Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 28
MINNINGAR
28 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Börkur HrafnVíðisson var
fæddur í Danmörku
27. nóvember 1972.
Hann lést í vélhjóla-
slysi í Taílandi 9.
apríl síðastliðinn.
Börkur var sonur
hjónanna Huldu Guð-
mundsdóttur, og Víð-
is Hafbergs Kristins-
sonar.Systur Barkar
eru Ellisif Tinna Víð-
isdóttir, en börn
hennar eru Kolfinna
Tómasdóttir, Víðir
Tómasson og Björn Tómasson,
Kolbrún Hrund Víðisdóttir, en
sambýlismaður
hennar er Rúnar
Sigurðsson, Sam-
býliskona Barkar
Hrafns var Aníta
Ellertsdóttir, Börk-
ur Hrafn bjó í Dan-
mörku þar sem hann
var við nám í hótel-
og veitingaskóla en
hann hefði klárað
það nám á sumri
komanda.
Útför Barkar
Hrafns Víðissonar
fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 16.30.
Þú komst í heiminn á dönskum
spítala sem áður var klaustur og rek-
inn var af nunnum. Í austrænu
klaustri hefur þú nú verið búinn til
hinstu ferðarinnar allt of, allt of
skjótt.
Missirinn er sár sem aldrei grær,
en um leið gefur minning þín mér
óskýrðan styrk. Hún mun fylgja mér
alltaf og alls staðar. Þú sem varst svo
fallegur og ráðsnjall vissir svo margt
og áttir svo fagra ævintýradrauma.
Stórfengleg voru ferðalög okkar til
Indlands og Nepal og fjölda annarra
ógleymanlegra staða. Þú sagðir mér
svo margt skemmtilegt frá bernsku
þinni í Danmörku. Þú sagðir að eitt
sinn hefði þig dreymt um að verða að
fiðrildi. Löngu síðar fór þig að langa
til að afla þér þekkingar og reynslu til
að geta samið siðfræðirit um betri
samskipti og manneskjulegri heim.
Draumar og þrár annarra skiptu
þig engu minna máli en þínar eigin.
Hugðarefni mín voru þér jafnmikils
virði og þín. Þú gafst svo mikið af
sjálfum þér. Enginn kenndi mér sem
þú að vera trú minni innri rödd og
vera ég sjálf í minni viðleitni. Hvatn-
ing þín var mér ómetanleg. Milli okk-
ar var svo mikið traust.
Ótal hugrenningar leita á mig sem
ekki rúmast hér. Ég bý að þeim allt-
af. Guð varðveiti þig, elsku Börkur
minn
Ég geri orð formóður minnar,
Geirrúnar Ívarsdóttur, að mínum.
Ver þú sæll í heimi hljóma,
himneska áttu leyndardóma,
fólgna í sál og fingrum þér,
oft svalað hafa sálu minni,
samhljómar frá hendi þinni.
Guð launi allt er gafstu mér.
Þín elskandi,
Aníta.
Hljóðlát er nóttin
þegar hún kemur
og sveipar mig
dökkum vængjum
tregafull nóttin
og ómur úr fjarska
– gærdagsins hlátur!
Hvert fórstu, hvar ertu,
hvað varð um þig
draumurinn bjarti?
Dökkum vængjum
og þögn
sveipar mig
tregafull nóttin.
(Ingibjörg Haraldsdóttir.)
Stórt skarð er nú höggvið í fjöl-
skyldu okkar. Mikill harmur er kveð-
inn að okkur þegar Börkur bróðir
okkar er skyndilega horfinn okkur í
voveiflegu slysi. Af hverju hann? Við
slíkri spurn fást alls engin svör.
Tilvistin er leyndardómur sem
skynsemin höndlar ekki. Jafn dular-
fullt og það er að maðurinn skuli fæð-
ast er það að hann skuli deyja. Litlu
frændsystkinum Barkar var ljóst að
Guð, sem þekkti til mannkosta hans,
hafði kallað hann til sín til að aðstoða
sig við ýmis mál. Guð þurfti á honum
að halda. Það væri eina skýringin.
,,Lífið er brot. Ef til vill verður það
heild – hinum megin,“ sagði Sigurður
Nordal.
