Vísir - 14.10.1980, Side 19

Vísir - 14.10.1980, Side 19
Þriöjudagur 14. október 1980. 19 mcmnlíf vísm ,,Heima er best” — segir Jóhann Sigurgeirsson, sem stjórnar dráttarskipi i Nigeriu Jóhann Sigurgeirsson hefur siglt dráttarskipum i Nigeriu i tvö ár. Þaö hefur löngum freistaðokkar islendinga að koma á f jarlæga staði og helst þá sem lengst eru f burtu. Jóhann Sigurgeirsson skipstjóri hefur undanfarin tvö ár verið suður i Nígeriu þar sem hann hefur stjórnað dráttarskip- um á vegum fyrirtækisins Seahorse Incorporated# en skipin hafa haft þann starfa að sigla með varning á milli olíuborpalla sem staðsettir eru þar úti fyrir ströndinni. Jóhann er nú hér heima í fríi og okkur lék forvitni á að heyra frá högum hans þar syðra. ,,Ég fór þarna niöur eftir i febrúar 1978 en haföi áöur veriö viö fiskveiöar i Persaflóa I eitt ár. Viö erum þarna sjö Islendingar, þrir skipstjórar, einn stýrimaöur og þrir vélstjórar og störfum allir viö þessi dráttarskip, aöallega viö aö flytja vatn, sement, rör og vistir út i oliuborpallana”, — sagöi Jóhann. ,,Ég held aö þaö veröi ekki annaö sagt, en aö lifiö þarna er gjörólikt þvi sem viö þekkjum. Þaö trúir þvi enginn nema sá sem sér þaö meö eigin augum. Fátæktin er alveg meö ólikindum og lifnaöarhættir gjörólikir þvi sem viö þekkjum. En hins vegar er þetta mjög kátt fólk og viröist gera sig ánægt meö lifiö. Af myndum sem Jóhann er með I fórum sinum sjáum viö aö skip- verjar eru flestir þeldökkir og viö spyrjum hann hvernig sé aö stjórna þessum mönnum. „Þaö er stundum erfitt aö halda aga, en þeir eru þó aldrei meö uppsteit. Þetta kemur helst fram i þvi að þeir vinna hægt ef þeim mislikar eitthvaö. Þá er kjöroröið hjá þeim: ,,Go slow” og meö þvi ná þeir fram vilja sinum. Þú sérð á myndunum aö þetta eru kraftalegir menn, en þaö er bara á ytra boröinu. Þegar kemur aö þvi, aö þeir eiga aö fara aö gera eitthvaö þá eru þeir ekki sterkir. Annars eru þetta ágætir strákar og fjörugir. Umsjón: Sveinn Guðjónsson. Vinnan er þannig, aö viö erum fjóra mánuöi aö vinna og fáum svo fri i allt aö tvo mánuöi á milli. A meöan viö erum aö vinna má segja aö viö séum 24 tima á sólar- hring á vakt og við búum i skipun- um. Það er til dæmis brott- rekstrarsök ef viö yfirgefum skipin á milli 7 á morgnana og 5 á daginn. Þaö er nefnilega mikiö um aö mönnum leiöist þarna og þvi geta freistingarnar i landi veriö sterkar. Ég veit ekki hvert framhaldið veröur á dvöl minni þarna þvi þetta er ansi langt aö fara. Heim- þráin gerir alltaf vart viö sig og auk þess er fjölskyldan oröin þreytt á að hafa mig þarna. Maður finnur þaö lika þegar maöur kemur hingaö, aö heima er best...” Þessi olluborpallur brann en eldurinn kom upp rúmum klukkutima eft- ir aö Jóhann haföi veriö viö hann á skipi slnu. Hér hefur kokkurinn fengiö vænan hákarl i soöiö. „Hásetarnir eru kraftaiegir þangaö til aö þvi kemur aö þeir eiga aö gera eitthvaö”, — segir Jóhann. Jóhann, ásamt öörum islendingi sem einnig stjórnar dráttarskipi þarna niöur frá, Jóhanni isfjörö Jóhannssyni. kfi n II. Aðgát skal höfð... Sænska leikkonan Britt Ekland á nú við óvænt vandamál að striða. Hún hefur löng- um þótt djarftæk til karla og verið með tiðar skiptingar á þvi sviöinu. Nú bregður hins vegar svo við/ að eftir að hún gaf út sjálfsævisögu sína gengur endurnýjun vinahópsins fremur treglega og liggja til þess vissar ástæður. I bókinni lýsir hún nefni- lega fyrrverandi elsk- hugum sinum, þ.á m. Peter Sellers, á miður jákvæðan hátt og er því að vonum, að menn séu varir um sig . . . Reiðikast Jean—Paul Belmondo gerði allt vitlaust á bar einum i Paris nýverið þegar þjónaliðið lést ekki heyra pantanir hans. Ekki liggur Ijóst fyrir hvers vegna Belmondo var ekki af- greiddur á barnum en hitt er vfst að leikarinn reiddist ofboðslega. Hann vippaði sér inn- fyrir barborðið og gaf yf irþjóninum svo hressilega á kjaftinn að bldð fossaði um allar hillur. Lögreglan var kvödd á vettvang og þá fyrst tókst að róa hinn ævareiða leikara ...

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.