Morgunblaðið - 03.03.2002, Qupperneq 23
Hollywood hefðu gripið sem himna-
sendingu. En Brian Grazer hafði ein-
ungis einn leikara í huga, Ástralann
Russell Crowe. Í fyrstu lítur út fyrir
að það hafi verið vegna þess að hann
er sá heitasti í dag eftir að hafa feng-
ið Óskarinn fyrir Gladiator. En stað-
reyndin er sú að Grazer var búinn að
ráða Crowe þegar hann sló í gegn og
sankaði að sér verðlaunum fyrir túlk-
un sína á hinum mikla Maximusi
skylmingaþræl. „Crowe var rétti
maðurinn í hlutverkið vegna sterkr-
ar nærveru og hæfileika til þess að
túlka tilfinningar án orða,“ útskýrir
Grazer sem hafði heillast af frammi-
stöðu Crowes í The Insider og L.A.
Confidential. Howard segir hug-
dirfsku Crowes og hafa skipt sköp-
um: „Við Brian gerðum allt sem við
gátum til þess að forðast að draga
upp væmna mynd af lífi Nash og
Russell var á sömu bylgjulengd.“
Sjálfur segist Crowe hafa heillast
fyrst og fremst af persónu Nash og
handriti Goldsmans sem hann telur
einkar skynsamlega samið: „Sér-
staklega fannst mér Goldsman nask-
ur á að greina kjarnann frá hisminu í
sögunni af Nash. Draga fram þá
þætti sem áhugaverðir eru fyrir
kvikmynd.“ Crowe kunni einnig að
meta þetta tækifæri til þess að per-
sónugera annars óræðan sjúkdómu:
„Það var mjög mikilvægt að undir-
strika að geðklofi er eins og hver
annar sjúkdómur. Að fólk með geð-
klofa geti haldið áfram að lifa „eðli-
legu“ lífi, orðið ástfangið, eignast
börn og unnið afrek.“
Ef Crowe virtist á sínum tíma ekki
alveg sá augljósasti til að leika Nash
þá hlýtur skipan Jennifer Connelly í
hlutverk eiginkonu hans Alicu að
teljast enn langsóttari því hún var þá
síður en svo komin í hóp stærri
stjarna. Hafði reyndar leikið síðan
hún var ellefu ára er hún þreytti
frumraun sína á hvíta tjaldinu í inn-
flytjendastórvirki Sergios Leones
Once Upon A Time in America en
aldrei náð almennilega að stimpla sig
inn. Ekki fyrr en nú í síðustu mynd-
um sínum, Requiem For a Dream,
Pollock, og umræddri mynd. Eftir að
hafa séð Requiem For a Dream var
Howard viss um að hún væri sú rétta.
Umdeilt en fallega hugsað
Viðbrögð við A Beautiful Mind
hafa verið góð vestanhafs þar sem
henni hafa þegar fallið í skaut fern
Golden Globe-verðlaun og átta Ósk-
arstilnefningar. Gagnrýnendur hafa
og verið hrifnir en samspil þess og
hinnar miklu umræðu sem myndin
hefur skapað um geðsjúkdóma hefur
fastlega ráðið mestu um að aðsóknin
að myndinni hefur verið góð.
En samt hafa myndin og aðstand-
endur hennar hlotið sinn skerf af
gagnrýni, einkum fyrir að fara rangt
með staðreyndir úr lífshlaupi Nash,
að sleppa sumu og krydda annað,
jafnvel skálda í eyðurnar. Meint tví-
kynhneigð Nash er t.d. látin liggja
milli hluta. Einnig að sonur hans
erfði ekki bara stærðfræðihæfileik-
ana heldur einnig geðklofaeinkennin.
Alvarlegasta ritskoðunin á lífi Nash
er hinsvegar klárlega unnin til þess
að undirstrika eitt af megininntökum
myndarinnar, að ást Nash-hjónana
hafi sigrast á sjúkdóminum. Veru-
leikinn er samt sá að hjónabandið var
síður en svo fullkomið. Nash eignað-
ist barn í lausaleik sem hann gekkst
ekki við og þau hjónin skildu að
skiptum, voru aðskilin í mörg ár og
tóku ekki saman aftur fyrr en ári áð-
ur en myndin var frumsýnd.
Goldsman segir að þessar stað-
reyndir hafi einfaldlega ekki komið
viðfangsefni myndarinnar við, snilli
Nash og hvernig viljastyrkur hans
og samband við Alicu hjálpaði honum
að glíma við erfiðan sjúkdóm, og því
hafi þeim verið sleppt. „Ef okkur hef-
ur tekist að gefa góða og raunsanna
mynd af lífi manns sem glímir við
geðklofa þá var tilgangnum náð,“
segir Goldman. Og sérfræðingar
hafa flestir lagt blessun sína yfir
myndina og hælt henni fyrir að bæta
fyrir þá slæmu ímynd sem Holly-
wood hefur skapað fólki með geð-
ræna sjúkdóma í nýlegum myndum á
borð við Me, Myself and Irene og
Fight Club.
Vissulega hefur viðfangsefni sem
þetta reynst vænlegt Óskarsverð-
launafóður og rakin uppskrift að
fjögurra klúta mynd en ef myndin
hefur leitt gott af sér þá hlýtur mál-
flutningur hinna kaldhæðnu að fara
fyrir lítið. Á hinn bóginn verður það
ætíð að teljast vafasamt og umdeil-
anlegt þegar menn hagræða sann-
leikanum til að þjóna ákveðnum mál-
stað – jafnvel þótt hann sé góður.
