Vísir - 09.06.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 09.06.1980, Blaðsíða 22
VISIR Mánudagur 9. júnl 1980 22 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I s I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I ALDUR. MEHNTUN OG FYRRISTÖRF Flestir munu hafa veittþvi athygli I auglýsingum eftir fólki til starfa, hvort sem er hjá opin- berum aðilum eða einkafyrir- tækjum, aö óskað er upplýsinga um aldur, menntun og fyrri störf umsækjenda. Þetta virðast vera þau atriði, sem þeir, er um ráðningu fjalla, vilja helst vita deili á hjá væntaníegum umsækjendum. Þvi vanda- samara sem starfið er, skipta þessi atriði enn meira máli. Óöum llður að þvl, aö þjóðin ráöi f æðsta embætti Islenska lýöveldisins. Mun þá ekki margur spyrja um þetta þrennt áður en hann gerir það upp við sig hvern umsækjendanná hann vill ráða? NU liggur fyrir, að um fjóra er að velja I komandi forsetakjöri. Lifsferill þeirra hefur verið kynntur og verður eflaust enn frekar fram að kjördegi. Hver og einn þeirra hefur sitthvað sér til ágætis og skal ég á engan halla, þótt einn hafi, að minum dómi, greinilega yfirburði til að vera treyst fyrir þessu vandasama starfi, þegar litið er til alls þessa, menntunar, aldurs og fyrri starfa. Guðlaugur Þorvaldssson er alinn upp á heimili, þar sem stundaö var jöfnum höndum sjávarUtvegur og landbUnaður. Ég hefi orðiö þess var, að þeir, sem þangað fóru til vertiðar- starfa héöan Ur Rangárvalla- sýslu á hans bernskuárum, munu veita honum stuöning. Ef litiö er til hans námsferils, ber hann glöggt vitni um hæfileika til vandsömustu verka. Þaö,sem ég tel að þyngst vegi þó I mati á hæfni hans til þess að vera trUað fyrir virðulegu og vandasömu forsetastarfi, er að llta til þeirrar reynslu, er fengist hefur I þvi aö kenna, vera deildarstjóri Hagstofu Islands, ráðuneytisstjóri, rektor Háskólans á miklum óróa- og umbrotatlmum meðal stUdenta og siðast en ekki sist, sátta- semjari ríkisins I vinnudeilum. Eigum við völ á manni með betri reynslu og þekkingu til að gega starfi forseta? Hjónin Kristln og Guðlaugur hafa til aö bera hógværð og viröuleik, sem nUtlmafólk ætlast til af þjóðhöfðingjum, er fram þurfa að koma á stórum stundum erlendis og jafnframt sem sameiningartákn þjóöar- innarvið mörg tækifæri hér innanlands. Þetta er einasta starfið, sem allir Islandingar 20 ára og eldri ráða sameiginlega i. Sýnum I verki, að þjóðin þarf á engu fremurað halda I dag en sáttum og samlyndi og gerum þvi kjör Guðlaugs Þorvaldssonar til forseta sem myndarlegast 29. jUni n.k. Hálfdán Guðmundsson, Hellu. Guðlaugur Þorvaldsson ræðir við væntanlega kjósendur. ..Eiguin viö völ á manni meö betri reynslu og þekkingu til að gegna starfi forseta?”, spyr bréfritari. LangverOugasti arftakl Krlstláns Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, skrifar: Vinur minn, Haraldur Blöndal, héraðsdómslögmaöur, heldur þvi hiklaust fram I aug- lýsingariti stuðningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar, sem fylgdi Morgunblaðinu 24. f.m., aö Pétri sé betur treystandi en öðrum frambjóðendum við væntanlegt forsetakjör. Þvl er haldið fram, að hann hafi yfir- buröaþekkingu á utanrtkismál- um, sögu lands og þjóöar og stjórnkerfis lýðveldisins. Hinir fjölmörgu stuðnings- menn Guðlaugs Þorvaldssonar geta hvergi sætt sig viö þetta sjónarmið. Við teljum Guðlaug langverðugasta arftaka núver- andi forseta. Hann er maður sátta og samlyndis og löngu þjóökunnur fyrir störf sin á sviöi menntamála, stjórnunar og samninga. Með fullri virðingu fyrir öðr- um frambjóðendum, sem allir hafa nokkuö til sins ágætis, verður að telja, aö mönnum sé að þessu sinni gert valiö auðvelt og langvænlegast sé, aö Guð- laugur Þorvaldsson og kona hans taki við búi á Bessastöö- um, þegar hin ágætu og vinsælu forsetahjón flytja þaðan. Tiiiitslausir ökumenn Hjólreiðamaður skrifar: Ég er einn þeirra mörgu, sem sannfærst hafa um það, að besta ráðið til að spara bensin sé aö nota ekki neitt bensln, þ.e.a.s. ég er hjólisti. Það er ekki alltaf tekiö út með sældinni aö reyna aö spara þjóöarbúinu marga milljarða I benslni. Ég var til dæmis að hjóla I bænum i hinu mesta sakleysi, þegar fólksblll keyrir upp að hliðinni á mér og ökumaöur hans hendir logandi slgarettustubbi út um bflrúöuna. Mesta mildi var, að ég skildi ekki fá stubbinn beint I eyrað