Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 39
III. Útivist og náttúra Átak verður gert í náttúruvernd í borgarlandinu með vatnasvið Elliða- ánna sem forgangsverkefni. Lokið verður við að marka stefnu um strandsvæði borgarinnar. Ljúka á uppbyggingu Ylstrandar í Nauthóls- vík. Halda á áfram að leggja göngu- og hjólreiðastíga þannig að úr verði samfellt net stíga um borgarlandið allt. Hjólreiðar eiga að geta orðið samgöngumáti þeirra sem það kjósa. Reiðstígar verða lagðir í samvinnu við hestamenn. Hlúa þarf að útivist- arsvæðum borgarinnar og bæta nýt- ingu þeirra með því að byggja upp aðstöðu sem er í sátt við umhverfið. Efla á samvinnu við skáta, útivist- arfélög og náttúruverndarsamtök um leiðsögn og merkingar á náttúru- perlum í borgarlandinu og nágrenni. IV. Öflugri almenningssamgöngur Almenningssamgöngur eiga að vera raunhæfur og öruggur valkost- ur við að komast leiðar sinnar í Reykjavík. Á meginleiðum á að veita strætisvögnum forgang og fjölga á ferðum á álagstímum. Kanna á möguleika á rekstri sporvagna eða einteinunga innan Reykjavíkur. Samstaða og samhjálp – áherslur og framtíðarsýn  Samhæfa þjónustu og hjúkrun til að aldraðir Reykvíkingar geti lifað eðlilegu heimilislífi eins lengi og þeir kjósa.  Aukin áhrif fólks á þá þjónustu sem veitt er inni á heimilinu.  Reykjavíkurborg láti byggja eða kaupi að minnsta kosti 100 fé- lagslegar íbúðir á ári og stuðli að öðrum búsetuúrræðum.  Skipulag á nýjum byggingarsvæð- um taki mið af þörfinni fyrir litlar og meðalstórar leiguíbúðir.  Félagsþjónustan geri sérstakt átak í að vinna gegn félagslegri einangrun fólks og bjóði þeim ein- staklingum og hópum sem verst eru staddir þjónustu. I. Samábyrgð og samhjálp Reykjavík stendur traustum fót- um og velferð á að ná til allra. Í Reykjavík á að tryggja grunnþarfir íbúa. Félagsleg aðstoð er þjónusta byggð á mannréttindahugmyndum, að hver einstaklingur sé mikilvægur og skipti máli fyrir heildina. Reykja- víkurlistinn vill stuðla að jöfnum tækifærum, óháð efnahag eða ann- arri stöðu. Reykjavíkurlistinn vill jafna lífskjör og vinna markvisst gegn félagslegri einangrun. II. Þak yfir höfuðið Öflugur leigumarkaður verður ekki til nema byggingarfélögum og fyrirtækjum verði tryggðar forsend- ur til að byggja og reka leiguíbúðir og félagslegar íbúðir á viðráðanleg- um kjörum. Miklu skiptir jafnframt að ríkisvaldið skorist ekki undan ábyrgð sinni og leggi fram eðlilegan hlut til að tryggja þeim þak yfir höf- uðið sem þurfa á því að halda. Skipu- lag á nýjum byggingarsvæðum þarf að taka mið af þörfinni fyrir litlar og meðalstórar leiguíbúðir. III. Að búa heima Borgin á að leggja sitt af mörkum til að þeir Reykvíkingar sem komnir eru á efri ár geti búið heima hjá sér og lifað eðlilegu heimilislífi eins lengi og þeir kjósa. Samhæfa á þá þjón- ustu og stuðning sem til þarf og fólk á að hafa möguleika á að stýra þjón- ustu inni á heimili sínu. IV. Mannréttindi Reykjavík á að vera borg þar sem stjórnendur og starfsmenn koma fram af þjónustulund og virðingu gagnvart íbúunum. Menningarleg fjölbreytni auðgar. Mannréttindi eru leiðarljós við stjórn borgarinnar. All- ir íbúar Reykjavíkur eiga jafnan rétt gagnvart borginni án tillits til kyn- ferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, uppruna, litar- háttar, efnahags, ætternis eða ann- arrar stöðu. Samstarf ríkis og Reykja- víkurborgar – áherslur og framtíðarsýn  Samgöngubætur á höfuðborgar- svæðinu.  Grenndarlöggæsla og miðborgar- vakt.  Úrbætur í húsnæðismálum.  Hjúkrunarheimili fyrir aldraða.  