Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 1
Ö0ÚQÍJ
HÆSTIRÉTTUR ÞYNGDI DÚM UNDIRRÉTTAR VERULEGA:
f
FJÖGURRA ARA FANGELSI
Eftir að kveða upp dóm í premur ákærum sem lelja 42 ætluð brol
Hæstiréttur hefur dæmt ungan sibrotamann i
fjögurra ára fangelsi og þyngdi rétturinn dóma
undirréttar mjög, eða um 20 mánuði. Auk þessa
liggja fyrir þrjár ákærur á hendur manninum
sem ef tir er að kveða upp dóm i og eru þær i sam-
tals 42 liðum.
Síbrotamaöurinn var dæmdur
I sakadómi Kópavogs þann 25.
mai 1978120 mánaöa fangelsi 6-
skilorösbundiö fyrir fjársvik,
framin i eitt skipti og 17 inn-
brotsþjófnaði auk tilraunar til
þjófnaöar. Maöurinn áfrýjaöi
þessum dómi og fyrir skömmu
kvaö Hæstiréttur upp þann dóm
aö brotamaourinn skyldi sæta
fangelsi I 30 mánuöi en til frá-
dráttar komi 55 daga gæslu-
var&hald.
Sakadómur Kópavogs kvao
upp annan dóm á sama mann 8.
desember 1978 og hljóðaði sá
dómur upp á átta mánaða fang-
elsi fyrir 10 innbrotsþjófnaði.
Þeim dómi var lika áfrýjað en
Hæstiréttur þyngdi dóminn i 18
mánaða fangelsi fyrir stuttu en
til frádráttar komi 223 daga
gæsluvarðhald.
Hjá sakadómi Kópavogs eru
nú þrjár ákærur á þennan mann
frá siðasta ári og eru þær I sam-
tals 42liðum og er eitt ætlað brot
á bak viö hvern liö. Sibrota-
maður þessi hefur árum saman
lagt stund á innbrot og þjófnaði
úr ibúðarhúsum og sumarbú-
stöðum og hlaut sinn f yrsta dóm
fyrir sex árum, sem hljóðaði
upp á 20 mánaða fangelsi.
Sibrotamaðurinn hefur linnu-
laust stundað iðju sina þegar
hann hefur gengið laus, en frá
13. nóvember siöast liönum sat
hann samfellt i gæsluvarðhaldi
bar til hann hóf afplánun á
fangelsisdómum Hæsta-
réttar. Þá hafði hann setið
I gæsluvarðhaldi i um 550-560
daga á tveimur árum og má þvi
segja að hann hafi nýtt vel þa
fáu daga er hann gekk laus.
Sem fyrr segir hefur sibrota-
maðurinn, en hann er fæddur
1951, einkum lagt stund á þjófn-
aði úr fbúðum og sumarbústöð-
um og hefur Rannsóknarlög-
reglan upplýst mikinn l'jölda
þjófnaða er hann hefur f ramið. 1
sumum tilfellum stal hann all-
miklum fjárhæðum en I önnur
skipti var fengurinn kannski ein
dós af grænum baunum. _sg
stai
nærfðtum
al snúrum!
Lögreglumenn er voru á eftir-
litsferð um Bergstaðastræti
urðu varir við mann einn er tók
á sprett er hann varð var við
lögregluna.
Þótti þetta grunsamleg hegð-
an og var maðurinn eltur uppi
og handtekinn. Kom þá I Ijós að
hann bar plastpoka meö nær-
fatnaði i. Hann játaði að hafa
tekið nærfötin af þvottasnúru
húss við Bergstaðastræti. Hér
er um utanbæjarmann að ræða.
—SG
Rættum framkvæmdir i
vegamálum á þessu ári i
hliöarherbergi í þing-
húsinu í gær. F.v. Snæ-
björn Jónasson, vega-
málastjóri, Helgi Hall-
grimsson, forstjóri
tæknideildar, og Pálmi
Jónsson, ráðherra.
Vísismynd: GVA
Nefnd sem kannaði Laxalónsmálið skilar áliti:
BÆTUR 60-70 MILLJÖNIR
Ríkíö veiti par að auki verulega lánafyrirgreiðsiu
„Skýrslan hefur ekki verið send
ráðuneytinu með formlegum
hætti og þangað til það verður
gert vil ég sem minnst tjá mig um
hana", sagði Pálmi Jónsson,
landbúnaðarráðherra, þegar Vis-
ir spurði hann álits á skýrslu
nefndar sem skipuð var i fyrra til
að kanna ýmislegt i sambandi við
fiskirækt Skúla Pálssonar á Laxa-
lóni. Þess má geta að þcgar Visir
hafði samband vift Jón Helgason,
forseta sameinaðs þings, f morg-
un, kvaðst hann þegar hafa sent
skýrsluna til landbúnaðarráð-
herra og væri hún nú alfarið f
hans höndum.
Samkvæmt heimildum Visis er
I niðurstöðum nefndarinnar lagt
til að beinar bætur rikisins til
Skúla Pálssonar nemi 60-70
milljónum króna, auk þess sem
gert er ráð fyrir verulegri lána-
fyrirgreiðslu af hálfu rikissjóðs.
Einnig má lesa út úr skýrslunni
mjög harða gagnrýni á þá emb-
ættismenn sem fjallað hafa um
þessi mál fram að þessu.
„Það er augljóst mál að fram-
kvæma veröur tillögur nefndar-
innar þegar i stað ef hægt á að
vera að bæta fyrir þær misgerðir
sem Skúli Pálsson hefur orðið
fyrir af hálfu hins opinbera",
sagði Arni Gunnarsson, alþingis-
maður, f samtali við VIsi I
morgun, en Arni var einn þeirra
sem átti frumkvæðið að skipun
ofangreindrar nefndar.
„Það er von min að þessi
skyrsla verði til þess að mönnum
fari nú að takast betur til i fisk-
ræktarmálum og það ihaldssama
kerfi embættisvalds, sem hér hef-
ur ráðið ferðinni, taki nú annað-
hvort sinnaskiptum eða viki á
brott", sagði Arni.
VIsi tókst ekki i morgun að ná
sambandi við Skúla Pálsson.
— P.M.