Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 4
MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, segir það sameiginlegt
verkefni Hafnarfjarðar og ríkisins að
leysa málefni sem varða húsnæði
Kvikmyndasafn Íslands. Fram kom í
máli Tómasar Inga Olrich mennta-
málaráðherra á Alþingi í vikunni að
ráðuneytið myndi ekki fallast á ann-
að en að Hafnarfjarðarbær sæi Kvik-
myndasafni Íslands fyrir húsnæði
undir starfsemi þess, sem verði sam-
bærileg við safnið eins og það er nú.
Tilefni þessarar umræðu er
ákvörðun bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar að rífa hús á norðurbakka
hafnarinnar, þar sem Kvikmynda-
safnið hefur aðstöðu.
Magnús segir þetta mál í
ákveðnum farvegi í tengslum við
uppbyggingu Norðurbakkans.
,,Samningar þar að lútandi liggja
fyrir um vilja til uppbyggingar á
þessu svæði. Það hlýtur að vera sam-
eiginlegt hagsmunamál og vilji okkar
Hafnfirðinga að leysa þau málefni
sem lúta að Kvikmyndasafninu.
Hins vegar höfum við ekkert verið
afskaplega ánægðir með ríkisvaldið í
þessu máli. Það stóð til að þeir væru
sjálfir búnir að hefja sýningar í Bæj-
arbíói, sem þeir fengu leigt hjá okk-
ur.
Bæjarsjóður hefur komið mjög
myndarlega að safninu á undanförn-
um árum og verið með aukafjárveit-
ingar til safnsins. Ég held því að það
snúi ekki bara að okkur að efla veg
og vanda safnsins heldur ekkert síð-
ur að ríkisvaldinu,“ sagði Magnús.
,,Ég lít fyrst og fremst á þetta sem
sameiginlegt verkefni og að aðilar
séu áfjáðir í að Kvikmyndasafninu
vaxi fiskur um hrygg hér í Hafnar-
firði og og eflist og dafni,“ sagði
Magnús ennfremur.
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
Sameiginlegt verkefni að
efla veg Kvikmyndasafns
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TVEIR starfsmenn bandaríska ál-
fyrirtækisins Alcoa skoðuðu að-
stæður á Austfjörðum í gær, m.a. ál-
verslóðina á Reyðarfirði, í fylgd
heimamanna. Áttu þeir einnig við-
ræður við forsvarsmenn sveitarfé-
laga á Austurlandi.
,,Þetta eru sérfræðingar á sviði
umhverfismála, og fjalla um alla
þætti þeirra, bæði hið náttúrulega
og félagslega umhverfi. Það er búið
að fara mjög vel yfir þessi mál og
stoppa þeir því einungis hér í einn
sólarhring“ sagði Smári Geirsson,
forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggð-
ar og formaður Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi. Að sögn hans
fóru starfsmenn Alcoa m.a. að iðn-
aðarlóðinni við Hraun og og könn-
uðu allar aðstæður, auk þess var far-
ið um Fjarðarbyggð. Síðdegis áttu
þeir svo fund með fulltrúum allra
sveitarfélaga sem tengjast fyrirhug-
uðum virkjunarframkvæmdum.
Fulltrúar Alcoa skoða
álverslóð á Reyðarfirði
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Starfsmenn Alcoa virtu fyrir sér staðhætti á lóð fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð í gær í fylgd heimamanna
og fulltrúa Fjárfestingarstofu. F.v. Andrés Svanbjörnsson, Fjárfestingarstofu, Patrick Grover, umhverfissviði
Alcoa, Patrick Atins, yfirmaður umhverfissviðs Alcoa, og Ari Benediktsson, starfsmaður Hönnunar.
STEFNUSKRÁ Reykjavíkurlistans
var kynnt í gær. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri segir
stefnuskrána byggjast á þeim
grunni sem lagður hafi verið í borg-
inni af listanum á umliðnum átta ár-
um. Hún sagði að kostnaðarmat
hefði verið lagt á stefnumál flokks-
ins og áætlun verið gerð um það
hvernig listinn ætlaði að ná því fram
sem hann setti sér að markmiðið á
næsta kjörtímabili.
„Við leggjum kostnaðarmat á
áform okkar. Við vitum að þau rúm-
ast innan rammaáætlunar borgar-
innar ef hún er tekin til endurskoð-
unar. Við höfum líka gert okkur
áætlun um það hvernig við ætlum
að vinna að þessu verki. Við höfum
sem sagt reiknað út kostnaðinn og
gert áætlun um hvernig við ætlum
að ná því fram sem við setjum okk-
ur að markmiðið á næsta kjörtíma-
bili,“ sagði borgarstjóri á fundi sem
frambjóðendur R-listans boðuðu til í
Spönginni í Grafarvogi í gær, þar
sem stefnuskráin var kynnt.
Kosningaáherslur Reykjavíkur-
listans skiptast í sex meginþætti:
Öflugt skólastarf, framsækið at-
vinnulíf, umhverfi og útivist, alþjóð-
legan borgarbrag, samstöðu og
samhjálp og nútímalega stjórnar-
hætti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynnir stefnuskrá Reykjavík-
urlistans ásamt öðrum frambjóðendum listans.
