Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 21

Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 21 OKKUR finnst rosalegagaman að skríða eftirgöngunum til að njósna ogskoða alls konar skrítna hluti. Venjulega skríður Arnar Logi á undan með vasaljós til að lýsa upp göngin. Hann segir mér síðan hvort við erum að nálgast beygju, mottu og svoleiðis. Einu sinni þegar ég fann bút úr dagblaði varð hann ekkert smáafbrýðisamur og leitaði alveg á fullu þangað til hann fann heilt dag- blað. Sjáðu, bara! Morgunblaðið sunnudaginn 30. ágúst árið 1959.“ Ástrós Helga Hilmarsdóttir, 11 ára, bendir sigri hrósandi á gulnað og morkið Morgunblað á eldhúsborðinu í risíbúðinni í Blönduhlíð 27. Arnar Logi Ólafsson, 9 ára, frændi hennar tekur íhugull upp blaðið og útskýrir að skömmu eftir að hann hafi flutt í íbúðina ásamt mömmu sinni hafi hún uppgötvað að hægt væri að skríða all- an hringinn í íbúðinni eftir skáparöð undir súðinni. Heimilislegt leyniherbergi Skömmu síðar fóru frændsystkin- in að kanna göngin nánar. „Við skrið- um inn í göngin og fundum alls konar skrítið dót. Húsið er gamalt og dótið er greinilega frá mismunandi tíma. Íbúarnir virðast hreinlega hafa gleymt að flytja allt með sér,“ segir Arnar Logi og tekur fram að frænd- systkinin hafi m.a. fundið tóma myndaramma, stóra glerflösku með reipi og gamlar bjórflöskur. „Ekki gleyma vélinni,“ skýtur Ástrós inn í. „Hérna bakvið þilið er mjög dularfull svört vél. Við getum kannski fengið vélvirkja til að segja okkur hvernig hún virkar,“ spyr Arnar Logi og Ást- rós kinkar áhugasöm kolli. Ástrós og Arnar Logi eru góðir leikfélagar og bralla ýmislegt saman í Blönduhlíðinni, t.d. hafa þau komið sér vel fyrir í stórum skáp inn af bað- herberginu. „Leyniherbergið er hluti af göngunum,“ segir Arnar Logi. „Sem getur verið ágætt,“ bætir frænka hans við. „Eins og þegar Arn- ar Logi þurfti nauðsynlega að fara á klósettið og mamma hans var í baði með læst að sér. Þá fór hann bara inn í göngin í öðru herbergi og og kom út um skápinn á baðinu. Mamma hans var náttúrulega rosalega hissa þegar hann birtist allt í einu og spurði hvort hann mætti fara á klósettið!“ Arnar Logi segir að leyniherberg- ið hafi upphaflega verið geymsla. „Við löguðum bara dálítið til í því og komum okkur síðan vel fyrir með teppi og kodda.“ Eruð þið ekki líka með eitthvert skraut? „Jú, við erum búin að skreyta með alls konar myndum, t.d. af Ford og Ferrari. Þarna eru líka myndir af mér frá því að ég var lítill, litir og litabækur og alls konar hlutir til að dunda sér við.“ „Við erum líka búin að stofna leynifélag – Rauða drekann – og för- um stundum í njósnaferðir í göng- unum,“ segir Ástrós. „Við laumumst inn í göngin í einu herbergi og njósn- um um hvað er verið að tala í öðru herbergi, t.d. stofunni. Þilið er svo þunnt að við heyrum alveg inn í göng- inn hvað er sagt. Mamma Arnars Loga gaf okkur gamalt svona upp- tökutæki eins og blaðamenn nota og stundum tökum við allt upp og skrif- um niður í leynibók Rauða drekans. Bókina geymum við í svartri möppu með fleiri gögnum úr göngunum,“ bætir hún við. „Við nennum samt ekki að njósna um allt, t.d. alls ekki ef fólk er bara að tala um stjórnmál.“ Óskað eftir leiguíbúð Krakkarnir eru sammála um að Morgunblaðið úr göngunum líti alls ekki út eins og Morgunblaðið í dag. „Sjáðu! Hérna stendur að blaðið sé bara 20 síður. Núna er Mogginn venjulega um 60 síður. Letrið er oft skrítið og þarna stendur að einhver Björn hafi skrifað fréttina,“ segir Ástrós og handfjatlar blaðið varlega. „Aðalfréttin á forsíðunni er að Kín- verjar ógni Indverjum og aftan á er verið að tala um mýs hafi nagað org- elið í Hóladómkirkju,“ bætir hún við og rýnir í letrið á baksíðunni. „Hérna niðri er líka einhver að auglýsa eftir íbúð til leigu,“ segir Arnar Logi. „Eigum við að prófa að hringja í 18658,“ segir hann og frændsystkinin skellihlæja. Þau Ástrós og Arnar Logi segjast talsvert hafa velt því fyrir sér hvern- ig best væri að geyma blaðið. „Við er- um auðvitað með fjársjóð í höndun- um og verðum að gæta hans vel,“ segir Arnar Logi alvarlegur í bragði. „Mér finnst að við ættum að setja blaðið í glerkassa,“ segir Ástrós og horfir spyrjandi á Arnar Loga. Hann er greinilega ekki jafnviss. „Ég held að glerkassi væri alltof dýr. Er ekki bara nóg að setja það í ramma?“ spyr hann og frænd- systkinin halda áfram að velta því fyrir sér hvernig best sé að varðveita Morgunblaðið góða. Þau eru þó bæði sammála um að Arnar Logi verði að skilja eftir eitt nýtt eintak af Morgunblaðinu þegar hann og mamma hans flytja úr íbúð- inni eftir nákvæmlega 36 daga. „Ég ætla að setja blaðið í plastpoka og skilja hann síðan eftir í göngunum. Þá getur verið að einhver annar krakki finni hann eftir mörg, mörg ár. Mig langar líka til að láta fylgja með stutt skilaboð um hver við erum og hvers vegna við ákváðum að skilja blaðið eftir.“ F R Æ N D S Y S T K I N I F I N N A M O R G U N B L A Ð F R Á 1 9 5 9 Gulnuð blöð í dimmum göngum Gömul hús hafa oft að geyma forvitnileg skúmaskot og um- merki um forna tíð. Anna G. Ólafsdóttir leit inn í höfuðstöðvar leynifélagsins Rauða drekans og fékk upp í hendurnar Morgun- blað frá árinu 1959. Morgunblaðið/Sverrir Frændsystkinin Ástrós og Arnar Logi í leyniherberginu. ago@mbl.is meistar inn. is HÖNNUN LIST N ÝJ A R VÖ RU R • K O M D U O G K ÍK TU Á Ú RV A LI Ð AU Ð VELT AÐ PAN TA • VÖ RU RN AR KEYRÐ AR H EIM AÐ D YRU M Pöntunarlínan opin til 22 alla daga Sími: 565 3900 Freemans • Bæjarhrauni 14 • 220 Hafnarfjörður N ÝR LISTI K O M I N N Ú T www.freemans.is Glæsileg gjöf fylgir öllum pöntunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.