Vísir - 11.09.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 11.09.1980, Blaðsíða 9
vtsm Fimmtudagur 11. september 1980 Þegar þessi grein birtist verö- ur væntanlega lokiö sýningu á myndaflokknum Helförinni I sjónvarpinu. Tilfinningar fólks hérlendis hafa vafalaust veriö blendnar á meöan þaö hefur horft á þessar myndir eins og fólks annars staöar, þar sem þær hafa veriö sýndar. Sumum kemur vafalaust sitthvaö á óvart, öörum finnst óþarft aö vera aö rifja upp löngu liöna at- buröi, sem uröu þess valdandi aö samviska mannskepnunnar rumskaöi nokkur ár i lok fimmta áratugarins, og hún varö hvumsa og hálfhrædd. Einstaka nátttröll eru vafalaust æf yfir sýningu myndarinnar, þvi þau vilja enn ekki vita af þvi hvaö gerðist i siöari heims- styrjöldinni. Góð sagnfræði Mérkom það satt að segja dá- litiö á óvarl hve sagnfræöi myndarinnar er góö og hvernig hún segir frá umbúðalausum sannleika án þess að velta sér upp úr hörmungum og tilfinn- ingum. Hún kemur okkur ekki á óvart, sem nú erum miöaldra og lásum skýrslur og frásagnir eftirstriösáranna, prýddar myndum sem nasistarnir létu taka af eigin ódæöisverkum i blindum hroka sinum og stork- un viö almættiö. Þessar myndir koma vafalaust illa viö marga þá, sem vilja loka augunum fyr- ir öllu óþægilegu. Þýsku þjóö- inni er vafalaust litiö um þenn- an myndaflokk gefiö og lái henni hver sem vill. Hvað skeði? L Hvað skeði á fjóröa áratugn- um og fyrri hluta þess fimmta i Þýskalandi? Hvernig gat þjóð Beethovens, Mozarts og Schill- ers gert það sem hún geröi og Bertha Weiss trúði ekki fyrr en i fulla hnefana? Þetta er spurn- ing allra spurninga um veldi nasistanna. Þetta er sú spurn- ing, sem við þurfum aö leita svara við og gera upp viö okkur. Svar viö henni er skuld okkar viö þær milljónir saklauss fólks, sem lét lifið i gasklefum og fangabúðum nasistanna. Ég dvaldist i nokkurn tima i Þýskalandi á sjötta áratugnum. Mér er ljúft aö segja aö þar kynntist ég mörgu góöu fólki. Fólki sem er afskaplega ólikt þvi þýska millistéttarfólki, sem sýnt er i helförinni á kristalls- nótt og fylltist hatri i garö gyðinganna eins og eftir skipun. Fólki, sem var hrætt og ringlaö þátttakandi i þessum leik og gat ekki hætt. Um leið og múg- sefjunin var oröin nægilega mikil megnaöi enginn aö risa gegn henni. Jafnvel ekki þótt hann feginn vildi. „En þvl skyldi þjóö Ara og Snorra ekki falla fyrir sömu brögöum og þjóö Beethovens, Mozart og Schill- ers? Kannski höfum viö stundum veriö komin fet áleiöis?” HELFÖR HVERS? eftir hörmungar striösins og tal- aöi um þaö með mikilli sannfær- ingu að striö væri vitfirring og aö allir menn ættu aö fá aö lifa i friöi. Þegar maöur svo með var- færni vék aö nasismanum og þeim hörmungum sem hann leiddi yfir mannkyniö yppti þetta fólk öxlum og svaraöi gjarnan afsakandi að Hitler heföi veriö vitlaus. En maöur sá aö fólkið trúöi ekki sinu eigin svari. Þaö vissi aö svarið var ekki rétt. Þýska þjóðin sem heild dansaði meö. Hún var ábyrg fyrir öllu þvi sem gerðist og hún óttaðist að horfast i augu viö þá ábyrgö. Aörir, sem vildu leita svara, er þeir töldu menn fremur geta sætt sig við, minnt- ust á kreppu og atvinnuleysi. Enn aörir á ófarir i fyrri heims- styrjöldinni og hefnigirni i kjöl- far þeirra. Þetta er satt, svo langt sem þaö nær, en dugar ekki. Ekkert af þessu afsakar þaö sem geröist. Hvað þá? Já, hvað þá? Þaö skyldi þó aldrei vera að það sem geröist hafi einfaldlega veriö þaö aö óprúttnir, geðveikir ofstækis- menn uröu mannþekkjarar? Smám saman lærðu þeir þann bitra sannleika aö þrátt fyrir árþúsunda þroskagöngu mann- kynsins hefur það ekki komist lengra en svo að aðrar dýra- tegundir ættu að blygðast sin fyrir manninn. Þeim læröist aö öfundin er sterkasta hvöt mann- skepnunnar. Ef