Vísir - 21.07.1980, Síða 30
vism
Mánudagur 21. júli 1980
30
Framtak stofnenda nýja fer&afélagsins á Höfn f Hornafiröi hefur
hlotiö góöar undirtektir. Rúmlega sextiu manns munu hafa veriö
meö í feröinni til Papeyjar. Ætlunin er aö fara sem oftast 1 stuttar
helgarferöir á borö viö þessa.
Illugi siglir inn f Attæringsvog á leiöinni til eyjarinnar. Niöri viö
voginn eru leifar af bátaskýli, enda var einhver útgerö stunduö I
Papey áöur fyrr.
Meðlimir nýstofnaðs
ferðafélags á Höfn í
Hornafirði fjölmenntu til
Papeyjar nýlega, röltu
þar um daglangt í blíð-
skaparveðri og skoðuðu
landslagið og byggðina,
sem samanstendur af
tveimur uppistandandi
húsum, auk mannvirkja-
leifa frá gamalli tið.
Djáknadys
vottuð
virðing með
griótkasti
Ingibjörg Einarsdóttir sagöi,
aö sér litist einstaklega vel á
Papey. „Mig langar næstum þvi
til aö vera hér kyrr enn um sinn
— ekki vegna þess aö ég sé
smeyk viöheimferöina. Ég varö
nefnilega ekkert sjóveik, eins og
ég bjóst þó viö” sagöi Ingibjörg.
Valgeir Vilhjálmsson, leiö-
sögumaöur útbýtir fróöleiks-
kornum úr sögu Papeyjar.
Mál og myndir: Elfar Unn-
steinsson, fréttaritari Vísis á
Höfn.
Guömundur Illugasona, skip-
stjóri, flutti fólkiö út I námunda
viö eyna á farkostinum Illuga
frá Djúpavogi. Bátur Gústafs
Gislasonar, heimamanns i
Papey, var haföur i eftirdragi á
leiöinni, og siöan notaöur til aö
flytja fólkiö siöasta spölinn.
Þegar komiö var út i eyna,
heimsóttu feröafélagar kirkj-
una þar, en komust þó færri aö
en vildu þvi aö hún er agnar-
smá.
Valgeir Vilhjálmsson, leiö-
sögumaöur, notaöi þá tækifæriö
til aö veita mönnum dálitinn
fróöleik um sögu eyjarinnar.
Elstu heimildir um búsetu i
Papey eru frá lokum fimm-
tándu aldar, en mannlif hefur þó
veriö þar viöloöandi allt frá
Landnámsöld, eins og öllum er
sjálfsagt kunnugt um. Kirkjan
er komin vel til ára sinna, en
enginn veit hvenær hún var
byggö.
Einvígi djákna og prests
Gústaf Gislason er fæddur og
uppalinn i Papey, og bjó i eynni
áriö um kring til skamms tima.
,,Nú bý ég þar einungis yfir
sumartimann, en skrepp I
hver jum mánuöi á veturna til aö
sjá mig um og athuga hvort
nokkur sofandaháttur sé á vit-
anum” sagöi Gústaf. „A siunrin
veiöi ég oft lunda I háf. Kunn-
ingjarnir koma i heimsókn ár-
lega, og er þá sigiö eftir eggjum.
Algengt er, aö fjögur hundruö
egg fáist I einni niöurferö. I
eynni var æöarvarp áöur fyrr,
og dúntekja var þá mikiö tiök-
uö”.
Niöri viö Attæringsvog eru
leifar af bátaskýli, sem notaö
var viö útgerö áöur fyrr. A leiö-
inni til aö skoöa leifarnar, gekk
feröafólkiö fram á Djáknadys I
Hamarsfiröi og vogaöi ekki
annaö en aö henda i hana stein-
um, áöur en haldiö yröi áfram.
Þar um slóöur ku hafa oröiö
söguklegt einvlgi milli tveggja
mektarmanna, djákna og
prests. Geröu þeir ekki hlé á
bardaganum fyrr en báöir lágu
fallnir I valnum. Er aökomu-
mönnum, sem ganga þar hjá i
fyrsta sinn, ráölagt aö kasta
steinum I dysina til þess aö ferö-
in gangi vel þaöan i frá.
„Nú bý ég einungis yfir sumartlmann I Papey, en skrepp I hverj-
um mánuöi á veturna til aö sjá mig um og athuga, hvort nokkur sof-
andaháttur sé á vitanum” segir Gústaf Gislason, sem bjó í eynni ár-
iö um kring til skamms tima.
Myndir og texti:
Elvar Unnsteinsson
fréttaritari Visis
á Höfn.
Mannlíf
Kirkjan I Papey er litil vexti, og uröu þvi sumir aö standa úti.
Feröafélagar stiga á skipsfjöl Iliuga frá Djúpavogi, sem notaöur
var til aö flytja fólklö út f Papey.
- í heimsókn nýstofnaðs ferðafélags Hafnar til Papeyjar