Vísir - 21.07.1980, Blaðsíða 12
Mánudagur 21. jáll 1980
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir júní mánuð
1980 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta
lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga
uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin
4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð,
talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir
eindaga.
Fjármálaráðuneytið,
15. júlí 1980
Urval af
bílaáklæöum
(coverum)
Sendum
í póstkrofu
Altikabúðin
Hverlisgotu 72. S 22677
F/SKSA LA R!
Höfum afgangspappír
til sölu
Upplýsingar í síma 85233
Bíaðaprent hf.
i _m jm jm ■ » # <i m m
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 186., 91. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1979 á eigninni Hjallabraut 6, l.h.nr. 2. Hafnarfirði,
þingl. eign Guðnýar Gunnlaugsdóttur, fer fram eftir kröfu
Skúla J. Pálmasonar hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn
24. júlf 1980 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn IHafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 7., 11. og 16. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1980 á eigninni Suðurvangur 6, Hafnarfiröi, þingl. eign
Jónasar Þ. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Trygg-
ingastofnunar rikisins, og Iðnaðarbanka tslands, á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 24. júli 1980 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 17., 11. og 16. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1980 á eigninni Miðvangur 85, Hafnarfirði, þingl. eign
Árna óskarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjaröarbæj-
ar, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. júli 1980 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn IHafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst varf 86.,91.og 96. tölublaði Lögbirtingablaðs-
ins 1979 á eigninni Lækjarkinn 26, efri hæð, Hafnarfirði,
þingl. eign Jóns Hinrikssonar, fer fram eftir kröfu
Innheimtu rikissjóðs, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24.
júlf 1980 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn iHafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 186., 91. og 96. tölublaöi Lögbirtingablaös-
ins 1979 á eigninni Dalshraun 9, hluti, Hafnarfirði, þingl.
eign Hilmars Sigurþórssonar, fer fram eftir kröfu Hafnar-
fjaröarbæjar, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. júli 1980
kl. 16.00
Bæjarfógetinn I Hafnarfirði
Mikið stuð var á ballinu um kvöldið.
Fáir landsmenn geta státað af
skemmtilegra bæjarstæði en Sigl-
firðingar enda eru Ibúarnir stoltir
af sjálfum sér og bænum og þar
gildir kjörorðið: — Eitt sinn Sigl-
firðingur, ávallt Siglfirðingur. Þó
hefur margt misjafnt verið sagt
um bæinn og bæjarlffiö, einkum
hér áður fyrr, oftast af litlum
skilningi og enn minni góðvild. En
Siglfiröingar kæra sig kollótta
Ienda hafa þeir fyrir löngu afsann-
að allar slikar gróusögur.
Gamli „sjarminn”, sem yfir
Siglufirði hvilir, leynir sér ekki
um leiö og ekiö er út úr Stráka-
göngum. Þaðan er fagurt á að Ifta
yfir fjörðinn, sem skerst inn f há-
lendið milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar. tJt meö firðinum er
undirlendi fremur Iitið en breikk-
ar þegar kemur til móts við
Hvanneyrarskál og er mest fyrir
botni fjarðarins þar sem tveir
dalir iiggja sinn hvoru megin við
hátt keilumyndað fjall, Hóls-
hyrnu. Undir Hvanneyrarskál
gengurSiglufjaröareyri út i fjörð-
inn miðja vegu. A þessari eyri og I
neöanverðri fjalishlfðinni stendur
bærinn og þangað er för Visis
heitið þar sem hann hyggst skoða
mannlffiö.
Framfarir og uppgang-
Steinar Jónasson, hótelstjóri,
tekur á móti okkur á Hótel Höfn
en þar hefur hann haldið um
stjdrnvölinn í þrettán ár. Eftir að
hann hefur komið okkur fyrir á
herbergjunum er haldið út í góöa
veðrið og leiöin liggur að sjálf-
sögöu niöur að höfn. 1 útgerðarbæ
eins og Siglufiröi hefur höfnin oft-
ast mikiö aödráttarafl.
Þarmá enn sjá leifarfrá gömlu
góðu sfldarárunum, sem geröu
garðinn frægan hér á árum áður.
1 þá tíð margfaldaðist ibúatalan
yfir sumarmánuðina og sfldin átti
mestan þátt I að efla vöxt og við-
gang Siglufjaröar, sem fyrir þann
tima haföi verið fátækur útkjálki
með slæmar samgöngur bæði á
sjd og landi.
Nú eru gömlu bryggjurnar,
sem áður iöuðu af lifi og starfi, að
falli komnar enda sildarævintýriö
löngu fyrir bi. Athafnasvæöiö hef-
ur færst ofar þar sem frystihúsin
og verksmiðjumar eru. Frysti-
húsin standa að visu auö um þess-
ar mundir og okkur er tjáð, að
starfsfdlkiö sé I sumarfrii. Um
það hefur nokkuð veriö rætt aö
undanförnu og skal ekki rakiö
nánar hér, — enda er þaö ekki
einkamál Siglfiröinga einna.
Af öllu er þó ljóst, að athafnalif
hefur staðið með miklum blóma á
Siglufirði undanfarin ár. Nýbygg-
ingar bera framförum og upp-
gangi vitni og m.a. er verið að
leggja siðustu hönd á glæsilegt
frystihús Þormóðs ramma en það
fyrirtæki hefur nú um skeið veriö
einn af burðarásum atvinnulifs-
ins á staönum.
,,í»á voru Siglfirðingar
að deyja”
. Nafn sitt dregur fyrirtækið af
landnámsmanninum Þormóði
ramma sem I eina tið kom skipi
sinu I Siglufjörö og sigldi inn að
Þormóðseyri, og kallaöi þvi
Siglufjörð. Hann nam fjörðinn
allan milli tllfsdala og Hvanna-
dala og bjó á Siglunesi.
Okkur finnst þvi tilvalið að
spjalla viö einn af stjórnarmönn-
um Þormóðs ramma og fyrir val-
inu verður Sigurjón Sæmundsson,
prentsmiðjustjóri og fyrrum
bæjarstjóri.
Við hittum Sigurjón I Siglu-
fjarðarprentsmiðju þar sem hann
situr við nýja og fuUkomna tölvu
sem tilheyrir prentverkinu.
„Ég stofnaöi prentsmiöjuna
1935 en er hins vegar á sjötta ára-
tugnum I prentverkinu, ég byrj-
aði 1928”, — segir Sigurjón þegar
viö fáum hann til að llta upp úr
verki sínu.
„Að vísu með smá fráviki þeg-
ar maður stóð I því ásamt öðrum
að stjdrna bænum. Ég var bæjar-
stjdri hér frá 1958 til 1966 og á
þeim árum þurftum við að slást
við ýmsa erfiöleika. Fólkið var þá
aö flytja burtu og allt atvinnulíf
lamaö. Þá voru Siglfirðingar að
deyja. En þeir dóu hægt og fengu
Þær stöllur Margrét og Sigrún vildu láta opna Æskulýðsheimilið strax.
■ ■■■■■■■■■■■■ ■! ■■ Mi ■