með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. En eyrun á mér hafa alltaf veriö mér til ama, enda af stærstu gerö. Þannig var, aö strætó var að keyra I nánd við mig og stoppaði við rautt ljós (aldrei þessu vant), og Iskraði svo I brenisunum, að hljóöhim- numar voru næstum sprungnar. Ég vona að þeir, sem eigi, taki þetta til sln, en alls ekki aðrir. - Tl SMÍJ Albert og Brynhildur stödd á Húsavlk við vlgslu safnahúss þar. Þau heilsa hér upp á Jóhann Skaptason, fyrrverandi sýslumann. Alberl I sókn en Vlgdís er úr leik Pálina Þorleifsdóttir, Háteigsvegi 15, skrifar I VIsi 5. júní, að Guðlaugur og Vigdís séu þvl sem næst ein um hltuna i forsetakosningunum hinn 29. júnl. Fleiri hafa áður haldið þessu sama fram I blööunum. En þetta er mikill og alvarlegur misskilningur. Þvl til sönnunar skal bent á eftirfarandi stað- reyndir; Vigdls náði mestu atkvæða- magni um mánaðamótin aprll- mal, eða sem næst 38,6% þeirra, sem ákveðnir voru og þátt tóku i skoðanakönnunum I blööum. Mánuöi slöar, eöa hinn 2. júni hrapaði fylgi Vigdisar niöur I 32,1%. Hún tapaöi sem sagt rúmum 6% á einum mánuði.Og hún á eftir að tapa meiru hlut- fallslega við aðra. A sama tima jók Albert Guð- mundsson alþm. hlutfallslega fylgi sitt, samkvæmt sömu skoðanakönnunum um rúm 2%. Þetta sýnir að Albert Guð- mundsson er I sókn, en Vigdls er að hrapa. Og hvað þýöir þetta þá I raun? Að baráttan mun að lokum standa á milli þeirra hjónanna Alberts og Brynhildar og Guð- laugs og Kristlnar. En Vigdis er örugglega úr leik. 2917-4362. DaráHan snýst um Pétur og Guölaug Pállna Þorleifsdóttir skrifar i VIsi I fyrradag ( nema grein hennar hafi veriö samin á ónafngreindri kosningaskrif- stofu), og I þessari grein er um visvitandi rangfærslur aö ræða. Þar er reynt að blekkja kjós- endur við forsetakosningarnar, þegar þvl er haldið fram, að baráttansnúíst milli Guðlaugs og VigdIsar,Virðist sú skoöun byggð á niðurstööum skoðana- könnunar VIsis, en hér er auðvitað um hreina óskhyggju að ræða. Um þaö er ekki að villast, að þeim, sem ekki mega hugsa sér.að Vigdls nái kjöri, fer nú fjölgandi með hverjum deginum. Þeir hafa margir látið i ljós þá skoðun sina, að til þess að tryggja það, verði þeir að kjósa Guðlaug. En þessu er öðruvisi farið vegna þess, að síðustu vikur hefur straumurinn legið til Péturs Thorsteinssonar, og sýna úrslit margumræddrar skoðanakönnunar það best. Hann einn eykur fylgi sitt, og það ekkert lltið. Og hvernig I ósköpunum, Pálína min, getur þá baráttan staðið milli þeirra tveggja, sem tapa fylgi á hverjum degi, sbr. skoðana- könnunina, sem þú vitnar til. Nei, það er Pétur, sem fólkið vill, og það á eftir að koma I ljós á kjördag. Guðrún Jóhannesdóttir, Hrisateigi 43. / „Það er Pétur, sem fólkið viH” segir bréfritari. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 I I I I a i a a a a a B B B B B a B B B B fl fl B 1 sandkorn Sveinn Guö- jónsson skrifar. Lifi tóían og forseti vori Hið islenska tófuvinafélag hefur nú hafið virka þátttöku I forsetakosningunum, en ný- veriö birti þaö opið bréf til for- setaframbjóðenda, þar sem krafist er skýrra og undan- bragðalausra svara við ýms- um spurningum, sem brenna I brjóstum félagsmanna. Mun afstaða félagsmanna mótast af svörum frambjóð- endanna við spurningum þess- um, en tófuvinir benda réttilega á, að atkvæði þeirra geta ráðið úrslitum I kosning unum, ef mjótt er á munum. Tala félagsmanna mun vera eitthvaö innan við eitt hundr- að. Tófuvinur á leiö I kjörklefann, — þess skal getið að tófan er til hægri á myndinni. Fram- faraspor? Þjóðviljinn auglýsir nú „nýtt og stærra sunnudags- blað” sem kemur út á laugar- degi. Segir I auglýsingunni, að laugardags- og sunnudagsút- gáfu blaðsins sé slegið saman i þvi skyni að koma helgarlesn- ingunni I hendur lesenda fyrir hádegi á laugardegi I stað þess að þurfa að biða til Iaugar- dagskvölds. Það gleymist hins vegar að geta þess, að með þessu fyrir- komulagi kemur Þjóðviljinn út aðeins fimm daga vikunnar I stað sex áður. Þannig fá áskrifendur blaösins einu blaði minna á viku fyrir aur- ana sina en áskrifendur ann- arra dagblaða. Frændur vorir Færeyingar! tslendingur og Færeyingur voru að tala saman. — „Það versta við ykkur ts- lendinga”, — sagöi Færeying- urinn, — „er að þið svariö öllu sem við ykkur er sagt með spurningu.” — „Hver segir það???”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.