Vísir - 14.10.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 14.10.1980, Blaðsíða 1
Þriójudagur 14. október 1980/ 240. tbl. 70. árg. J % -» » • ¦ ¦¦¦ iW l Varðskipið Þór. þóp seldur Uppiýsingar úr flðrlagafrumvarpinu í opnu NefndakjöriO Forsæflsráðherra tók sætl I flmm nefndum Sjá opnu FA NNGMENN NU 20% HÆKKUNINA? - nemur nú hátl á aðra milljðn á Mngmann //Jón Helgason, forseti sameinaös þings, hafði forgöngu um, í samráði viö mig, aö þetta frum- varp yröi lagt fram og ég lít svo á aö þaö hafi meirihlutastuðning á þingi", sagði Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, í morgun, þegar blaöamaður Vísis spurði hann um frumvarp, sem þingf iokkunum var feng- ið til meðferðar í gaer, þessefnisað Kjaradómur ákveði í framtíðinni laun þingmanna. Kosningu í þingfararkaups- nefnd var frestað 1 gær vegna þeirra breytinga á ákvaröana- töku um launagreiöslur til þing- manna, sem samþykkt þessa frumvarps heföi i för me6 sér. Hingao til hefur alþingi sjálft ákveöið meö lögum, hver skyldu vera laun þingmanna, og i vor olli þaö miklu fjaörafoki, þegar þingfararkaupsnefnd tók ákvör6un um að hœkka laun þíngmanna um 20% vegna ó- mældrar yfirvinnu. Ríkisstjórn- in akvað þá ao fresta fram- kvæmd þeírrar ákvörounar til haustsins og liklegt má teljast, a6 þingmenn fai hátt á aöra mill- jón króna aukreitis i launaum- slögin innan skamms. „Akvörðun þingfararkaups- nefndar var lögformlega rétt og hún hefur verið staðfest af forsetum þingsins", sag6i «inn þingmaöur ! samtali við blaðamann Vfsis I morgun. „Hvort sem frumvarpiö um kjaradóm ver6ur samþykkt eða ekki, þá eigum viö þessa pen- inga inni", sag6i þessi sami þingma6ur. Blaðamaður Visishafði einnig samband víö Friöjón Sigurös- son, skrifstofustjóra alþingis, vegna þessa máls, og sagö- ist hann lita svo á, að þessari kauphækkun hafi verið frest- aðþangað til fjallað hefur verið um hana á alþingi og hann myndi ekkert aöhafast fyrr en þaö hefur veriö gert. — P.M. Kyrkislanga í Sædýrasaínínu: „Gæludýr bangað tli annað kem s isx_if ur i Ijos „Þetta er algengt gæludýr i Bandaríkjun- um, en ég verö nu aö segja alveg eins og er, aöéger hálfhræddur við þetta", sagöi Svavar Gunnarsson, verkstjóri I Sædýrasaf ninu í Hafnarfirði i gær, er hann handlék þar kyrkislöngu eina fyrir Visismenn. Sædýrasafniö f ékk slöngu þessa að gjöf fyrir halfum manu6i fra bandarfskum hjónum, þeim Láru og Arthur Clark, en Lára er eíns og nafnl6 bendir til Islensk. Þau hjón hafa kornið hingað til lands þrivegis og ákváðu að gefa Sæ- dýrasafninu þessa slöngu. Þegar Svavar fór inn f búrið til slöngunnar til að sækja hana, hafðí hún vafið sig fasta utan um gildan trjástofn þar inni. Hann náði taki á henni rétt fyrir aftan höíuðið.en það var samt ekki létt verk að ná henni frá trénu. Hún vafði sig utan um þaö og maður só strax hvers vegna slangan er kölluð „Boa kyrkislanga". „Mér hefur verið sagt aö þetta sé gæludýr og það veröur að vera þannig, þanga6 tíl annað kemur i íjós" sagði Svavar, sem stóð greínilega ekkí a sama, þegar slangan reyndi »b blta til hans, HUn er ekki með eitrað bit, en það er samt öruggt, að það er ekki þægilegt að láta hana blta sig. Slangan hefur ekkert nærst sið- an hún kom f Sædýrasafniö Starfsmenn saínsins hafa þo ver- ið að b jóöa henni mat af og tii, en hingaö til hefur hUn ekki sýnt honum áhuga. Maturinn, sem henní stendur til boða, er lifandi rotta, sem sædýrasafnsmenn hafa i búri þar suðurfra og hafa sett inn I búrið til slöngunnar af og til, Síangan, sem er til sýnis í Sæ- dyrasafninu alla daga, er rétt um tveir metrar á lengd, og er talin vera hálfvaxin. Sennilega verða margir tíl aö gera sér ferö og sjá hana, enda ekki a hverjum degi sem slfkt dýr er til sýnis hérlend- is. gk—- Svavar Gunnarsson meö kyrkislönguna, VisismyndiBG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.