Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 1

Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 16. JÚNÍ 2002 140. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 16. júní 2002 Tók bolta alltaf fram yfir dúkkur Morgunblaðið/RAX Olga Færseth hefur gert 177 mörk í 128 leikjum í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Hún er ein „stelpnanna okk- ar“, landsliðsins í knattspyrnu sem náði þeim glæsilega árangri að ná 2. sæti í undanriðli heimsmeistaramóts, fyrst ís- lenskra liða. Skapti Hallgrímsson ræddi við Olgu sem er tvímælalaust ein besta íþróttakona landsins og eini Íslendingurinn sem kjörinn hefur verið besti leikmaður Íslandsmóts í tveimur íþróttagreinum. Prentsmiðja Morgunblaðsins B Viðskiptavinirnir hafa ávallt forgang 26 Fyrstu tískumyndir landsmanna 18 Eitt stöðugildi fyrir hvert hjúkrunarrými 10 Sádi-Arabar, Egyptar og fleiri arabaþjóðir hafa með stuðningi Arababandalagsins hvatt ákaft til þess að samtímis verði gerðar ráð- stafanir til að auka öryggi á her- numdu svæðunum og stofna annað hvort endanlegt Palestínuríki eða ríki til bráðabirgða. Fullvíst er talið að Bandaríkjaforseti muni setja það skilyrði fyrir stuðningi við stofnun bráðabirgðaríkis að bundinn verði endi á árásir hryðjuverkamanna í Ísrael. Fyrirhugað ríki á aðeins að ná yfir þau svæði sem stjórn Yassers Arafats hefur að nafninu til umráð yfir núna, það er um 40% af Vest- GERT er ráð fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni í vik- unni leggja til að stofnað verði bráðabirgðaríki Palestínumanna með það að markmiði að þannig verði vonir þeirra um betri framtíð efldar, að sögn The Los Angeles Times. Er Bush hefur gefið út yf- irlýsingu sína, sem gæti orðið á þriðjudag, er búist við að Colin Po- well utanríkisráðherra fari til Mið- Austurlanda og ráðfæri sig við leið- toga Ísraela, Palestínumanna og hófsamra arabaríkja um alþjóðlega friðarráðstefnu sem rætt er um að halda í júlí, ef til vill í Tyrklandi. urbakkanum og tvo þriðju hluta Gaza-spildunnar. Endanleg landa- mæri ríkisins yrðu ekki ákveðin strax og lausn á ágreiningi um stöðu Jerúsalem og rétt palestínskra flóttamanna og afkomenda þeirra til að snúa heim yrði frestað. Andstaða við bráðabirgðalausn meðal Palestínumanna Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, lýsti á fimmtudag yfir stuðn- ingi sínum við hugmyndina um bráðabirgðaríki og Ariel Sharon for- sætisráðherra hefur ekki hafnað henni. Einn af nánustu ráðgjöfum hans, Reuven Rivlin, benti þó á að hugmyndir Bandaríkjamanna gætu mætt harðri andstöðu í Ísrael vegna þess að leggja yrði niður sumar af landnemabyggðum gyðinga á svæð- um Palestínumanna. Talsmenn Palestínumanna lýstu andstöðu við tillögurnar. „Við getum ekki sætt okkur við fleiri tímabundn- ar lausnir. Við verðum að finna end- anlega lausn,“ sagði Saeb Erekat, ráðherra í stjórn Arafats og áður einn helsti samningamaður Palest- ínumanna í friðarviðræðunum við Ísraela, í viðtali við dagblaðið Al Quds á föstudag. Friðarviðleitni í Mið-Austurlöndum og væntanlegt ríki Palestínumanna Bush forseti talinn ætla að leggja til bráðabirgðaríki SÍÐUSTU skoðanakannanir í Frakklandi fyrir síðari umferð kosn- inganna í dag gefa til kynna að hægriflokkabandalag sem styður Jacques