Það sem okkur finnst dæmigerðast
við Börk er hve ríku andlegu lífi hann
lifði hið innra að baki látlausu yfir-
bragði sínu. Sífrjó leitandi afstaða
var honum eðlislæg og eiginleg. Ei-
lífðin var honum í brjóst borin. Hann
var alltaf að rannsaka, kanna og upp-
götva mannlegt eðli. Hann reyndi að
fá svör við því af hverju mannfólkið
hegðar sér og bregst við lífinu á svo
mismunandi vegu. Hann vildi vita af
hverju við ákvæðum að lifa því lífi,
sem við völdum okkur. Fyrir honum
var listin að lifa, hin erfiðasta, nauð-
synlegasta og æðsta list allra lista,
framar öllu listin að hugsa, að hugsa
frjálslega, af djörfung, alvöru og ein-
lægni. Hann vildi lifa lífinu lifandi því
hann taldi að fólk væri ekki til, til
neins annars en þess að vera til.
Börkur, þú varst skáld og friðar-
postuli okkar systra þinna og þannig
muntu lifa í minningu okkar. Glettni
þín og hlátur mun hljóma í huga okk-
ar alla tíð.
Við öll þau spor, sem við munum
taka í lífi okkar, mun hugurinn ávallt
leita til þín og spyrja hvort við lifum
ekki lífinu örugglega lifandi. Lífsgildi
þín munu hjálpa okkur í því tóma-
rúmi sem þú skilur eftir, hjartkæri
bróðir, því mynd þín mun lifa og lýsa í
innsta hugskoti sálar okkar.
Þínar systur,
Ellisif Tinna og Kolbrún
Hrund Víðisdætur.
Kennir senn, nótt,
koss þinn á enni;
býst þú yfir draumum
barns þíns að vaka;
reidd er því sæng,
rauluð kvöldvísa
og dimm dregin
fyrir dalrekkju
sparlök húms –
hægt mun það blunda.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Andspænis dauðanum erum við
mennirnir smáir og vanmáttugir.
Andspænis óvæntu, ótímabæru and-
láti vinar upplifum við enn sterkar fá-
ránleikann og forgengileikann í hlut-
skipti mannsins. Í hljóðri auðmýkt
gagnvart dul hinstu raka bærist sú
spurn, hvort hugsast geti, handan
tíma og veraldleika, dýpri tengsl og
æðri eining í skjóli almættisins.
Fyrir fáum árum vann Börkur
með okkur um skeið á deild 33-C á
Landspítalanum. Þar sýndi hann sem
endranær prýðilegan skýrleik og eig-
inleika til gefandi mannlegra sam-
skipta og næmt innsæi í líðan og til-
finningar annarra, einkum hinna
verst settu, og löngun og hæfni til að
leggja þeim lið. Af honum mátti mik-
ils vænta og er að fólki hans harmur
kveðinn.
Við sendum kveðjur gömlu deild-
arinnar okkar og þökkum Berki
Hrafni hlý og björt kynni og flekk-
lausa vináttu. Blessuð sé minning
hans og samúð vottum við ástvinum
hans öllum.
Magnús Skúlason,
Halldóra Ólafsdóttir,
Herdís Hólmsteinsdóttir.
Þegar ungur maður hverfur af sjón-
arsviði þess lífs, sem við lifum hér á
jörðinni, hvolfist sorgin yfir eftirlifend-
ur, fyrst og fremst þá, sem stóðu hon-
um næst. Það eina, sem við getum gert
er að ylja okkur við góðar minningar
og þær fylgja okkur áfram um ókomna
tíð. Spurningunni „af hverju hann“
eigum við ekkert svar við.Við stöndum
orðlaus og agndofa frammi fyrir þeim
veruleika að einhver, sem við höfum
verið samferða í lífinu og hlökkuðum
til að verða samferða áfram, sé allt í
einu farinn og horfinn okkur.
Börkur var fallegur, ljúfur og ein-
staklega velviljaður ungur maður, sem
fólk laðaðist að og sóttist eftir að hafa
nálægt sér. Í bernsku var hann ósínk-
ur á að deila gullunum sínum með leik-
félögunum enda með afbrigðum vin-
sæll og vinmargur. Honum var
útþráin í blóð borin og dvaldist lang-
dvölum erlendis og ferðaðist víða. Oft
var spurt: „Hvar er Börkur núna?“
Minnisstætt er okkur þegar hann kom
frá Ísrael þar sem hann var staddur
þegar Persaflóastríðið braust út. Okk-
ur fannst þá, að hann væri úr helju
heimtur. Sjálfur var hann hógvær og
lítillátur og hreykti sér aldrei yfir því,
hve víðförull hann var né öðrum afrek-
um, sem okkur þótti mikið til koma.
