Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Takk fyrir heimfylgdina, hr. Björn, ekki Borg. Formannaskipti í Félagi vinnuvélaeigenda Markaðurinn í ójafnvægi NÝLEGA urðu for-mannaskipti í Fé-lagi vinnuvélaeig- enda. Þar er á ferðinni afar fjölbreyttur hópur hags- munaaðila. Hinn nýi for- maður, Elías Pétursson, svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst frá þessum samtökum … „Félag vinnuvélaeig- enda var stofnað 7. desem- ber 1953 til að efla sam- starf vinnuvélaeigenda og gæta sameiginlegra hags- muna þeirra. Lengi fram- an af var aðalviðfangsefni félagsins að gefa út sam- eiginlega gjaldskrá félags- ins, en með samkeppnis- lögum var samræming á útsölutöxtum gerð ólögleg og höfum við ekki gefið út slíka gjaldskrá í tíu ár. Þess í stað höf- um við verið uppteknir af ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum. Við höfum barist fyrir afnámi tolla og vörugjalda af vinnuvélum og atvinnubílum og nú eru vinnutæki okkar gjaldlaus. Einnig hefur ým- iss konar önnur gjaldtaka verið okkur hugleikin, síðustu ár hefur mikill tími og orka farið í baráttu fyrir betrumbótum á þunga- skattskerfinu, en ríkið innheimtir gríðarlegar fjárhæðir af okkur í gegnum þungaskatt. Við höfum einnig unnið töluvert inn á við með námskeiðahaldi og fræðslufund- um fyrir okkar félagsmenn. Við höfum lengi talið að staða vinnu- vélastjóra sé vanmetin í saman- burði við aðra hópa. Vélarnar eru gríðarlega verðmætar og afkasta- miklar og krefst mikillar kunnáttu að stjórna þeim þannig að vel fari. Miklar kröfur eru gerðar til ná- kvæmni og útsjónarsemi slíkra manna. Mikil verðmæti geta farið forgörðum ef þeim er ekki beitt af fagmennsku. Við höfum litið til Norðurlandanna varðandi nám og kennslu vinnuvélastjóra en í Nor- egi og Svíþjóð hafa kröfur um menntun vaxið mikið og eru sam- bærilegar við iðnmenntun. Erum við að vinna að tillögugerð á sama grunni.“ – Er þetta ekki æði fjölbreyttur hópur? „Ákaflega. Innan félagsins eru menn sem reka eina gröfu og sinna nánast eingöngu vinnu fyrir bæjarfélög og stofnanir. Einnig eru stórir verktakar með tugi véla og manna í vinnu. Okkar fé- lagsmenn eru einnig um allt land, auk þess að menn sækja verkefni óháð búsetu. Einnig eru mikil við- skipti innan hópsins þannig að þegar allt er skoðað þ.e. bæði stærð fyrirtækja, búseta, ólík við- fangsefni og innbyrðis viðskipti þá er myndin býsna fjölbreytt.“ – Hvert er hlutverk formanns? „Í svona fjölbreyttum fé- lagsskap þarf formaður ásamt stjórn að samræma viðhorf og vinna að hagsmunum félags- manna á öllum sviðum og vera í samskiptum við Samtök iðnaðar- ins sem fara með okkar mál frá degi til dags.“ – Talað er um verk- efnaskort innan félags- ins, hvernig er staðan? „Ég held að Reykja- víkurborg hafi boðið heldur minna af jarðvinnuverkum út nú en oft áður. Minna framboð birtist okk- ur á tvennan hátt. Í fyrsta lagi eykst fjöldi fyrirtækja sem berj- ast um hvert verkefni og nú er ekki óalgengt að allt að tuttugu fyrirtæki taki þátt í hverju útboði. Einnig birtist lakara verkframboð í lægra verði en verð á okkar markaði hefur ekki hækkað í tvö ár þrátt fyrir miklar hækkanir á rekstrarkostnaði, s.s. olíuverði, tryggingum og aðkeyptri þjón- ustu. Auk hinna opinberu verkkaupa virðast einkaaðilar vera algjör- lega stopp í framkvæmdum, enda heyrist alls staðar að byggingar- bransinn sé í miklum kröggum vegna fjármagnsskorts og kostn- aðarhækkana. Einnig viðist stað- an vera sú að færri stórverk tengd virkjunum eða stærri vegafram- kvæmdum hafa verið boðin út sem gerir það að stóru verktakarnir sem venjulega eru uppteknir af stærri viðfangsefnum verða að keppa um sífellt smærri verk en á þeim markaði eru nú þegar of margir að vinna.