Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 26.04.2002, Síða 22
UMRÆÐAN 22 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Betri lausnir EITT af átakamál- um borgarstjórnar- kosninganna verður hvort ráðast eigi í fyrsta áfanga landfyll- ingar við Ánanaust á næsta kjörtímabili. Í hugmyndum um fyll- inguna hefur verið komið til móts við íbúa á svæðinu með því að gera ráð fyrir íþróttasvæði í stað íbúða fyrir framan þéttustu byggðina. Jafnframt hefur land- fyllingin verið minnk- uð. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir landfyll- ingu undir framhaldsskóla, hjúkr- unarheimili fyrir aldraða og æf- ingasvæði fyrir börn og unglinga. Áætlaður kostnaður þessa áfanga er um 300 milljónir króna. Kvenna- skólann vantar sárlega lóð. Ekki þarf að minna á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og varla er lófastór blett- ur í Vesturbæ undir æfingasvæði fyrir KR án landfyllingar. Íbúðabyggð á land- fyllingunni er jafn- framt ein af lykilað- gerðunum í því að styrkja bakland mið- borgarinnar til fram- tíðar. Skýrar línur Í afstöðunni til landfyllingar við Ána- naust kemur áþreifan- lega í ljós sá mismun- andi metnaður sem framboðin hafa í málefnum mið- borgar. Landfyllingin er jafnframt liður í lausn á aðstöðuleysi aldr- aðra, Kvennaskólans og KR. Reykjavíkurlistinn styður eflingu miðborgar, byggingu framhalds- skóla og hjúkrunarheimila fyrir aldraða auk þess að leggja metnað í að hugað sé að leik- og íþrótta- svæðum fyrir börn í nýju skipu- lagi. Reykjavíkurlistinn styður landfyllingu við Ánanaust. Landfylling við Ánanaust Dagur B. Eggertsson Stjórnmál Reykjavíkurlistinn vill nýjan framhalds- skóla, segir Dagur B. Eggertsson, hjúkr- unarheimili fyrir aldraða og íþróttasvæði fyrir börn við Ánanaust. Höfundur er læknir og í sjöunda sæti Reykjavíkurlista. ÞAÐ ER ekki ein- ungis kappsmál Reyk- víkinga að miðbær höfuðborgarinnar sé fallegur. Allir Íslend- ingar eiga sinn hlut í Laugaveginum, Skólavörðustígnum og Kvosinni. Íslendingar eiga góðar minningar af miðbæjarrölti, verslun og kaffi- drykkju og Íslending- ar sem ferðast erlend- is hafa það ofarlega á stefnuskránni að skoða miðbæ hverrar borgar og svo á einnig við um erlenda gesti sem koma til Íslands. Miðbær borgar þarf að vera fullur af lífi og gestir hans öruggir um sig – jafnt ungir sem gamlir, akandi sem gangandi. Í dag á þetta ekki við um Reykjavík. Verslun er að hverfa, kaupmenn í miðbænum eru óánægðir og margir hafa hug á að flytja verslun sína. Mikið af versl- unarhúsnæði er tómt og offriðun húsa veldur því að eigendur þeirra mega ekki endurnýja og gera upp hús sín í miðbænum. Bílar eru ekki velkomnir í miðbænum. Þeir sem velja að fara akandi í bæinn mæta fjandsamlegri stefnu með háum sektum og ónægum stæðum. Í dag dettur fáum í hug að renna við í verslun á Laugaveginum til að skreppa í búð. Öryggistilfinning þeirra sem heimsækja miðbæinn hefur minnkað. Margar konur eru ekki öruggar lengur í miðbænum og sífellt færri velja að ganga þar um með börn sín og barnavagna. Nektar- staðir og óhreinindi eftir eiturlyfjasjúk- linga og ölvaðir ein- staklingar letja fjöl- skyldufólk til að koma í miðbæinn um helg- ar. Aðgerðarleysi í málefnum miðborgar- innar síðustu ár er staðreynd og nú er ljóst að miðbærinn eins og við þekktum hann er horfinn. Á síðasta aðalfundi Þró- unarfélags miðborgar- innar sagði borgar- stjóri eftirminnilega að „miðborgin yrði aldrei aftur sá verslunar- kjarni sem hún var, heldur gegndi hún frekar hlutverki mannlífsmið- stöðvar“. Þetta er greinilega hug- arfar borgarstjóra því stuðningur við verslunareigendur hefur verið hverfandi. Til dæmis var ekkert aðhafst þegar Smáralind opnaði á síðasta ári – ekkert var gert til þess að halda í verslunareigendur eða hvetja höfuðborgarbúa til að koma í miðbæinn. Vistvæn sýn Reykjavíkurlistans um miðbæ Reykjavíkur gengur heldur ekki upp. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem komi í miðbæinn séu annaðhvort gangandi eða hjól- andi. Hversu oft ætli borgar- fulltrúar Reykjavíkurlistans hjólað á borgarráðsfundi? Síðastliðin átta ár hefur ekki verið byggt eitt ein- asta bílastæðahús í miðbænum. Á tímum R-listans hafa nektarstaðir skotið upp kollinum og hrakið ná- læga verslun í burt. Við vitum öll að verkin tala og ljóst er að umtöl- uð áætlanagerð og skipulag mið- borgarinnar er aðeins í orði en ekki á borði. Borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins ætlar að gefa mið- borginni aftur sitt gamla líf og opna hana aftur fyrir öllum Íslend- ingum. Uppbyggingin felst í því að auka bílastæðafjölda og afnema stöðumælagjöld þegar bílum er lagt í skemmri tíma. Við ætlum að vinna með verslunareigendum að uppbyggingu verslunar við Lauga- veg og leggja okkur fram