Við kveðjum hann með sárum
söknuði og eftirfarandi ljóði.
Dauði, lát þér hægt: þinn hvassi ljár
er hugarburður, þú ert blekking vor.
Ei farast þeir sem feigð þú kveður á,
þú fellir mig því ekki, Dauði smár.
Þitt svipmót bera svefninn og hans fró:
að svæfing þín sé dýpri, ætla má.
Og árla til þín eiga bestir spor –
fær andinn lausn og beinin hinstu ró.
En slysamenn og örlög etja þér
og eitri, pest og styrjöld dvelst þú hjá.
Ein draumsól er oss þorn til jafns við þig
en þýðar svæfir: hví þá stæra sig?
Af örskotsblundi eilíf rísum vér,
þú andast, Dauði. Lífið sigur ber.
(Höf: J. Donne, þýð: D.Á.D.)
Guðný og börn.
Einstakur drengur er farinn á vit
hins óþekkta.
Ljúfar minningar ylja og deyfa
sársaukann.
Engan höfum við þekkt sem hafði
svo sterka nærveru sem Börkur
hafði, enda var hann elskaður af öll-
um þeim sem kynntust honum.
Börkur og Aníta, Aníta og Börkur,
sama hvort nafnið var nefnt á undan,
hitt kom á eftir.
Svo sérstök bæði, ying og yang átti
svo sannarlega við um þau tvö.
Hann hægur og rólegur, hún
óstöðvandi.
Þú ert ljós í myrkrum minnar sálar
minningarnar ylja hverja stund
er þræði ég ljósi byrgðar og brautir hálar
birtir er ég hugsa um okkar fund.
Þú ert von í veður lífsins dróma
vinur sem að aldrei gleymist mér,
með nálægð þinni hvunndag lætur ljóma
svo lífið verður sælla nærri þér.
Þú ert í draumi dags og nætur
er dreyra þakin sálin kvelur mig,
sorgir á mig herja og hjartað grætur,
huggun mín er draumurinn um þig.
(Rúna.)
Elsku Aníta okkar, Hulda, Víðir og
fjölskylda. Megi Guð gefa ykkur
styrk.
Bryndís og Ellert.
Kæri Börkur. Núna ertu komin á
næsta tilverustig. Ég er þakklátur
fyrir tímann sem við höfum átt sam-
an í gegnum árin í þessari tilveru.
Fyrst í Hlíðunum með Pétri, síðan á
Mánagötunni hjá Gulla og á Ásvalla-
götunni þar sem þú og Eggert bjugg-
uð. Síðan fluttir þú til Danmerkur.
Ég flutti þangað nokkrum árum
seinna og þú varst mér mikil hjálp í
að koma mér fyrir og við gerðum
margt skemmtilegt saman. Margs er
að minnast frá þeim tíma: Stræti og
garðar Kaupmannahafnarborgar
voru uppspretta margra skemmti-
legra vangaveltna um tilgang lífsins,
Hróaskelduhátíðirnar voru frábærar
og ferðin sem við félagarnir fórum til
Berlínar 1996 er mér ofarlega í huga.
Ég á eftir að minnast ánægjustund-
anna um alla framtíð. Þú hafðir alltaf
góða þekkingu á og mikið innsæi inní
mismunandi þætti mannlegs lífs og
þú gafst mér mörg góð ráð. Ég er viss
um að staðurinn þar sem þú ert núna
á eftir að gefa þér frið og hamingju.
Þinn vinur.
Róbert Bjarnason.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,
við erum gestir og hótel okkar er Jörðin.
(Tómas Guðmundsson.)
Það hverfur mér seint úr minni
þriðjudagskvöldið 9. apríl þegar Álf-
rún hringdi og sagði mér sorgarfrétt-
irnar af slysinu í Taílandi. Það tekur
langan tíma að átta sig á því sem
gerst hefur, góður vinur er dáinn og
það er eins og hjartað hafi verið hrifs-
að úr manni og undið eins og tuska.
Í erli hversdagslífsins hittist fólk
aldrei eins oft og það vildi í raun.