“ – Hvað er til ráða? „Nú verður fátt um svör. Það er greinilegt að markaðurinn er í miklu ójafnvægi. Helst viljum við auka framkvæmdir en hitt er ekki síður mikilvægt að hið opinbera reyni að dreifa útboðum meira yf- ir árið. Núna er nánast allt boðið út í apríl og maí og eiga verkin að vera búin í september og fram í miðjan október. Það mætti lengja verktíma en oft verður vandséð ástæðan fyrir lokadagsetningu á verkum. En eitthvert mesta vandamálið í greininni er að vinn- an dreifist svo ójafnt yfir árið þannig að hagkvæmni er nánast ómöguleg. Einnig dettur mér í hug að op- inberir aðilar gætu sett sér reglur um að taka ekki endilega lægsta tilboði a.m.k. ekki taka tilboðum sem berlega eru allt of lág frá fyr- irtækjum sem hafa ekkert tapþol. Dæmi eru um að tilboðum hafi verið tekið, sem augljóst var að gátu ekki gengið upp og er engum greiði gerður með þess háttar vinnubrögðum þar sem þetta ger- ir það að verkum að aðrir verktak- ar verða líka að bjóða undir kostn- aðarverði til að eiga möguleika á verkefnum. Það leiðir aftur til þess að verkkaupi fær óhjá- kvæmilega ekki eins góða vinnu og hann gæti fengið.“ Elías Pétursson  Elías Pétursson er fæddur á Þórshöfn á Langanesi 13. júní 1965. Elías var fyrrum til sjós, en frá 19 ára aldri hefur hann verið m.a. vinnuvélastjóri og verk- stjóri og loks með eigin rekstur, fyrst sem einyrki frá 1988 með traktorsgröfu, vann þá mest fyr- ir stór verktakafyrirtæki. Um áramótin 1995–96 stofnaði hann síðan EP-vélaleigu ehf. sem þyk- ir miðlungi stórt verktakafyrir- tæki í jarðvinnu. Maki er Val- borg Anna Ólafsdóttir og eru börnin þrjú, Ásgeir, Jóhann Arn- ór og Elías Leví. … að taka ekki endilega lægsta boði REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að taka upp viðræður við for- sætisráðuneytið um hugsanleg kaup á víkingaskipinu Íslendingi, með það að leiðarljósi að skipið verði varð- veitt á Íslandi. Kemur fram í bréfi eiganda þess til borgarráðs að hann óski eftir því að skipið verði staðsett í Reykjavík og þá í tengslum við sjó- minja- og víkingasafn. Töluverð óvissa hefur ríkt um ör- lög skipsins frá því að siglingu þess frá Íslandi til Bandaríkjanna, með viðkomu á Grænlandi, Nýfundna- landi og Kanada, lauk í október árið 2000 að því er fram kemur í bréfinu. Segir að senn dragi til úrslita hvað varðar framtíð skipsins og því áríð- andi að afstaða innlendra aðila til hugsanlegra kaupa á skipinu sé kunn. Er því óskað eftir viðræðum við borgaryfirvöld um hugsanleg kaup á skipinu og kemur fram að jafnframt verði óskað eftir þátttöku ríkisins í þeim viðræðum. Sem fyrr segir fól borgarráð, á fundi sínum á þriðjudag, borgarstjóra að taka upp viðræður við forsætisráðuneytið um málið. Ríki og borg ræði um kaup á Íslendingi STJÓRN Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis telur að niðurstaða Fé- lagsdóms í máli félagsins gegn Kynnisferðum sf., þar sem uppsagn- ir tveggja Sleipnismanna voru dæmdar ólögmætar, sé mikilvægur sigur í baráttu Sleipnis fyrir tilvist sinni. Formaður Sleipnis, Óskar Stefánsson, var annar þeirra sem sagt var upp, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær í frásögn af niðurstöðu Félagsdóms. Í tilkynn- ingu frá stjórninni segir að á und- anförnum árum hafi markvisst verið reynt að grafa undan tilvist Sleipnis af hálfu atvinnurekenda „og síðast en ekki síst af hálfu Alþýðusam- bands Íslands, sem vék félaginu úr sambandinu í mars á þessu ári.“ Stjórnin segir ennfremur að í þess- ari baráttu hafi dómstólar verið óspart notaðir og skemmst sé að minnast lögbannsaðgerða í verkfalli félagsins sumarið 2000. „Stjórn Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis telur að með þessum dómi hafi forgangsréttarákvæði félagsins verið staðfest og þar sem Sleipnir er landsfélag hvetur það alla þá sem starfa við akstur fólksflutningabif- reiða hvar á landinu sem þeir starfa að gerast félagsmenn í Sleipni. Ein- ungis með öflugu félagi fólksflutn- ingabifreiðastjóra er von til þess að bæta kjör stéttarinnar,“ segir að endingu í tilkynningu stjórnar. Stjórn Sleipnis um niðurstöðu Félagsdóms Mikilvægur sigur í baráttu félagsins fyrir tilvist sinni ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.