Vísir - 30.06.1980, Page 1

Vísir - 30.06.1980, Page 1
f"Tvísýn 7aÍni"ng"atkvæöa“rförsetaKÖsnTngunum í alla nótt: I vigdfs sigraðl Guölaug ! með 1906 atkvæða munl Vigdis Finnbogadóttir hefur verið kjörin forseti tslands næsta kjörtima- bil. Hún hlaut samtals 33.6% greiddra atkvæða i forsetakosningunum i gær, en skæðasti keppinautur hennar, Guð- laugur Þorvaldsson, fékk 32.2% at- kvæðanna. Þegar talningu lauk i morgun skildu 1906 atkvæði þau að. Aðrir frambjóðendur fengu mun minna fyigi- Talning atkvæöa gekk vel fyrir sig um allt land, og endanleg úrslit lágu fyrir um kl. átta i morgun. Allnokkru áöur, eöa siöla nætur, varö þó oröiö ljóst, aö Vigdis næöi kjöri. Mjög mjótt var á mununum hjá Vigdlsi og Guölaugi fram eftir nóttu, og stundum skildu innan viö eitt hundraö atkvæöi á milli þeirra. Þegar endanlegar tölur komu úr Reykjavik, eftir talningu utankjör- fundaratkvæöa þar, varö hins vegar ljóst, aö Vigdis færi meö sigur af hólmi, og biliö breikkáöi siöan smátt og smátt. Endanleg úrslit. Endanleg úrslit fyrir landiö allt eru sem hér segir: Vigdis Finnbogadóttir Guölaugur Þorvaldsson Albert Guömundsson Pétur J. Thorsteinsson Auöir og ógildir 43.530 atkvæöi, 33.6% 41.624 atkvæöi, 32.2% 25.567 atkvæöi, 19.8% 18.124 atkvæöi, 14.0% 540 atkvæöi, 0.4% Samtals voru á kjörskrá 143.078, en þar af greiddu 129.385 atkvæöi eöa 90.4%. Athygli skal vakin á þvi, aö viö forsetakjör 1952 munaöiaöeins I879atkvæöum á Asgeiri Asgeirssyni og séra Bjarna Jónssyni, en þaö jafngilti 2.6%. Munurinn nú er hins vegar 1906 atkvæöi, sem jafngilda 1.4%. iVigdis efst i 6 kjördæmum. ' Vigdis Finnbogadóttir varö efst i sex kjördæmum, en Guölaugur i hinum tveimur. Kjördæmin, þar sem Vigdis varö efst, eru Reykja- vik, Vesturland, Vestfiröir, Noröurland vestra, Austurland og Suöurland, en Guölaugur varö efstur i Reykjanesi og Noröurlandi eystra. úrslitin i einstökum kjördæmum eru birt á bis. 6, en auk þess er skýrt frá forsetakosningunum á bls. 23, 30 og 32. —ESJ. stuðnings- menn fögn- uðu Vigdísi í morgun Um sjöleytið i morgun fjölmenntu stuðnings- menn Vigdisar Finn- bogadóttur að heimili hennar við Aragötu i Reykjavik til að fagna sigri hennar i forseta- kosningunum. Myndin hér til hliðar var tekin þegar Vigdís kom til heimilis sins úr sjónvarpshúsinu og var vel fagnað af stuðn- ingsmönnum. Hún sést hér faðma að sér kosn- ingastjóra sinn, Svan- hildi Halldórsdóttur. Vísismynd: Þ.G. ..Þetta er söoulea stund „Ég er hreykin og mér finnst þetta vera einstök framsýni hjá okkur tslendingum aö veröa fyrstir til aö kjósa konu til for- seta” sagöi Vigdis Finnboga- dóttir, nýkjörin forseti tslands, þegar Vlsir ræddi viö hana snemma I morgun aö heimiii hennar aö Aragötu 2. Þegar úr- slit voru kunn safnaöist mikill fjöldi fólks aö heimili hennar og var Vigdisi innilega fagnaö. „Ég hef undanfarnar vikur haft þá bjargföstu trú aö þetta kjör gæti gert talsvert mikiö gagnfyrir ísland og þjóðina, þvi þaö vekur svo mikla athygli á landinu. Heimurinn fer aö skoöa þessa þjóö og átta sigá aö þarna býr þjóö sem hefur þol og svo rika verkmenningu aö hún hefur á tæpri öld náð þvi að lifa viö sömu kjör og stórþjóöir sem eiga langa sögu iönvæöingar aö baki.” — Er þetta sigur fyrir þig eða sigur I jafnréttisbaráttunni? „Hvort tveggja. Auövitaö er þetta sigur fyrir mig þvi mér var teflt fram sem persónu. Ég taldi mig hafa ráö á aö ganga til leiks, þvl ég dró engan til ábyrgöar nema sjálfa mig. Aö visu varö ég aö taka mina nán- ustu meö mér, en ég vissi aö þeir hafa til aö bera þroska og skilning til aö láta ekki á sig fá ef aö mér yröi gengiö. Aö því er snertir sigur I jafn- réttisbaráttu þá er þess aö geta aöiþeirri baráttu hefur sigur þegar veriö unninn en sá sigur hefur hins vegar ekki veriö notaöur sem skyldi fyrr en nú. Þaö heföi aldrei veriö lagst á einu konuna sem var I framboöi aö þessu sinni, meö sérkenni- legum ritsmiöum og duttlunga- fullum fullyröingum, nema af þvi aö hún hlýtur að hafa veriö talin jafnvig karlmönnum.” — Hy ggstu hitta þaö fólk sem nú hefur stutt þig til forseta? „Jahá, — það geri ég. Ég hef heimsótt fólk um allt land og skiliö viö hundruö manna sem héöan i frá eru ævivinir minir.” — Teluröu þaö ekki vera sögulega stund aö kona skuli nú hafa veriö kjörin forseti hér á landi? „Mér finnst þetta vera sögu- leg stund i lifi þjóöarinnar, en ekki bara þessarar þjóöar held- ur i mannkynssögunni. t kvennasögu heimsins er þetta stór stund ekki einasta fyrir okkur heldur fyrir allan heim- inn. Arsins 1980 veröur minnst sem ársins þegar kona varö fyrst forseti þjóöar sinnar, lýö- ræðiskjörin. Kannski er þetta hægt á tsiandi vegna þess aö þjóöin er litil, en þetta er ekki slöur merki um þab aö i þessu landi býr upplýst þjóö.” — Hver er boöskapur þinn til þjóöarinnar nú þegar þú hefur verið kjörin forseti? „Sá boöskapur sem ég hef viljað koma á framfæri viö þjóöina er aukin meövitund um þjóörækni og menningu. Ég mun aldrei þreytast á aö minna á, aö viö veröum aö gæta þessa fjöreggs okkar sem er frelsiö. Frelsiö er þaö dýrmætasta sem viö eigum. En þaö er meö frelsiö eins og valdiö, aö þaö veröur aö vera agaö en ekki óbeislaö.—HR J

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.