Reykjavíkurlistinn kynnir stefnuskrá sína
Kostnaðarmat
lagt á stefnumál
Borg þar sem/38
samkeppnisyfirvöld hafi komist að
eftir að hafa rannsakað málin og þar
með gögn frá umbj. mínum. Er því
óskað eftir öllum gögnum sem
snerta framangreind mál. Óskin nær
jafnt til gagna sem kunna að hafa
borist frá öðrum aðilum vegna rann-
sóknar málanna, minnismiða sem
starfsmenn Samkeppnisstofnunar
eða önnur stjórnvöld kunna að hafa
tekið saman í tengslum við málsmeð-
ferð, niðurstaðna umræddra rann-
sókna samkeppnisyfirvalda sem og
annarra gagna þessara tilteknu
mála,“ segir einnig í bréfi lögmanns
félagsins.
Er jafnframt óskað eftir því að
gögnunum verði skilað innan sjö
daga frá móttöku bréfsins og vísað
til 11. greinar upplýsingalaga í því
sambandi.
SKELJUNGUR hefur ítrekað
beiðni sína til Samkeppnisstofnunar
um aðgang að gögnum varðandi
kannanir stofnunarinnar á verð-
myndun hjá olíufélögunum.
Í beiðni lögmanns félagsins eru til-
greind fjögur erindi Samkeppnis-
stofnunar til félagsins um upplýsing-
ar varðandi verðmyndun á
olíuvörum, en Samkeppnisstofnun
þótti fyrri beiðni félagsins af þessum
toga ekki nægilega skýrt afmörkuð.
Segir í bréfinu að Skeljungur hafi
svarað ofangreindum fjórum erind-
um skýrt og skilmerkilega og öllum
umbeðnum gögnum verið skilað til
Samkeppnisstofnunar. „Umbj. minn
hefur hins vegar aldrei fengið neinar
tilkynningar frá stofnuninni varð-
andi lyktir þessara mála eða nokkur
gögn um það hvaða niðurstöðum
Skeljungur ítrekar
beiðni um upplýsingar
EFNAHAGS- og framfarastofnun
Evrópu, OECD, spáir því að efna-
hagsbati á Norðurlöndunum öllum
nema Íslandi verði hraðari árið 2003
en áður var gert ráð fyrir. Stofnunin
telur að 0,8% samdráttur verði í
vergri þjóðarframleiðslu á Íslandi í ár
en um mitt árið fari að rofa til vegna
aukins útflutnings og á næsta ári
mælist hagvöxtur 2,3%. Þetta er svip-
aður hagvöxtur og OECD spáir að
verði í Danmörku og Noregi en minni
en í Svíþjóð og Finnlandi. Í skýrslu
sinni í nóvember sl. spáði OECD 0,6%
samdrætti hér á landi og 2,8% hag-
vexti árið 2003. OECD segir að dregið
hafi úr einkaneyslu á Íslandi og það
hafi m.a. valdið því að dregið hafi úr
gríðarlegum viðskiptahalla. Verð-
bólga hafi hins vegar verið meiri en
búist var við og hugsanlega kunni op-
inber verðbólgumarkmið ekki að nást
í lok næsta árs þrátt fyrir nýlega
styrkingu gengis krónunnar. OECD
sagði að efnahagur í Svíþjóð væri að
komast á réttan kjöl eftir erfiðleika á
síðasta ári. Talið er að verg lands-
framleiðsla aukist um 2,1% á þessu
ári og 3,25% á því næsta. Stofnunin
hafði áður spáð 1,6% hagvexti í Sví-
þjóð á þessu ári og 2,8% árið 2003.
Hagvöxtur í Finnlandi mældist 5,6%
árið 200 en lækkaði í 0,7% á síðasta.
OECD spáir því að hagvöxtur mælist
2,1% á þessu ári og 3,25% á því næsta.
Norskur efnahagur byggist að mestu
á olíu- og gasútflutningi. OECD segir
að áhrif efnahagssamdráttar í heim-
inum hafi verið takmörkuð í Noregi
en það dragi úr hagvexti að skortur sé
á vinnuafli og dregið hafi úr fjárfest-
ingum í olíuiðnað. OECD spáir því að
hagvöxtur mælist 1,7% á þessu ári og
2,4% á því næsta. Loks segir að efna-
hagur Dana sé smám saman að batna.
Hagvöxtur mældist þar 0,9% á síð-
asta ári og á þessu ári er spáð 1,9%
hagvexti og 2,2% á því næsta.
OECD spáir 2,3%
hagvexti 2003
verulega miklu minna landi en við
áttum þarna áður. Möstrin verða
þarna áfram í notkun,“ segir hann.
Áætlað er að fyrirhuguð upp-
FJARSKIPTAMÖSTRIN á Vatns-
endahæð verða ekki fjarlægð þrátt
fyrir kaup Kópavogsbæjar á bygg-
ingarlandi í Vatnsendahvarfi og á
Rjúpnahæð undir skipulagða íbúð-
arbyggð.
Samkvæmt upplýsingum Berg-
þórs Halldórssonar, framkvæmda-
stjóra hjá Landssímanum, var sam-
hliða sölunni gerður leigusamningur
til langs tíma um áframhaldandi not
af hluta landssvæðisins undir fjar-
skiptamannvirkin.
,,Við þurfum ekki á að halda nema
bygging á norðursvæði Vatnsenda
hefjist á næsta ári en þar mun rísa
blönduð íbúðarbyggð fyrir um 1.500
íbúa í um 500 íbúðum.
Morgunblaðið/Þorkell
Loftnetsmöstrin teygja sig til himins af Vatnsendahæð. Stórmöstur til
útvarpssendinga hafa verið á Vatnsenda í yfir 70 ár.
Áfram á
Vatnsenda