unnt er að æsa öfund manna upp gegn þeim sem standa höllum fæti eru eng- in takmörk fyrir mannvosnk- unni. Um leiö og maöurinn sér aö þaö er óhætt aö sparka i minnimáttar, þá gerir hann þaö. Og um leið og sá er fallinn, sem i var sparkaö, vilja fleiri sparka og vera menn meö mönnum. Múgsefjun fylgir i kjölfar öfundar og illgirni. Ot- rýming gyöinganna var ekk: einungis til þess aö losna við þá, heldur og til aö tryggja sér vin- sældir og fylgi þýsku þjóöarinn- ar. Og þaö tókst. Aður en þýska þjóðin vissi af var hún orðin neöanmóls Magnús Bjarnfreösson fjallar i þessari grein um myndaflokk- inn Helförina i sjónvarpinu og segir meöal annars: „Aður en þýska þjóöin vissi af var hún oröin þátttakandi i þessum leik og gat ekki hætt. Um leiö og múgsefjunin var oröin nægilega mikil megnaöi enginn aö risa gegn henni. Jafnvel þótt hann feginn vildi.” Einsdæmi um alla tíð? Verður saga þýsku nasistanna einsdæmi i sögunni. Nei, þvi miöur. I dag, tæpri hálfri öld eftir aö hryöjuverk þeirra byrj uðu, er þeim viöa haldiö áfram. Pyndingafangelsi eru full, geö- veikraheimili koma i staö gas- klefa. En látum þaö liggja milli hluta. Viö skulum lita okkur nær. Þjóð Beethovens, Mozarts og Schillers, ein gáfaöasta og best menntaöa þjóö sinnar sam- tiðar, gat gert þetta. Hvaö um þjóö Ara og Snorra? Er maöur- inn vitlaus? hugsar nú einhver. Slikt gæti aldrei gerst hér. Hið sama heföu Þjóðverjar þriöja áratugarins sagt, heföi þeim veriö sýnd Helförin. Samt gerö- ist þetta. Það er einmitt þetta, sem mig langar til að segja. Það er eng- inn óhultur fyrir atburðum eins og þeim, sem lýst er i Helför- inni. Ekki heldur viö. Ekki skortir okkur öfund og illgirni, þaö ættum viö aö geta viöur- kennt ef viö litum i eigin barm. Viö höfum bara ekki eignast okkar Hitler og fylgisveina hans. Slikir snillingar eru held- ur ekki á hverju strái. Þeim tókst að rækta allt hið versta i mannskepnunni á þann hátt aö meistaraverk þeirra veröur ekki betrumbætt. En þvi skyldi þjóö Ara og Snorra ekki falla fyrir sömu brögöum og þjóö Beethovens, Mozarts og Schill- ers? Kannski höfum viö stund- um veriö komin fet áleiðis? Þaö er enginn óhultur, nema menn haldi vöku sinni. Engin þjóö er svo gáfuö aö snjallir og ósvifnir loddarar geti ekki leikiö á strengi hins mannlega veik- leika aö búa til imyndaöan óvin, sem er svo þægilegt að öfunda og hata til þess að þurfa ekki aö lita i eigin barm. Þaö er þýðingarlaust aö hneykslast á sögu nasismans, ef menn skilja ekki ástæöurnar fyrir velgengni hans. Hún bygð- ist á manneölinu sjálfu. Ef hel- för milljónanna I siöari heims- styrjöldinni veröur einhvern timann til þess aö neyöa mann- skepnuna til aö lita i eigin barm hefur hún ekki verið til einskis farin. Annars er hún áfangi á helför mannlegrar hugsunar. Magnús Bjarnfreösson. 1 ■J Sigiufjðrður: Nýbyggingar rísa en tregöa er í sölu eldra húsnæðis Þdtt fólksfjölgun á Siglufiröi sé ekki mikil, blómstra bygginga- framkvæmdir á staðnum. Þó viröist einhver afturkippur vera kominn i framkvæmdir hjá mörg- um Siglfiröingnum þar sem treg- lega gengur aö selja eldra hús- næöi. Um 50 ibúöir eru nú i smiöum á Siglufiröi en þar búa nú rúmlega 2200 manns. Mest er byggt i nýj- um hverfum en einnig hafa hús risiö inni i bænum, en töluvert er af ónýttum lóöum i bæjar- kjarnanum sem erfitt viröist að fá til byggingar. Aöallega mun or- sök þess vera sú aö f jöldi lóöa er i eigu aöila sem fluttir eru úr bæn- um en hafa ekki afsalaö sér lóöa- rétti og þvi biöa margir Sigl- firöingar eftir þvi' aö lóðir losni i bæjarkjarnanum. — AS Um 50 fbúöir eru nú i stniðum á Siglufiröi og hér má sjá Noröur- tún, nýjasta hverfiö rlsa. (Visismynd Kristján Möller)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.