Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 30.05.2002, Síða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Brekkugötu 27A, Akureyri, s. 462 1285, gsm 692 7278 Góð gisting/góð staðsetning  Stutt í miðbæinn, sund, matsölustaði og alla þjónustu.  Sjö vel útbúin herbergi í fallegu húsi með frábæru útsýni.  Kannaðu málið, við tökum vel á móti þér. SVEINN Þórarinsson formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins, Rarik, sagði í ræðu sinni á ársfundi fyrirtækisins á Akureyri í gær, að frumvarp til laga um jöfnun kostn- aðar við flutning og dreifingu á raf- orku kæmi verulega til móts við óskir fyrirtækisins. Fyrirliggjandi raforkulagafrumvarp og frumvarp um stofnun hlutafélags um Rarik boðaði jafnframt breytingar á því umhverfi sem fyrirtækið hefði búið við. „Mér er fyllilega ljóst að í hinu nýja og breytta umhverfi verður sótt að okkur úr ýmsum áttum. Oft hafa heyrst raddir um að skipta eigi Rarik upp í nokkur landshluta- fyrirtæki. Ég tel fráleitt að það muni verða til góðs fyrir viðskipta- vini okkar eða leiða til lægra orku- verðs eða betri þjónustu. Þvert á móti vil ég styrkja fyrirtækið með frekari samruna eða sameiningu. Svo sem kunnugt er standa yfir viðræður við Akureyringa sem hníga í þessa átt. Í því sambandi eiga menn ekki að láta það halda fyrir sér vöku hvar höfuð fyrirtæk- isins situr,“ sagði Sveinn. Hann sagði að ríkið ætti Rarik og jafnframt Orkubú Vestfjarða og helming í Landsvirkjun. „Ég get ómögulega séð mikla hagkvæmni í því að sami eigandi sé að reka fyr- irtæki nánast á sama sviði í okkar litla landi. Séu breytingar á eign- arhaldi Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun á næsta leiti, finnst mér mjög athugandi að skoða sam- einingu fyrirtækjanna. Hag- kvæmnisrök verða sína að skera úr um framhaldið,“ sagði Sveinn. Sameining orkufyrirtækja myndi styrkja landsbyggðina Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði m.a. í ræðu sinni á ársfundinum að frá því upphafleg ákvörðun var tekin um könnun á sameiningu Rarik og Norðurorku hefði ríkið keypt Orkubú Vestfjarða og að í náinni framtíð væri stefnt að því sameina starfsemi Rarik og Orkubúsins. „Ég tel að það muni efla og styrkja landsbyggðina ef tækist að mynda sterkt orkufyrirtæki með sameiningu þessara fyrirtækja. Enginn veit enn hvort af þessum áformum verður eða ekki,“ sagði Valgerður. Hún sagði ljóst að um- hverfi raforkufyrirtækja mundi vafalaust breytast hér á landi á næstu árum eins og gerst hefði er- lendis. Valgerður sagði það stefnu ráðuneytisins að efla og styrkja starfsemi Rarik í framtíðinni og að unnið hefði verið að því marki á sl. tveimur árum. „Umræða um þessi mikilvægu mál hefur einskorðast nokkuð við það sjónarmið að eðlilegt væri að höfuðstöðvar sameinaðs fyrirtækis yrðu staðsettar á Akureyri í sam- ræmi við það að meginverkefni hins nýja fyrirtækis yrði að þjóna landsbyggðinni rétt eins og Rarik hefur með sóma sinnt um áratuga skeið.“ Valgerður sagðist gera sér grein fyrir þeim mannauði, reynslu og þekkingu sem væri að finna í starfsmönnum fyrirtækisins og að það þyrfti að hafa í huga þegar og ef breytingar yrðu gerðar á starf- semi eða starfsmannaumhverfi. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri sagði í sínu ávarpi að þrátt fyrir þá umræðu sem verið hefði um framtíð fyrirtækisins hefðu starfsmenn haldið höfði jafnt innan vinnustaðar sem utan og sinnt sín- um skyldum. Sveinn Þórarinsson, formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins Vil styrkja fyrirtækið með samruna og sameiningu Morgunblaðið/Kristján Sveinn Þórarinsson, formaður stjórnar Rarik, og Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ársfundi fyrirtækisins í gær. SAMKOMULAG hefur náðst milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks um nýjan meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar. Alls hafa flokkarn- ir sjö bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar. Þrír flokkar verða í minnihluta, Listi fólksins með tvo menn, Samfylking og Vinstri grænir með einn mann hvor flokkur. Um 30 ár eru frá því þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur unnu síðast saman í bæjarstjórn á Akureyri. Síðasti meirihluti sem þannig var skipaður var myndaður árið 1970. Gengið hefur verið frá samkomu- lagi um málefnasamning og skipan í nefndir og ráð. Kristján Þór Júlíusson verður áfram bæjarstjóri samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs. Ekki hefur verið ákveðið hver muni gegna embætti forseta bæjarstjórnar. „Ég er mjög sáttur við þessa nið- urstöðu. Það var ekkert annað í spil- unum í mínum huga en að láta á það reyna hvort þetta samstarf næðist og sú er reyndin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. „Ég hlakka til næstu fjögurra ára, hér eru næg verkefni fyrir hendi og góður gangur í bænum og svoleiðis verður það áfram.