Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 1
125. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. MAÍ 2002 HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra heilsar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á fyrsta degi heimsóknar sinnar til Mið- Austurlanda í gær. Að auki hitti Halldór Moshe Katzav, forseta Ísr- aels, og Shimon Peres utanrík- isráðherra auk nokkurra þing- manna. Halldór segir ljóst vera að engar hugmyndir séu á borðinu sem séu líklegar til að leiða til lausna á næstunni. „Ísraelar eru meira að leita að bráðabirgðalausn- um sem geta gefið tíma og stöðvað þessi hryðjuverk,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég hef að sjálfsögðu vottað sam- úð vegna þeirra atburða sem hér hafa átt sér stað. Í mínum huga er engin afsökun fyrir hryðjuverk- um,“ sagði Halldór er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann eft- ir fund hans með Sharon í gær- kvöldi. „Það er alveg ljóst að fólk er djúpt snortið vegna þessara at- burða.“ Halldór segir að það sem hafi komið sér mest á óvart séu þær full- yrðingar sem alls staðar hafi komið fram að palestínskir ráðamenn geti stöðvað hryðjuverk ef þeir vilji og að þar sé lykilinn að lausn málsins að finna. Halldór Ásgrímsson hittir ísraelska ráðamenn AP Engin lausn á deilum í sjónmáli  Engin afsökun/34 Jerúsalem. Morgunblaðið. FLOKKARNIR þrír, sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum í Hol- landi, hafa komið sér saman um strangar reglur um innflytjendur og hælisleitendur. Kristilegi demókrata- flokkurinn, hægriflokkur Pims Fortuyns, er féll fyrir morðingja- hendi, og frjálslyndi flokkurinn VVD samþykktu „stranga en sanngjarna stefnu í málefnum hælisleitenda“, sagði Mat Herben, nýr leiðtogi flokks Fortuyns (LPF). Meðal þess sem flokkarnir hafa ákveðið er að hælisleitendur fái ekki að krefjast pólitísks hælis í Hollandi hafi þeir komið inn í landið án skil- ríkja. Hollenska blaðið Algemeen Dagblad greindi frá því í gær, að um 80 af hundraði þeirra sem leituðu hæl- is í landinu kæmu þangað án skilríkja. Nú er að hefjast í Róm fundur Evr- ópuríkja þar sem rætt verður um herta stefnu í innflytjendamálum, og sagðist yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hafa áhyggjur af svona aðgerðum, því þær sköpuðu hættu á að lögmætu flótta- fólki, sem væri að flýja ofsóknir, yrði skipað á bekk með ólöglegum inn- flytjendum. Hollendingar fengu 32.580 beiðnir um hæli í fyrra, 25% færri en árið á undan, samkvæmt töl- um UNHCR. Kristilegir demókratar, VVD og LPF samþykktu einnig aðgerðir gegn innflytjendum og hælisleit- endum sem fái fjölskyldur sínar til Hollands þegar þeir séu sjálfir búnir að fá landvistar- leyfi. Framvegis muni Holland veita „eins fáum innflytjendum og mögulegt er“ leyfi til að koma til landsins, sagði Herben. Hann bætti því við, að flokkarnir þrír hefðu komið sér saman um nýju stefnuna í grófum dráttum, en eftir væri að ganga frá henni í smáatriðum. Hugmyndum LPF um að veita landvistarleyfi tilteknum hælisleit- endum sem hefði verið synjað um leyfi en byggju nú ólöglega í Hollandi var hafnað. Sagði Herben að flokkur sinn hefði viljað veita leyfi ólöglegum innflytjendum sem hefðu búið í land- inu í meira en fimm ár, töluðu hol- lensku og hefðu hreint sakavottorð. En væntanlegir samstarfsflokkar hefðu neitað að samþykkja þetta. Kostnaður Norðmanna Norska blaðið Aftenposten greindi frá því í gær að metfjöldi hælisleit- enda í Noregi í fyrra hefði kostað rík- ið samtals sem svarar um 60 milljarða íslenskra króna. Sé þessi tala byggð á upplýsingum um hvað það í raun kosti að taka á móti hælisleitendum, veita þeim bráðabirgðaheimili, senda úr landi þá sem fái synjun og finna síðan þeim, sem fái landvistarleyfi, framtíð- arheimili. Væntanlegir stjórnarflokkar í Hollandi þokast nær samstarfssamningi Samþykkja strangar reglur um innflytjendur Kostnaður vegna