Vísir - 14.10.1980, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 14. október 1980.
vtsm
Utgelandi: Reykjaprent h.l.
Framkvsmdastjóri: Davló Guómundsson.
Ritstjórar:
Úlalur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarlulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra Irétta: Guömundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
tússon, Frlöa Astvaldsdóttir, Gyltl Krlstjánsson, lllugl Jökulsson, Kristln Þor-
steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn
Gestsdóttir. Blaóamaöur á Akureyri: Glsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L.
Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guömundsson, Elln Ell-
ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. Utlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olalsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stelánsson.
Dreilingarstjóri: Siguróur R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúll 14, slmi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrilstolur: Siðumúla 8,
slmar 86611 og 82260. Aigreiösla: Stakkholtl 2—4, slmi 86611.
Askriltargjald er kr. 5.500.- á mánuöi innanlandsog verö I lausasölu 300 krónur ein-
takiö. Vlsirer prentaöuri Blaöaprenti h.i. Slöumúla 14.
Flóttinn er áminning
Slöasta áratuginn hafa um 5700 manns flutt héðan af landi brott umfram þá, sem hingað
hafa komið til búsetu. Þessi landflótti er stjórnmálamönnum áminning um að fólk er
orðiö þreytt á „landlægri óstjórn á mörgum sviðum” svo vitnað sé til orða eins sér-
fræöings kerfisins.
Yfirleitt hafa ráðamenn
kerfisins ekki viljað viðurkenna,
að brottf lutningur fólks af land-
inu umfram heimflutta eigi ræt-
ur að rekja til þess vandræða-
ástands, sem hér hefur verið
landlægt varðandi stjórn efna-
hagsmála síðustu árin. Það kom
því talsvert á óvart, þegar einn
af sérfræðingum kerfisins, Sig-
fús Jónsson, hjá byggðadeild
Framkvæmdastofnunar ríkisins
kvað uppúr með skoðanir sínar
varðandi þetta atriði í erindi,
sem hann flutti fyrir helgina á
ráðstefnu Stjórnunarfélags (s-
lands um þróun mála hér á landi
fram til ársins 2000.
Sigf ús sagði að um 5700 manns
hefðu flust úr landi umfram þá
sem fluttu til landsins síðasta
áratuginn. Þetta væri mikil blóð-
taka fyrir ekki stærri þjóð og
væri hún vitnisburður þess, að
sumum þætti lífsstíll og lífskjör
þjóðarinnar standa að baki því,
sem gerðist hjá nágrannaþjóðum
okkar. Síðan sagði Sigfús:
Orsakir þessa flótta eru þvi
miður alveg órannsakaðar en
fólksflóttinn er engu að síður
alvarleg áminning þeim sem
stjórna landinu. Ekki er vafi á
því, að lág laun fyrir dagvinnu,
hrikalegur skortur á lánum til
íbúðarhúsabygginga, slæm
rekstrarskilyrði atvinnuveganna
og landlæg óstjórn á mörgum
sviðum valda miklu um þennan
flótta. Hér gildir að mestu leyti
það sama og í flutningum innan-
lands, að það er mest fólk á
aldrinum frá 20 til 35 ára sem
flyst brott.
Vísir getur tekið undir þessi orð
Sigfúsar, enda hefur blaðið áður
bent á ýmsar ástæður þess að
fólk á besta aldri f losnar hér upp
og flyst búferlum til nágranna-
landanna. Engu að siður mun
trúlega þurfa að gera visinda-
lega könnun á ástæðum hinna
brottfluttu fyrir ákvörðun sinni
til þess að stjórnmálamennirnir,
sem nú ráða ferðinni sannfærist
um að ekki er hér al It eins og best
yrði á kosið.
Þeir hinna brottfluttu, sem tjáð
hafa sig opinberlega um þessi
mál, hafa meðal annars bent á,
að í ýmsum þeirra landa, sem
menn leggja helst leið sína til,
geti ungt f ólk til dæmis f engið lán
til nokkurra áratuga fyrir allt að
80% húsverðsins, þegar það
stofnar heimili,og kostnaðurinn
við að greiða niður lánin sé lítið
meiri en hæfilegur leigukostnað-
ur.
Hér þekkja allir dæmi þess,
hvernig ungt fólk eyðir bestu ár-
um ævi sinnar í puð við húsbygg-
ingar, vinnur myrkranna á milli í
mörg ár og gengur oft á tiðum
allt of nærri sjálfu sér heilsu-
farslega vegna þess, hve lítinn
hluta heildarkostnaðarins er
hægt að fá lánaðan til langs
tíma.
Þannig mætti lengi telja atriði,
sem leggjast þungt á þá aldurs-
hópa Islendinga, sem fjölmenn-
astireru meðal hinna brottfluttu,
en það verður ekki gert að sinni.
