Vísir - 02.07.1980, Side 16

Vísir - 02.07.1980, Side 16
Umsjón: Magdalena Schram vtsm Mióvikudagur 2. júli 1980. Nei, það eru ekki jól og skammdegi, heldur sól og sumarfri, m.a.s. sjónvarpsfri. Hvernig skyldi það vera með bókaþjóðina — les hún á sumrin? Og hvernig bækur? Til þess að leiita nú ekki langt yfir skammt, vatt ég mér að samstarfsfókinu hér á Visi, einhver þeirra gæti e.t.v. mælt með einhverju? Sveinn örn Gisli vinir eða vandamenn aðalsögu- hetjunnar, og maður fylgist meö öllu, vltt og breitt um heim- inn og getur þannig fylgst með gangi striðsins. Þarna kemur t.d. við sögu þýskur herforingi, sem skrifar minningar sinar úr striðinu og þessi aðalpersóna er að þýða þær úr þýsku, þannig kynnist maður lika sjónahorni Þjóðverjanna. Lýsingarnar t.d. frá Bandarikjunum, af þvi hvernig lifið var þar á striðsár- unum, þegar svona karlmenn voru i burtu og fólki leið eins og heimurinn myndi liða undir lok næsta dag og hagaði sér e.t.v. samkvæmt þvi, já þetta hefur auðvitað verið svona annars staðar, en margir gera sér alls ekki grein fyrir þvi, hve styrjöldin hafði mikil áhrif i Bandarikjunum, þótt þau væru Sveinn Guðjónsson, blm.: — Um siðustu helgi byrjaöi ég aö lesa Vikivaka eftir Gunnr Gunnarsson, en er reyndar ekki kominn lengra en i lok aðfara- orðanna — maður hefur svo lit- inn tima, búinn að vera á kafi i forsetakosningum. En þó les ég liklega töluvert, það kemur svona i gusum. A sumrin þegar ég er i blaömennskunni les ég mikið blöðin, yfirleitt kiki ég alltaf i eitthvaö áður en ég fer að sofa. Um daginn las ég ævisögu Paul Getty, As I see it, hún var helviti skemmtileg, hann er að segja frá þvi hvernig hann varð milljónamæringur — það var uppörvandi lesning skal ég segja þér. Annars má það vel koma fram, að ég tek oft i hönd ein- hverja af bókum sonar min, svona undir svefninn, t.d. Lukku-Láka eða Tinna, það er létt og fin lesning til að sofna frá. Gunnar sendill: Ég les aldrei á sumrin — má ekki vera að þvi. Árni Sigfússon blm: Ég veit nú ekki hvort ég ætti að vera að segja frá þvi, en ég byrjaöi að lesa Höllu eftir Jón Trausta um daginn og hreinlega gafst upp á henni. Ef þú vilt annað en skáldsög- ur, þá hef ég verið að lesa Leiðin til Anauöar eftir eftir Hayek. Mjög áhugaverð bók um efna- hagsmál. Hann reynir að sýna fram á að frjálst efnahagslif sé leiöin úr úr ógöngum. Haek fékk Nobelsverðlaunin m.a. fyrir þessa bók og þótt hún f jalli eig- inlega um kreppuárin þá höfðar hún til okkar enn, passar ágæt- lega inn i efnahagsumræðuna i dag. Nei, hún er nú kannske ekki skemmtilestur. Út á land. Rétt i þann mund, sem undir- rituð var að hafa þessi orð Arna fyrir ritvélinni, sveif örn Bjarnason rithöfundur (Fyrsta öngstræti til vinstri) inn úr dyr- unum. Hafði hann lesiö eitthvaö nýlega? — Já, maöur er nú alltaf eitt- hvað að lesa. Ég hef verið að lita i þennan yndislega Dáta Sveik, það er nú bók sem ég les a.m.k. annað hvert ár. Og svo er ég rétt aö ljúka viö bók sem heitir ,,Um Listþörfina! ’ eftir Ernst Fischer i þýöingu Þorgeirs Þor- geirssonar — það er glettilega góð bók. Hann svona tekur utan um og þreifar á listsköpun, túlk- un, þessa sköpunarþörf, sem hrjáir svo marga. Þaö er kafli um kapitalisma og list — þaö er jú svo mikiö af hugverkum sem eru gegn auðsöfnun á fáar hend- ur. Annar kafli er um inntak og form, hvernig þetta veröur ailt, að falla hvert að öðru og vera i jafnvægi til þess að listamaður- inn komi verkinu til skila Bókin veröur fjári skemmti- leg, og skýrir margt, bæði fyrir listamanni og lika fyrir hinum, sem segja svo oft æ, ég botna nú ekkert i svona löguðu, þeir mundu hafa gaman af henni lika. Er örn Bjarnason að noröan? Alla vega var öngstrætið fyrst sýnt á Akureyri og fyrst ég var komin út fyrir Visisfólkið, var alveg eins hægt að slá á þráðinn norður. Ræddi við Gisla Jónsson menntaskólakennara og spurði hvaö hann væri aö lesa. — Þvi er nú fljótsvarað, ég er að lesa prófarkir að sögu Menntaskólans. Og svo bara blöðin. Saga Menntaskólans á Akur- eyri kemur út i sumar. Hún er þriskipt: Tryggvi ölafsson skrifar sögu Möðruvallaskól- ans, Steindór Steindórsson um Gagnfræðaskólann og sjálfur skrifa ég um siöustu 50 árin eða frá þvi að skólinn fékk réttindi til að brautskrá studenta 1930. Nú og myndum hefur Tómas Ingi Olrich konrektor safnað og Þórhallur