Börkur var einn af þessum sífellt
yfirbókuðu mönnum sem alltaf hafði
yfrið nóg að gera en þegar við svo
hittumst þá sagði hann kannski:
„Halló sæta, af hverju hringirðu aldr-
ei í mig?“ Og nú er erfitt að verða að
horfast í augu við að það er orðið of
seint.
Maður á að rækta sambandið við
vini sína og ekki spillir fyrir þegar
þeir eru jafnskemmtilegir og
hjartahlýir og Börkur var. Hans
verður sárt saknað í vinahópnum hér
í Kaupmannahöfn sem kvaddi hann
svo fallega í minningarathöfninni 14.
apríl.
Ég sendi fjölskyldu Barkar Hrafns
og vinum hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minning hans mun
lifa í huga okkar og bænum.
Anna Linda Matthíasdóttir.
Kannski var það vegna þess að
Börkur vinur okkar hafði alist upp í
útlöndum að fyrir honum bauð heim-
urinn upp á fleiri tækifæri en flestir
jafnaldrar hans gátu gert sér í hug-
arlund. Á meðan við vinirnir áttum
fullt í fangi með að melta þá reynslu
sem bernska og unglingsár bjóða upp
á í Hlíðahverfinu vildi Börkur upplifa
öll heimsins undur. Enda þótt flest-
um þætti það til dæmis alveg nógu
framandi að ímynda sér að aksjón-
mennirnir væru staddir á Miklatúni
eða Miðnesheiði fannst honum ekki
ástæða til þess að hleypa ímyndarafl-
inu af stað nema vettvangurinn væri
að minnsta kosti Mið-Ameríka, og
helst Mongólía. Hann dreymdi um að
allur heimurinn gæti verið leikvöllur
hans.
Börkur var líka maður sem þurfti
að hafa stóra drauma. Þrátt fyrir að
fáir hafi kallað hann listrænan, þá
hafði hann eins skapandi persónu-
leika og hægt er sjá fyrir sér í einum
manni. Hann skapaði þannig fremur
gerðir en verk og hann reyndi að
njóta lífsins á öllum mögulegum stig-
um þess. Enginn okkar man hann að-
gerða- eða sinnulausan, enda var það
fátt sem hann hafði meiri andúð á
heldur en höft og hömlur. Það var
enginn hissa á því að hann skyldi
velja að dveljast sem mest erlendis
eftir að hann hafði aldur til. Að hann
skyldi að lokum hverfa frá okkur í
jafn fjarlægu landi og Taílandi við að
svala ævintýraþrá sinni var eitthvað
sem hann kynni að hafa kosið sér
miklu, miklu síðar á lífsleiðinni, enda
þótt sú hugsun sefi ekki sársauka
fjölskyldu hans, ættingja eða vina.
Vegna þessarar orku og lífsgleði
sem ávallt fylgdi Berki munum við
æskuvinirnir sakna hans sárlega,
enda þótt sambandið við hann hafi
ekki verið reglulegt undanfarin ár.
Börkur var þannig persóna að allir
þeir sem kynntust honum varð gjarn-
an hugsað til hans. Þeir vissu að jafn
lifandi og skemmtilegur maður gæti
ekki látið endalausa möguleika lífsins
reka fram hjá sér til þess eins að
þessir möguleikar gætu fúnað á fjar-
lægum ströndum án hans. Börkur
lifði hraðar en við og því miður þurfti
hann að fara fyrr. En á lífsleið sinni
kenndi hann okkur margt og auðgaði
líf okkar. Ef tilgangur jarðvistarinn-
ar er meðal annars að skilja eftir sig
spor í sálum samferðamanna sinna
þá gerði Börkur Hrafn Víðisson það
svo sannarlega.
Hvíldu í friði vinur.
Elsku Hulda, Víðir, Tinna, Kol-
brún og aðrir aðstandendur, við vott-
um ykkur okkar innilegustu samúð.
Atli Rafn, Bjarni Páll,
Einar, Henry og Magnús.
Við viljum þakka þér fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við höfum
átt saman, öll kvöldin sem við sátum
og spjölluðum og hlustuðum á þig
segja sögur af ferðalögum þínum um
heiminn, það sem við gátum hlegið.
Það er erfitt að trúa því að við eigum
ekki eftir að fá upphringingu frá þér
þar sem þú spyrð með þinni glaðværu
röddu „Eigum við ekki að koma út að
leika“ eins og þú orðaðir það þegar
þú vildir að við gerðum eitthvað sam-
an. Elsku Börkur, þú átt stóran stað í
hjarta okkar allra, þín er sárt saknað.
Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það,
en vissulega hefði það komið sér betur,
að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að.
Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur.
Og nú var um seinan að sýna þér allt það
traust,
sem samferðafólki þínu hingað til láðist
að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust
að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist.
(Tómas Guðmundsson.)
Við sendum fjölskyldu og ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur, megi
allar ljúfar minningar um góðan
dreng styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Þínir vinir í Kaupmannahöfn,
Árni Böðvarsson, Sonja Gísla-
dóttir, Hrafnkell Markússon og
María Katrín Jónsdóttir.
Elsku vinur.
Okkur langar að minnast þín með
örfáum orðum. En hvernig kveður
maður góðan vin sem er skyndilega
numinn á brott, öllum að óvörum? Við
eigum engin orð til að lýsa þeim til-
finningum sem herja á okkur núna.
En þessi hörmulegi atburður minnir
okkur svo illa á að lífið er ekki sjálf-
sagt og margt er mikilvægara en að
velta sér upp úr veraldlegum áhyggj-
um.
Þú varst góður drengur, góð sál og
einstakur vinur vina þinna Börkur.
Bæði eigum við góðar minningar um
þá hlýju og umhyggju sem þú sýndir
vinum þínum. Þú varst alltaf fyrstur
að sjá ef einhverjum leið illa eða átti
erfitt á einhvern hátt og dróst þig
gjarnan út úr hópnum til þess að tala
við og hughreysta viðkomandi.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
vináttu þína þennan tíma og þín er
sárt saknað. Við hughreystum okkur
þó við að allur endir er ný byrjun.
Fjölskyldu þinni sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Eggert og Þyri.
Það er skrítið að Börkur skuli vera
dáinn. Þótt hann hafi dvalið langdvöl-
um erlendis og grunnskólafélagarnir
ekki haldið hópinn, nema eins og
gengur og gerist, er undarlegt að vita
með vissu að við eigum aldrei eftir að
hittast aftur.
Börkur er eftirminnilegur fyrir
margra hluta sakir. Hann var góður
félagi, þótt ekki væri honum kapps-
mál að vera hvers manns hugljúfi.
Hann var strákslegur í framkomu,
þótt hann yrði fljótt fullorðinn. Hann
var skemmtilegur og uppátækjasam-
ur, eins og stundum er sagt um þá
sem fara sínar eigin leiðir og hugsa
ekki endilega um afleiðingarnar.
Börkur var óhræddur við að segja
skoðanir sínar og stóð uppi í hárinu á
kennurunum og þeim sem honum
fannst ástæða til, ef honum sýndist
svo. Við hin ýmist dáðumst að honum
eða hneyksluðumst, án þess að kom-
ast með tærnar þar sem hann hafði
hælana í hispursleysinu og án þess að
láta okkur dreyma um að taka fram
fyrir hendurnar á honum. En Börkur
var ekki bara skemmtilegur, hann
var líka vel gefinn og gekk vel í því
sem hann lagði sig eftir eða hafði
áhuga á. Börkur var ævintýramaður
af bestu gerð, fordómalaus og
óhræddur við að prófa nýja hluti.
Við vorum alltaf velkomin í Skafta-
hlíðina og áttum þar margar góðar
stundir. Hulda og Víðir eru einstök
og uppátæki einkasonarins og vina
hans virtust aldrei koma þeim úr
jafnvægi. Þau lögðu sig í líma við að
okkur liði vel og frelsi Barkar til að
gleðja gesti sína var nánast ótak-
markað. Gestir í 15 ára afmæli Bark-
ar minnast enn dýrindis veitinga,
margra rétta máltíðar sem Hulda
snaraði fram og setti nýjan „stand-
ard“ í matarminni viðstaddra. Heim-
ilið er menningarlegt, andrúmsloftið
heimsborgaralegt og Börkur bar
gæsku foreldra sinna gott vitni.
Við kveðjum Börk og minnumst
góðu stundanna. Huldu, Víði, Tinnu,
Kollu, ungum frændsystkinum og
ástvinum öllum vottum við einlæga
samúð.
Skólafélagar úr A- og B
bekk, ÆSK.
BÖRKUR
HRAFN VÍÐISSON