Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 15
15 vísm Miðvikudagu r 30. apríl 1980 Með bflinn til Evrðpu Nú er enginn vandi að koma níinum til Evrópu „Flestir þeirra, sem fara með bilinn til Evrópu, hyggja á ferð lengra suður á bóginn og þvf er um að gera að koma honum sunn- ar en hingað til hefur veriö gert,” sagði Steinn Lárusson hjá Feröa- skrifstofunni Úrvali. Að mörgu er að iiyggja áður en lagt er af stað Upplýsingar fyrir biistjórann Ef þú getur ekið bil klakklaust i umferðinni I Reykja vik er akstur á meginlandi Evrópu leikur einn fyrir þig. Fyrir þá fjölmörgu sem ætla að ferðast um Evrópu i eigin bfi eða bflaleigubfl i sumar höfum viðtekiðsamn nokkrar hagnýtar upplýsingar um flest lönd Evrópu. Gengisskráningin miðast við 11. april, ferðamannagjaldeyrir er I svigum. Verð á þjónustu og bensini eru frá áramótum reiknuðá gengill. april. Bensinið hefur yfirleitt hækkað um 2-4% frá áramótumen við höfum ný bensinverð i nokkrum löndum og eru þau feitletruð. Aður en lagt er af staö i slikar ferðir er að mörgu að hyggja og réttur undirbúningur getur sparað þér mikil óþægindi og umstang. Við leituöum til Sveins Oddgeirssonar framkvæmda- stjóra Félags islenskra bifreiðar- eigenda og fengum upplýsingar um helstu atriði sem menn þyrftu að huga að. I fyrsta lagi er nauösynlegt að verða sér úti um alþjóöaökuskirt- eini þvi Islenskt ökuskírteini gildirhvergi utan Islands nema á Norðurlöndunum. Hjá FIB er hægt að fá svonefnd gjaldeyris- sparnaðarkort sem er skulda- greiösluhefti sem hægt er að nota álls staðar i Evrópu ef menn lenda i óhöppum eða þurfa aö greiða ófyrirséðan kostnað. Skuldaviðurkenningin er send til FIB og geta menn gert upp reikn- ingana i islenskum krónum þegar heim er komið. FIB hefur einnig sérstök sjúk- dómsgreiningarskfrteini sem viðkomandi geta fengiö fyllt út hjá læknum. Skirteininu fylgir limmiði tíl að setja á bilrúður þannig að ef slys eða óhaðpp ber aö höndum geta læknar eða sjúkraliðar sem fyrstir eru á vett vang séö i augabragði hvort viðkomandi sé haldinn ein- hverjum sjúkdómi sem_ krefst sérstakrar meðferðar. Hjá FIB er einnig hægt að fá bók með skrá yfir alla bifreiöa- klúbba i Evrópu og gegn fram- visun alþjóðafélagssklrteinté er hægtað fá þar hver kyns bifreiða- þjónustu. Félagsmenn FIB eiga kost á að fá tjaldbúðavegabréf. Það er gefið út af alþjóðasambandi bifreiðaeigenda og gildir það sem tryggingarskirteini gagnvart þvi tjóni sem feröamaðurinn kann að valda á tjaldstæði. Viða fá menn ekki aögang að tjaldstæöum nema hafa slikt skfrteini. Félagsmenn FIB geta fengið 10% afslátt á bilaleigubilum I Evrópu. Hjá FIB fæst fjöldi upplýsinga- bæklinga og feröahandbóka og auk þéss hjálpar félagiö mönnum að skipuleggja ferðir sé þess ósk- að. Skirteini, skilriki, ferðahandbækur eru nauðsynleg I bflferð um Evrópu. Úrval hefur undanfarin ár haft umboð fyrir Færeyjaferjuna, Smyril, sem siglir miili Seyðis- fjaröar, Þórshafnar, Bergen og Hanstholm. Nú hefur Úrval tekið upp samvinnú við Eimskip um bilaflutninga til 7 borga á megin- landi Evrópu. Þetta leiöir til þess, að nú getur fólk flogið sjálft til Evrópu og tek- ið viö bilnum i Kaupmannahöfn, Moss, Gautaborg, Hamborg, Ant- werpen, Rotterdam eöa Felixtowe. Með þvi að taka bilinn i Ant- werpen, sagði Steinn, að fólk sparaði sér um 890 km keyrslu frá Kaupmannahöfn, þ.e.a.s. ef ferð- inni er heitið til Suður-Evrópu. „Væntanlega verða þeir tals- vert margir, sem fara með bilinn meö sér i mánaöarferö um Evrópuf sumar,” sagöi Steinn. „I slikri ferð hefur fólk möguleika á aðtjalda eða gista á ódýrum stöð- um, fyrir utan stórborgirnar. Þetta er frjáls ferðamáti, þar sem hægt er að dvelja eins lengi og hver vill á hverjum stað, þott fólk sé yfirleitt með það i huga fyrirfram til hvaða landa sé ætl- unin að fara.” Ferðir Eimskips á ofangreinda staði verða vikulega i allt sumar og getur fólk valið á milli staða á báðum leiðum. tJtsý n-FÍ B-Haf skip En það eru fleiri leiðir til að senda bilinn frá Reykjavik. Feröaskrifstofan (Jtsýn hefur tekið upp samstarf við Hafskip fyrir milligöngu Félags islenskra bifreiðaeigenda um bílaflutninga til Kaupmannahafnar. Þessar ferðir verða á hálfs mánaðar fresti frá 20 mai', alls 7 ferðir. „Við festum okkur sæti i nætur- ferðum Flugleiða fyrir þá, sem vilja nota þessa bilaflutninga”, sagði örn Steinsen hjá (Jtsýn. ,,0g þau hafa runnið út eins og heitarlummur. Nú þegar eru 6 af þessum 7 ferðum uppseldar.” Enn er þó hægt að nota bilflutn- ingana, þvi nóg pláss er i skipinu. Hins vegar þarf fólk þá að fara til Kaupmannahafnar með venju- legu dagflugi. Svo mikil eftir- spurn er eftir næturfluginu, að á biðlista eru 600-700 manns. Þjónusta Útsýnar, Hafskips og FIB er aðeins fyrir félagsmenn FIB, sem jafnframt tryggir þá fyrir tjónum og óhöppum i sam- vinnu við bifreiðaklúbba á megin- landi Evrópu. FIB sér einnig um margvislega aðra þjónustu viö Evrópufarana. TOLLFRJALST I Fríhöfninni KEFLAVÍKURFLUCVELLI Rakvélar verð frá $ 31.25 Ferðaútvörp verð frá $ 14.75 Útvörp og segulbönd í bílinn verð frá $146.00 Útvarpstæki m/klukku verð frá $ 44.75 útvarpstæki m/segulb. verð frá $125.75 Útvarpstæki í bilinn verð frá $ 41.25 Hárþurrkusett verð frá $ 21.50 Diktafon verð frá $148.00 Kasettur verð frá $ 1.75 heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sími 20455, Sætúni 8. Simi 24000.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.