Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 34

Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hermannía Sig-urrós Hansdóttir fæddist á Móum í Ólafsvík 25. septem- ber 1921, hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru: Hans Hoffmann Jónsson, f. 23.5. 1864, d. 18.8. 1924, og Sigurrós Kristjánsdóttir, f. 18.12. 1881, d. 31.3. 1965. Systkini Her- manníu samfeðra eru Jón Hoffmann, lát- inn, og Jarðþrúður Hoffmann, lát- in. Alsystkini Hermanníu eru Jó- hann, látinn, Ragnar Matthías, látinn, Kristján, látinn, Rósa Hall- dóra og Hanna Sigurrós, látin. Her- mannía missti föður sinn á þriðja ári og var þá heimilið leyst upp og var hún tekin í fóstur hjá miklum heiðurshjónum, þeim Jóhannesi Ólafi Gíslasyni og Kristínu Þóreyju Jónsdóttur í Hagaseli í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Uppeldissystkini hennar, Ólafur Tryggvi, Gísli, Jón, og Sólveig Dóróthea, eru öll látin. Díönu Kristínu, f. 3. mars 1995. Börn Hermanníu og Lárusar: 1) Kjartan, f. 25. febrúar 1955, kvænt- ur Auði G. Waage. Þeirra börn eru: Lárus, f. 26. júní 1978, dóttir hans, Anna Kolbrún, f. 19. júní 1997. Óð- inn Þór, f. 28. október 1979. Fóst- urdóttir Kjartans og dóttir Auðar er Vilborg Guðný Atladóttir, f. 5. janúar 1973. 2) Ragnar Matthías, f. 14. október 1957, kvæntur Fríðu Björk Hjartardóttur. Þeirra börn eru: Sigurrós Lilja, f. 12. apríl 1982, Ragnar Bjarki, f. 11. mars 1986, Valur Gauti, f. 6. apríl 1991. 3) Mar- grét Sigurrós, f. 8. ágúst 1959, gift Karli Eiríkssyni. Þeirra börn eru: Gunnar Lárus, f. 16. nóvember 1978, Sóley Ösp, f. 27. mars 1982, Hermann Geir, f. 28. ágúst 1986. 4) Hanna, f. 7. febrúar 1963, gift Þor- steini Þorvaldssyni en þau slitu samvistum. Þeirra börn eru: Lára Rut, f. 16. janúar 1987, Grétar Þór, f. 4. desember 1989, Arnar Freyr, f. 7. febrúar 1994. Hermannía og Lárus bjuggu í Austurey í Laugardal alla sína bú- skapartíð frá 1954 til 1996 að Lárus lést. Í ágúst 1998 flutti Hermannía að dvalarheimilinu Ási í Hvera- gerði. Þar eignaðist hún góðan vin og félaga, Bjarna Bjarnason. Útför Hermanníu fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður á Laugarvatni. Hún flutti síðar með fósturforeldrum sínum að Bláfeldi í sömu sveit á sjötta aldursári og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þá flutti hún suður til móður sinnar sem bjó í Hafn- arfirði. Hermannía giftist 16. október 1954 Lár- usi Kjartanssyni bónda í Austurey, Laugardal, f. 5. apríl 1927, d. 22. desember 1996. Barn hennar, barnsfaðir Anders Stefánsson: Kristín Jóhanna, f. 25. desember 1947, gift Ástgeiri Ingólfssyni. Þeirra börn eru: Bjarnheiður, f. 2. janúar 1969, gift Pétri Má Jenssyni og eiga þau Daníel Jens, f. 11. júní 1990, Dagný María, f. 3. desember 1998, Davíð Arnar, f. 3. desember 1998, og Erlendur, f. 25. janúar 1975, í sambúð með Gunnþóru Steingrímsdóttur. Kristín átti áður Sigurrósu Huldu Jóhannsdóttur, f. 5. september 1966, í sambúð með Sigmari Ólafssyni og eiga þau Ást- geir Rúnar, f. 8. janúar 1989, og Nú er hún Hemma frænka farin. Þegar ég var krakki fór ég í sveit til Hemmu frænku í Austurey. Alveg var með eindæmum þolinmæðin sem hún Hemma mín hafði. Man ég að eitt sumarið