við að fá nýjar búðir. Við viljum afnema of- friðun húsa og taka til hendinni við hreinsun og viðhald á húsum. Við ætlum að gera miðborgina fjöl- skylduvænni og tryggja öryggi borgaranna með miðborgardeild í samvinnu við lögreglu og félaga- samtök. Búum til góðar minningar um miðbæinn með börnum okkar og fjölskyldum. Miðbær allra landsmanna Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er MA í sálfræði frá University of Washington í Seattle og skipar 19. sæti á D-listanum í Reykjavík. Miðbærinn Miðbær borgar þarf að vera fullur af lífi, segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, og gestir hans öruggir um sig. EITT meginmark- mið hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum verið forvarnir í sem víðustum skilningi þess orðs. Ég hef áður sagt frá breyttum áherslum okkar í barnaverndarvinnu þar sem við höfum stuðning við foreldra að leiðarljósi. Sú vinna er að skila sér og fjöldi foreldra leitar að fyrra bragði eftir þjónustu okkar og við sjáum foreldravitundina vakna meðal foreldra í Reykja- nesbæ. Í nóvember sl. efndum við til for- eldraráðstefnu, þar sem markmiðið var að gera foreldrum jafn hátt und- ir höfði og öðrum þjóðfélagshópum og um leið leggja áherslu á foreldra- hlutverkið. Við fengum frábærar móttökur þegar við leituðum til fyr- irlesara og foreldrar létu ekki sitt eftir liggja og troðfylltu ráðstefnu- salinn. Þessu viljum við fylgja eftir og treystum því að foreldrar séu til- búnir í slaginn. Já ég segi slaginn, því í störfum okkar verðum við áþreifanlega vör við þá ómenningu sem virðist ætla að gleypa unga fólkið okkar með húð og hári. Ómenningu kalla ég það líferni sem ungt fólk í dag virðist tileinka sér. Það er eins og krabbamein sem breiðist út án þess að neitt sé gert til að sporna við fæti. Þetta tel ég vera hluta af því að við foreldrarnir höfum sofið á verðinum og erum nú að vakna upp af okkar þyrnirós- arsvefni, en það bíður okkar ekki fallegur prins eins og í ævintýrinu. Eflaust spyrja einhverjir hvert ég sé að fara og hvaða svartsýnisböl þetta sé. En það þarf ekki nema hlusta á fréttir, horfa á sjónvarp, lesa blöðin og fara í kvikmyndahús til að sjá að þessi ómenning er að sliga ungmennin okkar. Svo virðist sem fíkniefni fljóti um landið okkar af meiri krafti og orku en allir foss- ar og vötn landsins til samans. Kyn- lífshegðun ungs fólks mun vera orð- in svo brengluð að til undantekninga telst eðlilegt samlíf. Ég efast ekki um að flestöll þau afbrot, ofbeldi og einelti, sem við- gengst, kynlífsbrenglun, dómgeind- arskort, siðferðisbrenglun og nei- kvæða sjálfsmynd ungs fólks megi rekja til vímuefnanotkunar af ein- hverju tagi, þar er áfengi engin undantekning. Í síðustu viku fór ég á fyrirlestur í skólanum sem dóttir mín sækir. Fyrirlesturinn var haldinn í sam- vinnu skólanna í Reykjanesbæ og for- eldrafélaganna. Fyrir- lesturinn var um ein- elti og fluttur af Stefáni Karli Stefáns- syni leikara. Í máli hans kom fram margt sem fékk foreldra til að standa á öndinni. En það sem mér fannst standa upp úr var hvernig hann beindi því til okkar for- eldranna að ábyrgðin er hjá okkur. Ekki ger- andanum eða þoland- anum, ekki skólanum eða íþróttahreyfing- unni, heldur okkur! Foreldrunum! Auðvitað bera allir sína ábyrgð, en það er undir okkur foreldrum komið að ala upp þá einstaklinga sem okk- ur hefur verið treyst fyrir og búa þá sem best út í lífið, með sterka sjálfs- mynd og ríka réttlætiskennd þannig að þau geti betur staðist þau nei- kvæðu áreiti sem alltaf koma til með að verða á vegi þeirra. Það er eins með allt mein, ef það fær að grassera breiðist það út. Í öllum vís- indum er leitað að „forvörnum“ til að stöðva hvers konar skaða og koma í veg fyrir að hann breiðist út. Því skyldum við ekki einnig gera það í uppeldisvísindum? Foreldrar hlúum að foreldravitundinni, gerum okkar besta til að ala upp heilbrigða og heilsteypta einstaklinga sem geta greint rétt frá röngu. Ég vil hvetja skólayfirvöld og for- eldrafélög alls staðar á landinu til að fá Stefán Karl í heimsókn. Það sem hann talar um er sannleikurinn án umbúða og fagurgala og þótt hann sé að ræða um einelti nær hug- myndafræðin sem hann byggir fyr- irlesturinn sinn á miklu víðar og hjálpar okkur að sjá að það er mjög einfalt að vera ábyrgt foreldri. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Stefáni Karli fyrir frábært framtak sem mér skilst að hann geri eingöngu af hugsjón. Einnig vil ég hvetja foreldra í Reykjanesbæ og á landinu öllu til ábyrgðar! Foreldrar eru besta forvörnin Hjördís Árnadóttir Höfundur er félagsmálastjóri Reykjanesbæjar. Ábyrgð Ég vil hvetja foreldra í Reykjanesbæ, segir Hjördís Árna- dóttir, og á landinu öllu til ábyrgðar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.