Morgunblaðið - 26.04.2002, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ERLENDAR nektardansmeyjar,
sem starfa í Reykjavík, virðast ekki
hafa eðlilegan aðgang að heilsu-
gæslu, t.d. í þeim tilgangi að fá
getnaðarvarnir. Hins vegar er vitað
að þær leita í auknum mæli til heil-
brigðisþjónustunnar eftir fóstur-
eyðingu. Þetta er meðal þess sem
kom fram í máli Guðrúnar Agnars-
dóttur, forstöðumanns Neyð-
armóttöku vegna nauðgana, á ráð-
stefnu Evrópskra borga gegn
eiturlyfjum (ECAD) í gær.
Slík borgarstjóraráðstefna Sam-
taka evrópskra borga gegn fíkni-
efnum er nú haldin í níunda sinn og
hófst hún á Grand Hótel í Reykja-
vík í gær. Um 150 manns frá 18
löndum í Evrópu sækja ráðstefnuna
auk Bandaríkjamanna. Verndari
ráðstefnunnar er Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís-
lands.
Guðrún Agnarsdóttir var meðal
ræðumanna á seinni hluta ráðstefn-
unnar og í erindi sínu ræddi hún
um skipulagðan flutning kvenna til
Vestur-Evrópulanda til starfa inn-
an kynlífsiðnaðarins þar en kynlífs-
þrælkun virðist haldast í hendur
við eiturlyfjaiðnaðinn. Í máli sínu
vék Guðrún tali sínu að erlendum
stúlkum sem væru hluti af kynlífs-
iðnaðinum í Reykjavík og sagði þær
lifa einangruðu lífi þar sem þeirra
væri vel gætt. Sagði hún margar
þeirra staðhæfa að þær væru
neyddar til að selja sig í svoköll-
uðum einkadansi samhliða því að
dansa fyrir stærri hópa. Sömuleiðis
væru þær sagðar þéna lítið nema
þær stunduðu vændi.
„Það lítur ekki út fyrir að þær
hafi eðlilegan aðgang að heilsu-
gæslu, t.d. í þeim tilgangi að fá
getnaðarvarnir, en það er vitað að
þær sækja í auknum mæli eftir
læknisþjónustu til að óska eftir
fóstureyðingu. Meðhöndlunin á
þessum stúlkum er eins og á varn-
ingi og vanhelgar virðingu allra
kvenna,“ sagði Guðrún í ræðu sinni.
Erlendar dansmeyjar sem eru starfandi á nektardansstöðum í Reykjavík
Óska eftir
fóstureyðingu
í auknum mæli
Samvinna mikilvæg/26
FJÖLBREYTT dagskrá var í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal í gær í tilefni af sum-
ardeginum fyrsta og fylgdust börn-
in af áhuga með því sem þar bar
fyrir augu, eins og myndin ber með
sér. Um allt land var sumarkom-
unni fagnað þótt veður hafi verið
misjafnt og mörg sýnishorn á ferð-
inni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sumar-
gleði
ÍSLAND skipar sér í fremstu röð
þjóða á alþjóðavísu hvað varðar
stofnunar- og rekstrarkostnað at-
vinnurekstrar í greinum eins og
hugbúnaðargerð, lyfja-, efna- og
heilbrigðisiðnaði, líftæknirann-
sóknum, gagnavistun og þorskeldi
samkvæmt samanburðarrannsókn
í þessum efnum sem tekur til 115
borga í Evrópu, Ameríku og Jap-
an.
KPMG í Kanada hefur yfirum-
sjón með rannsókninni og benda
bráðabirgðaniðurstöður til þess að
Ísland sé í einu af fimm efstu sæt-
unum. Rannsóknin er unnin að
frumkvæði almenns sviðs Fjárfest-
ingarstofu, sem er arftaki Mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins
og Landsvirkjunar og tekur til
samkeppnishæfni íslensks rekstr-
arumhverfis. Borinn er saman
stofn- og rekstrarkostnaður í fjór-
tán ólíkum atvinnugreinum í 115
borgum á svæðum í Evrópu, Am-
eríku og Japan.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra minntist stuttlega á
rannsóknina í eldhúsdagsumræð-
um á Alþingi í fyrrakvöld. Hún
sagði í samtali við Morgunblaðið
að rannsókninni væri ekki lokið en
þó væri komið í ljós að Ísland
stæði mjög vel að þessu leyti.
