Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 26.08.1980, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 26. ágúlt 1980 12 Það var ekki handa- gangur i öskjunni, held- ur öskjur i handagangi á Lækjartorgi fyrir helgi. Sölufélag Garðyrkju- manna er þar með út- sölu á grænmeti i kassa- vis, og höfðu 10 tonn selst þar um þrjú leytið. á fimmtudag. Fólk keypti fleiri kassa af gúrkum, tómöt- um, paprikum, og fleira grænmeti og er verðið á agúrkukassa t.d. sama og tvær agúrkur kosta yfirleitt. Tiöindamönnum Visis á staön- um fannst stemningin jaöra viö múgæsingu,er þeir litu viö á torg- inu i gær. En fyrir forsjált fólk er nú einmitt tíminn til aö frysta fjör- efni til vetrarins. Úrvaliö og verö- iö er aldrei betra en einmitt nú. Einnig má sjóöa niöur grænmeti, og hér koma nokkur hollráö þaö aö lútandi. Þaö borgar sig ekki aö frysta allt grænmeti. Nokkrar tegundir fást allan veturinn, t.d. laukur, kál og gulrætur. Frystiö einungis þær tegundir sem þiö komiö til meö aö nota. Þaö borgar sig ekki aö frysta ódýrt grænmeti.sem einungis tek- ur pláss og launar ekki stritiö. Þaö góöa viö grænmetisfrystingu er nefnilega sparnaöur. Grænmeti er yfirleytt fryst hrátt, eöa snöggsoöiö á undan. Skeriö grænmetiö i bita og hreins- iö áöur aö sjálfsögöu. Ef á aö sjóöa þaö, á vatniö aö vera ósalt, og ná yfir grænmetiö. Suöutiminn reiknast frá þvi vatniö sýöur. Allt grænmeti sem er soöiö skal snöggkælast. Látiö þaö i iskalt vatn. Kælingin á aö taka jafn langan tima og suöan. Ef græn- meti ersoöiö i tvær minútur á þaö aö kólna i tvær mlnútur. Setjiö grænmetiö siöan á grind eöa handklæöi til aö láta vatniö renna af þvi. Grænmetiö er þvi næst sett I plastpoka, plastílát, sellofan eöa plastbornar vaxöskjur. Best er aö hafa magniö I hverjum poka eins mikiö og áætlaö er aö nota hverju sinni. Ekki er þó ráölegt aö hafa meira en eitt kiló i poka. Grænmetiö skal frystast eins fljótt og hægt er, og best er aö hraöfrysting fari fram viö +25 gráöur eöa meira frost. Eftirfarandi grænmeti er fryst hrátt, í heilu lagi, skoriö eöa klippt niöur : Steinselja, dill, graslaukur, paprika, gúrkur, kerfill og rabarbari. Eftirfarandi grænmeti er snöggsoöiö og snöggkælt fyrir frystingu: Blómkál er fryst heilt eöa í greinum. Heil höfuö eru soöin i 6-8 min. Blómkálsgreinar eru soönar I 2-3 min. Viö neyslu eru blómkál soöin I 4-5 min, en greinar i 2-3 min. Hvitkál er soöiö I 2-5 min, og er skoriö I 4 hluta. Suöutimi viö neyslu er 4-8 min. Spinatiö er tekiö af stilkunum og soöiö I 2 min. Blööin eru fryst heil eöa söxuö. Suöutimi viö neyslu er 1-2 min. Sama gildir um grænkál, en þaö er soöiö 6-8 min. viö neyslu. Grænkál er þó látiö frosiö í jafninga og súpur. Brokkál (eöa spergilkál) er skoriö I smástykki, gróf blöö eru fjarlægö. Suöutimi fýrir frystingu er 2-4 mín., og viö neyslu 6-8 min. Rauökál er best aö matreiöa á venjulegan hátt fyrir frystingu. Viö neyslu er þaö hitaö viö vægan hita. Púrrur eru skornar i 3 cm bita. Suöutími fyrir frystingu er 3-4 min., og viö neyslu 6-7 min. Þvoiögulrætur, skafiöeöa hafiö þær heilar eöa I bitum. Suöutimi fyrir frystingu 3-5 min og 5-10 min. viö neyslu. Tómata má frysta heila eöa i mauki, en þeir eru ekki nothæfir eftir frystingu nema i saft, mauk og pottrétti. . Agætt er aö frysta blandað grænmeti I súpur eöa jafninga. Útbúiö hæfilegan pakka með ýmsum tegundum, td. blómkáli, grænkáli, gulrótum, púrrum ofl. eftir þvi sem