Alþýðublaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.08.1972, Blaðsíða 2
Skrifstofustúlkur óskast til almennra skrifstofustarfa. Laun skv. kjarasamningi rikissfarfsmanna. Upplýsingar i sima 83200. KANNSÓKNARSTOFNUN I5YGGINGARIDNAÐARINS. KELDNAHOLTI. Laus staða Staða fangavarðar við fangageymsluna i nýju lögreglustöðinni við Hverfisgötu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir um starfið sendist til lögreglustjórans i Reykjavik, fyrir 15. september n.k. Nánari upplýsingar gefa yfirlögreglu- þjónar. Reykjavik, 18. ágúst 1972, Lögreglustjórinn i Reykjavik. Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: X. 1(1, 12. 1 (>. 20, 22, 25 ni/m. Klippum og lic.vgjum stál og járn oftir óskuin viíiskiptavina. Stálborg h.f. Smifljuvcgi 13, Kópavogi. Simi 424X0. KANNSKIFÁ SUM BREIÐHOLTSBORN r r Kannski fá sum börnin i efra- Hreiöboltinu. öftru nafni Breið- holti 3, fri frá skólagöngu i heil- an mánub i haust. Alla vega er Ijóst, að skólinn, sem þeim er ætlaður, Fellaskólinn, verður ekki tilbúinn fyrr en i fyrsta lagi i byrjun október, en skólar eiga að tiefjast I. september eins og kunnugt cr. Blaðið hefur hcyrt að til mála komi. að börnunum verði ekið i aðra skóia i borginni, þannig að þau missi ekki langan tima úr lögboðinni kennslu, en um þetta mun ekki hafa verið tekinn end- anleg ákvörðun cnn. Fellaskólinn á samkvæmt áætlun að vera tilbúinn til notk- unar 1. október að sögn Kagnars Georgssonar hjá Fræösluskrif- stofu Keykjavikur, en hann kvaðst ckki vita, hvort verktak- ar myndu standast fullkomlega áætlun. i vetur verður kennt i öllum bekkjardeildum barnaskóla- stigsins, (> ára til 12 ára, við Fellaskólann og ennfremur verða þar i vetur tvær bekkjar- deildir gagnfræðastigs. Um 230 til 240 börn úr efra Breiöhoiti voru i fyrra i skólan- um i Breiðholti 2. Alþýðublaðiö hafði i gær tal af skóíastjóran- um þar, Guðmundi Magnússyni, og spurði hann, hvort hægt væri að leysa timabundin vandkvæði barnanna úr efra Breiðholti með þvi, að láta þau setjast i skólann i Breiöholti 2 þar til „þeirra” skóli væri fullbúinn. Guðmundur kvað það með öllu útilokað. ,,t>að var ákveöiö s.l. vor, að skóli sá, sem ég veiti forstöðu, skilaöi þeim börnum af sér, sem hann hafði i fyrra úr efra hverf- inu," sagði Guömundur. „Hefur öllum gögnum um þessi börn þcgar verið skilað.” „Vegna mikilla þrengsla hjá mér er með öllu útilokaö, að hægt sé aö leysa timabundin vandkvæði barnanna úr efra Breiðholti með þvi að veita þeim aðgang að skólanum hér. l>að er einfaldlega alls ekki hægt”, sagði Guðmundur Magnússon. Það hefur komiö fram i sam- bandi við þrengsiin i skólanum i Breiðhoiti 2, að byggja þarf sér- stakar lausar kennslustofur — flekahús — úti á skólalóðinni. Er nú verið að Ijúka byggingu tveggja slikra stofa, sem notað- ar vcrða sem bráðabirgðahús- næði i vetur. Barna og unglingaskólinn i neðra Breiðholti, Breiöholti 2, mun vera stærsti skóli landsins á þessu skólastigi. í vetur munu verða i skólanum rösklega 1300 nemendur. STgÁICAS! Piltur á vélhjóli óskast strax til starfa fyrir Alþýðublaðið, helzt ekki siðar en 1. september. Talið við afgreiðsluna, simi 86666. FRAMHÖLD Sölumet_____________________3 verið i sérflokki, og væntan- lega hefur báturinn verið með demantssild. Meðalverðið i siðustu viku var 13,70 krónur kilóiö, sem er eins og fyrr segir lágt vcrð. Alls fengu 23 skip cinhvern afla. Mestan afla höfðu Gisli Arni KE, Súlan EA, isieifur IV biA, Helga Guðmundsdóttir BA, og örfirisey RE. Keyrið________________________1 til muna. Er ráðgert að hafa tvö aöstoðarskip á miðunum viö island 1. september, og væntan- lega verða þau bæði mjög vel útbúin ölluin nauðsynjum. Varla er þó við þvi að búast að ekki komi til slikrar bilunar aö nauðsynlegt sé að draga togara til hafnar. Er þá um tvennt að velja, draga togarann til islands eða þá til brezkrar hafnar. Má telja fuli- víst aö Bretar neyðist til þess að gripa til siðari kostsins, þvi mót- tökurnar i islenzkum höfnum yrðu varla höfðinglegar. