Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 30. aprll 1980 22 »«wiá TTTirr ■mm* <v’-. sái gwjðto^ - J : ^ B^SfisS jJ$*Í 'Jv$sW¥\ Sundlaug og garður á E1 Remo, Torremolinos. Sígildar sólariandaferöir Hér á undan hefur aðallega verið dvalist við að kynna nýja ferða- möguleika og nýja ferðamannastaði. Við höfum gefið þekktari og eldri ferðamanna- stöðum minna rúm. En að sjálfsögðu gefst mönnum einnig kostur á að fara þangað i sumar og verja sumarleyfinu á kunnuglegum slóðum þar sem þeir þekkja oft á tíðum jafnvel til og i næsta nágrenni sinu. Mallorka. Um 4 milljónir ferðamanna koma til Mallorka árlega til að njota sólar og sumars og eyja- búar lifa nær eingöngu á þjónustu við ferðamenn. Ferðaskrifstofan Crval verður með feröirþangað í sumar, 2ja og 3ja vikna, og er meö hótel við Magaluf ströndina og i baðstrandarbænum St. Ponsa. í sumar verða einnig á boðstólum vikuferðir þangaö. Costa del Sol. 1 320 daga ársins skín sólin frá morgni til kvöldsá Costa del Sol á suðurströnd Spánar. Ströndin er I Andalúsiu I því héraði reistu Márar skrauthallir sinar og skemmbgaröa tii forna og þar er Flamengodansinn talinn eiga uppruna sinn. Ferðaskrifstofan UtsVn hefur um árabil verið með ferðirtil Torremolinos á Costa del Sol 1 Torremolinos er fjöldi verslana og skemmtistaða og siðast en ekki sist er borgin þekkt fyrir veitingahús og matargeröarlist. Þaðan er hægt aðfara i' skipulagðar kynnisferðir m.a. til Granada, Sevilla og Cordoba; allt sögufrægir staðir. Þá er einnig boðiö upp á safari- ferð, ferö á nautaat og kynnis-w ferð í hina frægu Nerja-hella. Og þeir sem veröa á ferö þarna i ágUstmánuöi veröa vitni aö miklum hátiðarhöldum í Malaga Nerja og fleiri borgum. Júgóslavía-Portoroz. Störbrotin ná ttúrufegurð Júgóslaviu er rómuð og vog- skornar strendur við Adríahaf laöa að sér ferðamenn. Portoroz-Höfn rósanna- er þekktasti ferðamannastaður landsins. Bærinn stendur við Piranflóa við Adriahaf og ibúar þareru aðeins 5.900. Þessi staöur var byggður upp sem feröa- mannastaður eftir síðustu heims- styrjöld, en öldum saman hafa menn leitaö þangað hressingar. Auk veöursældar og náttúru- fegurðar er þarna góð aöstaöa til hvers konar iþrótta og útiveru. Frá guilnu ströndinni við Svartahaf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.