Vísir - 14.10.1980, Blaðsíða 10

Vísir - 14.10.1980, Blaðsíða 10
10 vtsnr Þriðjudagur 14. október 1980. Hriíturinn 21. mars—20. april Góður timi til að hyggja að húsnæðismál um. Treystu fólki dálitið betur. Nautið 21. april-21. mai Vertu þolinmóð(ur) við maka þinn eða fé- laga, sem er liklegast i sinu versta skapi i dag. Farðu varlega og athugaðu, aö ljósastaurar standa kyrrir. Tviburarnir 22. mai—21. júni Orð þin geta verið misskilin. Hugsaöu þig vel um áður en þú segir hlutina. Krabbinn 21. júni—23. júli bú virðist hafa fjármálavit en það hefur ekki komið fyrirhafnarlaust. Láttu ekki aðra hafa áhrif á fjármálaþróun þina. Ljónið 24. júii—23. ágúst Einhver sem þú hefur sett traust þitt á undanfarið situr á svikráöum. Þaö er mjög áriðandi að villa ekki á sér heimildir og ekki skaltu trúa á fólk I blindni. Mevjan 24. ágúst—23. sept. Forðastu að vera smásmugulegur. Þér hættir til að trúa ósennilegum söguburði eða rógi sem á sér enga stoð i raunveru- leikanum. Vogin 24. sept -23. okt. Það er eitthvað dularfullt við persónu sem þú hittir i dag. Orðrómur sem þér berst að eyrum er fjarri þvi að vera sannur. Drekinn 24. okt.—22. nóv. Trúðu ekki á slúöursögur sem þér berast til eyrna. Frami þinnerkominn undir þvi að þú takir réttar ákvarðanir. Bogmaðurinn 23. nóv.—21. des. Láttu ekki fjölskylduvandamál eða áhyggjur af prófum hafa of mikil áhrif á þig. Sýndu ekki seinlæti i sambandi við áriðandi ákvarðanir. Sleingeitin 22. des.—20. jan. Þetta er góöur timi til aö rannsaka yfir- náttúrulega hluti. Reyndu að komast i félagsskap þeirra sem telja sig kunna skil á slikum hlutum. ^ Vatnsberinn 21.—19. feb.r Fiskarnir 20. febr,—20. mars Þér gefst tækifæri á að taka þátt i virki- lega finni veislu, og hvort sem þú ferð þangaö eða ekki skemmtiröu þér konung- lega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.