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 Kidde handslökkvitækið er dýrmætasta eignin á heimilinu, þegar eldsvoða ber að höndum. Kauptu Kidde strax í dag. I.Pálmason hf. VESTURGÖTU 3. SÍMI: 22235 UR OG SKARTGRIPIR VI kcrneuus . JONSSON. ^ SKÚLAVÖRÐUSTIG8 BANKASTRÆTI6 18588-18600 ALLT í LAGI MEÐ ERINDIÐ - SEGIR BLAÐAFULLTRÚINN Alþýðublaðinu barst i gær svohljóðandi yfirlýsing frá Hannesi Jónssyni, blaðafulltrúa rikisst jórnarinnar: „Vegna fréttagreinar i Al- þýðublaðinu 19. þ.m. um frétta- mannafund blaðafulltrúa ríkis- stjórnarinnar um landhelgis- málið i London 16. þ.m„ er eftir- larandi leiöréttingum hér með koinið á framfæri: 1. Fréttamannafundurinn var boöaður sem kynningarfundur uin landhelgismáliö, en ekki takmarkaður við sýningu á iandhelgiskvikmyndinni, ,,THE LIVING SEA”. 2. Fundurinn var boðaður með svofelldri dagskrá, sem blaða- fulltrúi áréttaði i upphafi fund- arins: Fyrst, erindi um sjónar- mið islenzku rikisstjórnarinnar i landhelgismálinuý annað, spurningar og svör um málið> þriðja, sýning á sjónvarps- myndinni „THE LIVING SEA”. 3. Fundurinn fór fram með miklum ágætum og skilaöi miklum árangri. Fyrir hans til- stilli komst sjónarmið íslend- inga í málinu í allt brezka fréttanetið, stórblöðin birtu greinar um málið og sjónvarps- og útvarpsstöðvar birtu fréttir byggðar á þvi, sem fram kom á fundinum. í framhaldi af fundinum kom blaðafulltrúi einnig fram i sjón- varpsþáttum BBC-TV-NEWS og BBC-TV-Leeds, „Look North”, svo og I sjónvarpsþætti ITN og kynnti sjónarmiö islendinga. Einnig skýröi hann sjónarmið island i BBC útvarpinu. Svo sem framangreindar staðreyndir bera meö sér, tókst fundurinn með miklum ágætum og skilaöi mikium og góðum ár- angri vegna þeirrar alhliða kynningar, sem þar fór fram um landhelgismáliö. Ranghermt er, að fréttaerind- ið, sem tók um 20 mínútur i flutningi, hafi komið frétta- mönnum á óvart, þar sem að fundurinn var boðaður með það sem fyrsta dagskráratriöi fund- arins. Hins vegar foru nokkrir fréttamenn af fundi til þess að sima inn efni erindisins, þegar þvi hafði verið dreift i fjölrituöu formi, svo sem algengt er á slík- um fundum.” í sambandi við mál þetta vill Alþýðublaðið aðeins taka það fram, aö það fékk i gær aðra staðfestingu til á þvi, að það hafi farið með rétt mál aö þvi er varöar viðbrögö brezkra blaöa- manna viö umræddum kynning- arfundi. Fullyrti sá heimildar- maður einnig, að fjölmargir er- lendir blaöamenn hafi gengiö út af umræddum fundi og þá ekki i þeim tilgangi, að „sima inn efni erindisins”, sem blaöafulltrúinn flutti. Þá kemur það fram i frétt Sunday Times, að togarasjómenn i Hull eru hræddir við vetrar- veðrin viö tsland, og einkum þó að geta ekki Leitað til islenzkrar liafnar ef eitthvað dynur á. Skákin___________________J2 upp, er „fræðilegt” jafntefli, og útilokað að vinna fyrir svartan, þó að hann hafi peði meira, nema hvitur leiki gróf- lega af sér. Spasski gerði heið- arlegar tilraunir en allt kom fyrir ekki. 34. ... Hd2 35. Ha7+ Kf6 36. Ha6+ Ke7 37. Ha7+ Hd7 Hvitur má að sjálfsögðu ekki fara i hrókakaup. 38. Ha2 Ke6 39. Kg2 He7 40. Kh3 Kf6 41. Ha6+ He6 42. Ha5 h6 43. Ha2 Kf5 44. Hf2+ Kg5 45. Hf7 g6 46. Hf4 h5 47. Hf3 Hf6 48. Ha3 He6 49. Hf3 He4 50. Ha3 Kh6 51. Ha6 He5 52. Kh4 He4+ 53. Kh3 He7 54. Kh4 He5 55. Hb6 Kg7 56. Hb4 Kh6 57. Hb6 Hel 58. Kh3 Hhl + 59. Kg2 Hal 60. Kh3 Ha4 og hér bauð Spasski jafntefli er Fischer aö sjálfsögðu þáði. Staðan eftir 16 skákir: Fischer 9 1/2, Spasski 6 1/2. Jón Pálsson. Þriðjudagur 22. ágúst 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.