Vísir - 26.08.1980, Síða 16
vtsm
Þriðjudagur 26. ágúst 1980
Umsjón:
Magdalena
Schram
TeiKningasýnlng
á Hallvelgar-
stöðum
Arni Finnbogason opnar
teiknimyndasýningu að Hall:
veigarstöðum Túngötu 14 ö
fimmtudaginn kemur.
Myndirnar eru flestar til
sölu, en þær eru vlðs vegar af
aö landinu, margar t.d. frá
Vestmannaeyjum, og segja
sina sögu um gamla tlmann.
Einnnig eru myndir frá Fær-
eymum, Grænlandi og af
nokkrum kauptúnum hér
lendis, eins og áður kom fram.
Nokkuð er af mannamyndum
og andlitsteikningum.
Þetta er sjötta sýning Árna
hér i Reykjavik. . Sýningin
veröur opin daglega.frá kl. 2-
10 og veröur til 3. september.
Ms.
Dóttir Nínu
í Norræna
húsinu
Rólegt er yfir starfssemi
Norræna hússins þessa dag-
ana, enda standa þar nú yfir
endurbætur og einhverjar
breytingar, vegna yfirvofandi
forstjóraskipta og er t.d. ekki
von á neinni stórri málverka-
sýningu þar i bráö þvi veriö er
aö mála sýningarsalinn 1
kjallaranum. Þó berast þær
fréttir frá húsinu.að Una Dóra
Copley — einkadóttir listakon-
unnar Ninu Tryggvadóttur, sé
á leið þangaö frá Bandarikj-
unum og hyggist sýna myndir
sinar í anddyrinu. Sú sýning
mun væntalega hefjast þ. 5.
september.og veröur eflaust
mörgum forvitnileg. Ms.
Askrlltarlllboðfð
gildir aðeins tn
mánaðamóta
Vert er aö minna á, aö
áskriftatilboö vegna Oröa-
bókar Sigfúsar Blöndal gildir
til 1. september n.k,.
Islensk-dönsk oröabók eftir
Sigfús Blöndal kom út á ár-
unum 1920-24 og ljósprentuð
áriö 1952, en hún hefur nú
veriö ófáanleg um langt ára-
bil. Bókin hefur veriö I ljós-
prentun I sumar og kemur út i
október. Oröabókin veröur
bundin i tvö bindi og er
áskriftarverö kr. 49.400 en
bókhlöðuverö um 80.000 kr.
Askrifendur eiga þess einnig
kost aö eignast Viöbæti (1963)
á gömlu veröi, bundinn I sams
konar band og nýja ljósprentiö
og I takmörkuöu upplagi.
Askriftargjaldiö skal greiöa
Islensk-dönskum oröabókar-
sjóöi, Háskóla Islands. Einnig
er hægt aö kaupa gjafarkort
fyrir bókinni. Ms.
Leiðrétting
1 frétt um leikrit Steinunnar
Jóhannesdóttur hér á siöunni i
vikunni sem leiö, hljóp undir-
rituö á sig svo um munaöi,
þegar þvi var hiklaust haldiö
fram.hversu langt væri siöan
leikriteftir islenska konu heföi
veriö frumsýnt á sviöinu. Til
allrar hamingju fyrir Islenska
leikhúsgesti, en undirritaöri
til skammar, var sú staöhæf-
ing ekki sannleikanum sam-
kvæm og sannast enn orö-
takiö aö best sé aö flýta sér
hægt. Þær Guörún Helga-
dóttir, höfundur leikritsins
„Óvitar” og Nina Björk Arna-
dóttir, höfundur „Hvaö sögöu
englarnir?” eru beönar um aö
taka fyrirgefningarbeiöni til
greina, þó enginn muni lá
þeim, eöa öörum, sem hlut
kunna aö eiga aö máli, þótt
þær geri þaö ekki. Ms.
Nina Gautadóttir með eitt af
teppunum sinum;
Nú er frost á Fróni.
Þetta er I fyrsta sinn, sem Nina
sýnir hér heima, en hún hefur
veriö búsett i Paris undanfarin 10
ár. Nina sagöi viöbrögö sýningar-
gesta vera miklu jákvæöari en
hún heföi látið sig dreyma um;
„fólk hefur komiö til mín og tekiö
I höndina á mér og sagt mér hvaö
þaö væri gaman aö verkunum
minum”, sagöi hún. i allt sýndi
Nina 14 verk, en 11 þeirra hafa
selst.
Aðrar fréttir frá Kjar-
valsstöðum.
Þóra Kristjánsdóttir, listráöu-
nutur Kjarvalsstaöa, sagði
tiöindamanni Visis, þegar spurö
um hvaö helst væri á döfinni á
næstunni þar á bæ, aö næsta mál-
verkasýning þar væri á mynd-
um eftir Björn Birnis. Sú sýning
veröur i vestursalnum og opnuöþ.
30. ágúst.
Björn Birnir hefur litiö sýnt
áöur, en hann var i eina tiö teikni-
kennari, sem ákvaö aö leggja þá
vinnu á hilluna til aö helga lif sitt
viö nám I Bandarlkjunum. Sýn-
ingu Björns lýkur þann 7. sept. og
þann 13. verður opnuö sýning á
myndum Vilhjálms Bergssonar,
sem veröur til 21. september. Og
Sýning Nínu framlengd
og margar sýningar á döfínni aö Kjarvalsstööum
Teppi Ninu
Gautadóttur, sem sýnd
hafa verið að Kjarvals-
stöðum undanfarið, hafa
vakið mikla athygli og
hefur núveriðákveðiðað
framlengja sýninguna
til næstu helgi eða til
sunnudagskvölds.
Frá Kjarvalsatttðam.
þ. 6. sept., veröur opnuö sýning
Septem-hópsins, en ekki er enn
vfat, hve margir úr hópnum sýna
þetta sinn. Undir lok september
veröur svo Haustsýning Félags
blenskra myndlistarmanna. Aö
þessu sinni hefur sex félagsmönn-
um veriö boöiö aö sýna og mun
ætlunin aö gera hverjum þeirra
myndarleg skil og er þaö fráhvarf
frá þvi sniöi aö sýna fáar myndir
eftir marga listamenn.
Ms.
SeOst eftlr Bubba.
SATT-kvðld f Tönabíói
Annaö kvöld, miövikudags-
kvöld, veröur SATT kvöld i Tóna-
bæ I Reykjavik. Margar hljóm-
sveitir koma fram og ber þá fyrst
aö nefna þá Bubba Morthens og
Utangarösmenn. Aö auki spilar
Tivoli og hljómsveitin Hver frá
Akureyri, sem einna helst telur
þaötilsins ágætis — ef marka má
af auglýsingum, aö hafa svarta
söngkonu i hópnum, og er
sérstaklega tekiö fram i til-
kynningu um SATT-kvöldiö aö nú
fari hver aö veröa sföastur aö
heyra i henni!
Hljómsveitina Hver skipa ann-
ars þeir Baldur Pétursson.sem
leikur á gitar, Hilmar Hilm-
arsson, sem ’syngur, Stein-
grlmur Oli Sigurösson, trommur,
Leifur Hallgrimsson, bassi og
ÞórhallurKristjánsson sem spilar
á gitar. Svarta söngkonan heitir
Susan Causey.
Þorgeir Astvaldsson sér um
kynningar og bregöur islenskum
plötum á fóninn. SATT-kvöldiö
annaö kvöld veröur aö öllum lik-
indum siöasta skemmtunin i
Tónabæ, þvi gert er ráö fyrir aö
staöurinn veröi lokaöur næsta
áriö vegna breytinga. Ms.