Vísir - 26.08.1980, Síða 1

Vísir - 26.08.1980, Síða 1
r i L Spá Þjóðhagsstofnunar: 1 Vörusklptalöfnuður öhag-1 stæður um 40 milljarða! Þjóðhagsstofnun spáir aB vöruskiptajöfnuður við útlönd veröi óhagstæBur um 40 mill- jarBa á árinu en í mai siBast- liBnum var áætlaB aB vöru- skiptajöfnuöurinn yrBi óhag- stæBur um 16 milljarBa. ólafur DaviBsson, hag- fræBingur hjá ÞjóBhagsstofnun, sagBi i samtali viB Visi i morgun aB fyrri áætlun hefBi komiB fram i fjárfestinga- og lánsfjár- áætlun i mai og hefBi þá veriB 16 milljarðar. Nýja talan kemur fram I skýrslu ÞjóBhagsstofn- unar frá 8. júli um þjóBarbú- skapinn. Ólafur DaviBsson sagBi ástæBur þessa einkum tvær: í fyrsta lagi heföi innflutningur veriB meiri á fyrri hluta ársins en áformaB var og i öBru lagi kæmi hér til áhrif af birgðasöfn- un i sjávarútvegi. Hann sagBi aB innflutningur virtist i fljótu bragöi ekki hafa aukist meira i einni höfuBgrein annarri fremur ef flokkaö væri i a&alflokkana, neysluvörur, fjárfestingarvörur og rekstrar- vörur. ICðKWk Hvaö eiga vélhjólaakstur og knattspyrna sameiginlegt? I fljótu bragöl virÐist þaö ekki mikiö, nema ef vera skyldi hraöi og leikni. Engu aö siö- ur er þaö aö veröa fastur liöur aö vélhjóiakeppni sé I leikhléi I leikjum Reykjavikurfélaganna i knattspyrnu. A sunnudagskvöidiö var keppt í vélhjólaakstri bæöi fyrtr leik Fram og Vikings og elns I leikhléi, og I ieik Vais og Þróttar i gær var keppt f leikhléi, og var þá þessi mynd tek- in. Þaö eru félagar I Vélhjólaiþróttaklúbbnum sem hafa veitt áhorfend- um þessa aukreitis skemmtun. Visismynd: Friöþjófur I oánægöu kennararnlr í Grundarflrði: , ! Vilja eiginkonu skðla-! j stjðrans í hans starf ! Lítlð Dokast Dð í samkomulagsált Engin niBurstaða varö á löng- um fundi kennara, yfirkennara og skólastjóra grunnskólans i GrundarfirBi I gærkvöldi, en honum lauk um miönættið án þess að þokast hefði verulega i samkomulagsátt aö þvi er heimildir Visis herma. Annar fundur sömu aðila er boðaður i dag og verður þá"reynt til þraut- ar að ná sáttum i deilunni. Kennarar skólans vilja ekkert láta hafa eftir sér um máliB, segja deiluna ,,á mjög viö- kvæmu stigi” og verjast allra fregna af fundinum. Samkvæmt heimildum VIsis mun þaö þó hafa borið til tiöinda á fundinum i gær, að kennarar lýstu sig reiBubúna aBstarfa i skólanum i vetur ef eiginkona Arnar For- berg skólastjóra, Guðrún Agústa GuBmundsdóttir, tæki hans sæti, en hún hefur veriB yfirkennari skólans. Þessi til- laga mun hafa gert ráö fyrir þvi að yfirkennari yrBi úr hópi þeirra kennara, sem hafa sagt starfi sinu lausu vegna endur- komu Arnar Forberg úr árs- leyfi. örn myndi hins vegar veröa almennur kennari en halda skólastjóralaunum. Allir þeir fjölmörgu er Visir hefur haft tal af vegna þessa máls hafa borið GuBrúnu Agústu vel söguna, hún þykir ákaflega vel liðin og á fundinum i gær munu kennararnir hafa heitiö henni fullum stuðningi gæfi hún kost á sér i skólastjóra- starfiö. Hvort þessi tillaga nær fram að ganga er enn á huldu, en fremur þykir það ósennilegt. J Reknetaveihl halln lyrlr norðan: Glssur hvítf með tuttugu tunnur Sextiu og þrir bátar hafa fengið leyfi til reknetaveiBa en I morgun var aöeins vitaö um einn, sem var byrjaöur veiöar. ÞaB er Gissur hviti frá Höfn i HornafirBi sem gerir nú reknetaveiöitilraunir fyrir norBan. Gissur hviti reyndi fyrst fyrir sér noröur af Flatey I fyrrinótt og fékk þá litiB, um fjórar tunnur af sild. I nótt var hann út af Kópa- skeri og gekk þá heldur betur, fékk 15-20 tunnur. Sildin hefur veiöst allvel i lag- net fyrir norðan undanfariö og hafa um 90 litlir bátar leyfi til slikra veiöa, en i flestum tilfellum er þessi veiöiskapur I smáum stil. Heildarmagniö, sem veiöa má af sild i sumar, er 50 þúsund lest- ir, þar af 18 þúsund lestir I reknet og afganginn i hringnót. —ATA Sendiráðsstarfsmenn: Giftir fá meira en ðgiftir íslenskir fulltrúar viö sendiráB okkar erlendis fá greidda 20% hærri staöaruppbót ef þeir eru i hjúskap. Þorsteinn Ingólfsson. deildar- stjóri I ráBuneyti utanrikismála. sagði I samtali viö Visi, aB ástæöa þessa væri sú, aö dýrara væri aö reka fjölskyldu erlendis heldur ef maöur færi einn. Þorsteinn sagöi skyldur maka vera margvislegar og gegndi maki jafnan verulegu hlutverki og tengdist mjög starfi sendiráös- fulltrúans. Hann gat þess og aö ekki væri venja aö eiginkonur, en hér er i flestum tilvikum um eiginkonur aö ræBa en ekki eigin- menn, ynnu úti og væri þaö hvorki taliö „æskilegt né eölilegt”. „Ef vel ætti aö vera.þá ætti auö- vitaö aö greiöa giftum sendiráBs- starfsmanni, sem kemur fram fyrir hönd sendiráBsins helmingi hærri staöaruppbót en ógiftum”, sagöi Þorsteinn Ingólfsson. Þessi regla var tekin upp 1973 i kjölfar sambærilegra reglna á hinum Noröurlöndunum. —ÓM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.