Bragason skjalavörð- ur tók saman studenta-, gagn- fræðinga- og kennaratal. — Já, ég er að vona að þetta verði skemmtileg bók, sagði Gisli um leiö og hann kvaddi. Saga Menntaskólans á Akur- eyri verður þó naumast afþrey- ingarlestur i sumarfriinu hjá mörgum. Bestað finna einhvern annan kennara, sem ekki notar sumarleyfið i vinnu eingöngu. Sló á þráðinn til Sigriðar Jóns- dóttur, kennara á Isafirði: Já, það held ég nú aldeilis að ég sé að lesa eitthvað, skárra væri það nú ef maður gripi ekki bók i þessu dásamlega veðri, það er ekki hægt aö hugsa sér neitt betra finnst mér a.m.k. en að sitja f sólinni og lesa. Ég hef verið að lesa Óvini eft- Sissa ir Singer, það er afskaplega skemmtileg bók. Hún gerist i Bandarikjunum og aðalsögu- hetjan er þarlendur Pólverji. Hann eignast 3 konur, nei ekki allar i einu. Það eina sem ég finn athugavert við söguna er hvað mér finnst aðalsöguhetjan eitthvaö ósjarmerandi, maður getur illa trúaö þvi að hann eigi að vera svona mikið kvenna- gull. En Singer segir nú alveg sérstaklega skemmtilega frá. En ég má til með að segja þér frá annarri bók, sem ég var að enda við. Það er reyfari og alveg ofsalega spennandi, það er öll fjölskyldan hér búin að liggja i henni og enginn verið viðmælandi fyrr en lestrinum var lokið. Þetta er reyndar t tvö bindi, Gunnar sendill þaö fyrra heitir Winds of War og hitt War and Remembrance og bókin er eftir Hermann Wauk, sem ég kannaðist nú ekkert við áður. Þetta er mikill doðrantur, svona um 2500 bls. og það er svo mikið hægt að segja frá að ég veit varla hvort ég treysti mér til þess. En aðalsöguhetjan er Bandarikjamaöur, sem er sérlegur sendimaður Roosevelt forseta og er i Berlin þegar striöið skellur á og sagan gerist svo á striðsárunum. Þessi mað- ur, hann á t.d. son sem giftist gyöingastúlku, sem lendir i Auswitz og það er sagt frá þvi. Vinkona hans er stödd i Singapur þegar það fellur og á þvi eru miklar lýsingar. Það er sem sagt afskaplega mikið af fólki, sem kemur við sögu — allt Árni fjarri sjálfum vigvellinum. Sigriður hafði raunar miklu meira að segja um þessa marg- slungnu bók en okkur kom sam- an um að láta ekki meira upp um efnið. Ctlenskar bækur Liklega eruþeir mjög margir, sem lesa erlendar bækur og e.t.v. fleiri, sem leita á erlend- um bókamarkaöi eftir léttu og spennandi efni enda úrvalið af sliku lesefni meira þar. Hvað skyldi nú vera bitastætt að finna þar? Hringdi i Innkaupasam- band bóksala og rabbaði við Sigurð örn Guðmundsson. Sjálfur kvaðst Sigurður örn ekki vera með neitt i takinu i augnablikinu, en lumaði á frétt, sem margir munu eflaust fagna — það er komin nú bók frá höf- undi Women’s Room, Marilyn French. Sú bók heitir Bleeding Heart og mun rétt i þann mund að koma i bókabúðirnar um þessar mundir. Nýjar islenskar. Meiri ástæða er þó til að kanna hvað nýtt er af bókum á islensku. Sigriður Sigurðar- dóttir (Sissa) i Isafold lét i té lista yfir nýjar bækur á islensku. — Fyrst vil ég nefna endur- prentun á alveg yndislegri bók, sem mér finnst ætti að vera til á hverju heimili, það er Saga dag- anna — hátiðir og merkisdagar og uppruni þeirra eftir Arna Björnsson. Sú bók er gefin út af Bókaútgáfunni Saga. Þá er Bréf Jón Sigurðssonar. Úrval, I bindi, sem Menningar- sjóöur hefur gefið út. Leiöin til Ánauðar eftir Hayek, Almenna bókafélagið. Hafliði i Svefneyj- um: „Svona sigldi Hafliði I Svefneyjum” drög að ævisögu, sem Bókamiðstööin gefur út. Þá eru komin frá Iðunni bæði leik- ritin Hemmi eftir Véstein Lúð- viksson og Smalastúlkan og Út- laginn eftir Sigruð Guðmunds- son og Þorgeir Þorgeirsson. Borg drottningarinnar eftir Hilmar Stefán Karlsson, sem höfundur gaf sjálfur út. Og Brunabillinn sem týndist eftir Sviana Sjöwall og Wahlöö, sakamálasaga sem verður vist jafn vinsæl og þær fyrri eftir þessa höfunda. — Hvað ég er sjálf aö lesa? sagði Sissa. Ég er að lesa Undir Kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon og i annað skiptið. Það er alveg dýrðleg bók. Siðasti maðurinn sem spurður var, hvað hann væri aö lesa var Sigurjón Valdimarsson blm. hér á VIsi. Hann var reyndar lika að lesa Kalstjörnuna og leist jafn vel á þá bók og Sissu. Ég sjálf? Ég var að enda við Brunabilinn, sem týndist. Þaö er alveg æsispennandi bók og upplögð i sumarfriið. Ms

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.