vorum við fimm krakkar hjá þeim Lárusi í sveit en þar fyrir utan voru þeirra börn fjögur, sem voru allt frá sama aldri og við sem í sveit vor- um og upp í að vera um tíu árum eldri en við. Sem sagt ellefu í heimili. Oftar en ekki komu svo gestir um helgar, óhætt er því að segja að það hafi verið erilsamt hjá henni frænku minni. Svo var náttúrulega farið í Austurey um páska. Við krakkarnir höfðum stofn- að félag sem hét Félagið Loft, en við settum upp hin ýmsu leikatriði, fim- leika og önnur skemmtiatriði fyrir fullorðna fólkið og auðvitað seldum við inn. Ekki skil ég annað en að hún hafi stundum alveg verið búin að fá nóg af okkur, t.d. eins og þegar hún bað okkur að ganga frá hænunum og þóttumst við þá vera alveg nógu langt í burtu frá þeim, en auðvitað vissum við að við áttum að gefa þeim og loka hjá þeim. Stundum var það að við Hemma sátum tvær heima, en þá höfðu hinir farið á hestamannamót, en við vorum heima til að sinna mjölt- um. Sátum við þá við eldhúsborðið og lögðum kapla og gæddum okkur á namminu sem mér hafði verið sent í sveitina. Okkur kom ávallt vel saman frænkunum. Eftir að mamma flutti austur fyrir fjall keyrði ég hana oft til Hemmu og dvaldi hún þá gjarna hjá henni í nokkra daga. Hemma tók þá ákvörðun eftir lát Lárusar að flytja í Hveragerði og má fullyrða að þar hafi hún verið mjög ánægð. Hún fór held ég í nær allar þær ferðir er eldriborgarar fóru í. Svo fóru þær systur nokkur ár saman á sæludaga á Örkinni þar sem þær áttu saman góða daga. Í Hveragerði gat hún líka spilað á hverjum degi, hún var aldrei fyrir það að horfa á sjónvarp og hlustaði ekki mikið á út- varp, en að spila þótti henni gaman. Hún var dugleg að koma í heimsókn til litlu systur í Ömmukotið hennar, en Hemma bar gæfu til að eignast góðan vin í Hveragerði, hann Bjarna, sem taldi það nú ekki eftir sér að skreppa með henni upp í Grímsnes. Þegar mamma dó fyrir tæpum tveim- ur árum hættu þau Bjarni ekki að koma og er ég þeim þakklát fyrir all- ar heimsóknirnar þeirra til okkar. Hemma var nú allt í einu þremur ömmubörnum ríkari því Helga, Jó- hannes og Einar Ásgeir kölluðu hana Hemmu ömmu eftir að mamma dó. Hún hélt mikið upp á Einar Ásgeir enda var hann iðulega kominn í fang- ið á henni um leið og hún kom. Hann sagði við mig á mánudagsmorgun eft- ir lát hennar er við vorum á leiðinni í leikskólann: „Mig dreymdi að Hemma amma var ekki dáin, ég var að tala við hana.“ Svo ég spurði hvað hún hefði sagt og svaraði þá sá stutti: „Allt gott.“ En nú er komið að leiðarlokum og þær systur búnar að hittast aftur. Hemma mín, þakka þér fyrir allt saman, gömlu árin sem ég var hjá þér í sveit en ekki síður undanfarin ár og hversu yndisleg þú varst alla tíð. Að lokum vil ég þakka honum Bjarna fyrir að vera henni frænku minni svona mikið góður vinur. Þórleif Gunnarsdóttir. Ég kynntist Hermanníu þegar ég var bara nokkurra mánaða gamall og foreldrar mínir fluttu að Útey svo að við urðum nágrannar. Ein mín fyrsta minning frá heimsóknum okkar að Austurey var þegar mamma dró mig og systur mína á sleða frá Útey til Austureyjar þar sem okkur var boðið í kaffi og meðlæti, því gestrisni var Hemmu í blóð borin. Ég veit ekki um neinn sem kom