í þess stað er rétt að minna
ráðamenn þjóðarinnar á, að þótt
vandamál og vonleysi hafi ekki
leitt til þess að fleiri hafi horfið
f rá föðurlandinu til grænni skóga
annars staðar, er ekki þar með
sagt, að þeir, sem enn halda
tryggð við gamla landið séu
ánægðir með lífskjörin og stefnu
stjórnvalda um þessar mundir.
Það er öðru nær.
Sjaldan hefur rikt hér jafn al-
mennt vonleysi og nú um að úr
vandamálunum rætist og jafn
mikil vantrú á, að stjórnmála-
mönnunum takist að leiða þjóð-
ina út úr þeim ógöngum, sem hún
hefur lent í og síðustu misserin.
Ástæðan er einfaldlega sú, að
þeir, sem tekið hafa að sér að
stýra þjóðarskútunni milli blind-
skerja efnahagslífsins hafa enn
ekki sýnt að þeir hafi hæfileika
eða þekkingu til að koma henni á
ný út á sléttan sjó.
Nú siðustu árin hefur hlutfall endurinnlagöra sjúklinga á Kleppsspltalanum aukist meir en hlutfall
nýrra sjúklinga.
anna þoldu ekki þær félagslegu
kröfur eða aðbúnað er beið
þeirra utan spitalans. Athugun
á orsökum lengri dvalartíma
sjúklinga á spitalanum er fram
fór i april sl. leiddi i ljós, að um
30 sjúklingar gátu ekki útskrif-
ast vegna skorts á hentugum
aðbúnaði utan stofnunarinnar.
Báðir þessir sjúklingahópar og
reyndar mun fleiri njóta sin
betur og jafnvel fá fullnægjandi
bata, ef unnt væri að veita þeim
heimili eöa áningarstað, þar
sem þeir fengju áframhaldandi
félagslegan og tilfinningalegan
stuöning auk starfsþjálfunar til
undirbúnings sjálfstæös lifs.
Meölimir Kiwanishreyfinganna
hafa sýnt málefnum geðsjúkra
mikinn skilning. Þeir lögðu
grundvöll að verksmiðju við
spitalann er framleiðir bygg-
ingareiningar, með þvi að gefa
fé til kaupa á vélum og öörum
útbúnaði. Þar starfa nú ýmist
að hluta til eöa i fullu starfi um
20 manns. Undanfarin ár hafa
50 til 60 einstaklingar notið þar
Gleymum ekkl geðsjúkum
Aningarstaðir virkur Dátt-
ur í meðhðndlun geðsjúkra
Ariö 1979 vistuöust 1063 ein-
staklingar á Kleppsspitalanum.
Rúmlega helmingur þeirra
dvöldu þar skemur en 15 daga,
aðrir lengur og sumir jafnvel
allt áriö. Margir ná góöum bata
og lifa eöiilegu lifi eftir útskrift
■■»■■■■■■■■■■■■
Aðrir eru hins vegar ekki eins
lánsamir og þurfa aftur að leita
til spitalans. Nú siöari árin
hefur hlutfall endurinnlagöra
sjúklinga aukist mun meir en
nýrra sjúklinga. Ariö 1951 höfðu
56% innlagðra sjuklinga legiö
þar áöur, en 78,5% árið 1978. At-
hugun á tiðni innlagðra sjúk-
linga annarra en drykkjusjúk-
linga sýndi fram á aö alls lögð-
ust 87 sjúklingar inn aö minnsta
kosti einu sinni á ári 5 ár I röö
(1974-1978). Flestir einstakling-
starfsþjálfunar ár hvert, oft
með góöum árangri. Kiwanis-
menn fylgjast vel með málefn-
um geösjúkra. Þeirhafa gefið fé
til byggingar endurhæfingar-
heimilis eða áningarstaðar fyrir
geösjúka. Þetta framtak þeirra
neöanmóls
Lárus Helgason læknir
segirhér frá möguleikum
geðsjúklinga til að ná
fullum bata eftir með-
ferð á sjúkrahúsi og segir
að þýðingarmikið sé að
hægt sé að veita sjúkling-
um heimili eða áningar
stað eftir meðferð, þar
sem þeir fengju meðal
annars áframhaldandi
félagslegan og tilfinn-
ingalegan stuðning.
mun stuðla að þvi að fjöldi ein-
staklinga nái þvl takmarki aö
geta orðið sjálfstæðir. Kiwanis-
menn hafa ákveðiö að ágóðinn
af sölu lykilsins á K-daginn
þann 18. okt. nk. muni einnig
ganga til byggingar þessa heim-
ilis. Þær ágætu viðtökur er
Kiwanismenn hafa fengið sýna
einnig hug almennings til geö-
sjúkra. Slikur hugur er ómetan-
legur fyrir geösjúka og þá sem
standa að meðhöndlun þeirra.
Lárus Helgason, læknir.