Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 14.05.1980, Blaðsíða 11
VISIR ' Miðvikudagur 14. mai 1980 n bsrb með fundi um allt land Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur nú boðað til fjölmargra funda vlðsvegar um landiö til að ræða stefnu BSRB i kjaramálunum og við- brögð rikisstjórnarinnar við þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram. Er þetta gert i samræmi viö samþykkt sem gerð var á sameiginlegum fundi stjórnar og samninga- nefndar BSRB nýlega. Alls er um að ræöa nitján fundi og verða þeir haldnir fram til 22. mai. —P.M. Skátaferðlr til nágrannaiandanna islenskir skátar munu efna til þriggja utanlandsferða I sumar, til Danmerkur, Englands og Skotlands. I Danmerkurferðinni verður farið á landsmót dönsku KFUM skátanna, „Lange- skovlejren 1980”, sem haldið er nálægt Odense á Fjóni dag- ana 8.-16. júli. Fariö verður á alþjóðlegt skátamót (Jamborette) I Derbyshire I Englandi, og nefnist mótið PEAK-80 og verður haldiö dagana 26. júll.-2. ágúst. Þá verður farið á alþjóðlegt flokkamót I Blair Atlix.il i Skot- landi dagana 22. júli til 1. ágúst. Eins og venja hefur verið er boðin vikudvöl á heimilum skáta viNcomandi lands. Til þess að geta tekið þátt i þessum mótum þurfa skátar að vera orðnir 13 ára (fædd 1967 eða fyrr). Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bandalags isl. skáta (kl.9-13) og þarf umsókn að háfa borist fyrir 1. júni. Tryggingastoln- unin greiði fæðingarorlof Framlög vegna fæðingaor- lofs ættu að greiöast af Trygg- ingastofnun rikisins og ekki af atvinnurekendum að dómi formanna innan Kvenfélaga- sambands íslands. Fundur þeirra, sem haldinn var dagana 17. og 18. april s.l. skoraði á Alþingi að breyta þaraðlútandi framkomnu frumvarpi um almannatrygg- ingar þar eð hann litur svo á, að ef atvinnurekendur séu skyldaðir til verulegra fjár- framlaga vegna fæðingar- orlofs, kunni það að veikja stöðu kvenna á vinnumarkað- inum. Enn fremur skoraöi fundur- inn á Alþingi og rikisstjórnina aö veita Kvenfélagasam- bandi Islands fjárstyrk tíl að efla ráðgjöf I hússtjórn og neytendamálum. Þá lýsti formannafundurinn yfir and- stööu sinni gegn öllum aðgerðum, sem miöa aö rýmkun á dreifmgu áfengis. Núverandi formaöur K.í. er Marla Pétursdóttir. —MS. Bette Davis, leikkon- unni frægu sem nú er 72 ára að aldri, var haldin mikil veisla til þess að minnast þess, að 50 ár voru liðin frá þvi að hún hóf að leika í kvikmynd- um. Myndin var tekin í veislunni, en rétt áður en hún hófst hafði nýjasta kvikmyndin, sem Bette Davis leikur í, verið frumsýnd. UPI-MYND. Ekkert frum- legt leikfang Eins og kunnugt mun, auglýsti Húsmæðrasamband Norðurlanda s.l. haust samkeppni um gerö góðra leikfanga. Skilafrestur hefur nú runnið út og dómnefnd skilað áliti og taldist engin til- lagnanna verð fyrstu verðlauna. 1 staðinn voru veitt tvenn önnur verðlaun að upphæð 3.000 d.kr og féllu þau bæöi I hlut Finna og tvenn þriðju verðlaun, 1.500 d. kr., sem féllu I hlut Svla og Dana. Að auki lagði dómnefndin til að Húsmæðrasambandið veitti þremur tillögum meðmæli sin. Alls bárust 49 tillögur, þar af tvær frá Islandi. Forsendur dóm- nefndar voru að leikföngin hvettu ekki til ofbeldisleikja, að börn yndu sér lengi viö þau, auk þess sem tillit var tekið til upþeld'is- gildis, framleiöslukostnaöar og frumleika. Siglfirð- ingar syðra með fjöi- skyidukaffi Fjölskyldudagur Siglfirð- ingafélagsins i Reykjavik er á fimmtudaginn, uppstign- ingardag, 15. mai. Þá hittast ungir og aldnir Siglfiröingar á höfuðborgarsvæðinu yfir kaffi og kökum I veitingahúsinu i ttlíPcihíP Slikt fjölskyldukaffi er árlegur viðburður I starfi félagsins og er haldið sem næst á afmælisdegi Siglu - fjarðarkaupstaðar 20. mai. Að venju munu allir þeir Siglfirðingar, sem eru 67 ára og eldri fá ókeypis veitingar I Glæsibæ á fjölskyldudaginn. Ef að likum iætur má búast við mikiili aðsókn og er fólk þess vegna hvatt til þess að mæta tlmanlega, en húsiö verður opnað klukkan 15. Þær konur, sem ekki hefur verið haft samband við, en vilja gefa kökur með kaffinu eru beðnar strax að koma á veit- ingastaðina strax eftir hádeg- ið á morgun, fimmtudag.. Siglfirðingafélagið i Reykjavik og nágrenni hefur starfað i tæpa tvo áratugi. Konur kalla á frið Norrænu húsmæörasam- böndin standa nú að undir- skriftasöfnun kvenna á Norðurlöndum undir fyrir- sögninnni Ákall kvenna um frið. A 14. formannafundi Kven- félagasambands Islands, sem haldinn var dagana 17. og 18. april s.l. var m.a. sam- þykkt tillaga, sem „tekur heilshugar undir það ákall kvenna um frið, sem konur á öllum Norðurlöndum beina til Sameinuðu þjóðanna. Heitir fundurinn á allar islenskar konur aö undirrita ávarp þetta. Við mótmælum vigaferlum og vopnabúnaöi einum rómi.” Undirskrifta- söfnuninni lýkur þ. 31. mai og verða listarnir sendir til bæki- stööva Sameinuðu þjóðanna I New York. —MS. Virðulegt og fallegt sófasett með mjúkurn línum A y Fáanlegt 3-2-1 sæta Mohair áklæði Fjaðrir í sætum BÓLSTRUN KARLS JÓNSSONAR Langholtsvegi 82 - Reykjavík Sími 37550 Kosnlngaslonvarp vlð lorsetakosningarnar „Það var ákveðið á fundi útvarpsráðs á þriöjudaginn að hafa kosningasjónvarp þegar for- setakosningum lýkur 29. júni n.k.” sagði Pétur Guöfinnsson frakvæmdastjóri sjóvarpsins i samtali við Visi. Pétur sagði að kosningasjón- varp þetta yrði með mun einfald- ari hætti en kosningasjónvarp vegna Alþingiskosninga, vegna þess eðlismunar sem væri á þessum kosningum. Meira myndi þvi reyna a afþreyingarefni inn á milli. Um kynningar á forsetafram- bjóðendum sagði Pétur að ákveðið væri að byrja meö umræðum fræðimanna um embætti forsetans og hlutverk, einn föstudaginn i júni,slðan yrðu forsetaframbjóðendur á fundi með fréttamönnum næsta föstu- dag og loks flyttu þeir 10 minútna ávörp siðasta föstudaginn. Yrðu kynningar þessar á sama tima og Kastljds er nú. Hins vegar sagöi Pétur aö ákveðið hefði verið að hafa ekki þætti þar sem stuðningsmenn frambjóðenda sæju um efniö, eins og var við siðustu forsetakosn- ingar. —HR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.