Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.05.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur Pálssonfæddist á Öldu- hrygg í Svarfaðar- dal við Eyjafjörð 22. apríl 1911. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 16. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Hjartarson bóndi, f. 12. ágúst 1877, d. 11. jan. 1952, og Filippía Margrét Þorsteins- dóttir húsfreyja, f. 16. maí 1880, d. 14. jan. 1968. Systkini Eiríks eru: Steingrímur, f. 23.8. 1907, d. 1958, Sólveig Björg (tví- burasystir), f. 22.4. 1911, Stefanía, f. 22.12. 1912, d. 24.4. 2002, og Margrét Hjördís, f. 5.3. 1919, d. 9.7. 1998. Eiríkur kvæntist 26. júlí 1940 Björgu Guðnadóttur, f. 17. apríl 1903, d. 1996. Börn Eiríks og Bjargar eru: 1) Páll, stúdent frá M.R., sérfræðingur í geðlækning- um, f. 18 ágúst 1941, kvæntur Jónu Bjarkan. Börn þeirra eru Björg, f. 1965, Eiríkur, f. 1968, og Ragnar Bjarkan, f. 1970. 2) Sig- urveig Hanna, stúdent frá M.R., cand. juris, fulltrúi á Skattstofu Reykjanesumdæmis í Hafnarfirði, 1962 til ársloka 1966 var hann fulltrúi hjá skattstjóranum í Reykjaneskjördæmi. Hann tók síðan við starfi forstjóra elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði 1967 og starfaði þar til 1981. Félagsstörf Eiríks voru fjölmörg og fjölbreytt. Á náms- árum átti hann m.a. sæti í stjórn Félags róttækra stúdenta, var formaður Bindindisfélags Háskól- ans og einn af stofnendum Félags frjálslyndra stúdenta. Þá tók Ei- ríkur þátt í félagsstörfum á sviði þjóðmála, var einn af stofnendum Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri, átti sæti í stjórn F.U.F. í Reykjavík og tók þátt í störfum framsóknarmanna í Hafnarfirði og var m.a. í framboði til alþingis. Hann var einn af stofnendum Norræna félagsins og Sálarrann- sóknarfélagsins í Hafnarfirði. Hann tók þátt í stjórnun og störf- um í málfundafélaginu Magna, sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju og Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Hann fékk margar viðurkenning- ar og var m.a. Heiðursfélagi Rót- arýklúbbs Hafnarfjarðar, Nor- ræna félagsins í Hafnarfirði og Sálarrannsóknarfélagsins í Hafn- arfirði. Hann hlaut heiðursmerki Frjálsíþróttasambands Íslands, Fimleikafélags Hafnarfjarðar, stjörnumerki Stúdentafélags Reykjavíkur og gullmerki Nor- ræna félagsins á Íslandi. Útför Eiríks Pálssonar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. f. 7. sept. 1943, dóttir hennar er Margrét Eir, f. 1972. 3) Anna Margrét, stúdent frá M.R., B.Ed. frá K.H.Í., grunnskólakennari í Hafnarfirði, f. 30. sept. 1949. Maki Ólaf- ur Eyjólfsson, stúdent frá M.A., sérfræðing- ur í geislagreiningu. Börn þeirra eru: Eyj- ólfur f. 1970, Ágúst, f. 1974, og Eiríkur f. 1976. Eiríkur Pálsson varð stúdent frá M.A. árið 1935 og cand. juris frá Há- skóla Íslands 16. maí 1941. Hann vann við ýmis störf á ævi sinni. Þannig var hann stundakennari við Samvinnuskólann 1942-1955 og Iðnskóla Hafnarfjarðar 1949- 70. Eiríkur var starfsmaður Al- þingis á árunum 1941 til 1945. Hann var síðan ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði frá 24. febr. 1945 til 1948. Þá var hann ráðinn skrif- stofustjóri Sambands ísl. sveitar- félaga og meðfram því ritstýrði hann riti Sveitarstjórnamála. Ei- ríkur var skipaður skattstjóri í Hafnarfirði 1954 og gegndi því starfi til ársins 1962. Frá árinu Það er komið að skilnaðarstund. Hann afi minn hefur kvatt þennan heim og vakir yfir mér og okkur öll- um hinum megin. Hvernig get ég talið upp allt það sem hann hefur skilið eftir hjá mér? Minningarnar hellast yfir mig um afa, sem ég ólst upp hjá á Suðurgötunni, sem leiddi mig upp á Ásfjall og Valaból, sem sagði mér söguna af Nátttröllinu, sem söng fyrir mig „Margrét Eir, Margrét Eir, mánasilfrið fagurt skín, Margrét Eir, Margrét Eir sofðu vel í alla nótt“. Þetta var lag sem hann samdi. Það var ekkert af- mæli nema það fylgdi vísa frá afa með í kortinu. Fastir liðir eins og venjulega sem kannski virtust ekki skipta máli þá en eru núna gullmolar sem ég hef með mér í farteskinu. Pósthólf 46, Happdrættið og fleiri litlir bíltúrar þar sem við sátum og spjölluðum um allt það sem helst var að frétta. Það eru óneitanlega tómleiki og tár sem sitja í mér þessa síðustu daga því afi minn var svo stór hluti af lífi mínu, svo og hjá mörgum öðr- um. Mér þykir vænt um að hafa haldið í höndina á afa mínum fyrir stuttu svo þétt að ég finn ennþá fyrir mjúkum lófanum og ég ætla aldrei að sleppa takinu. Ég veit að afi mun halda í höndina á mér áfram, leiða mig í gegnum lífið eins og hann hef- ur gert síðustu 30 árin. Hann var orðinn þreyttur og ég get ekki ann- að en verið þakklát fyrir að hann fékk að sofna svona vært heima á Suðurgötunni, óhultur og friðsæll. Góða nótt afi minn, mánasilfrið fagurt skín, góða nótt Eiríkur Páls- son, sofðu vel í alla nótt. Margrét Eir. Það er stundum sagt að ekki verði héraðsbrestur þegar gamall maður deyr. Eiríkur Pálsson var kominn á nítugasta og annað árið þegar dauð- inn sté hljóðlátlega að hvílu hans og tók hann til sín. Hann hafði lagst til hvíldar til að fá sér miðdegisblund eins og margra er háttur þegar ald- urinn færist yfir en vaknaði ekki aft- ur til þessa lífs. Þessi hljóðláti að- skilnaður var honum veglegt hlutskipti. Á langri ævi varð hann mörgum ljós á vegi með óeigin- gjarnri greiðvikni sinni og velviljaðri visku. Þessi hressilegi og gönguglaði maður var tekinn að lýjast og fann það á sér að stutt myndi til umskipt- anna og kveið þeim ekki. Hann var trúaður maður en fordómalaus og fann hið innra með sér til vissu um nýja tilveru sem tæki við að þessu lífi loknu, enda var breytni hans og hugarfar markað þeirri öruggu vissu. Því er haldið fram í kristninni að grundvöllur kristindómsins sé upp- risan. Trúi menn ekki upprisunni „þá er ónýt predikun vor og ónýt trú yðar“ sagði Páll postuli. Honum var það ljóst að atburðirnir sem helgaðir eru páskum eru það meginbjarg sem kristindómurinn byggir tilveru sína á og upprisa Krists verður ekki skilin frá upprisu annarra manna. Þau eru orðin mörg árin frá því ég fyrst kynntist Eiríki Pálssyni. Þá var hann prófdómari við unglinga- próf í Flensborgarskólanum, en að aðalstarfi skattstjóri í Hafnarfirði. Mér féll strax vel við hann. Hann var spurull, forvitinn nokkuð í bestu merkingu þess orðs, fljótvirkur og velvirkur, tillitssamur og næmur. Mest lágu þó leiðir mínar og hans saman nokkrum árum síðar, innan Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarð- ar. Eiríkur hafði áhuga á dulspeki og dulargáfum svo og draumum, skyggni og hugboðum sem gáfu til kynna framgang atburða í lífi ein- staklinga eða þjóða eða jafnvel sjálfs alheimsins. Hann setti sig ekki úr færi að kynnast slíkum fyrirbærum ef völ var á og minnisstætt er mér er hann sagði mér fyrir um úrslit for- setakosninganna 1968, löngu áður en þær voru haldnar, svo að nánast í engu skeikaði, enda var sú spá í engu samræmi við það sem þá var almennt haldið. Eiríkur var áhuga- samur spiritisti og einn af stofnend- um og fyrstu stjórnarmönnum Sál- arrannsókanarfélags Hafnarfjarðar sem starfað hefur ötullega um ára- tugaskeið. Allan þennan tíma hélst einbeittur áhugi Eiríks fyrir málefn- um félagsins. Hann sótti nánast hvern einasta fund í allri sögu þess og flutti iðulega hugvekjur um and- leg mál. Fyrir nokkrum árum var hann sæmdur heiðursfélagsnafnbót með sæti í stjórn. Fullviss er ég um að ég mæli fyrir hönd allra sem stað- ið hafa í framvarðarsveit félagsins þegar ég flyt honum innilegar þakk- ir fyrir áhuga og gifturík störf í þágu þess. Eiríkur Pálsson var Svarfdæling- ur að uppruna, fæddur á bænum Ölduhrygg þar í dalnum. Hann ólst þar upp við venjuleg kjör sveita- drengs á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þrátt fyrir almenna fátækt bændafólks þess tíma var pilturinn, Eiríkur, settur til mennta við Menntaskólann á Akureyri, enda þótti hann hæfileikamikill og nám- fús. Tafir urðu á námsferli hans vegna veikinda en með viljastyrk og hörku hristi hann þau af sér og náði tilskildum markmiðum þótt honum seinkaði nokkuð. Á þessum árum aflaði Eiríkur sér margsháttar reynslu með þátttöku í félagsstörf- um nemenda og með sumarstörfum við sjávarsíðuna. Sama varð uppi á teningnum á námstíma hans í lög- fræði við Háskóla Íslands, enda var hann fæddur félagsmálagarpur og kenndi því til í stormum sinna tíða. Að loknu lögfræðiprófi var Eiríki boðið fulltrúastarf á skrifstofu Al- þingis og starfaði þar næstu fjögur árin. Árið sem lýðveldið var stofnað var óskað eftir því að hann tæki að sér framkvæmdastjórn fyrir sögu- sýningu sem halda skyldi í tilefni lýðveldisstofnunar. Við þetta starf lagði Eiríkur sig allan fram og starf- aði af miklum eldmóði. Var og mað- urinn mikill þjóðernissinni og ætt- jarðarvinur og því var þetta starf grípandi fyrir hann, mann gæddan stjórnmálaáhuga, enda urðu honum þessir lýðveldisdagar einna áhrifa- mestir og minnisstæðastir á öllum lífsferlinum. Ekki féll Eiríki alls kostar við full- trúastarfið á skrifstofu Alþingis og tók að hugsa sér til hreyfings. Mál þróuðust svo að Eiríkur var ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði, að mestu fyrir tilstuðlan og kunningsskap þeirra Emils Jónssonar sem þá var alþingismaður og ráðherra í nýsköp- unarstjórninni og meirihlutamaður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Við bæj- arstjórastarfinu tók Eiríkur 1. mars 1945 og fluttist skömmu síðar með fjölskyldu sína í Fjörðinn. Hér kunni Svarfdælingurinn Eiríkur Pálsson vel við sig og hér settist hann að fyr- ir fullt og fast og hafði búið hér í 57 ár, nánast á sama stað við Suðurgöt- una, er á hann var kallað. Eiríkur reyndist ötull bæjarstjóri eins og hans var von og vísa, fljótur að setja sig inn í málefni og aðstæð- ur á nýjum stað. Það hamlaði ekki ráðningu hans í stöðuna þótt hann væri í öðrum stjórnmálaflokki en meirihluti bæjarstjórnarinnar. Hann var framsóknarmaður og fór ekki dult með. Hinsvegar var hann þeirrar skoðunar, eins og margir í Alþýðu- og Framsóknarflokki voru þá, að flokkarnir ættu saman að vinna hvar sem á því væru mögu- leikar eins og þeir gerðu á dögum stjórnar hinna vinnandi stétta sem svo var kölluð. Hafnarfjörður var um sumt enn erfiður bær á fimmta áratugnum. Hraunið var þrándur í götu fram- kvæmda og því voru þær erfiðari og dýrari en í öðrum bæjum. Hinar stórvirku vinnuvélar, sem nú mylja og kurla hraunið eins og ekkert sé og auðvelda á þann hátt lagningu holræsa, gatnagerð og undirbúning EIRÍKUR PÁLSSON við Nýbýlaveg, Kópavogi             3(B33@  3 % + @'& 4$ @'.     2 '     4 1  -   5          4      # #)$$ (&C* /+- & '!  ( :$ & $& :  *& * /+- & '!  )+- ' * /+- & '!  4 & !& $& ) && (  * /+- & $& -  4$/& * /+- & '!  :!  !& $& ! %&?' * /+- & '!  ) *   4 $& 9-&' * /+- & $& *&C# &  & '!  &*&&* /+- & '!   ? & $& &#+- ** /+- & '!     &*! $&    / & /- &$* &*-/- &0 6   &     &     7     7    !              !    ) 733,B (B   )3 B  .0% +    * '    8  4!*" ). * 0    &         / 2           @  &&' '!   *  &*! $& @+  &  $&  (0D * *& 70  $& 8  #0)+  '!  7 * 0  '!  @  4 $& ) &&   '!      / & /- &$*/ & / & /- &0       1      @  ,332   # *A! *-<E 4+ .4    3 ,  2 '                 2     !   "# #5$$ 01  !  ! '   ! '             *  '!  &*9+ $& ! && *  $& ) && 7  @  +!& '!  *  *  $& .& * '!  !' &$ '!  )* !& '! 0    : ,39 3                -  # #)$$ 01 !      *  *#+- & '!  .&&#+- & $& ( %&+! / #+- & '! 0                                                 !     "# #""$             !  "#   $ "  $ "      % %& % % %& '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.