Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 16

Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 16
Geislavarnir! Er verið að mæla þig út? Öflugir radarvarar frá ESCORT og FUZZBUSTER Citroën C3 – nýstárlegur kostur í smábílum  NÝR MINI Cooper verður bíll söguhetjunnar Austins Powers í þriðju myndinni sem verður frum- sýnd í júlí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mini kemst í kvikmyndirnar því fyrsta gerð bílsins var notuð í The Italian Job þar sem Michael Caine fór með aðalhlutverkið. Caine leikur einnig í nýju Austin Powers-myndinni og hefur það hlutverk að telja söguhetjunni trú um að Mini sé góður bíll með því að segja: „Það er ekki stærðin sem skiptir máli heldur hvernig hann er notaður.“ Sala á Mini gengur vel í Bandaríkjunum þar sem hann kom á markað fyrir tveimur vikum. Á þessu ári ráðgerir móðurfyr- irtækið, BMW, að selja þar 20 þúsund bíla. Austin Powers á Mini  FORD hefur samið við söngkonuna Kylie Min- ogue um að hún auglýsi Ford StreetKa, litla sport- bílinn. Ford er styrktaraðili tónleikaferðalags Min- ogue um Evrópu sem stendur yfir í 39 daga í sumar. Bíllinn kemur ekki á markað fyrr en snemma á næsta ári og þangað til verða áhugasamir að láta sér nægja veggspjöld og annars konar auglýsingar af bílnum með sönggyðjunni. StreetKa og Minogue SAMDRÁTTUR í sölu á nýjum bílum heldur áfram. Alls seldust 409 bílar í marsmánuði en 657 bílar í mars 2001, sem er 37% samdráttur. Það sem af er árinu hafa selst 1.250 bílar en 1.832 bílar fyrstu þrjá mánuðina í fyrra, sem er 31,8% samdráttur. Fyrstu tvo mánuðina nam samdrátturinn 28,3%. Sala hefur aukist á ódýrari gerðum bíla. Söluaukning á Skoda er t.a.m. tæpt 71% fyrstu þrjá mánuðina og Hyundai eykur við sig um 23% og er orðinn þriðji söluhæsti bíllinn. )  38   9 -   - '': *  ;+ -< # =  7  >    -2')2-                         # "    #  !   $%%$ *                          &% &"         ! $%%(  $%%$         &% /   $%%$$%%( ')(*+, Enn frekari samdráttur LAND Rover hefur kynnt nýj- an og breyttan Discovery-jeppa sem kemur á markað hérlendis í júní. Mestu breytingarnar eru á framenda bílsins sem er far- inn að líkjast Range Rover meira en áður með öðruvísi stuðara og lugtum. Breyting hefur líka verið gerð á aftur- endanum með nýrri gerð ljósa með hástæðari stefnuljósum sem auðvelda bílnum fyrir aftan að greina stefnubreytingu bíls- ins. Þá verður bíllinn að nýju með mismunadriflæsingu sem ekki hefur verið í boði síðan nú- verandi gerð kom á markað 1998. Annar staðalbúnaður verður HDC-kerfi, sem stjórnar hægingu bílsins þegar honum er ekið niður brekkur, spólvörn á öllum fjórum hjólum og að auki ACE-kerfi sem eykur stöð- ugleika bílsins í beygjum. Þá verður fjöðrunarbúnaðurinn með hleðslujafnara. Sömu vélar verða í boði og áður, þ.e. fimm strokka, 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og 4,0 lítra V8 bensínvél. Meiri áhersla hefur hins vegar verið lögð á hljóðeinangrun frá vél. Búist er við að verðið á bílnum verði óbreytt. Þess má þó geta að nú stendur yfir innköllun á 30.000 Discovery vegna galla í ABS-hemlakerfi. Innköllunin nær yfir bíla sem smíðaðir eru á tímabilinu júlí 1998 til og með febrúar á þessu ári. Breyttur Discovery í júní Wieck Breytingarnar eru ekki róttækar á nýjum Land Rover Discovery. Wieck Nýjar framlugtir og stuðari er meðal nýjunga. TÍU Volvo V70 Cross Country-bílar hafa verið fluttir hingað til lands á sænskum skráningarnúmerum og verða þeir notaðir í fimm daga ferð um sveitir og óbyggðir Vestur- og Suðurlands. Volvo í Svíþjóð stóð fyrir leik sem fólst í því að nöfn þeirra sem reynsluóku V70 Cross Country lentu í potti. Síðan var dregið úr pottinum og 20 heppnir fengu í verðlaun ævintýraferð til Íslands. Bílarnir eru fjórhjóladrifnir og með 2,4 lítra, 205 hestafla vél- um. Þeir verða fluttir út aftur til Svíþjóðar að ferðinni lokinni og þar verða þeir m.a. notaðir í tengslum við Ocean Arctic-siglingakeppnina í Gautaborg. Á 10 Cross Country um óbyggðirnar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tíu Volvo V70 Cross Country fyrir utan höfuðstöðvar Brimborgar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.