Vísir - 14.10.1980, Síða 17
'tV V£"Yf •
Þriöjudagur 14. október 1980.
VISIR
Farið að undirbúa ívímerkingu vara vegna gjaiúmiðílsdreytingarínnar:
Unnið aö verömerkingum samkvæmt nýkrónum.
Visismynd: UVA
Rétt að huga að skipt-
ingu smámyntar í seðla
Vegna gjaldmiöilsbreytingar-
innar munu verslanir byrja aö
tvimerkja vörur frá og meö 1.
nóvember næst komandi.
Merkingar meö nýkrónuverði
munu einkennast af rauöum lit,
annaöhvort rauöar tölur á hvitum
fleti eöa dökkar tölur á rauöum
fleti.
Allar verslanir eiga aö vera
búnar aö tvimerkja um áramótin.
Eftir 1. nóvember eiga kaup-
menn aö hefja tvimerkingar á öll-
um þeim vörum sem koma inn i
verslunina, þannig aö um ára-
mótin veröi allar vörur tvimerkt-
ar, þaö er meö nýkr. og gkr.
Siikar tvimerkingar eiga aö
vera út janúarmánuö en þá er
fyrirhugað aö smádraga úr
merkingum á Gkr.
Mikill kostnaður fyrir
kaupmenn
Ljósteraö gjaldmiöilsbreyting-
in hefur i fjör meö sér mikinn
kostnaö fyrir kaupmenn. Þeir
þurfa aö endurmerkja allar vörur
verslunarinnar en slikt krefst
talsverörar aukavinnu, fleiri
verömerkingaráhalda og merki-
miöa, sem allt kostar sitt i dag.
Engu aö siöur eru kaupmenn
reiöubúnir aö taka þennan kostn-
aö á sig en ýmis önnur vandamál
geta skapaö óþægindi ef ekki er
reynt aö sporna gegn þeim i tima.
Hreinsið smámyntina úr
baukum og krukkum.
Um 150 tonn af smámynt munu
nú vera i umferö. Mynt þessi
viröist litiö koma inn i bankana.
Aö sögn Magnúsar Finnssonar,
framkvæmdastjóra Kaupmanna-
samtakanna, veröa verslanir iöu-
lega uppiskroppa meö skiptimynt
á föstudögum, svo liklegast liggja
nokkur tonnin i baukum og
krukkum á heimilum manna, auk
þess sem i buxna- og jakkavösum
leynist klingjandi mynt. Ef mikiö
af smámynt gkrónunnar fer aö
berast inn til kaupmanna eftir
myntbreytinguna, getur þaö
skapaö óþægindi og erfiöi fyrir
alla aöila. Þaö segir sig sjálft aö
erfitt hlýtur aö vera aö hafa
tvennskonar mynt i gangi sem
fyllir skiptikassa, auk fyrirhafn-
arinnar viö flutning á henni. Þvi
er alls ekki úr vegi aö menn fari
þegar aö huga aö þessum málum
og skipti smámynt sem kann að
liggja hjá þeim, yfir i seöla.
„Slikt hlýtur aö vera hagræöing
fyrir alla aöila” sagöi Magnús
Finnsson. Til þess aö komast hjá
biörööum viö þessa iöju, þegar
myntbreytingartiminn nálgast
enn meir, væri ekki úr vegi, að
menn færu strax aö huga aö þessu
máli.
Skiptikassar í verslunum.
Til þess aö auövelda afgreiöslu
i verslunum hafa ýmsar verslan-
ir i hyggju að koma sér upp litl-
um bönkum i verslununum,
þannig aö fólk geti þar skipt
gömlu myntinni, hyggist þaö
versla, en nýja myntin sé svo not-
uö viö afgreiöslukassann ein-
göngu. Aö sögn Magnúsar ætti
þetta aö skapa stóraukna hag-
ræöingu og fljótvirkni i verslun-
inni, en hann itrekaöi jafnframt
að menn noti sér fyrst og fremst
bankana til þess aö fá skipt.