Uppbygging og endurbætur fram- haldsskóla.  Heilsugæsla verði efld í borginni og er bygging nýrrar stöðvar fyrir Voga-, Heima- og Sundahverfi forgangsmál. I. Átak í samgöngumálum Átak þarf að gera í samgöngu- málum og umferðaröryggismálum höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkur- listinn krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi beiti sér í þeim efnum. Það er óviðunandi að ónóg uppbygging sam- göngumannvirkja standi framþróun höfuðborgarinnar fyrir þrifum. Nauðsynlegt er að ríkið taki þátt í kostnaði vegna almenningssam- gangna enda samræmist það sameig- inlegum markmiðum heimsbyggðar- innar um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Greiða á fyr- ir umferð með því meðal annars að leggja fyrsta áfanga Sundabrautar og ný gatnamót Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar. Jafnframt verði Miklabraut lögð í stokk við Löngu- hlíð. II. Öflug löggæsla og vímuvarnir Reykjavíkurlistinn vill starfa með dómsmálayfirvöldum til að efla lög- gæslu í Reykjavík. Ekki er hægt að búa lengur við það ástand að hvorki sé brugðist við ítrekuðum kröfum Reykjavíkurborgar um grenndarlög- gæslu né mótmælum gegn fækkun lögreglumanna í miðborginni. Reykjavíkurlistinn er reiðubúinn að semja við ríkið um að taka við stað- bundinni löggæslu í borginni til að vinna megi að auknu öryggi í nánari samvinnu við Reykvíkinga. Efla á samstarf við lögreglu, félagasamtök og fagaðila um átak gegn vímuefna- vandanum með nýrri aðgerðaáætlun. III. Húsnæðismál og hjúkrunar- heimili fyrir aldraða Reykjavíkurborg ætlar að vinna með félagsmálaráðuneytinu að upp- byggingu 600 nýrra leiguíbúða á höf- uðborgarsvæðinu á næstu fjórum ár- um. Biðtími aldraðra eftir hjúk- runarrými ætti aldrei að vera lengri en þrír mánuðir eftir að þörf hefur verið skilgreind. Reykjavíkurborg mun hafa forystu um samstarf við ríkið og aðra aðila um að það mark- mið náist. Rekstur hjúkrunarheimila er þó og verður verkefni ríkisins. IV. Húsnæðisekla framhaldsskóla Reykjavíkurlistinn leggur áherslu á að betur verði búið að framhalds- skólum borgarinnar og að ríkið geri áætlun um hvernig það ætlar að koma aðstöðu skólanna í viðunandi horf á næstu árum. Ráðast þarf í verulegar endurbætur á öllum eldri framhaldsskólum borgarinnar en auk þess þarf að byggja ný skólahús fyrir Kvennaskólann og Menntaskól- ann við Sund.“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 39 TIL SÖLU Til sölu er jörðin Lambhagi í Ölfusi, 42 ha að stærð, öll grasi gró- in, þar af um 20 ha ræktað land og 22 ha beitarland. Jörðin er ágætlega uppbyggð. Húsakostur er 119 fm íbúðarhús, byggt 1951, klætt viðarklæðningu, á einni hæð með 5 herbergjum, eld- húsi, búri, þvottahúsi og baðherbergi. Yfir húsinu er geymsluris. Nýir gluggar eru í íbúðarhúsinu og hefur vatnslögn verið endurnýj- uð eftir þörfum. Til útihúsa teljast 3 alifuglahús, 590 fm alls, kálfa- hús, hlöður, véla- og verkfærageymslur, byggðar á árunum 1951- 1986. Útihúsin hafa verið endurnýjuð og eru þau klædd að utan með bárujárni og máluð. Hitaveita er á jörðinni er gefur 10 mínút- ulítra frá Austurveitu, en af því eru aðeins um 3,7 mínútulítrar not- aðir til upphitunar á íbúðarh. og alifuglahúsi. Staðsetning jarðar- innar er mjög góð, mitt á milli Hveragerðis og Selfoss. Drauma- eign fyrir hestafólk og aðra áhugamenn um landbúnað. Ásett verð er 29 millj. króna. Nánari upplýsingar um jörðina veita Lögmenn Skólavörðustíg 12 í síma 562 1018. Jörðin verður til sýnis á laugardag og sunnudag næstkomandi. Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 483 4231 (Ólöf) eða 893 5008 (Halldór). Hestasýning á Norðurlandi TEKIÐ til kostanna á Króknum, norðlensk sýning, þar sem taka þátt um 130 hross af Norðurlandi, fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 26., og á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 21 bæði kvöldin. Jafnframt verð- ur kynbótasýning hrossa á Sauðár- króki 27. apríl og hefst hún kl. 14, segir í fréttatilkynningu. Hundasýning í reiðhöll Gusts TVÆR hundasýningar verða haldnar á vegum hundaræktunarfélagsins Ís- hunda í reiðhöll Gusts laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. apríl og hefj- ast kl. 10. Íshundar eru meðlimur í Union Cynologie International, skammstafað UCI sem eru alþjóðleg hundaræktarsambönd í Þýskalandi. Á sýninguna hafa verið skráðir á ann- að hundrað hundar af 14 tegundum. Úrslit sýningar eru áætluð um klukkan 17.30 til 18.30, segir í frétta- tilkynningu. Framsóknarmenn í Kópavogi Opna kosninga- skrifstofu FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi opna formlega kosningaskrifstofu í dag, föstudaginn 26. apríl, á Digra- nesvegi 12, Kópavogi, kl. 20.30. Frambjóðendur B-listans í Kópa- vogi verða á staðnum. Allir velkomn- ir. Heimasíða Framsóknarflokksins í Kópavogi er www.xb.is/kopavogur, segir í fréttatilkynningu. Háar afskrift- ir námslána rýri ekki kjör lánþega MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN), Iðnnemasambandi Íslands (INSÍ), Sambandi íslenskra námsmanna er- lendis (SÍNE) og Stúdentaráði Há- skóla Íslands (SHÍ): „Námsmannahreyfingarnar lýsa yfir áhyggjum sínum vegna hárra af- skrifta námslána Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN). Á árinu 2001 námu afskriftir námslána sjóðs- ins um 148 milljónum króna, en þar af eru 117 milljónir vegna niður- felldra námslána sem tekin voru á árunum 1976–1982. Þessi lán voru með 20 ára hámarksendurgreiðslu- tíma og er þetta þriðja árið sem lán í þessum flokki eru afskrifuð. Þetta þýðir að þeir sem tóku lán á fyrr- nefndu tímabili og hafa ekki greitt þau að fullu fá eftirstöðvarnar nið- urfelldar að loknu 20 ára endur- greiðslutímabili. Búast má við að af- skriftir vegna niðurfellingar námslána eigi eftir að hækka umtals- vert á komandi árum. Afskriftir þessar koma illa við fjárhag sjóðsins en árlega þarf að varðveita háar fjárhæðir á afskrift- areikningi LÍN til að mæta niðurfell- ingu þessara lána. Það er von náms- mannahreyfinganna að stjórnvöld sjái til þess að þessar háu afskriftir komi ekki til með rýra kjör lánþega LÍN, sem nú eru um 6.800 talsins. Þess má geta að lán tekin eftir ár- ið1992 hafa óákveðinn endur- greiðslutíma, sem þýðir að lántak- andinn greiðir þau upp að fullu. Námsmenn í dag búa því við mun lakari lánskjör en fyrri kynslóðir.“ Samræmt skóladaga- tal á Sel- tjarnarnesi Á FUNDI skólanefndar Seltjarn- arness þann 17. apríl sl., var stað- fest skóladagatal fyrir grunn- skólana á Seltjarnarnesi fyrir skólaárið 2002 – 2003. Við gerð skóladagatalsins var haft að leiðarljósi að nemendadag- ar yrðu samræmdir á öllum skóla- stigum, þannig að skóladagatalið yrði eins fjölskylduvænt og kostur væri, jafnframt því að litið væri til faglegra þátta skólastarfsins. Þannig verða nú báðir starfsdagar leikskóla og námskeiðsdagur þeirra á starfsdögum grunnskól- anna. Vetrarfrí grunnskólanna verður á sama tíma og í grunnskólum Reykjavíkur. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér skóladagatölin er bent á að hægt er að skoða þau á heima- síðu skólanna www.valo.is og www.myrarhusaskoli.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.