að Austurey og ekki var boðið inn í kaffi af Hemmu og Lalla. Seinna þegar foreldrar mínir voru fluttir í bæinn og ég var orðinn níu ára fékk ég að koma í sveit til Hemmu og Lalla. Og var ég svo hjá þeim í mörg sumur. Seinna þegar ég var orðinn svolítið eldri byrjaði ég að fara austur í jóla- og páskafríum. Ég man að ég gat varla beðið eftir að komast til þeirra um jólin en ég fékk þó ekki að fara fyrr en annan í jólum. Ég hlakkaði næstum því meira til þess en að opna pakkana á jólunum, síðan var sama um páskana og svo var bara að bíða eftir að skólinn væri búinn á vorin því þá var ég mættur næsta dag því mér leið svo vel hjá þeim. Í Austurey var alltaf fullt af öðrum börnum svo að við þurftum að sofa á dýnum á gólfinu og á morgnana vakn- aði maður við að Hemma kom inn í stofu og kallaði „ræs“. Mér finnst al- veg ótrúlegt hvernig hún gat haft okkur öll þarna. Þegar við vorum sem flest vorum við að ég held fimm til við- bótar við hennar börn og stundum um helgar kom fólk úr bænum og var auðvitað hjartanlega velkomið og allt- af fannst pláss fyrir alla. Ég á margar góðar minningar frá þessum árum og öllum hinum sem eftir fylgdu. Þegar ég varð eldri var ég næstum fastagestur hjá þeim um helgar og seinna þegar ég bjó á Laug- arvatni var ég alltaf velkominn til þeirra. Fyrir tíu árum flutti ég til Sví- þjóðar og eftir það hef ég því miður ekki haft svo mikið samband við HERMANNÍA SIGUR- RÓS HANSDÓTTIR ✝ Hjörtur SnærFriðriksson fæddist í Keflavík 18. júní 1989. Hann lést á heimili sínu miðviku- daginn 18. apríl síð- astliðinn. Hjörtur Snær var sonur Guð- laugar Sigríðar Magnúsdóttur, f. 19. júní 1970, og Níels Friðriks Jörundsson- ar, f. 2. mars 1966. Hjörtur Snær eign- aðist eina systur sam- mæðra, Benítu Dögg Guðlaugardóttur, f. 13. mars 1996. Hjörtur eyddi fyrstu fjórum ár- um ævinnar með móður sinni á heimili móðurfor- eldra í Grindavík. Árið 1993 skildu móðurforeldrar hans og flutti hann með móður sinni og móðurömmu til Reykjavíkur. Hjörtur Snær gekk í Engjaskóla frá 1995 til 1997. Hann byrjaði árið 1997 í Fellaskóla og var þar uns hann hætti vegna veik- inda. Útför Hjartar Snæs verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku brói minn. Ég sakna þín svo mikið. Nú ert þú orðinn engill hjá Guði og ég veit að þú ert að horfa á mig og passa mig. Mig langar svo til að gefa þér fullt af myndum af mér og þér saman. Þegar ég verð fullorðin fæ ég dreng í magann minn og þegar hann fæðist skíri ég hann Hjört, þá verður þú svo glaður. Þú lifir alltaf í hjarta mínu. Þín elskandi systir, Beníta Dögg. Elsku sonur minn. Nú þegar þú ert farinn fer ég að hugsa til baka um allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Elsku sonur minn, ég fékk tæki- færi frá Guði að kynnast þér og þakka honum fyrir það. Ég man eftir þeirri ánægju sem við höfðum af að veiða saman, eins fannst þér mjög gaman þegar ég leyfði þér að sitja fyrir aftan mig á mótorhjól- inu. Elsku strákurinn minn, ég er svo stoltur af þér, hvað þú varst sterkur og hugrakkur þrátt fyrir veikindin. Við fullorðna fólkið mættum alveg læra það. Ég var svo glaður og var að rifna af stolti þegar ég fór með þig í heimsókn til frændsystkina þinna, því þú ert sonur minn og munt alltaf vera það. Elsku drengurinn minn, þú átt allt- af stað í hjarta mér og mun ég ætíð geyma stundirnar okkar sem fjár- sjóð. Guð blessi þig og geymi, elsku vin- ur, þar til við sjáumst á ný. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þinn pabbi. Nú er litla hetjan hennar ömmu fallin frá. Það kviknaði mikil gleði við komu þína í heiminn og ég varð þeirrar gleði aðnjótandi að fá að hafa þig hjá mér fyrstu ár ævi þinnar. Ég fékk að vera viðstödd er þú dróst fyrsta and- ardráttinn og hvað ég var glöð að ná í þig á sjúkrahúsið og fara með þig heim. Ég fékk líka að vera viðstödd fyrsta brosið, fyrstu skrefin og fyrstu orðin. Þú varst mikill ljúflingur og öllum þótti gott að vera nálægt þér. Þú fékkst mikla ástúð og auðvelt var að elska þig. Þar sem þú varst elsta og þar með eina barnabarnið mitt svo lengi var mikið látið með þig og ég kallaði þig gullið mitt og kenndi þér að kalla mig ömmu bestaskinn. Ég fékk að kenna þér að lesa, sem var nú auðvelt því þú varst svo áhugasamur. Þegar þú varst níu ára fengum við sorgarfréttir. Litli prins- inn greindist með krabbamein í fæti. Þá hjálpaði hvað ég trúi á guð og æðri máttarvöld og bað fyrir þér. Eftir erfiða baráttu og sjúkrahús- legu hér og í Svíþjóð, þar sem fót- urinn var tekinn af þér, trúði ég statt og stöðugt að þú myndir ná þér að fullu. En guð hafði annað í huga fyrir þig. Stuttu seinna greindist þú með lungnakrabbamein og fjölskylda þín var búin undir erfiða baráttu, þar sem þú barðist hetjulega allt til loka. Þó svo ég hafi verið undirbúin er missirinn óbærilegur. En ég trúi því að skólagöngu þinni hér hjá okkur sé lokið og framhalds- nám þitt sé að hefjast á enn betri stað, þar sem þú ert þjáningalaus, hlaupandi um á tveimur fótum. Ég veit að þú tekur á móti mér þegar minn tími kemur en þar til muntu lifa í hjarta mér um alla daga. Þín elskandi amma Halldóra Baldursdóttir. Er burtu þú heldur á braut, brott hverfur þá lífsins kraftur. Ég í þjáningu lifi og þraut, þar til þú kemur aftur. (Erl. höfundur.) Elsku Hjörtur okkar, við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Við reynum að hugga okkur við það að nú líði þér betur, en hugsum samt um hversu ósanngjarnt það var að þú skyldir veikjast svona mikið og að þú hafir þurft að þjást svo lengi. Við eigum margar góðar minning- ar um þig og eiga þær eftir að hlýja okkur um hjartarætur um ókomin ár. Þú varst einstaklega gott og fallegt barn. Við frændsystkini þín fengum að kynnast þér misvel en öllum þótti okkur afar vænt um þig. Þú varst tveimur árum eldri en Bryndís og þið lékuð ykkur mikið saman þegar þú komst í heimsókn með mömmu þinni eða ömmu. Það eru til svo skemmtilegar myndir af ykkur saman í baði, það var líka með því skemmtilegra sem þú gerðir, að vera í baði. Þegar Heiða var sautján ára og bjó hjá ykkur í Grindavík varst þú tveggja ára. Þú komst svo til á hverri nóttu upp í rúm til okkar mömmu þinnar og kúrðir á milli. Eina nóttina fór svo vel um þig og hefur þig eflaust dreymt fallega drauma því þú piss- aðir á bakið á frænku og þegar þar var orðið blautt og kalt lagðist þú á mömmu bak, sem var heitt og þurrt. Þetta þótti þér alltaf jafn