Rannsóknin tæki til allra helstu
þátta sem skiptu máli fyrir fyr-
irtækjarekstur.
Aðspurð hvort þetta sýndi ekki
að við værum fyllilega samkeppn-
isfær að þessu leyti sagði hún svo
vera. Þetta sýndi að við stæðum
mjög framarlega í þessum efnum
og það væri ánægjuefni.
Páll Magnússon, stjórnarfor-
maður Fjárfestingarstofu, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
bráðabirgðaniðurstöður bentu til
þess að við værum í einu af fimm
efstu sætunum í þessari saman-
burðarrannsókn, en fyrirhugað
væri að kynna endanlegar niður-
stöður í þessum efnum um mán-
aðamótin.
Aðild Íslands að samanburðar-
rannsókninni er að frumkvæði al-
menns sviðs Fjárfestingarstofu.
Rannsóknin er unnin á vegum
KPMG í Kanada, en KPMG á Ís-
landi sér um að útbúa og miðla
upplýsingunum um Ísland.
Ísland í einu af fimm
efstu sætunum
Rannsókn á stofnunar- og rekstrarkostnaði
í fjórtán atvinnugreinum í 115 borgum
BRESKA blaðið Guardian skýrði frá
því í gær að kona, sem ferðaðist und-
ir íslensku nafni, hefði verið hand-
tekin í Kólombíu í fyrra grunuð um
að tengjast Írska lýðveldishernum,
IRA. Konunni hefði verið sleppt
vegna skorts á sönnunargögnum.
Þetta kom fram í málflutningi sem
nú fer fram í Washington í Banda-
ríkjunum þar sem þingnefnd rann-
sakar tengsl IRA við hryðjuverka-
hópa m.a. FARC-skæruliða-
hreyfinguna í Kólombíu.
Í frétt Guardian segir að Fern-
ando Tapias, yfirhershöfðingi kól-
ombíska stjórnarhersins, hafi sagt
er hann kom fyrir þingnefndina í
Washington á miðvikudag að minnst
sjö félagar í Írska lýðveldishernum
hefðu verið á ferð í Kólombíu. Þrír
hefðu verið handteknir í fyrra en
þeir biðu enn dóms. Fjórir til við-
bótar hefðu verið handteknir í apríl í
fyrra en þeim hefði verið sleppt
vegna skorts á sönnunargögnum. Á
meðal þeirra hefði verið kona sem
ferðast hefði undir íslensku nafni.
Hershöfðinginn sagði IRA hafa
veitt FARC-hreyfingunni aðstoð en
viðurkenndi að hann hefði engin
sönnunargögn handbær sem sönn-
uðu að þeir sjö sem hann nefndi
hefðu verið í landinu á vegum lýð-
veldishersins.
Kona með
íslenskt
nafn bendl-
uð við IRA
HÚSASKÓLI í Grafarvogi skemmd-
ist töluvert í eldi í gærkvöldi eftir að
eldur komst í klæðningu hússins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er
augljóst að um íkveikju hafi verið að
ræða.
Slökkviliðinu barst tilkynning um
eldinn um klukkan 21.45 í gærkvöld
en upptök eldsins voru utandyra, við
aðalinngang skólans. Voru menn frá
tveimur stöðvum sendir strax á stað-
inn og þegar þangað var komið hafði
eldurinn náð að berast í klæðningu
hússins og logaði glatt í henni.
Slökkviliðsmenn höfðu áhyggjur
af því að eldurinn bærist í þak húss-
ins. Töluverður reykur myndaðist
innandyra og kvað svo rammt að
honum að reykkafarar voru sendir
inn í húsið til reyklosunar.
Valgerður Selma Guðnadóttir,
skólastjóri Húsaskóla, átti ekki von á
því í gærkvöld að skólahald í dag
myndi raskast af völdum eldsins.
Talsverðar
skemmdir eft-
ir íkveikju í
Húsaskóla
♦ ♦ ♦