Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Annar sigur á Grikkjum / B1 Grétar afgreiddi ÍA / B2 4 SÍÐUR Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað HM 2002 í knatt- spyrnu. Blaðinu verður dreift um allt land. 16 SÍÐUR VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS Á FIMMTUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Streng hf. Blaðinu verður dreift á höfuð- borgarsvæðinu. Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Ferðamála- samtökum Vest- urlands. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag www.mb l . i s FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, oddviti D-lista, yrði næsti bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Sem kunnugt er hlaut flokkurinn hreinan meirihluta í nýafstöðnum sveitarstjórnakosningum. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Ragnheið- ur vera ánægð með nýja starfið. Viss tregi væri fólginn í að hætta sem skólastjóri, en um væri að ræða tækifæri sem gæfist aðeins einu sinni á lífsleiðinni. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður 12. júní. Samkomulag í Fjarðabyggð Fjarðalistinn og listi Framsókn- arfélags Fjarðabyggðar náðu í gær- kvöldi samkomulagi um málefna- samning í viðræðum um myndun nýs meirihluta í Fjarðabyggð. Þor- bergur Níels Hauksson, efsti maður á lista framsóknarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að nú ætti aðeins eftir að leggja málefnasamn- inginn fyrir félagsfund hjá Fram- sóknarflokknum og Fjarðalistanum í kvöld. Ef félögin samþykkja málefna- samninginn í kvöld verður til nýr meirihluti í Fjarðabyggð sem verður skipaður fjórum fulltrúum Fjarða- lista og tveimur fulltrúum Fram- sóknarflokks. Fjarðalistinn tapaði meirihluta sínum í kosningunum og fékk fjóra af níu bæjarfulltrúum. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk tvo, Framsóknar- flokkurinn tvo og Biðlistinn einn bæjarfulltrúa. Ákveðið var að fækka bæjarfulltrúum í Fjarðabyggð fyrir kosningarnar úr ellefu í níu. Formlegar viðræður í Kópavogi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi kom- ust að samkomulagi í gær um að hefja formlega viðræður um mynd- un meirihluta í bæjarstjórn. Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðis- manna, staðfesti þetta síðdegis í gær en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið á þessu stigi en sagði að strax yrði hafist handa í viðræðunum. Eins og fram hefur komið hafa átt sér stað óformlegar viðræður á milli flokkanna og einnig hafa óformleg samtöl farið fram á milli oddvita Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Samfylking og Framsókn mynda meirihluta í Árborg Samkomulag náðist í gærkvöldi um meirihlutasamstarf Samfylking- ar og Framsóknarflokks í Árborg. Þorvaldur Guðmundsson, efsti mað- ur á lista Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fulltrúaráð beggja flokka hefðu þeg- ar samþykkt málefnasamninginn. Samstarfssamningurinn verður kynntur í Ráðhúsinu á Selfossi klukkan tíu í dag. Þá verður einnig gefið upp hver verður næsti bæj- arstjóri Árborgar. Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur voru í meirihluta í sveitarfélaginu en í kosningunum um helgina fékk Sam- fylkingin fjóra menn, Framsóknar- flokkur þrjá og Sjálfstæðisflokkur tvo menn. Viðræður að taka á sig skýrari mynd í Skagafirði Boðað var til nýs fundar síðdegis í gær vegna viðræðna Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og Sjálfstæðisflokksins í sveitarfé- laginu Skagafirði um myndun nýs meirihluta. Ársæll Guðmundsson, efsti maður á lista VG, sagði í sam- tali við Morgunblaðið fyrir fundinn í gær að fulltrúar flokkanna hefðu byrjað að ræðast við á sunnudag og hugsanlega myndi skýrast eftir fundinn í gærkvöldi hvernig mál kæmu til með að þróast í viðræðum listanna. Oddviti D-lista bæjar- stjóri í Mosfellsbæ 41 ÁRS gamall Íslendingur sem grunaður er um að hafa smyglað hassi til Færeyja var í gær úrskurð- aður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Að sögn lögreglunnar í Þórshöfn var hann handtekinn í fyrradag, ásamt 24 ára gömlum syni sínum, eftir að lögregla fann 1,4 kíló af hassi í bifreið þeirra. Syninum og Færey- ingi sem var með feðgunum í bíl hef- ur verið sleppt úr haldi. Þremenn- ingarnir komu frá Danmörku en lögreglan segir að hún hafi stöðvað bíl feðganna við hefðbundið eftirlit. Íslendingur í gæsluvarðhald í Færeyjum MOKVEIÐI hefur verið úr norsk- íslenska síldarstofninum allra síð- ustu daga og voru flest íslensku skipin á landleið í gær með full- fermi. Síldin veiðist nú innan lög- sögu Jan Mayen, tæpar 100 sjómíl- ur suðaustur af eyjunni. Skipin hafa fengið mjög stór köst, allt upp undir 1.000 tonn í kasti. Ísleifur VE kom til löndunar á Seyðisfirði í gærmorgun með full- fermi, rúm 1.100 tonn. Flest skipin fengu fullfermi í fáum köstum Gísli Garðarsson skipstjóri sagði flest skipin hafa fengið fullfermi í fáum köstum, enda töluvert að sjá af síld á svæðinu. „Mér líst vel á framhaldið, horfurnar eru mun betri en þær voru á sama tíma í fyrra. Bæði sjáum við meira af síld, auk þess sem hún heldur sig vestar, en það þykir okkur vita á gott.“ Aflann sagðist Gísli hafa fengið í þremur köstum. Þar af hefði hann náð að dæla um 700 tonnum úr síð- asta kastinu áður en nótin gaf sig undan þunganum. „Það fengu margir heljarköst og því heilmikið fjör á miðunum. Það er alltaf gam- an að veiða síld þegar hún gefur sig og vonandi heldur þetta áfram. En það er þó aldrei að vita þegar síldin er annars vegar, menn hafa oft farið flatt á því,“ sagði Gísli. Síldveiðiskipin munu ekki halda á miðin á ný fyrr en eftir helgi, vegna sjómannadagsins, sem er á sunnudag. Með 500 tonn af frystum síldarflökum Vilhelm Þorsteinsson EA kom til hafnar í Neskaupstað í fyrri- nótt, eftir níu daga veiðiferð. Afl- inn var um 500 tonn af frystum síldarflökum og er þetta fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldar- stofninum sem skip Samherja landa á þessari vertíð. Þetta magn samsvarar um 1.000 tonnum af síld upp úr sjó. Að sögn Guðmundar Þ. Jónssonar skipstjóra var veiðin dræm til að byrja með enda viðr- aði illa í síldarsmugunni fyrstu dagana. „Við fengum vitlaust veð- ur fyrstu fimm dagana þannig að lítið var hægt að veiða en svo lag- aðist það um leið og veðrið skán- aði,“ segir Guðmundur. Aflinn fékkst að mestu innan Jan Mayen- lögsögunnar síðustu tvo dagana. Að sögn Guðmundar var síldin á mikilli ferð og er mikil áta í henni. Afurðirnar úr þessari veiðiferð og þeirri næstu munu dreifast á markaði í Þýskalandi, Póllandi, Litháen og Lettlandi. Mokveiði á norsk- íslensku síldinni Margir fengu „heljar- köst“ ÞAÐ ER gaman að vera strákur á vorin. Eng- ar áhyggjur af sveitarstjórnakosningum, op- inberum heimsóknum, auknum samskiptum við Suður-Afríku eða fyrirvara Íslands við að- ild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Bara góðviðri og fjör. Þessir ungu drengir voru svo sann- arlega í góðu skapi í Laugardalnum á dög- unum og svöluðu þorstanum, enda tilvalið í góða veðrinu. Morgunblaðið/Golli Grallarar í góðu skapi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.