Chirac forseta muni vinna mikinn sigur og fá allt að 440 sæti af alls 577 í neðri deild þingsins. Sósíal- istar, sem fóru með ríkisstjórnar- völdin þar til í maí, er Lionel Jospin forsætisráðherra sagði af sér, gætu orðið fyrir áfalli og misst helminginn af um 200 sætum sínum. Hægrimenn eru þegar með meirihluta í öldunga- deildinni en ekki er kosið til hennar að þessu sinni. Hægriflokkar sem styðja Chirac fengu samanlagt um 44% í fyrri um- ferðinni en sósíalistar um 36%. Í dag verður kosið í 519 kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi hlaut hreinan meirihluta í fyrri umferð- inni. Vinstriflokkarnir hafa í vikunni lagt hart að stuðningsmönnum sín- um að mæta á kjörstað í dag en kjör- sókn sl. sunnudag var lélegri en dæmi eru um. Segja stjórnmálaskýr- endur BBC að vinstrimennn hafi þegar gefið upp á bátinn allar vonir um sigur en reyni nú að tryggja að þeir verði nógu öflugir til að geta a.m.k. veitt væntanlegri hægristjórn nauðsynlegt aðhald. Kommúnistar áttu aðild að stjórn Jospins en eiga á hættu að þurrkast út af þingi. Flokk- ur þeirra var áratugum saman einn af öflugustu kommúnistaflokkum Vestur-Evrópu. Þjóðernisöfgamenn í Þjóðarfylk- ingu Jean-Marie Le Pens eru sagðir geta gert sér vonir um að fá tvö þing- sæti. Yrðu það mikil vonbrigði fyrir flokkinn en Le Pen tókst óvænt að fá næstflest atkvæði í fyrri umferð for- setakjörsins í maí. Í seinni umferð- inni sigraði Chirac hins vegar með yfirburðum, fékk um 82% atkvæða. Hægriflokkum spáð stórsigri í Frakklandi París. AFP. STJÓRNARFLOKKUR jafnaðar- manna í Tékklandi er með 30% at- kvæða og hægrimenn með 26% ef marka má útgönguspár í þingkosn- ingunum sem lauk í gær. Bandalag miðjumanna var með 17% og gæti því myndað stjórn með hvorri fylkingunni sem væri. Komm- únistar voru með 13% fylgi í spánni. Milos Zeman, leiðtogi jafnaðar- manna og forsætisráðherra, hefur farið fyrir minnihlutastjórn frá 1998 en notið hjálpar hins hægrisinnaða flokks Vaclavs Klaus, fyrrverandi forsætisráðherra, á þingi. Jafnaðar- menn sterkastir Prag. AFP. ENGLENDINGAR sigruðu Dani í 16-liða úrslitum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í gær með þremur mörkum gegn engu og eru vonir Dana þar með úr sögunni. Rio Ferdinand skoraði þegar á fjórðu mínútu eftir hornspyrnu frá David Beckham og sést hér skalla boltann að markinu. Síðar bættu þeir Michael Owen og Emile Heskey tveimur mörk- um við. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Reuters Brostnar vonir Dana á HM  Draumur/16 MIKILL og almennur áhugi var á knattspyrnuleik Englendinga og Dana í heimsmeistarakeppninni í gær. Starfsmenn í Weymouth- sædýragarðinum í suðurhluta Eng- lands komu að sögn AP-fréttastof- unnar fyrir sjónvarpstæki til þess að þrír selir í garðinum, Starburst, Edgeley og Webb, gætu fylgst með leikjunum í keppninni. „Þeir virðast vera áhugasamari en ella þegar Englendingar eru að leika – en það getur verið að rauðu peysurnar valdi mestu um það,“ sagði Steve Townsend, forstjóri garðsins. Þegar selirnir eru ekki að horfa á fótbolta finnst þeim gaman að spila sjálfir og starfsmennirnir vona að þeir læri eitthvað af ensku hetjunum í sjónvarpinu. Óverjandi vinstri- hreifaskot ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.