“ Samkomulagið verður borið undir fulltrúaráð flokkanna tveggja á laug- ardagsmorgun, 1. júní. Sjálfstæðis- og fram- sóknarmenn mynda nýjan meirihluta FULLTRÚAR Norðurlandsskóga, Garðyrkjuskóla ríkisins, Skóg- ræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins hafa skrifað undir samn- ing um samstarf vegna verkefnis sem ber yfirskriftina „Grænni skógar.“ Um er að ræða heild- stæða námskeiðaröð sem skóg- arbændum á Norðurlandi verður boðið upp á. Námið hefst næsta haust og stendur yfir í þrjú ár, eða til ársloka 2005. Námskeiðin eru einkum ætluð skógarbændum eða þeim sem eru að fara af stað með skógrækt undir merkjum Norður- landsskóga. Farið verður yfir nær alla þætti skógræktar á 14 tveggja daga námskeiðum auk þess sem farið verður í námsferð til Svíþjóð- ar og Noregs. Námskeiðin eru metin til ein- inga á framhaldsskólastigi. Sigrún Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga, sagði um tímamótasamning að ræða fyrir Norðurlandsskóga. Um væri að ræða mikið framfaraskref fyrir skógarbændur á svæðinu að geta með þessum hætti aflað sér þekkingar heima í héraði í stað þess að þurfa að taka sig upp og sækja nám til Hveragerðis. „Ég vænti mikils af þessu og veit að skógarbændur verða mun betur í stakk búnir til að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd skógrækt- ar og landgræðslu á bújörðum með það að markmiði að auka land- og búsetugæði,“ sagði Sigrún. Sveinn Aðalsteinsson skóla- meistari Garðyrkjuskóla ríkisins tók í sama streng og sagði ákaf- lega ánægjulegt að geta boðið upp á umrætt nám á Norðurlandi. Hann sagði áhuga fyrir skógrækt mikinn í þeim landshluta og því væri ánægjulegt að verkefnið færi nú af stað nyrðra. Vonaði hann að aðrir landshlutar myndu fylgja í kjölfarið síðar. Samstarf um „Grænni skóga“ Morgunblaðið/Kristján Frá undirritun samningsins í Grundarreit, f.v.: Guðjón Magnússon, Landgræðslunni, Sigrún Sigurjónsdóttir, Norðurlandsskógum, Ólafur Oddsson, Skógræktinni, og Sveinn Aðalsteinsson, Garðyrkjuskólanum. Norðurlandsskógar, Garðyrkjuskól- inn, Skógræktin og Landgræðslan RÁÐSTEFNA um mannauðsstjórn- un verður haldin á vegum Símennt- unarmiðstöðvar Eyjafjarðar í dag, á Fiðlaranum og hefst kl. 13. Gestafyrirlesari verður Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsvirkjunar. Markmiðið með ráðstefnunni er að fjalla um mikilvægi þess að meta ár- angur í stjórnun starfsmanna í sam- ræmi við aðrar auðlindir í rekstri fyrirtækja. Meðal annars verður fjallað um hvaða aðferðum sé hægt að beita til að meta árangurinn á markvissari hátt. Þá verður aðferða- fræðin Markviss kynnt af Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, forstöðu- manni Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Fyrirlestur um mannauðs- stjórnun OPIÐ hús verður í gestavinnustofu Gilfélagsins í Listagili í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. maí, frá kl. 19 til 21. Þar hefur Ursula Nistrup verið gestur í þessum mánuði. Hún er fædd 1974 í Gentofte í Danmörku og stundaði nám í Københavns Tekn- iske skole í ljósmyndun, kvikmyndun og myndbandalist og nú síðustu árin í Glasgow School of Art. Hún hefur ferðast um á Norðurlandi og austur- fyrir og safnað myndum úr nátt- úrunni. Skyggnst í jarðlög KLÆÐNING ehf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í framkvæmdir við Hlíðarfjallsveg, frá Rangár- völlum að Skíðastöðum. Alls bár- ust fjögur tilboð í verkið og voru þau opnuð í vikunni. Kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar hljóð- aði upp á um 40,5 milljónir króna en Klæðning bauð um 39,6 milljónir króna, eða 97,6% af kostnaðaráætlun. Nóntindur ehf. í Búðardal bauð rúmar 40,3 milljónir króna í verkið, eða 99,5%, G. Hjálm- arsson hf. á Akureyri bauð rúm- ar 40,6 milljónir króna, eða 100,1% og G.V. gröfur ehf. buðu 48 milljónir króna, eða 118,3% af kostnaðaráætlun. Hlíðarfjallsvegur er ónýtur og hefur verið það í mörg ár, eins og Sigurður Oddsson, deildar- stjóri framkvæmda hjá Vega- gerðinni á Akureyri, orðaði það í samtali við Morgunblaðið ný- lega. Vegurinn hefur verið erf- iður yfirferðar og þá sérstaklega seinni part vetrar og fram á vor. Gerðar verða umfangsmiklar endurbætur á veginum í ár og á næsta ári, hann byggður upp, styrktur og lagður bundnu slit- lagi. Framkvæmdir við Hlíðarfjallsveg Klæðning átti lægsta tilboð Hlíðarfjallsvegur er illa farinn eftir veturinn og þurfti að setja upp skilti vegfarendum til viðvörunar undir lok skíðavertíðarinnar. Morgunblaðið/Kristján ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.