Morgunblaðið - 26.04.2002, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SÍÐUSTU Íslendingarnir hafa hald-
ið á brott frá Kanaríeyjum þennan
veturinn, allir nema einn. Gleymdi Ís-
lendingurinn? Viðkunnanlegur, ró-
legur, dapur, sorgmæddur, hjart-
veikur eldri maður situr einn eftir
þarna suður frá í farbanni. Afleiðing
mannlegs harmleiks sem átti sér stað
á sólareyjunni á fyrstu dögum þessa
árs, harmleiks sem að mati allra
þeirra Íslendinga sem rætt var við á
Kanaríeyjum var hörmulegt slys. Um
þennan sorgaratburð fjalla ég ekki
frekar.
Við vorum þarna suðurfrá í síðustu
ferðinni nokkrir Vestmannaeyingar
og við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að kynnast þessum ágæta
manni nokkuð. Fengum hann dag-
lega með okkur í minigolfmót og í létt
spjall á eftir. Hann kom með okkur á
skemmtikvöld á Cosmos. Nokkrir
okkar hjálpuðu honum að flytja milli
gististaða daginn sem hópurinn flaug
heim. Okkur rann til rifja að horfa til
þessa mæta manns er rútan rann af
stað frá hótelinu með okkur áleiðis
heim. Hann varð eftir og veit ekki
hvað bíður hans. Hann sat nokkrar
vikur í gæsluvarðhaldi, hann hefur
ekki verið ákærður, hann er í algjörri
óvissu um sín örlög. Hann vill komast
heim.
Það fór ekki framhjá okkur að
þessum manni leið ekki vel. Okkur til
ánægju tókst okkur að laða fram hjá
honum bros í frekar frjálslegu golf-
móti og fjörlegu spjalli að því loknu.
Hann kom alla dagana nema einn.
Þegar við tókum undir með Örvari
Kristjánssyni þegar hann söng á Cos-
mos: „ég veit ekki hvort eða hvernig,
eða hvænær ég kem heim“, þá runnu
tár úr augum þessa samlanda okkar.
Hann grét og leyndi því ekki.
Þegar við héldum heim rétti hann
að einum okkar umslagi og úr því
komu þessi tilskrif:
„Kveðja frá Kanarí.
Vont er að kveðja en verður nú senn
því Vestmannaeyjahópurinn glaði
svo fallegar konur og frjálslegir menn
þau fara nú burt, það er skaði.
Og skrautlegt tiltal og skammir sá fær
sem skrópaði og braut eitthvað af sér
„því laxmaður komst ekki í golfið í gær
við gátum vart lifað það af hér“.
Í golfinu voru oft góðlátleg köll
og glott þegar holan var snúin.
En þakklæti frá mér nú þiggið þið öll
„og þar með er draumurinn búinn“.
Bæringur“.
Við þökkum Bæringi fyrir kveðj-
una. Okkar var ánægjan að geta létt
honum stundir part úr degi í tvær
vikur.
Ég vil hér með koma þeirri áskor-
un og beiðni til utanríkisráðuneytis-
ins að gangast í það af hörku að fá
mál þessa samlanda okkar afgreitt
sem fyrst. Ég veit að fjölskylda hans
er að vinna í málinu með ærnum
kostnaði en meira þarf til að koma.
Sem þegn þessa lands, ellilífeyris-
þegi, á hann rétt á því að samfélagið
hjálpi til og hann komist heim sem
fyrst. Hér er mál fyrir íslensk mann-
úðarsamtök að beita sér í. Ekki líta
langt fyrir skammt. Einn af okkur er
í nauð. Hjálpum honum heim.
HERMANN KR. JÓNSSON,
Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum.
Gleymdi
Íslendingurinn?
Frá Hermanni Kr. Jónssyni:
ÞAU tíðindi hafa gerst, nú á útmán-
uðum að sveitarstjórn Vesturbyggð-
ar hefur ákveðið að leggja niður
grunnskólann í Örlygshöfn.
Þetta eru slæm tíðindi og ekki
skiljanleg fyrir þá sem þekkja það
góða fólk sem að samþykkt málsins
stendur, hér er um vanhugsaða að-
gerð að ræða. Það hljóta allir, sem út
í málið hugsa, að geta sett sig í spor
fólksins sem fyrir aðgerðinni verður.
Við íbúar Vesturbyggðar erum öll
á sama báti gagnvart stærri heild-
um. Vestfjörðum, nýju stækkuðu
kjördæmi, þjóðinni í heild. Við hljót-
um að gera kröfu til að það ástand
sem nú ríkir í Vesturbyggð og víðar
á landsbyggðinni, að fólki fækkar ár
frá ári, verði ekki svarað með minnk-
aðri þjónustu af hálfu hins opinbera
og allt miðað við höfðatölu.
Því hljótum við að gera sömu
kröfu til okkar sjálfra.
Ég vil því hér með skora á sveit-
arstjórn Vesturbyggðar að leita ann-
arra ráða til lausnar fjárhagsvanda
sveitarfélagsins, en að leggja niður
þjónustu í jaðarbyggðum okkar jað-
arbyggðar, þjónustu sem öllum er
mest um verð, að geta haft blessuð
börnin okkar nálægt okkur sem
lengst. Ég vil að lokum benda á
nokkur atriði sem ég tel ástæðu til að
kanna.
Fjarfundarbúnaður ryður sér nú
til rúms, eins og við þekkjum hér,
enginn efast um að með honum má
bæta um í kennslu námsgreina sem
fámennari skólar geta ekki komið við
og með því komist lengra áfram á
námsbrautum en annars væri. Við
hér í Vesturbyggð gætum orðið
brautryðjendur á því sviði ef dáð og
dugur sem hér eru fyrir hendi yrði
leyst úr læðingi, vafalaust mætti
einnig spara peninga með þeim
hætti.
Stjórnarskráin kveður á um að all-
ir landsmenn eigi sama rétt til náms.
Væri ef til vill hægt að ætlast til að
hér væru ekki aðeins orðin tóm, eig-
um við ef til vill rétt á stuðningi hins
opinbera í þessu sambandi.
Eitt skulum við hinsvegar gera
okkur ljóst. Þar sem skóli verður
lagður niður og ekki er boðið upp á
jafngóða þjónustu í staðinn, að mati
foreldra barnanna sjálfra.
Þar er lögð niður byggð með vald-
boði þeirra sem trúað er fyrir byggð-
arlaginu.
EINAR GUÐMUNDSSON.
Seftjörn,
451 Patreksfirði.
Það er óráð
Frá Einari Guðmundssyni: