Morgunblaðið - 30.05.2002, Qupperneq 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 45
Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Marka›svi›skipti
www.isb.is
Allt í einu númeri
440 4000
Me› flví a› hringja í eitt númer, 440 4000, getur›u fengi›
samband vi› fljónustuver Íslandsbanka e›a hvern flann
starfsmann bankans sem flú flarft a› ná tali af.
Vi› hlökkum til a› heyra í flér!
EFTIR aðalfund Samtaka ferða-
þjónustunnar fyrir nokkru átti sér
stað talsverð fjölmiðlaumfjöllun um
hættur í umferðinni samfara starfi
ökuleiðsögumanna. Sú
umfjöllun var öll á einn
veg og jafnvel talað um
„tifandi tímasprengj-
ur“ í umferðinni.
Til upplýsingar fyrir
almenning á orðið
„ökuleiðsögumaður“
við um leiðsögumann
sem einnig er bílstjóri
hópferðabifreiðar eða
minni bifreiðar. Á
ensku kallast þetta
„driver-guide“. Síðasta
áratug hefur aukist
verulega að fólk kjósi
að ferðast í litlum hóp-
um. Gjarnan í sérhann-
aðri ferð fyrir viðkom-
andi kunningjahóp,
faghóp eða fjölskyldu. Kostnaðar-
aukningu samfara þessari þróun hef-
ur verið mætt með fækkun í starfs-
liði, þ.e. að í stað bílstjóra og
leiðsögumanns sinnir nú aðeins einn
ökuleiðsögumaður starfi beggja. Þar
fyrir utan veitir slíkur ferðarmáti
aukin þægindi og er í samræmi við
lífsstíl fólks og kröfur þess um
sveigjanleika og hærra þjónustustig.
Hluti af því er að ökuleiðsögumað-
urinn verði einn af hópnum og leggi
þannig skerf til góðrar heildarmynd-
ar og ánægjulegrar upplifunar hóps-
ins. Vel megandi fólk velur gjarnan
þessa útfærslu frekar en að ferðast í
stórum sundurleitum hópi, en vissu-
lega eru takmörk fyrir því hver
kostnaðurinn megi vera. Íslenskar
ferðaskrifstofur grípa einnig til þess-
arar útfærslu til að þurfa ekki að
fella niður ferð eða til að lágmarka
tap sem af henni verður ef fækkað
hefur verulega í hópi frá því sem
gert var ráð fyrir.
Það er ekki eins einfalt að breyta
þessu fyrirkomulagi og ætla mætti
af þeirri einhliða umfjöllun sem átt
hefur sér stað. Því minni sem ferða-
hópurinn er því þyngra vega allar
kostnaðarhækkanir. Það er mikil
kostnaðaraukning fólgin í því að
greiða tveimur einstaklingum kaup í
stað eins. Gistingu og uppihald að
auki. Með slíkri kostn-
aðarhækkun væri bein-
línis verið að bægja
þessum ferðamönnum
frá því að koma til
landsins. Nokkur fyrir-
tæki sérhæfa sig einnig
í útfærslu ferða fyrir
litla hópa, eins og t.d.
fyrirtæki undirritaðs
sem hefur „Small
Groups – Great Exp-
erience“ að kjörorði
(litlir hópar – leikandi
ferð). Grundvelli fyrir
starfsemi þessa fyrir-
tækis og margra sem
starfa í afþreyingar-
ferðaþjónustu yrði
kippt í burtu ef lögum
og reglum yrði breytt í þá veru að
starf ökuleiðsögumanna yrði bannað
eða takmarkað við of litla hópa. Það
myndi valda ferðaþjónustunni í heild
miklum búsifjum samfara verulegu
gjaldeyristapi fyrir þjóðarbúið.
Hverjum yrði greiði gerður með því?
Ef við skoðum tölfræðina í sam-
bandi við ökuleiðsögumenn og um-
ferðaröryggi kemur í ljós að ekki
hafa orðið óhöpp eða slys undanfarin
ár sem beinlínis má rekja til þessa
samsetta starfs. Því er hins vegar öf-
ugt farið um almennan akstur hóp-
ferðabifreiða. Skýringarinnar á far-
sælu starfi ökuleiðsögumanna má
e.t.v. leita í því að það eru sérstak-
lega hæfir einstaklingar sem veljast
til þessa starfs, fólk sem veldur því
sem það er að gera og tamið hefur
sér ákveðna tækni sem gerir starfið
auðveldara en ætla mætti. Engu að
síður tel ég eðlilegt að settar verði
reglur um takmarkanir í sambandi
við ökuleiðsögn, eins og t.d. reglur
um hámarks hópstærð og/eða bíl-
stærð og skyldunotkun höfuðhljóð-
nema í stað handhljóðnema. Ég held
að flestir sem starfa við ferðaþjón-
ustu og fólksflutninga myndu fagna
skynsamlegum reglum í þessa veru.
Um ökuleið-
sögumenn og
umferðaröryggi
Jón Baldur
Þorbjörnsson
Höfundur er ökuleiðsögumaður,
rekur ferðaþjónustuna Ísafold og
hefur sem bíltækniráðgjafi starfað
að umferðaröryggismálum.
Ökuleiðsögn
Tel ég eðlilegt,
segir Jón Baldur
Þorbjörnsson, að settar
verði reglur um
takmarkanir í sambandi
við ökuleiðsögn.
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll