarlömb þess. Þeir koma á óstöðugu vopnahléi í einsk- ismannslandinu og reyna að halda sönsum í geðveiki stríðsins á með- an missnjallir fulltrúar úr friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna og fjölmiðlafólks blanda sér í málin. Framleiðslufyrirtækið Noé í Frakklandi hafði árið 1994, ásamt fyrirtækjum í Makedóníu og Bret- landi, staðið að gerð bíómyndar- innar Fyrir regnið eða Before the Rain eftir Milcho Manchevski. Hún tvinnaði saman líf nokkurra persóna í þeirri upplausn, fátækt og ófriði sem ríkti í Makedóníu, þessu nýfrjálsa lýðveldi, sem áður var hluti af Júgóslavíu. Myndin tókst mæta vel, eins og þeir muna sem sáu hana hér í Háskólabíói. Í mörg ár biðu þeir Noé-menn þess að þeim bærist í hendur nýtt handrit sem héldi áfram að kanna og greina ástandið í öðrum hlutum Júgóslavíu, ekki síst hið fáránlega stríð milli bræðraþjóða sem ekki aðeins var að murka lífið úr þeirra eigin fólki heldur ógnaði um tíma sjálfum heimsfriðnum. Í septem- ber árið 1999 bankaði að dyrum hjá þeim ungur bosnískur leik- stjóri, Danis Tanovic. Hann hafði ekki gert nein boð á undan sér og virtist ekki vera með háleitar hug- myndir um sjálfan sig. En hann skildi eftir á skrifstofunni hand- ritið að Einskismannslandi. Hann hafði aldrei gert bíómynd áður og þeir vissu ekkert um hann annað en að hann var frá Sarajevo og hafði numið kvikmyndagerð í Belgíu. En handritið heillaði Noé- menn upp úr skónum. Einum mánuði síðar, í október, hafði fyrirtækið gert við Danis Tanovic samning um að framleiða myndina og hófst handa við að afla meðframleiðenda víðar í Evrópu. Einskismannsland varð að lokum frönsk-ítölsk-belgísk-bresk-slóv- ensk samframleiðsla. Ákveðið var að myndin skyldi tekin í fyrrum júgóslavneska og nú sjálfstæða lýðveldinu Slóveníu. Landinu svip- ar mjög til Bosníu, þar eru góðir fagmenn í kvikmyndagerð, friður ríkir og tungumálaerfiðleikar hverfandi fyrir þá starfsmenn sem komu frá hinum lýðveldunum, einkum leikstjórann og leikarana. Þótt slóvenska sé sérstakt tungu- mál eru líkindin við serbnesku, króatísku og bosnísku mikil. Þrjár síðarnefndu tungurnar eru hins vegar í reynd sama tungumálið; Serbar kalla það serbnesku, Bosníumenn kalla það bosnísku og Króatar kalla það króatísku, en þegar þessar þjóðir tala saman skilja þær hver aðra fullkomlega, segja framleiðendur Einskis- mannslands. Gat á húsi, gígur á akri Aðalleikararnir þrír í myndinni Branko Djuric, Rene Bitorajac og Filip Sovagovic eru frá Slóveníu og Króatíu, en þekktustu nöfnin í Sjálfheldan í Einskismannslandi Óskarstilnefning, Golden Globe-verðlaunin, dómnefnd- arverðlaun og handrits- verðlaun í Cannes eru aðeins brot af þeim viðurkenningum sem kvikmyndinni Einskis- mannsland eða No Man’s Land hefur hlotnast, en hún er frumsýnd hérlendis um helgina. Þessi manneskjulega ádeila á stríðsrekstur sprettur beint úr kviku samtíma- viðburða, skrifar Árni Þórar- insson. Reuters Friður sé með yður: Branko Djuric og Rene Bitorajac í Einskismannslandi. SAGA stærðfræðingsins Johns Nash er merkileg fyrir margra hluta sakir. Ekki bara vegna afreka hans á sviði hag- og stærðfræði og þess erfiða sjúkdóms sem hann þurfti að glíma við heldur einnig vegna óbil- andi viljastyrks, keppnisanda og einstaks sambands við eiginkonu sína Aliciu sem á endanum gerði