hælisleitenda um 60 milljarðar í Noregi í fyrra Haag. AFP. Mat Herben VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, gagnrýndi í gær harðlega evr- ópska leiðtoga vegna væntanlegra krafna um vegabréfsáritanir fyrir íbúa rússneska Eystrasaltshéraðs- ins Kalíníngrad, og varaði Pútín við því að þetta mál gæti haft alvarleg áhrif á samskipti Rússa og Evrópu- sambandsins. Kalíníngrad liggur að Eystrasalti, á milli Póllands og Litháens, og því landfræðilega skorið frá Rússlandi. Hafa Rússar látið í ljósi áhyggjur af aukinni einangrun héraðsins þegar Pólland og Litháen verða aðilar að ESB. Tillögur Rússa um að tryggðar verði óheftar samgöngur milli Kal- íníngrad og annarra hluta Rússlands eftir stækkun ESB í austur hafa „mætt fullkomnu skilningsleysi“ hjá leiðtogum ESB, sagði Pútín. „Viðræður fara í hringi“ Mál þetta „á sér langa sögu, en því miður fara nú viðræðurnar í hringi“, sagði Pútín. Rússar hafa farið fram á að komið verði upp sérstökum lest- arleiðum þar sem ekki yrði krafist vegabréfsáritana þannig að íbúar Kalíníngrad, sem eru um ein milljón, geti farið á milli héraðsins og ann- arra landshluta, en þessu hefur ESB hafnað. Bæði Pólverjar og Litháar hafa leyft íbúum Kalíníngrad að fara um löndin án sérstaks leyfis, en bæði ríkin hyggjast krefjast vegabréfs- áritana frá og með júlí á næsta ári, og er það liður í undirbúningi ríkjanna fyrir inngöngu í ESB. Kraf- an um vegabréfsáritun er óhjá- kvæmileg vegna þess að um leið og Pólland og Litháen verða aðilar að ESB skrifa ríkin undir Schengen- samninginn, en íbúar þeirra ríkja sem eru aðilar að honum geta farið án vegabréfs milli aðildarríkjanna. Pútín gagnrýn- ir ESB Moskvu, Kalíníngrad. AFP. INDVERJAR og Pakistanar skipt- ust áfram á skotum á landamærum ríkjanna í Kasmír í gær og hermdu fregnir að sjö manns hefðu fallið í indverska hluta héraðsins. Fyrr um daginn hafði Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, varað Indverja við því að ef hermenn þeirra færu yfir landa- mærin í Kasmír myndu Pakistanar „leysa storm úr læðingi“. Sagði hann að ef Indverjar hæfu styrjöld gegn Pakistan myndu þarlend stjórnvöld umsvifalaust svara af fullri hörku. Langvinnar deilur ríkjanna vegna Kasmírhéraðs hafa harðnað verulega undanfarið og hafa þau samtals flutt um milljón hermanna til héraðsins. Bæði ríkin búa yfir kjarnavopnum. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að staðan í samskiptum Indlands og Pakistans væri „hættuleg“ en tók fram að stríð væri ekki óumflýjanlegt. Straw hefur á undanförnum dögum heimsótt bæði Pakistan og Indland í því augnamiði að lægja öldurnar, en deil- endur hafa tekið hugmyndum hans um beinar friðarviðræður heldur fá- lega. Sagðist Straw þó ráða af við- ræðum sínum við Musharraf og Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, að hvorugur deilenda vildi stríð. Árás yrði „svarað af hörku“ Islamabad, Nýju-Delhí. AFP. SPOR eftir óþekkta risaeðlu- tegund hafa fundist á Sval- barða, að því er norska blaðið Aftenposten greinir frá. Eru sporin 70 cm löng. Nú er leitað að beinum úr eðlunni og segir Jørn Hurum, sem starfar við Háskólann í Ósló og er eini risaeðlufræðingur Noregs, að steingerð bein hljóti að vera að finna í sandsteini. Hurum fann sporin, sem eru steingerð, fyrr á þessu ári. Í ljósi þess sem vitað er um myndun Svalbarða má ætla, að sporin séu um 123 milljóna ára gömul. Á þeim tíma lá Sval- barði á 60. breiddargráðu, u.þ.b. þar sem Ósló er núna. Hafa athuganir á sporunum leitt í ljós, að þau eru eftir áður óþekkta risaeðlutegund. Á sjöunda áratugnum vakti það heimsathygli er fjöldi risa- eðluspora fannst á Svalbarða. Þau spor, og spor sem fundist hafa þar síðan, staðfesta að til hafi verið „heimskautarisaeðl- ur“ sem hafi lifað í snjó og kulda. Hafa einnig fundist risa- eðluleifar í Alaska. Svalbarði Spor óþekktrar risaeðlu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.