hver vill. Allt grænmeti má geyma I 10-12 mánuöi við +18 gráður i frysti- kistu. Pickles Fyrir þá sem ekki eiga frysti- kistur, eöa vilja hafa grænmetið á annan máta, þá er hér uppskrift að „Pickles” Blómkál, gulrætur, laukur gúrkur og grænir tómatar er til- valiö i „pickles”. Grænmetið er skolaö og hreinsaö. Blómkáliö er hlutaö niöur og annaö grænmeti skoriö I bita. Leggiö grænmetiö i saltpækli,U50 gr. salt i hvern litra af vatni), I hálfan sólarhring. Takiö þaö upp úr saltpæklinum, og snöggsjóöiö I vatni. Snöggkæl- iö grænmetiö. Kryddlögur: 3 pelar boröedik 600 gr. sykur 6 lárviöarlauf 6 tsk. heill pipar. Setjið boröedik, sykur, lárviö- arlauf og pipar i pott. Látiö suð- una koma vel upp i leginum þrisvar sinnum og kæliö hann á milli. Leggiö grænmetiö i krukk- ur.þvegnar úr sótthreinsandi efn- um, t.d. bensósúrt natron, eöa ródalon. Helliö köldum leginum yfir grænmetiö og lokiö krukkun- um. Þessar uppskriftir eru fengnar hjá Sölufélagi garöyrkjumanna, og vonum viö aö frystingin eöa niöursuöan gangi vel. S.Þ. Nýja ódýra grænmetiö. Úrvaliö og veröiö er aldrei betra en einmitt nú. r VÍSIR Þriöjudagur 26. ágúst 1980 uppákoma Alpýðulelkhússins: Salibuna á Torginu Alþýöuleikhúsiö efndi til dulitillar uppákomu á Lækjartorgi I föstudags- góöviörinu í siöustu viku. Tilefnið var kynning á leikriti Fernando Arrabal, „Þrihjóliö” sem Alþýöuleikhúsið sýnir um þessar mundiri Lindarbæ á fimmtu- dögum og sunnudögum. Eins og i leikritinu sjálfu voru sali- bunur nokkuö á dagskrá uppákomunnar á föstudaginn. Þar var leikarinn Gunnar Rafn Guömundsson i hlutverki Climando með þrihjóliö sitt og bauö börnunum i salibunu á hjólinu gegn tiu króna gjaldi, en þeim efnaminni var boöiö i ókeypis bunu. Voru þau ófá börn- in sem notfærðu sér þessa skemmtilegu og óvæntu þjónustu. Hinir leikararnir i „Þrihjólinu” voru þarna á Torginu lika, Eggert Þorleifs- son sem leikur Apal og liggur mikiö á bekk þessa dagana.aö sögn Ólafs Hauks Simonarsonar rithöfundar.sem leikritiö þýddi. Gamli flautuleikarinn og utan- garðsmaöurinn var og þarna á torginu en Viðar Eggertsson fer meö hlutverk hans. Guörún Gisladóttir var þarna sem ung kona svartklædd og gegndi nafninu Mita.ennfremur Þröstur Guöbjartsson i hlutverki lögreglumanns og eru leik- ararnir þar meö upptaldir. Ólafur Haukur Simonarson sagöi viö Visi, að „Þrihjóliö” fjallaöi um utan- garösfólkog leikritiðgeröist á árbakka i stórri borg. „Þetta er siðbúið sumar- leikhús”, sagöi Ólafur og gat þess, aö verið væri aö æfa unglingaleikrit um þessar mundir hjá Alþýðuleikhúsinu, sem sýna ætti i haust. Allmörg leikrit Arrabals hafa verið sýnd hér á landi, m.a. „Skemmtiferð á vigvöllinn”, „Steldu bara milljaröi” og „Bilakirkjugaröurinn”. — Gsal Margt var um manninn f Lækjartorgi á föstudaginn f einmunablföunnl og þarna er löggan úr leikritinu i miöri mannþvögunni. Viöar Eggertsson, gamail flautuieikari og utangarðsmaöur „ffettir sig kfæöum” og minnir á sýningu Alþýöuieikhússins. Þröstur Guðbjartsson lögregluþjónn mundar kylfuna fagmannlega meö fbyggnum svip, meöan áhorfendur hlæja viö fót. Þaö kostaöi tiu krónur aö fara salibunu á stóra þrfhjólinu og Gunnar Rafn Guömundsson f hlutverki Climando lét sig ekki muna um aöaka ' hring eftir hring eftir hring Vfsismyndir: E.P Gunnar Rafn Guömundsson ekur meö „farþega” feinniaf fjölmörgum salibunuferöum I ' f___ ' " fir 8'f? £

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.