honum kleift að búa sér til lífs- mynstur sem héldi sjálfsblekk- ingum þeim sem geðklofinn veldur í skefjum og lifa með þeim. Nash fékk inngöngu í Princeton háskólann 1947 og hafði þá þegar áunnið sér orðspor snillings- ins. En hann átti erf- itt með að aðlaga sig háskólalífinu, náði litlum tengslum við skólafélaga og taldi sig lítið græða á að ástunda skólann. Það eina sem komst að var að fá „frumlega hugmynd“ eins og orðað er í myndinni. Hann þótti skrýtin skrúfa, viðutan, sjálf- umglaður, óheflaður, barnalegur og hroka- fullur, rétt eins og Descartes, Newton og Wittgenstein höfðu verið. Einn góðan veðurdag laust hugmyndinni niður í höfuð hans, hugmynd að nýrri kenningu um skynsamleg átök og samvinnu – hagfræðikenningu um eðli sam- keppninnar sem ögraði rækilega hálfrar annarrar aldar brautryðj- endakenningum föður nútíma hag- fræði, Adams Smiths, um ósýnilegu höndina. Nash hlaut mikið lof fyrir og var samstundis veitt staða sem yfirmaður hjá MIT-tækniháskól- anum, þá 23 ára að aldri. Þetta var um það leyti er kalda stríðið var í þann mund að ná algleymingi og Nash fékk það starf að leysa dul- kóða fyrir herinn. Þegar hann stóð á þrítugu kallaði tímaritið Forbes hann stjörnu amerískrar stærð- fræði en um svipað leyti, þegar hann var á þeim aldri sem margir ungir stærðfræðisnillingar óttast að tapa sköpunarhæfni sinni, fór Nash fyrst að sýna alvarleg geðklofa- einkenni. Geðklofi er arfgengur sjúkdómur sem á til að vera hrund- ið af stað af óeðlilega miklu ytra álagi. Áðurnefnd tilvistarkreppa snillinga á þessum aldri getur hafa valdið því að sjúkdómurinn fór að segja til sín á þessum tímapunkti en einnig þjóðfélagsaðstæðurnar, kalda stríðið, sem hafði bein áhrif á störf hans. Í það minnsta reyndist togstreita sú sem ríkti stórveld- anna á milli tilvalinn bakgrunnur fyrir sjálfsblekkingu Nash og of- skynjanirnar sem uppfullar voru af samsæriskenningum. Nash brást illa við meðferðum og var tregur til að taka inn geðlyf þau sem áttu að losa hann við ofskynjanirnar. Undir áhrifum þeirra átti hann í erfiðleikum með að hugsa skýrt og gat því ekki sinnt ástríðu sinni, stærð- fræðinni. Einnig átti hann erfitt með að sinna hinni ástinni í lífi sínu, eiginkonunni Aliciu. Því varð úr að að með fullum stuðn- ingi hennar, ákvað hann að taka á sjúk- dómnum á sinn máta, hætta lyfjatök- unni, og bjó sér til lífsmynstur. Grundvallaðist það á því að nota viljastyrkinn til að lifa með og leiða hjá sér ofskynjanirnar, sem héldu áfram. Hann hefur lýst þessu sem svo að hann sé ekki læknaður heldur afneiti einfaldlega stórum hluta hugsana sinna, að hugurinn sé í stöðugri megrun. Einnig fannst Nash nauðsynlegt að snúa sér að fyrri iðju, stærðfræð- inni, en hann fékk að halda til í gamla háskólanum sínum Prince- ton, þar sem hann náði smám sam- an tökum á lífi sínu og rannsókn- arstarfi. Á meðan hann glímdi við sjúk- dóm sinn hlaut hin byltingarkennda kenning hans síaukið vægi og varð að mikilvægu tóli hagfræðinga, m.a. til útreikninga á gjaldeyrisþróun. Árið 1994 voru honum veitt Nób- elsverðlaun í hagfræði í Stokkhólmi. Nash er 74 ára í dag og gengur enn daglega til vinnu sinnar í Princeton. Megrunarkúr fyrir hugann Nóbelsverðlaunahafinn John Forbes Nash yngri John Nash

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.