Vandi vegna áramóta.
Fyrsti opnunardagur verslana,
eftir myntbreytingu er föstudag-
urinn 2. janúar.
A þeim tima hafa bankar verið
lokaöir vegna uppgjörs og þvi
kemur upp spurningin hvort
kaupmenn geti þá ekki haft nýju
myntina á boöstólum 2. febrúar.
Til þess aö leysa þetta mál hafa
þeir farið fram á aö gjaldkerar
bankanna veröi viö vinnu þennan
dag, eöa aö bankar geti afhent
myntina á nýársdag. Þannig gætu
kaupmenn haft mynt sina I
verslunum daginn eftir og at-
vinnurekendur greitt út laun I ný-
krónum.
Nú er aö fara af staö
auglýsingastarfsemi til þess aö
kynna þessa þætti alla, enda er
timinn ekkert of langur til stefnu
svo aö gjaldmiöilsbreytingin
gangi snuröulaust fyrir sig. Þvi er
ástæöa fyrir almenning aö fara
þegaraö huga aö þessum málum.
—AS
Afhending forsetamerkja til skáta fór fram við hátíðlega athöfn í Bessastaða-
kirkju á laugardag. Vigdís Finnbogadóttir afhenti merkin.
Vísism.BG.
17
oaaDODopDDDDaaaoDDaaDaaDDDDaoDaaaanaaaaaaaoaQ
! SNYRTING ’80 I
Kynnist haust- og vetrarlínunni í snyrt-
ingu á glæsilegu fræðslu- og skemmti-
kvöldi snyrtifræðinga, Súlnasal Hótel
Sögu, fimmtudagskvöld 16. október kl.
8.30, húsið opnað kl. 7.30.
Tískusýningar
Happdrætti
Vörukynningar
Gestir frá Línunni
ofl. ofl.
Félag íslenzkra snyrtifrœðinga g
Member of: Comité International d' Esthétique de Cosmétologie 5
P. O Box 315 - 121 Revkjavik - lsland
U —
aDDDDDDDaaaODaDDDDDaDDDDaaDDDDDDaaaDDDDDDDDDD
Aðalfundur
verður hatdinn i Krista/sa/
Hótel Loftleiðum
/ kvö/d 14. okt. k/. 20.30
Dagskrá
Samkvæmt félagslögum
Jóhannes Bergsveinsson ræðir um
stöðuna í áfengisvarnarmálum í dag
Allir félagar SÁÁ eru hvattir
til að mæta vel og stundvíslega
Kaffiveitingar
L?ájf Á áJíá SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
E/UL^LL UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á eigninni Kaldakinn 6, efri hæö, Hafnar-
firöi, þingl. eign Guörúnar Hafliöadóttir, fer fram á eign-
inni sjálfri föstudaginn 17. október 1980 kl. 16.00
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
a
annaö og sföasta á eigninni Noröurtún 18, Bessastaöa-
hreppi, talin eign Halldórs Sigurössonar, fer fram á eign-
inni sjálfri föstudaginn 17. október 1980 kl. 14.30.
Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 101, 103 og 106. tölublaöi Lögbirtinga-
blaösins 1977 á eigninni Gimli v/Alftanesveg, Garöakaup-
stað, Þingl. eign Guðmundar Einarssonar fer fram eftir
kröfu Innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri föstudaginn
17. október 1980 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 15., 19. og 23. tölubiaði Lögbirtingablaös-
ins 1980 á eigninni Heiövangur 7, Hafnarfiröi, þingl. eign
Jóns Arna Hjartarsonar fer fram eftir kröfu Jóns Finns-
sonar, hrl., Verzlunarbanka tslands, Guöjóns Steingrims-
sonar, hrl., Brynjólfs Kjartanssonar, hrl., Magnúsar
Þóröarsonar, hdl., Skúla Th. Fjeldsted, hdl., Einars
Viöar, hrl., og Veðdeildar Landsbanka tslands, á eigninni
sjálfri föstudaginn 17. október 1980 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.