Akiva Goldsman handritshöfund-
ur hefur samt hreina samvisku: „Ef
aðeins einn einstaklingur kemur út
af myndinni, sér einhvern út á götu í
hrókasamræðum við vindinn og
hræðist hann ekki heldur reynir að
skilja fremur hvað veldur, þá höfum
við áorkað meiru en við þorðum að
vona.“
Fallega hugsað.
skarpi@mbl.is
leikhópnum
eru bresk,
Katrin
Cartlidge,
sem einnig
lék í Fyrir
regnið, og
Simon Call-
ow.
Leikstjór-
inn, hand-
ritshöfund-
urinn og
tónskáldið
Danis Tan-
ovic segir:
„Ég minnist
þeirrar furðulegu tilfinningar, sem
ég fékk í upphafi stríðsins í Bosníu
og sá svart gat eftir byssukúlu á
húsi eða sprengjugíg á akri.
Ímyndið ykkur ef einhver límdi
svarthvíta ljósmynd yfir málverk
eftir Van Gogh og þið gætuð
a.m.k. að hluta til skilið hvernig
tilfinning þetta er. Misræmið var
eins konar sjónrænt áfall. Það
vakti með mér hroll, biturleika og
ráðleysi.
Þetta áfall endurskapaði ég í
kvikmyndinni. Annars vegar lang-
ur sumardagur, náttúrufegurð,
sterkir litir, og hins vegar mann-
eskjur og kolsvört geðveiki þeirra.
Þessi langi, heiti sumardagur
speglar stemmningu myndarinnar:
Hreyfingar eru þungar, hugsanir
óljósar, tíminn líður hægt og
spennan er til staðar en í felum.
Þegar hún leysist úr læðingi er
það eins og flugeldasprenging,
skyndileg og hávær. Breiðar
landslagstökur eru allt í einu trufl-
aðar af augnablikum tauga-
spenntra átaka. Það varir í örfá
augnablik og svo dregur spennan
sig í hlé á ný og bíður eftir næsta
tækifæri til að koma á óvart. Tím-
inn hægir aftur á sér.
Mótmæli, ekki ásakanir
Ég vildi að myndin yrði full af
alls konar anstæðum og ósam-
ræmi, en að útkoman sýndi að
hvoru tveggja væri óeðlilegt, leysti
ekki málin. Einhvers staðar las ég
að kærleikur leysti stríð án þess
að eyða stríðsaðilum. Hatur gerir
hið gagnstæða. Ef hatrið fengi að
ráða væri engin andstaða eftir í
heiminum. En vegna þess að eldur
og vatn eru til hlýtur kærleikurinn
að ráða.
Persónur sögunnar virðast frek-
ar líkar. Þær eru venjulegt fólk,
næstum andhetjur, sem stríðið
hefur í heljargreipum. Maður öðr-
um megin víglínunnar gæti fullt
eins verið hinum megin. Aðeins
nafn hans yrði öðruvísi.
Ég er ekki að neita ábyrgð á
þeim hörmungum sem Bosníu-
stríðið hafði í för með sér. Slíkt
myndi ég aldrei gera, vegna þess
að öðrum megin voru fórnarlömb
og hinum megin glæpamenn. En
tilgangur myndarinnar er ekki að
benda á sökudólga. Tilgangurinn
er að mótmæla stríðsrekstri.“
Flestir gagnrýnendur vestra eru
á einu máli um að þessi frumraun
Danis Tanovic nái þeim tilgangi
með eftirminnilegum hætti. Hon-
um hafi tekist að setja okkur
áhorfendur í spor þeirra Ciki og
Nino í Einskismannslandi.
Danis Tanovic: Bank-
aði uppá óboðinn
með handrit frum-
raunarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 B 23
bíó
A›alfundur
Íslandsbanka-FBA hf.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar
félagsins fyrir ári› 2001 ver›a hluthöfum til
s‡nis á fyrstu hæ› í höfu›stö›vum bankans
a› Kirkjusandi, Reykjavík, frá og me›
mánudeginum 4. mars nk. fiessi gögn
ver›a einnig a›gengileg á isb.is.
Frambo›sfrestur til bankará›s rennur
út flri›judaginn 5. mars nk. kl. 14.00.
Frambo›um skal skila til skrifstofu forstjóra
Íslandsbanka-FBA hf., Kirkjusandi.
Atkvæ›ase›lar og a›göngumi›ar fyrir
fundinn ver›a afhentir hluthöfum e›a
umbo›smönnum fleirra á fundarsta›,
Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu,
frá kl. 12.00 á fundardegi, mánudaginn
11. mars nk.
26. febrúar 2002
Bankará› Íslandsbanka-FBA hf.
A›alfundur Íslandsbanka-FBA hf. ári› 2002 ver›ur haldinn í Súlnasal
Radisson SAS Hótel Sögu mánudaginn 11. mars nk. og hefst kl. 14.00.
Dagskrá
A›alfundarstörf í samræmi vi›
10. grein samflykkta félagsins.
Tillaga bankará›s um eftirfarandi
breytingar á samflykktum félagsins:
• A› nafni félagsins ver›i breytt úr
Íslandsbanki-FBA hf. í Íslandsbanki hf.
• Um rétt hluthafa til a› fá mál teki› til
me›fer›ar á hluthafafundi gegn skriflegri
kröfu til bankará›s eigi sí›ar en fimm
virkum dögum fyrir upphaf fundar í
sta› átta sólarhringa á›ur.
Tillaga um heimild til bankará›s til kaupa
á hlutabréfum í Íslandsbanka-FBA hf.
Önnur mál, löglega upp borin.
2.
1.
3.
4.
www.isb.is • 5 75 75 75