fyndin saga. Þú varst fljótur að læra að strjúka úr rúminu þínu og því fékk Inga frænka að kynnast þegar hún passaði þig með Fríðu. Nú vitum við að þér líður vel hjá Guði þar sem þú hefur eflaust fundið einhvern til að nudda á þér tærnar. Elsku Gulla, Beníta, Fríða, Andri, Dóra amma, Baldur, Maggi og Maggi afi, megi Guð styrkja ykkur í ykkar mikla missi. Heiða Björk, Sigurjón, Inga Þóra og Bryndís. Það er erfitt að trúa því að Hjörtur Snær sé horfinn okkur til annars heims. Hann virtist svo hraustlegur þegar hann kom heim úr Írlandsferð- inni í haust. Hjörtur Snær sótti skól- ann framan af vetri og reyndi að taka þátt í skólastarfinu eins og aðrir eftir því sem heilsan leyfði. Hann bar sig alltaf vel og kvartaði aldrei þótt þjáður væri. Þegar hann varð þreyttur fór hann oft fram til að hvíla sig og spjalla við gangaverðina sem voru góðir vinir hans. Hann átti líka tvo góða vini í 7HS, þau Þurí og Þórhall, sem hann reyndi að hitta eins oft og hann gat. Hjörtur barðist hetjulega við sjúk- dóminn en stundunum í skólanum fækkaði smám saman. Fljótlega eftir áramótin var Hjörtur Snær orðinn rúmliggjandi. Smám saman fóru augu okkar að opnast fyrir því hvert stefndi, en þeg- ar andlátsfregnin barst, áttum við bágt með að trúa henni. Myndir af Hirti Snæ svífa fyrir hugskotssjónum okkar og breytast í minningar um hugljúfan og prúðan dreng. Mörg okkar hafa þekkt Hjört Snæ lengi og eiga margar og góðar minn- ingar um samveruna. Önnur þekktu hann í styttri tíma en öll erum við slegin yfir því að hann skuli ekki koma aftur í skólann. Hjörtur hvílir nú í kærleiksríkum faðmi Guðs, laus við allar þjáningarn- ar. Við skiljum mörg ekki hvers vegna Guð kallaði Hjört Snæ til sín svo ungan, frá elskandi móður hans og systur. Við trúum því að Hjörtur Snær hafi verið kallaður til stærri verka í landi Guðs. Elsku Hjörtur, við kveðjum þig hinstu kveðju og þökkum þér alltof stutta samveru. Við biðjum Guð að styrkja og hugga móður þína og syst- ur í sorg þeirra og söknuði því missir þeirra er mikill. Nær en blærinn, blómið, barn á mínum armi, ást í eigin barmi ertu hjá mér, Guð. (Sbj. Ein.) Kveðjur frá bekknum 7JG, Fellaskóla. Hversu mikið getur Guð lagt á okkur? Það er spurning sem við get- um ekki svarað. Ef við ættum eina ósk yrði hún sú að fá þig aftur og þú yrðir lengur hjá okkur, en Guð ætlaði þér stærri hlutverk. Elsku Hjörtur minn, við áttum stuttar en ógleymanlegar stundir eins og sólardaginn sem þú komst með pabba þínum í heimsókn til okk- ar. þú lékst við hvern þinn fingur, það mátti ekki á milli sjá hvert okkar systkinanna væri stoltast af þér pabbi þinn eða við. Við vissum það að þegar þú fædd- ist fengum við þig bara að láni frá Guði, en að það yrði svona stuttur tími vissum við ekki. Elsku Hjörtur okkar við áttum alltof stutt kynni en þau verða ætíð geymd í hjarta okkar. Hafðu þökk fyrir allt, bæði fyrir að vera til og eins að sýna og kenna okkur hugrekki og styrk. Guð blessi þig og geymi. Guðlaug, Beníta og Níels Guð styrki ykkur og lini sársauka ykkar. Kær kveðja. Amma, Helga, Guðrún, Heiðrún, Þórhildur, Jóhannes, Helgi Þór og Kató Axel. HJÖRTUR SNÆR FRIÐRIKSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.