Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Miðvikudagur 30. april 1980 n« srum atm snam itm siuw atia sisaia ati LENGRA AIISTUR UG SUDUR Ísienskíp ferðamenn eru farnir að lelta á fiariægari mið í sumarieyfum sínum Heimurinn er alltaf að minnka. Það sést meöal annars á þvl aö sí- fellt fleiri láta sér ekki lengur nægja aö fara á þessa „venju- legu” feröamannastaði, heldur sækja lengra f allar áttir. Thai- land, Indland, Japan og Kina eru meðal þeirra staða, sem Evrdpu- menn eru aö „uppgötva” ntina. Islendingar eru sjaldan eftir- bátar annarra og þó nokkuð margir hafa þegar lagt leið sína til Austurlanda. Mest hafa þessar ferðir verið farnar i tengslum við viöskiptaferöir, en samkvæmt upplýsingum Arnar Steinsen, skrifstofustjóra útsýnar er hægt að lítvega svona ferðir á hag- stæðu veröi gegnum danskar ferðaskrifstofur. Menn sem fara þangað austur i viöskiptaferðir geta lika keypt sérstakar „pakkaferðir”, sem eru ætlaðar sérstaklega fyrir þá. Slíkar feröir er hægt aö fá i eina til f jórar vik- ur. Úrval og KÍM til Kina Hjá feröaskrifstofunni úrvali erhægtaöfá far til Kina I hópferð héðan. Úrval efnir til tveggja slikra feröa á þessu ári i sam- vinnu við KIM, Kinversk-fslenska menningarfélagið. Fyrri feröin verður farin 22. júni, en sú siðari 3. október. í fyrri ferðinni verður fariö um Kaupmannahöfn og Moskvu til Peking, en auk þess verður komið til Nanjing, Wuxi og Shanghai. í siðari ferðinni verður farið um London og Hong Kong til Canton. Þarverðurhin viöfræga vörusýn- ing skoðuð, en þar gefur að lita tæmandi úrval útflutningsfram- leiöslu Kfnverja. Auk Canton verður komið við I Guilin, Shanghai og Hangzhou. Kenya — afrisk paradis En fólk vill ekki aðeins fara austur á bóginn. Afrika hefur ekki siöur aðdráttarafl. NU býöur Út- sýn upp á vikulegar ferðir til Kenya og fyrir milligöngu er- lendra ferðaskrifstofa má komast nánast hvert sem er i Afriku með hópferðum. Kenya er eitt fegursta land heims og þar er góöur og dýralif með þvi fjölbreyttasta sem til er. 1 feröum Útsýnar getur fólk valiö um dvöl á baðstaðnum Mombasa eða aöferðast um villidýrasvæðin á hásléttum Kenya við rætur fjallsins Kilimanjaro. Fyrir sóldýrkendur er Kenya góður staður. Mombasa-ströndin er vaxin pálmatrjám og hitinn er þægilegur. Yfir sumarmánuöina fer hann sjaldan yfir 29 gráöur. Ævintýramennirnir leggja leið sina í þjóðgarðinn í Nairobi, þar sem dýrali'f er friöað i sinni eðli- legu mynd og ferðamenn geta fylgst meö Ut um rúður bllanna. Aö sögn kunnugra gefur varla að lita stórkostlegri náttUru en þá, sem birtist f þessum þjóðgarði. Götulif I klnverskum borgum er mjög fjölskrúöugt, enda býöur lofts- lagiö upp á þaö. Nú leggja Islendingar I vaxandi mæli leiö sina austur á bóginn og hópferöir standa þeim til boöa til Kina. Það er leikur einn að verða brúnn með NIVEA Nýir möguleik- ar að opnast Ferðamiöstööin er með 1 bígerö að taka að sér umboð hér á landi fyrir erlenda ferðaskrifstofu og opnast þá möguleikar á hópferð- um Islendinga til fjölda nýrra staða, að þvi er Kristján Guð- laugsson hjá Ferðamiöstööinni, sgði I samtali við Vísi. Meðal þeirra er Tyrkland, Gambia, Senegal, auk grísku eyjanna og fleiri staða. Heilsulindir í Tékkósióvaklu Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar býður upp á þrjá möguleika til feröa til Tékkd- slóvakiu. I fyrsta lagi er um að ræöa ferö með langferðabilum um Ungverjaland, Tékkóslóvakiu og Austurrfki. I öðru lagi er gert ráð fyrir tveim ferðum fyrir kylfinga tilTékkdslóvakiu 19. mai og 1. júni, þar sem þeir geta æft listir sinar á golfveliinum i Mari- anskeLazne. Og I þriðja lagihafa verið skipulagðar feröir með litla hópa fyrir þá sem þurfa að leita sér lækningará ýmsum sjúkdóm- um og endurhæfingar. Haft er samstarf viö viðkomandi félög sjúklinga og islenskir iæknar hafa kynnt sér starfsemi heilsuræktar- stöövanna og ráðamenn Trygg- ingastofnunar rikisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.